Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 15
FRÉTTASKÝRING
OFFIÁRFESf ING - ENDIIRNÝJUN
Miklar fjárfestingar eiga sér staö í fiskiskipaflotanum
Töluverö endurnýjun á sér nú stad á fiskiskipaflotan-
um. Mörg skip eru í smídum erlendis og einnig er um aö
rœöa breytingar og endurbœtur á þeim skipum sem fyrir
eru. Þessar fjárfestingar hafa ekki veriö mikiö til um-
rœöu opinberlega, þrátt fyrir aö þœr hljóöi upp á nokkra
milljaröa. Menn hljóta þó aö velta fyrir sér hvernig aö
þessum málum sé staöiö og hvort um eölilega og jafn-
framt nauösynlega endurnýjun á fiskiskipum íslendinga
sé aö rœöa eöa óraunhœfan fjáraustur, nú á tímum
kvótafyrirkomulags og of fjölmenns fiskveiöiflota.
EFTIR JÓN GEIR ÞORMAR MYND JIM SMART
Heildarfjöldi íslenskra þilfarsfiski-
skipa var 1. janúar 1988 899 skip,
samtals að stærð um 117.500 rúm-
lestir. Talsverð fjölgun varð á árinu
’87 á smábátum, 10 tonna og minni,
sem að stórum hluta voru smíðaðir
innanlands og ekki féllu undir
kvótakerfið. Um þá verður ekki fjall-
að hér heldur horft til stærri fiski-
skipa.
í raun og veru eru takmarkanir á
innflutningi fiskiskipa til landsins.
Það byggist á því að samkvæmt
kvótakerfinu veitir sjávarútvegsráð-
herra fiskiskipum veiðileyfi og þau
mega einungis veiða það ákveðna
magn sem leyfið hljóðar upp á.
Fiskiskip án veiðileyfis er því lítils
virði.
Samkvæmt reglugerð nr.
51/1987, sem sett er með stoð í
lögum nr. 97 frá 1985 um stjórn
fiskueida 1986—87, koma aðeins til
greina við veitingu leyfa til íslenskra
fiskiskipa þau skip sem leyfi fengu á
árinu 1985 og ekki hafa horfið
varanlega úr rekstri síðan þá. Að
auki fá ný og nýkeypt fiskiskip
veiðileyfi ef önnur sambœrileg skip
hverfa úr rekstri í staðinn. Sumir
hafa vegna þessa haldið því fram að
með tilkomu kvótans hafi
núverandi útvegsmönnum verið
veitt einkaleyfi á að nýta
aðalauðlindir íslensku þjóðarinnar,
fiskistofnana.
Það sem átt er við með sambæri-
legu skipi er að rúmtala hins nýja
skips má ekki vera meira en 33%
hærri en hins gamla. Með rúmtölu
er átt við margfeldi hönnunarmál-
anna, þ.e. lóðlínulengdar, mótaðrar
lengdar og mótaðrar dýptar. Rétt er
að taka strax fram að kvótinn eykst
ekkert þó að nýtt og stærra skip
komi í stað hins gamla.
Talsverð óánægja hefur ríkt með
að ekki mætti stækka skipin meira
en um 33% til þess að þau teldust
„sambærileg". Stækkunarheimildin
er jafnan nýtt til fullnustu þegar
skipin eru endurnýjuð. Þetta virðist
annarlegt við fyrstu sýn vegna þess
að kvótinn eykst ekkert. En á síð-
ustu árum hafa kröfur um aðbúnað
skipverja og meðferð afla aukist
verulega, t.d. krefst kerjavæðing um
borð í skipunum verulega meira
pláss. Þetta er sögð ástæðan fyrir
því að heimildirnar eru nýttar. Áður-
nefnd reglugerð mun nú vera til
endurskoðunar og þá sérstaklega
með tilliti til stækkunarákvæðisins.
LÁN FRÁ FISKVEIÐA-
SJÓÐI
Gangurinn í þessu, þegar menn
vilja endurnýja fiskiskip, er sá að
þeir sækja um lán til Fiskueidasjóds
en hið almenna bankakerfi er lokað
fyrir lánum af þessu tagi. Fiskveiða-
sjóður veitir umsækjanda lán með
þeim stærðarskilyrðum á nýja skip-
inu sem þegar eru nefnd. Ef um nýtt
eða notað erlent skip er að ræða
getur lánið mest orðið 60% af verði
þess. Síðan eru teikningarnar send-
ar til tœknideildar Fiskifélags Is-
lands sem skoðar þær og metur. Að
því loknu fer málið til sjávarútvegs-
ráðuneytisins sem staðfestir yfir-
færslu veiðiréttinda milli skipanna
eftir að hið eldra hefur endanlega
verið strikað út af fiskiskipaskrá
Siglingamálastofn unar.
Fiskveiðasjóður lánar eins og áð-
ur kom fram 60% af kostnaði nýrra
skipa sem smíðuð eru erlendis. Lán-
ið er þó ekki veitt fyrr en skipið er
tilbúið, kostnaður liggur fyrir og
gamla skipið strikað út af skipaskrá.
Sjóðurinn aðstoðar kaupendur við
að taka bráðabirgðalán á meðan á
smíðinni stendur. Síðan opnað var á
ný fyrir kaup og nýsmíði á fiskiskip-
um 1986 hefur Fiskveiðasjóður veitt
40 lánsloford til kaupa á nýjum eða
nýlegum skipum frá útlöndum, en
ekki nema hluti þeirra hefur enn
komið til afgreiðslu.
Þegar gerðar eru breytingar á
skipum, s.s. lengingar eða yfirbygg-
ingar, er meðferðin í kerfinu svipuð
en málið fer ekki til sjávarútvegs-
ráðuneytisins nema um sé að ræða
ný eða nýkeypt skip, sem fá veiði-
leyfi í fyrsta sinn eftir 1. janúar 1986.
Þeim skipum má ekki breyta nema
með samþykki ráðuneytisins. Þetta
er gert til þess að menn geti ekki
komið með skip til landsins og farið
síðan með þau beint í stækkun. Það
liggur líka Ijóst fyrir að kvóti skipa
sem lengd eru eða stækkuð á annan
hátt eykst ekkert.
Það er svo hlutverk Siglingamála-
stofnunnar að fylgjast með því að
öryggi þessara nýju og breyttu skipa
sé í samræmi við reglur.
FJÖLDI SKIPA í SMÍÐUM
Það eru aðallega tvö fyrirtæki
sem sjá um framkvæmd útboðs og
samningsgerð vegna nýrra og
breyttra fiskiskipa, ráðgjafarfyrir-
tækin Skipatœkni hf. og Rádgarður.
í samtali við HP sagði Bárður
Hafsteinsson, framkvæmdastjóri
Skipatækni, að á þeirra vegum
væru fjórir skuttogarar í smíðum
erlendis, auk nokkurra smærri
skipa. Ennfremur hefðu verið gerðir
samningar um smíði á fleiri togur-
um, en þeir ættu eftir að hljóta sam-
þykki. Sem dæmi um skip í smíðum
nefndi hann 50 m skuttogara frá
skipasmíðastöðinni Flekkefjord Slip
íNoregi, sem afhenda ætti í sumar til
Útgerðarfélags Daluíkinga, 53 m
skuttogara sem Símek t Noregi hefði
í smíðum fyrir Stálskip iHafnarfirði
og ennfremur línu- og togbát fyrir
Norðurtangann á ísafirði sem af-
henda ætti um áramót. Bárður
sagði að ekkert væri um yfirbygg-
ingar á þeirra vegum núna og lítið
um lengingar. Hólmadrangur væri
á leið til landsins úr lengingu í
Þýskalandi, lengja ætti Guðbjörgina
frá ísafirði um 10 m í Þýskalandi í
mars og apríl og búið væri að bjóða
út lengingu á Breka frá Vestmanna-
eyjum.
Steinar Viggósson hjá Ráðgarði
sagði að árið 1986 og fyrri hluta ’87
hefði orðið mikil hreyfing í þá átt
meðal útgerðarmanna að fara út í
endurbætur og breytingar á göml-
um skipum, m.a. loðnu- og báta-
flota, enda væri flotinn gamall og
þarfnaðist mikils viðhalds og endur-
bóta. Þetta hefði breyst þegar líða
tók á árið ’87. Áhuginn hefði þá
beinst meira að nýsmíði, menn urðu
bjartsýnir, hættu að setja pening í
gömlu bátana og fóru að hugsa um
að byggja nýtt. Síðan er tók að nálg-
ast áramótin færðist þetta aftur í
sama farið, menn voru óvissir um
fiskveiðistefnuna og nú væri á nýjan
teik meiri áhugi fyrir endurbótum.
Steinar sagði að á þeirra vegum
væri enginn togari í smíðum. Þeir
hefðu meira haft með nýsmíði á bát-
um að gera og stærst væri 30 m
langt skutskip.
FRAMKVÆMDIR FYRIR 6
MILLJARÐA?
Þessar endurnýjanir á skipastól
landsmanna fara svo til alveg fram
erlendis. Steinar Viggósson sagði að
verkefnin væru boðin út bæði inn-
anlands og erlendis og besta tilboð-
inu væri tekið. Ljóst væri að sam-
keppnisaðstaða innlendra skipa-
smíðastöðva væri erfið. Undir þetta
tók Bárður Hafsteinsson. Hann
sagði að innlendar skipasmíða-
stöðvar væru ekki samkepnisfærar
og þar munaði töluverðu. Það væri
ekki til á einum stað í landinu það
járniðnaðarmannalið sem þyrfti til
að unnt væri að byggja skip á sam-
keppnishæfu verði. Islenskar skipa-
smíðastöðvar hefðu ekki einu sinni
alltaf fyrir því að bjóða í verkin.
Þess má geta að erlendar skipa-
smíðastöðvar geta haldið verði
niðri með lágum launum eins og í
Fóllandi eða háum ríkisstyrkjum
eins og t.d. í Noregi.
Þeirri tölu hefur verið varpað
fram að nú stæðu yfir og búið væri
að semja um nýsmíðar og breyting-
ar fyrir um 6 milljarða króna.
Bárður Hafsteinsson sagði að ný-
smíðar þær sem Skipatækni hefði
með að gera kostuðu 1,9 milljarða
og lengingarnar 100 milljónir. Hann
taldi töluna 6 milljarða allt of háa,
kvað 4 milljarða nær lagi.
Steinar Viggósson vildi ekki
nefna neina kostnaðartölu við þær
framkvæmdir sem Ráðgarður væri
með í gangi. Hann sagði að mest
hefði verið að gera hjá þeim '86 og
þá hefðu þeir verið með samninga
upp á meira en milljarð. Hann taldi
6 milljarða ekki fjarri lagi sem
kostnaðartölu framkvæmda nú.
NAUÐSYNLEG
ENDURNÝJUN?
En er hér um að ræða nauðsyn-
lega endurnýjun á fiskiskipaflotan-
um eða ótímabærar fjárfestingar
hjá atvinnuvegi sem um áraraðir
hefur kveinkað sér undan slæmri
stöðu? Bæði Bárður og Steinar,
ásamt Jóni B. Jónassyni, skrifstofu-
stjóra í sjávarútvegsráðuneytinu,
voru á því að um eðlilegar fjárfest-
ingar væri að ræða. Steinar sagði að
margir sem væru með rótgróna út-
gerð stæðu frammi fyrir því að
hætta eða fá sér nýtt skip. Bárður og
Jón bentu báðir á að við lifðum að
mestu ieyti á sjávarútvegi. Miðað
við þensluna í þjónustugreinunum,
s.s. verslun, væru fjárfestingarnar í
skipum smámunir einir saman.
HP sló á þráðinn norður til Dalvík-
ur, til Útgeröarfélags Daluíkinga,
sem fær 53 m togara í sumar frá
Noregi, og spurði hvort útgerðin
gengi svona vel að svona fjárfesting
væri möguleg? „Það er nú betra að
svara þessu þannig að við ætlum að
láta útgerðina ganga það lengi að
við þurfum að endurnýja skipin,”
sagði Valdimar Bragason útgerðar-
stjóri, „við erum að skipta út 15 ára
gömlu skipi og það er ekki hag-
kvæmt að reka það öllu lengur."
Valdimar sagði að gerðar hefðu ver-
ið rekstraráætlanir fyrir skipið og
samkvæmt þeim ætti skipið að geta
borgað sig. Aðspurður sagði hann
að menn væru vissulega fjárfest-
ingaglaðir en almennt séð teldi
hann ekki að um offjárfestingu væri
að ræða.
HELGARPÓSTURINN 39