Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 10
VITTVANGUR HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Helgi Már Arthursson Blaöamenn: Prófarkir: Ljósmyndir: Útlit: Framkvæmdastjóri: Anna Kristine Magnúsdóttir, Freyr Þormóðsson, Friörik Þór Guðmundsson, Jón Geir Þormar, Jónina Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Ólafur Hannibalsson, Páll Hannesson. Sigriður H. Gunnarsdóttir Jim Smart Jón Óskar Hákon Hákonarson Dreifingarstjóri: Sölu- og markaösstjóri: Auglýsingar: Áskrift: Afgreiðsla: Aösetur blaðsins: Útgefandi: Setning og umbrot: Prentun: Birgir Lárusson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurrós Kristinsdóttir, Sigurður Baldursson. Guðrún Geirsdóttir Bryndis Hilmarsdóttir er í Ármúla 36, Reykjavík, simi 91-681511. Goðgá hf. Leturval sf. Blaðaprent hf. Handtaka á s-ameríska vísu Þegar lögreglumenn handtaka borgara án handtöku- heimildar, flytja hann heimildarlaust í fangageymslu og misþyrma honum illilega, þá er brostið allt trúnaðar- traust á milli fólksins í landinu og lögregluliðsins. Meið- ingar lögreglumanna eru ekki nýnæmi, en handtaka án heimildar er vonandi einsdæmi. Slíkt háttalag þekkist reyndar ekki í réttarríki heldur í ríkjum sem kennd eru við lýðveldi og banana. Þessu á dómsmálaráðherra, æðsti yfirmaður lögreglu, að velta fyrir sér í kjölfar hand- töku ungs Eskfirðings fyrir stuttu. Svo alvarlegar eru aðgerðir lögreglumannanna. Það virðist hafa tekið lögreglustjórann í Reykjavík, Böðvar Bragason, fjóra til fimm daga að komast að þeirri niðurstöðu, að víkja skyldi mönnum þessum úr starfi. Það er of langur tími. Það er einkum og sér í lagi of lang- ur tími fyrir þá lögregluþjóna sem sinna verkum sínum af stakri prýði, því auðvitað er rík tilhneiging til þess að dæma allt liðið eftir yfirsjónum hinna fáu. Það er of lang- ur tími fyrir lögreglustjóra sjálfan. Dagarnir fjórir, eða fimm, benda til þess að hann hafi ekki fyllilega áttað sig á því, hve alvarlegt mál er hér á ferðinni. Það átti hann hins vegar að gera. Umræddum lögreglumönnum er þá fyrst vikið úr starfi að dómsmálaráðherra hefur látið bera lögreglustjóra fyrirmæli um að leysa þá frá störfum tæpri viku eftir hina ólögmætu handtöku. Ráðherra virð- ist hafa brugðist hart við um leið og hann frétti af þessum atburðum. Handtaka án heimildar felur í sér að nokkrir menn ákveða að sniðganga lög og rétt og setja sér sjálfir þær reglur sem þeir kjósa að starfa eftir. í réttarríki er slíkt óþolandi. Með þessu upphefja lögreglumenn þessir opin- bera stöðu sína og eru farnir að starfa og grípa til að- gerða, sem einungis prívatlögregla sem haslar sér völl ut- an laganna hefur orðið uppvís að að beita. Útreiðin sem ungi maðurinn hlaut í fangaklefa lögreglunnar bendir ekki til annars en að þessir ólánsömu menn hafi ímyndað sér að þeir væru liðsmenn í prívatlögreglu, eða einkaher suður-amerísks herforingja. Lögreglustjórinn í Reykjavík segir í samtali við blaðið í dag, að hann telji starf lögreglu í hvaða ríki sem er hálf- gagnslaust ef trúnaður og samstarf séu ekki á milli lög- reglu og borgaranna. Hann bendir jafnframt á að raskist þetta samband að þá sé voðinn vís. Þetta er, þrátt fyrir óafsakanlegan seinagang lögreglustjóra, rétt niðurstaða. Traust á milli lögreglu og borgaranna er forsenda fyrir starfi lögregluþjóna — forsenda Iöggæslu. Þegar kanna hefur átt meint harðræði lögreglu hefur komið í Ijós að lögregluliðið stendur saman. Það getur verið skiljanlegt. Það getur verið erfitt fyrir þá sem gegna starfi sínu óaðfinnanlega að ganga fram og benda á undantekningarnar innan lögregluliðsins. Sá atburður sem hér er til umræðu er hins vegar svo alvarlegur að venjubundin rannsókn dugir hvergi. Dómsmálaráðherra, eða jafnvel Alþingi, ætti þegar í stað að skipa opinbera nefnd sem á stuttum tíma rannsakaði og útskýrði fyrir almenningi hvernig á því stendur að svona atburðir gerast. Án þess er hætt við því að óbrúan- leg gjá myndist á milli lögreglu og almennings — og þá er voðinn vís, svo vitnað sé til orða lögreglustjóra. Sömu- leiðis þarf lögreglustjóri að gera það upp við sig hvort hann tók við fyrirmælum um brottrekstur lögreglu- mannanna frá dómsmálaráðuneyti, eða tók ákvörðunina sjálfur, eða skýra af hverju þeim var ekki vikið tafarlaust úr embætti. 10 HELGARPÓSTURINN Verslun og viðskipti Það hefur vakið athygli að þegar þeir ráðherrarnir Þor- steinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson leituðu raka fyrir því að forseti íslands og utanríkisráðherra þægju ekki heimboð Sovétmanna nú í lok mánaðarins báru þeir því m.a. við að það væri ekki virðingu forsetaembættis- ins samboðið að vera bendlað við „ómerkilega“ við- skiptahagsmuni. Það er m.ö.o. fyrir neðan virðingu forseta íslands að taka þátt í því að greiða fyrir viðskipt- um milli íslands og annarra þjóða. Hér er um stefnubreytingu að ræða hvað varðar hlutverk forseta Islands sem fulltrúa lands og þjóðar á erlendum vettvangi og hafi ráð- herrarnir verið einlægir í þessum yfirlýsingum sínum má búast við opinberri yfirlýsingu þar að lútandi á næstunni. Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra lét orð falla í þessa veru í útvarpsfréttum og Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra sagði í Morgunblaðinu þann 17. febrúar si. að hann væri þeirrar skoðunar ,,að leysa verði úr viðskiptaágreiningi við Sovétmenn án þess að blanda forseta lýðveldisins inn í mál af því tagi. Það er skylda stjórnmála- manna, sem ábyrgð bera á sam- skiptum við aðrar þjóðir, að halda embætti forseta íslands fyrir utan slíkar samningaviðræður". ,,í stuttu mál á að hafa virðingu embættis forseta íslands að leiðarljósi," sagði svo í leiðara Morgunblaðsins daginn eftir, þann 18. febrúar síðastliðinn. í Ijósi þess að áhrifavald embættis forseta íslands hefur iðulega með beinum hætti verið notað til að hafa áhrif á viðskipti íslenskra útflutn- ingsaðila á erlendum vettvangi, og þá ekki síður þó að um opinberar heimsóknir til annarra landa hafi verið að ræða, og að varla hefur Þorsteinn viljað láta skilja orö sín svo að sérstaklega eigi að taka á Sovétmönnum umfram aðrar þjóðir, — að þá hljóta menn að álíta að hér sé um stefnubreytingu að ræða. Þannig má búast við að Þorsteinn Pálsson beiti sér fyrir því með stuðn- ingi Jóns Baldvins, að sameiginleg- um undirbúningi skrifstofu forseta og Útflutningsráðs íslands vegna opinberrar farar forsetans til V-Þýskalands þann 3.-9. júlí í ár verði hætt. Þannig muni forsetinn ekki taka að sér móttöku eða hitta neina vestur-þýska viðskiptaaðila íslands í ferðinni eins og fyrirhugað var, en skrifstofa forsetans og út- flutningsráð hafa að undanförnu skipulagt þann hluta fararinnar í sameiningu. Ætlunin er — eða var — að skapa umræðu um ísland í V- Þýskalandi, kynna íslenskar afurðir, kynna ísland sem ferðamannaland og ná samböndum við v-þýska við- skiptaaðila — ekki síst með hjálp forseta íslands. í öðru lagi mætti spyrja hvort ekki mætti túlka orð þessara ráðherra sem harða gagnrýni á fyrra athæfi forsetans, þar sem hún hefur tekið að sér visst hlutverk á fyrirfram skipulögðum mannfögnuðum til þess að kynna ísland og liðka fyrir viðskiptum landa á milli. Að hún hafi ekki gætt sem skyldi virðingar þess embættis sem hún gegnir tíma- bundið. Ef það er ekki virðingu for- setaembættisins samboðið að for- seti hafi með nærveru sinni áhrif á milljónasamninga við Rússa, sem geta skipt sköpum fyir fjölda fyrir- tækja og einstaklinga, þá er varla virðingu embættisins samboðið að handhafi þess hristi lúkur á forstjór- um erlendra ferðaskrifstofa í kok- teilboðum í von um að þeir fáist til að stilla ferðabæklingi um ísland upp í hillu á skrifstofunni sinni. Sem hugsanlegt dæmi um slíkt „framferði" forsetans má nefna opinbera ferð hennar til Hollands 19.—21. september 1985 þar sem hún kynnti íslenskar vörur og dró að gesti með nærveru sinni og heils- aði þeim flestum með handabandi. Sama gildir um ferð hennar til Bordeaux í fyrra þar sem hún opn- aði íslandsviku og stóð að kynningu með verslunarráði Bordeaux-borg- ar. Þá hefur hún opnað samnorræn- ar menningarkynningarsýningar, „Scandinavia Today", bæði í New York og Japan og eins og Ingjaldur Hannibalsson, framkvæmdastjóri útflutningsráðs, sagði í samtali við HP hefur slík viðvera forsetans mikla þýðingu, „einnig hvað varðar viðskipti". Reyndar hafa fáir orðið til að gagnrýna þennan hiuta starfa for- setans þar til nú og flestum fundist þau ef ekki til fyrirmyndar þá mjög eðlileg. Þannig sagði Kornelíus Sig- mundsson forsetaritari að útflutn- ingsaðilar hefðu mjög gjarnan í sambandi við ferðir forseta efnt til vörukynninga og íslandskynninga á eigin vegum og verið með ýmsa starfsemi sem tengdist för forsetans. „Oft hefur það verið að forseti hefur tekið þátt í einhverjum móttökum og kvöldverðarboðum útflutnings- eða ferðamálaaðila, sem hafa viljað kynna ísland." Ingjaldur Hannibalsson sagði að samvinna þeirra við skrifstofu forseta væri mjög góð. „Við setjum fram okkar óskir og það er reynt að taka tillit til þeirra eins og mögulegt er. Þátttaka forsetans í slíkum við- skiptakynningum er tvímælalaust mikils virði. Það á sérstaklega við um hana, enda er hún orðin mjög vel þekkt og útlendingar hafa áhuga á henni. Hún er þekktari en þjóð- höfðingjar margra annarra landa og ég er viss um að hún dregur að fólk á svona viðskiptakynningar," sagði Ingjaldur. Þá sagði hann að utan- ríkisráðherra gegndi mjög mikil- vægu hlutverki við að efla og koma á viðskiptasamböndum. „Stein- grímur fór nú sem forsætisráðherra í opinbera heimsókn til Kína fyrir einu og hálfu ári og með honum við- skiptanefnd. Við það opnuðust margir möguleikar. Þá þekki ég það úr ullariðnaðinum að opinber heim- sókn Steingríms til Sovétríkjanna í fyrra liðkaði mjög fyrir ullarvöru- samningunum þá.“ Sagðist Ingjald- ur nýkominn úr kynnisferð til allra útflutningsráða Norðurlandanna og þar hefðu menn verið á einu máli um mikilvægi ráðherra og þjóð- höfðingja í því að opna útflytjend- um leiðir inn á ýmsa markaði. Nú hefur sem sagt orðið breyting á stefnu ríkisstjórnarinnar á þessu sviði. Spurningin er því hvort Þor- steinn Pálsson hefur haft fyrir því að senda forseta íslands orðsendingu þessa efnis eða hvort hann ætlast til að frú Vigdís lesi Morgunblaðið og skilji fyrr en skellur í tönnum. Páll Hannesson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.