Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 26
PENINGAR & MARKAÐUR Búnaðarbankinn sparar þeim sporin, sem beintengjast um „Bankalinuna" við tölvukerfið, og gefur kost á innbyggðum persónuskilríkjum í ávisanirnar. Og svo býður hann upp á skuldavá- tryggingu. BUNAÐARBANKINN NÝJUNGAR Á FÆRIBANDI „BANKALÍNAN'# TÖLVUTENGIR FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGA VIÐ BANKANN GULLREIKNINGUR FYRSTIR í HEIMI MEÐ HANDHAFAMYND Á ÁVÍSANABLAÐINU ÚTFLUTNINGSHANDBÓK SKULDAVÁTRYGGING Þar sem bankastarfsemi stendur á gömlum merg og hefur safnað digrum sjóðum er yfirleitt. ríkjandi hörð og áköf samkeppni um aö afla lántákenda ekkÁ s\ður en að fá menn til að leggja inn sparifé sittt. í jþeini samkeppni hafa bankar farið að bjóða upp á aUslkosArþjfmjstu, sem ekki fellur beint undir verksvið þeirra í þrengsta skilningi þess orðs. Hér er um að ræða persónulega þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki, ráðgjöf, fyrirgreiðslu og að- stoð, umfram það, sem kalla mætti beinhörð viðskipti. Með auknu frjálsræði í íslenskri bankastarfsemi og samkeppni um sparifé landsmanna hafa íslenskir bankar smám saman verið að feta út á þetta svið líka. Búnaðarbank- inn hefur haft forystu um ýmsar slíkar nýjungar. Er þar fyrst að nefna ódýra hóptryggingu, sem 14 HELGARPÓSTURINN boðið er upp á í samvinnu við Brunabótafélag íslands og tryggir lántakanda og ábyrgðarmenn hans fyrir greiðslum eftirstöðva lána í slysa- eða dánartilfellum. Að sögn Eddu Svavarsdóttur, forstöðumanns skipulagsdeildar Búnaðarbankans, er ekki enn sem komið er mikil eftir- spurn eftir þessari þjónustu. Líklega er Islendingum meira í mun að fá lán en ganga frá því að firra fjöl- skyldu sína og ábyrgðarmenn greiðslu skuldarinnar, skyldi eitt- hvað henda lántakandann. En nú er þessi möguleiki samt fyrir hendi og er Búnaðarbankinn eini bankinn með slíka skuldavátryggingu. Á sl. hausti gaf Búnaðarbankinn svo út útflutningshandbók, leið- beiningar um reglur og vinnuað- ferðir fyrir þá, sem hyggjast snúa sér að útflutningi á íslenskum afurð- um og framleiðsluvörum. Bókin á að vera framlag til stuðnings við út- flytjendur, aðgengilegar upplýsing- ar um þá þjónustu, sem stendur til boða fyrir nýja útflytjendur, og til minnis fyrir þá, sem reynsluna hafa. Lýst er í stuttu máli nýju markaðs- starfi. Sýnd algengustu útflutnings- skjöl, sem krafist er, farið yfir helstu innheimtuaðferðir og þær trygging- ar, sem boðnar eru útflytjendum. Sagt frá fjármögnunarleiðum vegna útflutnings, lánum og gjaldfresti, sem útfiytjanda eða kaupanda standa til boða. Edda Svavarsdóttir segir bókina hafa fengið feiknagóðar viðtökur. Skólar hafa mikið notað hana við kennslu í viðskiptadeildum og hún verið mikið pöntuð af fyrirtækjum. Einnig hefur hún legið frammi til sölu í bankanum. Þessar góðu við- tökur þýða að bankinn mun halda áfram á sömu braut og er ýmislegt í undirbúningi. Núna um áramótin kynnti bank- inn svo enn eina nýjungina: Banka- linuna. Það er þjónusta, sem gefur fyrirtækjum — og einstaklingum — möguleika á að tengjast beint við IBM-S/36-tölvu bankans, sem aftur er tengd Reiknistofu bankanna, og sækja þangað upplýsingar. Fyrir- spyrjandi getur byrjað á því að fá yf- irlit yfir stöðu reikninga sinna eins og þeir standa að morgni hvers dags. Hann getur síðan fært milli reikninga eftir þörfum og séð stöð- una jafnóðum. Þetta gefur einnig möguleika á færslu launa fyrirtækis á reikninga starfsmanna. Fjórði möguleikinn er yfirlit yfir stöðu gírógreiðslna. Fyrirtæki nota nú svokallaða A-gíróseðla til innheimtu og geta þarna fengið lista yfir allar innborganir og borið saman við út-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.