Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 32
PENINGAR & MARKAÐUR Ny loggjöf um fjarmógnunarfyrirtækin miðar aö aukinni neytendavernd, auknum upplysingum og eftirliti — og bættri hagstjorn Verður Steingrim- ur einn að berjast við grau „ofreskjuna" FJÁRMÖGNUNARFYRIRTÆKIN TVÖFÖLI NÝRRI LÖGGJÖF EKKI ÆTLAÐ AÐ HAMLA STARFSEMI ÞEIRRA SEGIR VIÐSKIPTARÁÐHERRA Verðtrygging fjárskuldbindinga gerði mögulega stofn- un, starfrækslu og frekari þróun verðbréfamarkaðar hér á landi. Síðustu árin hefur þessi geiri fjármagnsmarkað- arins vaxið með ævintýralegum hraða uns í lok síðasta árs var svo komið að þeir fjármunir, sem renna gegnum þessi nýju fjármálafyrirtæki, eru orðnir um 10% af heild- arinnlánum bankakerfisins. Hefur mörgum staðið stugg- ur af þessum vaxtarhraða og er skemmst að minnast yfir- lýsinga utanríkisráðherra um stjórnlausan „gráan mark- að“, „ófreskju" sem verði að stöðva, áður en hún leggur efnahagslíf landsins í rúst. Sjálf hafa nokkur stærstu fjár- mögnunarfyrirtækjanna komið sér saman um reglur, sem þau telja full- nægjandi starfsramma um umsvif þeirra og ekki sé rétt að setja starf- 20 HELGARPÓSTURINN semi þeirra frekari skorður fyrst um sinn, en lofa þeim að þróast óáreitt- um eftir því sem markaðurinn býð- ur, og þar til þau hafa fundið sér það form, sem hér á við. Viðskiptaráðherra, Jón Sigurðs- son, hefur hins vegar talið eðlilegt og nauðsynlegt að samræmd lög- gjöf taki til alls fjármagnsmarkaðar- ins í heild, þannig t.d. að bönkum og sparisjóðum séu ekki reistar þröng- ar og nákvæmar lagalegar skorður, meðan fjármögnunarfyrirtækin fái að leika nánast lausum hala. Með því sé hið opinbera að mismuna hin- um ýmsu geirum þessa markaðar og skekkja samkeppnisgrundvöll þeirra. Á sl. ári var vöxtur innlána í bönk- um og sparisjóðum um 37%. Á sama tíma var vöxtur verðbréfa- sjóðanna um 186% eða úr 1.260 milljónum í um það bil 3,6 milljarða. Fjármögnunarleigufyrirtækin uxu þó enn hraðar því að umsvif þeirra hvorki meira né minna en fjórföld- uðust — úr tæpum milljarði 1986 í 4,2 milljarða 1987 — eða um 337%. Samanlagt eru verðbréfasjóðir og fjármögnunarleigufyrirtæki með um 8 milljarða króna umleikis á sl. ári. Með þessu er hlutdeild þessara fyrirtækja af heiidarinnlánum orðin rúm 10%, því að reiknað er með, að heildarinnlán bankakerfisins hafi numið um 70 miiljörðum króna í árslok. Það er því ekki lítill hluti af sparifé landsmanna, sem er saman kominn í höndum tiltölulega fárra fyrirtækja, þótt fráleitt sé að ætla, að það séu þessi fyrirtæki fyrst og fremst, sem hafi spennt upp vexti undanfarin ár. Hins vegar má álykta sem svo að þau eigi sinn þátt í því þensluástandi, sem hefur skapast, einkum með því að auðvelda inn- streymi erlends lánsfjár. í stuttu viðtali við HP sagði við- skiptaráðherra, að drög að frum- varpi til laga, er tæki til starfsemi verðbréfasjóða og fjármögnunar- leigufyrirtækja, afborgunar- og greiðslukortaviðskipta, væru nú á lokastigi í ráðuneytinu og yrðu væntanlega nú í vikunni send þeim aðilum á fjármagnsmarkaðnum, sem málið varðaði, til umsagnar. Frumvarp þetta yrði svo lagt fram á yfirstandandi þingi og væntanlega af- greitt þaðan sem lög. Jón kvað það engan veginn ætlunina með þessu frumvarpi að reisa þröngar skorður við þessari nýjung á fjármagns- markaðnum heldur að skapa sam- ræmdar leikreglur og tryggja að all- ir aðilar sætu við sama borð í þess- um efnum. Megintilgangur laganna væri í senn aukin neytendavernd og

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.