Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 45
VAXTARVERKIR
Sjónleikurinn Vaxtarverkir eftir Benóný Ægisson,
Kópavogs frumsýnir á morgun, 26. febrúar.
Blúsbræðurnir, sem eru spaugarar miklir og fjörkálfar að eigin sögn.
Popp, djass og blús
í Lœkjartungli um helgina
Föstudaginn 26. febrúar frumsýn-
ir Unglingaleikhúsið í Kópavogi nýj-
an sjónleik eftir Benóný Ægisson,
sem jafnframt er leikstjóri. Sjónleik-
urinn heitir Vaxlarverkir og saman-
stendur af laustengdum svipmynd-
um úr lífi borgarunglinga samtím-
ans. Sýningar verða í Félagsheimili
Kópavogs sem liður í Kópavogs-
vöku, en hún er menningardagskrá
á vegum menningar- og listaráðs
Kópavogs. Félagar í Unglingaleik-
húsi Kópavogs eru um tuttugu og sjá
þeir sjálfir um hönnun og gerð bún-
inga, leiktjalda og annarra fylgi-
hluta. Leikhúsið er að verða árs-
gamalt en í fyrravor var lítill hluti
sjónleiksins sýndur auk þess sem
hópurinn var með götuleikhús á 17.
júní. Tríó Jóns Leifssonar semur og
flytur tónlistina í sjónleiknum. Verk-
ið verður sýnt áfram eftir að Kópa-
vogsvöku lýkur. En um hvað eru
Vaxtarverkirl
Benedikta: ,,Þetta er leikrit um
unglinga."
Gunnar: „Unglingavandamál."
Selma: ,,og um fjölskyldulíf, hvað
það getur verið misjafnt. Þetta er
um tvær fjölskyldur. í annarri vilja
foreldrarnir ekki að krakkarnir fari
út á kvöldin."
Gunnar: ,,og hin er bara flippfjöl-
skylda þú veist."
Selma: „Þessar fjölskyldur búa á
sama gangi og kynnast,"
Benedikta: „það lýsirsamskiptum
krakkanna og svo skólanum.
Benóný: „Verkið gerist meira út
frá sjónarhóli unglinganna. Þetta er
ekkert frekar um unglingavanda-
mál, verkið lýsir á nokkuð léttum
nótum sjónarhorni unglinga á til-
veruna. Eg skrifaði sjónleikinn mik-
ið út frá þessum krakkahópi. Við
sátum mikið og spjölluðum saman
og hugmyndirnar eru mikið til
komnar frá krökkunum. Þetta er því
bæöi skrifað og leikið út frá þeirra
forsendum. Það er meira gert grín
að fullorðna fólkinu og öllu vanda-
málatalinu."
Það má þá kalla þetta ,,work-
shop" eða vinnuleikhás, fyrst þú
skrifar sjónleikinn með leikhópi og
með ákveðna leikara í huga.
Benóný: „Já, verkið hefur þróast
með þessum hópi og tekið breyting-
um við hverja æfingu."
Og hvernig finnst ykkur verkið
vera?
Benedikta: „Meiriháttar."
Gunnar: „Já mér finnst það, stór-
fínt."
Þú hefur starfað meö þónokkrum
leikhópum Benóný, hvernig er að
vinna I unglingaleikhúsi?
Benóný: „Mér finnst það mjög
sem Unglingaleikhús
skemmtilegt. Það er erfitt að því
leyti að þau þurfa að læra allt frá
grunni. Það er allt annað að vinna
með vönu fólki. En fyrir bragðið
verður árangur sýnilegri og ánægj-
an því mikil. Þessi aldurshópur hef-
ur töluvert barn í sér ennþá og það
hjálpar okkur. Börnum er eðlilegt
að tjá sig og leika og þau eru yfirleitt
mjög frjáls í hegðun. Fullorðið fólk
virðist hins vegar í flestum tilfellum
tapa þessum eiginleika. Að þessu
leyti er þetta mjög skemmtileg
vinna."
Nú hefur oft verið talað um að
skólar þjálfi krakka lítið í að standa
upp og tjá sig, að gera krakka
ófeimna við að tala fyrir framan
fólk.
Selma: „Já það er alltof lítið gert
af því. Maður má ekkert tjá sig í
skólanum. Maður á bara að sitja og
þegja,"
Benedikta: „og taka við."
Finnst ykkur leiklistin hjálpaykk-
ur í þessu? Þjálfar hún ykkur í að
koma fram og eyða feimninni?
Selma: „Það er nú misjafnt hvern-
ig fólk er.“
Ásbjörn: „Leiklistin hefur nú þeg-
ar hjálpað mér nokkuð, ég er tölu-
vert feiminn."
Gunnar: „Ég er ekki feiminn, en
hef samt gott af þessu." FÞ
Fyrir nokkru tók til starfa
skemmtistaðurinn Lækjartungl og
er hann til húsa þar sem áður var
Nýja bíó og síðan til skamms tíma
Bíóhúsið, þar sem átti að sýna list-
rænni myndir, en það gekk víst ekki
upp. Eigendur Lækjartungls gera
hins vegar vel við listina, þ.e.a.s.
einkum tónlistina og þá sér i lagi
popptónlistina. Eins og menn hafa
vafalítið tekið eftir hefur lifandi tón-
list með Lækjartungli eignast sama-
stað að einhverju leyti því þar eru
haldnir tónleikar a.m.k. tvisvar í
viku, á fimmtudags- og sunnudags-
kvöldum. I kvöld, fimmtudags-
kvöld, kemur fram náungi sem
sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu
fyrir síðustu jól, nefnilega Geiri
Sæm, og fylgir honum heljarinnar
hljómsveit. Á laugardagskvöldið
eru það svo Blúsbræður sem halda
uppi dampi — hljómsveit sem skip-
uð er mönnum héðan og þaðan.
Meðal meðlima má nefna Jón Olafs-
son, Stefán Hilmarsson og stór-
söngvarann Natan Olsen, en eftir
því sem HP heyrir er langafi hans
bæði danskur og laglaus. Natan er
reyndar dulnefni og er kunnur út-
varpsmaður sterklega grunaður um
að bregða sér í gervi Natans. Á
sunnudagskvöldið leika svo á djass-
tónleikum kvartett Björns Thorodd-
sen og ný sveit, Classic Nouveau, en
hún er eingöngu skipuð konum sem
Geiri Sæm, sem söng um aftursæti í
rauöum bíl.
allar hafa klassíska tónlistarmennt-
un að baki. Hljóðfæraskipanin er
óvenjuleg fyrir djasssveit, þrjár fiðl-
ur, selló og rödd, óperurödd segja
sumir sem heyrt hafa tii. Það er sem-
sagt nóg að gerast í Lækjartungli;
djass, blús og venjubundnara popp,
og því eitthvað fyrir næstum því
alla.
Ásbjörn, Benedikta, Selma, Gunnar og Benóný í Unglingaleikhúsi Kópavogs.
KK
Nýklassíska kvennasveitin, sem kemur fram í fyrsta skipti á tónleikum á
sunnudagskvöldiö.
TiMANHA TAKN
ISLANDSSKRIF
Le Républicain Lorrain er stórt
dagblað sem gefið er út í Metz í
Austur-Frakklandi. Það hefur
efni á að senda fréttamenn sína
um allan heim í leit að ferskum
fréttum. Einn þeirra, Jacques
Gandebeuf, hefur nokkrum
sinnum komið til íslands, fyrst
fyrir tilviljun en síðar sér til
ánægju. Jacques Gaudebeuf
þykir vænt um ísland. Stundum
hafa heimsóknir hans orðið til-
efni að grein, stundum ekki. Það
er ekki alltaf hægt að tala um ís-
land í blöðunum (ég þekki það
því miður af eigin reynslu sem
fréttaritari frönskumælandi fjöl-
miðla).
Fréttamenn sem Flugleiðir
eða íslenska ríkíð bjóða hingað
til að undirbúa opinberar heim-
sóknir skrifa sjaldnast nokkuð af
viti. Þeir þekkja ekki landið,
þannig að í bland við klisjur sem
teknar eru úr landkynningar-
bæklingum skrifa þeir oft hrika-
legar vitleysur. Hversu oft hef ég
ekki mátt lesa að morð séu
óþekkt fyrirbæri á íslandi eða að
Island væri stærsti bananafram-
leiðandi í Evrópu, fljótfærnisleg
ályktun eftir skottúr til Hvera-
gerðis. Maður les einnig milli lín-
anna orð leiðsögumannsins,
hvort sem hann hefur verið á
vegum hins opinbera eða ekki.
Þetta er auðfundið hvort heldur
um gagnrýni eða hrós er að
ræða, jafnvel ennþá meira áber-
andi i gagnrýninni. Enda er til
samþykktur listi yfir neikvæð
atriði sem eru hluti af hefð-
bundnum áróðri. Því það er jafn-
nauðsynlegt að halda gagnrýn-
inni innan ákveðinna marka og
að ýta undir hrósið. Þannig les
maður aftur og aftur greinina um
„ísland — stéttlaust þjóðfélag"
— og greinarnar um áfengisböl-
ið (hversu oft þarf að endurtaka
að á íslandi er drukkið minnst í
Evrópu), eða um verðbólgubálið
(hver mun að lokum segja er-
lendum fréttamönnum að verð-
bólgan hefur í raun verið jákvæð
fyrir ísland og stuðlað að gífur-
legri þróun efnahagslífsins). Svo
ekki sé minnst á stafsetningu ís-
lenskra orða í erlendum fjölmiðl-
um sem er enn verri en stafsetn-
ing erlendra orða í íslenskum
fjölmiðlum, þau eru þó bara röng
í annað hvert skipti.
Skarpskyggni Jacques
Gaudebeuf er athylisverð. Hann
kom af frjálsum vilja til lands
sem hann er hrifinn af án þess að
tengjast því á nokkurn hátt. Álit
hans er óháð. Hann hefur það
einnig fram yfir mig að sjá það
sem ég sé ekki lengur, eða vil
ekki sjá. Þannig sá hann landið
breytast:
„I apríl var opnuð ný flugstöð
Leifs Eiríkssonar. Stórhuga lúx-
us-kastali sem vakti undrun og
aðdáun þeirra sem vanir eru að
ferðast með DC-8-vélum Flug-
leiða. Farþegarnir voru af göml-
um vana sáttir við að millilenda
í Keflavík í upplituðum bröggum
sem ekki þóttust vera neitt /.../
Keflavíkurflugvöllur var elsku-
lega sveitó, þar sem maður lenti
stundum á leið frá Chicago í
ógleymanlegum byl, á meðan
maður hefur á tilfinningunni að
vera í Kaliforníu í nýbyggðu höll-
inni. Ég veit um nokkra sem síð-
an eru haldnir nostalgíu." J.G.
rekur síðan framlag Bandaríkja-
manna í kostnaði við bygging-
una og „viðbót" íslendinga. En
öllum eru þessar tölur í fersku
minni. „Önnurstórfengleg bygg-
ing, í þetta skipti í hjarta Reykja-
víkur: verslunarmiðstöðin
Kringlan, sem hefur strax sópað
til sín 10% af verslun borgarinn-
ar. Hún var opnuð í ágúst og agn-
dofa ítalskir iðnaðarmenn játuðu
að hafa aldrei límt eins mikla
marmaraklæðningu nema í höll-
um Saudi-Arabíu. Maður hefur á
tilfinningunni að vera í Trade
Center í Atlanta. Ljúf tónlist,
ódýrir skyndibitastaðir og tísku-
kaffihús. Stór alþjóðlegur glæsi-
basar. í borg þarsem blönk ung-
menni sátu fyrir tíu árum við
formaica-borð. Á þessum sætu
skítabúllum reyndi maður að
láta tebollann endast eins lengi
og hægt var."
Meðan land er lítið og fátækt
elska það allir, en þegar það efn-
ast verður það að passa sig.
Jacques Gaudebeuf, komdu
aftur, góðærið er búið!
Gérard Lemarquis
HELGARPÓSTURINN 33