Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 19
ftur í tímann
LITIÐ INN I VERSLANIR SEM SELJA GAMLA MUNI
PRUTTSALA stendur stórum töfum í glugga verslunar-
innar Fríöu frœnku neöst á Vesturgötunni. Örugglega
vonlaust, hugsa eflaust margir meö sér. Hvaöa Islending-
ur œtti svosem aö fara aö prútta? Þaö er nokkuö sem
þekkist ekki á Islandi. Og hvaö er þaö svo sem Fríöa
frænka selur sem ekki fœst í öörum verslunum?
EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR HINRIK GUNNAR HILMARSSON
Anna Ringsted haföi ekki viö aö svara i símann. í verslun hennar hringja margir
sem vilja selja gamla muni.
Svarið lá í augum uppi um ieið og
komið var inn í verslunina. Það er
enginn venjulegur varningur á boð-
stólum hjá Frídu frœnku. Þar úir og
grúir af gömlum munum og göml-
um fatnaði. Alsilki á slikk. Hand-
unnir kímópóar, hattar, sófi frá alda-
mótum, útvarpstæki, klukkur, leir-
tau af öllum stærðum og gerðum,
jakkaföt og kjólar að ógleymdum
ekta náttserkjum. Við komumst
fljótt að raun um að það var hægar
sagt en gert að setjast niður með
eiganda verslunarinnar, Önnu Ring-
sted. Inn í yerslunina lá stöðugur
straumur fólks.
ÁÐUR ÞORÐI ENGINN
AÐ PRÚTTA
Fólk á öllúm aldri keypti ótrúleg-
ustu hluti. Og allir prúttuðu. ,,Það
hefur aukist að fólk prútti," segir
Anna. ,,Ég hef verið með prúttsölu
einu sinni á ári í þau sjö ár sem versl-
unin hefur starfað, og fyrst í stað
prúttaði varla nokkur maður. Nú
kemur varla nokkur inn á prúttsöl-
una nema prútta."
Það var greinilegt að verð sumra
hluta var auðvelt að lækka. Erfiðara
með aðra: „Það fer eftir því hversu
annt mér er um hlutinn," segir Anna
og bætir við að auðvitað verði hún
líka að taka tillit til þess hvaða verð
hún hafi greitt sjálf fyr-ir hlutinn.
,,Ég er reiðubúin að borga 700 fyrir
þetta," sagði ung kona sém var að
versla með dóttur sinni. „Það er
sprunga í könnunni," bætti hún við.
Anna skoðaði könnuna t>g sagðist
hafa verðlagt hana í upphafi með
tilliti til gallans: „Átta 'hundruð,"
sagði hún. „Sjö," sagði viðskiptavin-
urinn. „Átta," sagði Anna, og gaf sig
ekki. Konan gekk út með könnuna
þegar hún hafði greitt átta hundruð
krónurnar. „Já við getum stundum
veri alveg rosalega harðar," sagði
Anna brosandi. „Þetta tilboð var
raunhæft en stundum er alveg út í
hött hvað fólk býður í hlutina."
SÓFI FRÁ ALDAMOTUM
Hlutina og fatnaðinn í verslunina
segist Anna aðallega kaupa á mörk-
uðum erlendis, en í þannig verslun-
arferðir segist hún reyna að komast
tvisvar á ári. „Það er lítið til af sjald-
gæfum'hlutum, „rarítetum," hér á
landi," segir Anna. „Þó kemur fyrir
að ég frétti hér af gömlum hlutum
sem ég þá annaðhvort kaupi af fólki
eða tek í umboðssölu." Hún bendir á
sófa sem stendur í einu horninu:
„Þessi sófi er frá því um aldamóí og
ég er með hann í umboðssölu," segir
hún. „Aúnars er meira af tiltölulega
ódýrari hlutunum héðan frá íslandi,
munir frá árunum 1930—1950. Ég
legg áherslu á að bjóða upp á muni
sem eru ekki yngri en þrjátíu ára, en
yngra fólkið sækir einna mest í hluti
frá því í kringum 1960“
Ef dæma má út frá þeim viðskipta-
vinum sem komu inn í verslunina
meðan á dvöl okkar þar stóð er
greinilegt að þeir eru á öllum aldri.
Anna segir svo vera og það fari eftir
áhuga og smekk hvers og eins hvað
keypt er: „Það er ekki hægt að
flokka eftir aldri eftir hverju fólk
sæki: t,“ segir hún.
SLOPPURINN HENNAR
FRIEDU
Elsti „munurinn" í versluninni er
sloppur, sem var í eigu.Friedu, konu
rithöfundarins D.H. Lawrence.
Sloppur þessi er frá því um 1920—30
og segir Anna okkur hvernig hann
komst til íslands:
„D.H. Lawrence og Frieda kona
hans bjuggu um tíma í Nýju Mexíkó
og þegar þau fluttu þaðan skildu
þau ýmsa muni eftir. Maður einn
hirti það sem afgangs varð og ætl-
aði að nota fötin í grímubúninga fyr- •
ir börn sín. Þessi maður flutti síðan
til Vermouth í Bandaríkjunum þar
sem stúlka af ísienskum ættum,
Anna Corsetta, bjó. Anna kynntist
börnum þessa manns og þar sem
hún var sjálf grúskari og hafði mik-
inn áhuga á gömlum fötum og m’un-'
um varð úr að hún Jékk þennan ;
slopp gefins. Hann er allur hand-
bróderaður og mikið lagt í hann.
Anna Corsetta bjó hér á íslandi í
nokkur ár, en þegar hún flutti aftUr”
til útlanda í fyrra seldi hún mér.
sloppinn."
Það var svolítið erfitt að slíta sig
úr rólegheitunum sem ríktu inni hjá
Fríðu frænku og Önnu Ringsted. Úti a
geystust bílar af nýjustu gerð, tækn-
in í fullum gangi. Andrúmsloftið í.
versluninni gerði það hins vegar að
verkum að tíminn hafði færst aftur
um marga áratugi. Meira að segja
kaffibollarnir sem við drukkum úr
voru komnir til ára sinna! Síminn
hringdi viðstöðulaust, nýir og nýir
viðskiptavinir komu inn, prúttsalan
var í fullum gangi og Anna Ringsted
sneri sér að viðskiptunum.
HELGARPÓSTURINN 43