Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 28
PENINGAR & MARKAÐUR Næst verð- bólgan í eins stafs tölu? Þýðir verðbólguhjöðnun atvinnuleysi? Full atvinna verðbólgu? Og þenslu? Um langt skeið hafa bjartsýnir menn lýst því yfir sem nálœgu tak- marki í efnahags- og fjármálum að ná verðbólgunni niður á sama stig og gengur og gerist í viðskiptalönd- um okkar. Petta er vissulega göfugt takmark, þótt nokkuð hafi bögglast fyrir mönnum, hvernig œtti að fara að því. Satt að segja hefur engum þótt taka því að nefna aðferðirnar til að ná þessu takmarki. Jafnframt hafa allir stjórnmálaflokkar lýst því yfir sem stefnu sinni að halda beri uppi fullri atvinnu í landinu. Pessi stðarnefnda stefna hefur upp á síð- kastið tekist svo vel, að slegist er um hvern vinnufœran mann, og í fjöl- mörgum greinum, sem krefjast tals- verðrar verkkunnáttu, eru gull og grœnir skógar í boði. Þetta hefur þrýst upp meðaltalskaupmœtti launa, svo aö hann hefur líklega aldrei verið hœrri, og hlutfall launa af þjóðartekjum er líka hœrra en nokkru sinni fyrr. Þessi kaupmáttar- aukning kallar svo á gífurlega auk- inn innflutning, sem aftur orsakar viðskiptahalla við útlönd, sem tal- inn er geta numið 10 milljörðum króna á þessu ári. Hvaða aðferðum hafa helstu við- skiptaþjóðir okkar beitt til að ná verðbólgunni undir 10% markið og núna síðustu árin niður fyrir 5%? Hver hefur verið aðferð Thatchers og Kohls og Mitterrands og annarra, sem hafa beitt sér í baráttunni gegn verðbólgunni? Þau hafa einfaldlega lagt fyrir róða fyrrtalda takmarkið — þetta um fulla atvinnu. Að ná verðbólgunni niður undir núllið hef- ur kostað allt að 10% atvinnuleysi — og allt að 25% í yngstu árgöngun- um. Um gervallt meginland Evrópu og Bretlandseyjar má finna í millj- ónatali fólk undir 25 ára aldri, sem aldrei hefur fengið fasta vinnu á ævinni. Atvinnuleysingjar Evrópu- bandalagsins teljast í tugum millj- óna og í milljónatali í Bandaríkjun- um. Að vísu má finna lönd, sem sameina þessi tvö markmið nokk- urn veginn — t.d. Sviss og Japan — en þar má líka segja að ríki járnagi og báðar þjóðirnar sparsamar og nægjusamar að ævalangri hefð. Hagfræðingar munu yfirleitt sam- mála um, að ekki sé hægt að keppa að þessum tveimur markmiðum samtímis. Öðru verði að fórna fyrir hitt. Þennan beiska sannleika þora þó fáir að orða — og alls enginn hér á landi. Líkur benda til að með fullri atvinnu — án þenslu — verði verð- bólgu ekki komið neðar en að bilinu 12—15% Það breytir auðvitað ekki því að stjórnmálamenn okkar munu galvaskir halda áfram að keppa að hvorutveggja í senn. Enda hvor- tveggja vinsæl slagorð og falla al- menningi vel í geð. Og ekki sakar að beita hnútasvipunni gegn þenslunni um ieið. Þannig má hafa þrjá til reið- ar, ríða öllum í senn — og hverjum í sína áttina. Verðbólga á íslandi 1966 til 1987* ‘Br»)HnglivntmrtbvlsAVu ti upftiih Ulo* t ir.hs Þetta línurit sýnir þann hlut, sem launþegar skera sér úr hinni margfrægu þjóðarköku. Stærst hefur sneiðin orðið á árunum '79—'82 en þá fellur kakan. Hún hefur verið að „heva" sig síðan '84. Tölur þriggja síðustu ára eru byggðar á áætlun og spá og þróunin upp á við að öllum líkindum heldur hraðari en línu- ritið gefur til kynna, einkum síðastliðnu ári. Sumir spá því að þetta hlutfall hafi verið komið um eða yfir 70% markið í árslok '87. Engu verður þó slegið föstu um það fyrr en seint á næsta ári, þegar útreikningar liggja fyrir. 16 HELGARPÓSTURINN r aJLI f ” T —18 •'f ? 4 mm-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.