Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 31
BÍLAINNFLUTNINGUR VEX - FAR- SÍMAFARALDUR — EKKERT LÁT Á SÓL- ARLANDAFERÐUM - AFRUGLARAÆÐI — SKEMMTISTAÐIR ÞJÓTA UPP EINS OG GORKÚLUR - GJALDÞROTA ATVINNU- VEGIR OG HUNGURVOFAN VIÐ HVERS MANNS DYR Undirstöðuatvinnuvegirnir eru í kaldakoli og gjaldþrotin blasa við nema gengið sé fel It. Kringlur, hótel, veitinga- og skemm tistaðir spretta eins og gorkúl- ur é haug. Skip streyma að landinu, fœrandi varninginn heim — fjármagnaðan með 10 milljarða króna viðskiptahalla. Smárahvammur skal byggjast að fullu á 5 árum — ekki 7. Verkalýðsforingjarnir leita að láglaunahópunum — senn verður þá að finna á sólarströndum undir skuggsælum pálmatrjám. Er hægt að hugsa sér yndisiegri kreppu? leggur allan sinn þunga í röddina. Þetta er rugl. Meðaltöl segja hins vegar ekki alla sögu. Þeir eru fjöl- margir sem eru langt fyrir ofan þessa meðaltalshækkun — en líka margir, sem sitja eftir á botninum og eru langt fyrir neðan. Það er þetta fólk, sem verkalýðshreyfingin ætlar að semja fyrir núna. En það hefur lítið farið fyrir því, að okkur sé sagt, hvaða fólk þetta er, þegar fisk- vinnslufólkið er undanskilið. Því eru athyglisverð ummæli Rögnu Berg- mann, formanns Verkakvennafé- lagsins Framsóknar, í viðtali við Al- þýðublaðið á dögunum: „Ég hef sagt körlunum í samn- inganefndinni, sem eiga í vandræö- um með aö finna láglaunahópdna í samfélaginu, hvar hópana er að finna meðal verkakvenna. Það er enginn vandi að finna þá.“ Er þá enn einu sinni verið að gera samninga í Garðastrætinu, sem eng- in trygging er fyrir, að gangi ekki upp allan launastigann? Er verið að hækka ráðherrann og ríkisforstjór- ann undir því yfirskini, að „leið- rétta" laun hinna tekjulægstu? Með því að skilgreina ekki vandann og afmarka hann er verið að opna allar gáttir fyrir almennri launahækkun, sem eykur enn á launamisréttið. Hvenær hefur Kjaradómur látið undir höfuð leggjast að hækka laun og fríðindi háembættismanna í sömu prósentum og aðrir hafa feng- ið og hversu margir og fjölmennir eru hóparnir, sem hafa samnings- bundinn rétt til að laun þeirra séu „færð til samræmis" við almennar launahækkanir? Þar að auki er mjög óvíst, að lág- launahóparnir hennar Rögnu Berg- mann bjargi tilvistarkreppu sinni með hækkun lágmarkslauna um 5—10 þúsund kr. á mánuði. Það er almennt viðurkennt, að til að halda þeim lífsstíl, sem flestir gera kröfu til í dag, þarf tvær fyrirvinnur. Þar sem svo er ekki, og félagsiegar aðstæður leyfa þar að auki ekki, að unnt sé að færa sér í nyt yfirvinnu og auka- vinnu, verður tekjuvandinn ekki leystur með einni saman hækkun á kaupi, heldur félagslegum aðgerð- um, eins og barnabótum, húsaleigu- aðstoð og þvíumlíku. Það er hins vegar almennt ein- kenni á fjölmiðlaumfjöllun um kjara- og efnahagsmál hér á landi, að þar er forðast að nefna stað- reyndir og afmarka umfang ein- hvers vandamáls, heldur snýst þetta upp í keppni um hver getur vælt hæst um meðaumkvun sína með einhverjum óskilgreindum hópi fólks, sem aðrir af harðýðgi sinni og skepnuskap kjósi að halda niðri og svipta réttmætum verklaunum. Sama er raunar upp á teningnum atvinnurekendamegin. Vissulega er eins og oft áður mikið misgengi milli útflutningsatvinnugreinanna og annarra verkþátta þjóðfélagsins. Það er vissulega alvarlegt mál, þeg- ar fiskvinnslan er rekin með 10—15% tapi til langframa, en sú stórfellda gengislækkun, sem fiskiðnaðurinn er búinn að reka áróður fyrir, er ekki líkleg til að koma því jafnvægi á í efnahagslífinu, sem útflutn- ingsatvinnuvegunum er meiri nauðsyn á en nokkru öðru. Gengisfelling verður ekki til að lækka vextina, lækka erlendar skuldir eða aðföng. Hún er því ekki líkleg til að bæta stöðu útflutnings- ins nema örskamma stund en auka síðan á verðbólgu og víxlhækkanir, kröfur um hærra fiskverð og verð- bætur á kaup. Það virðist því ekki óskynsamleg stefna ríkisstjórnar- innar að streitast gegn efnahagsráð- stöfunum þar til eftir kaupgjalds- samninga, en gera þá ráðstafanir, sem væru einhvers konar blanda af öllu þessu: Gengisaðlögun, frekari vaxtalækkun, frekari niðurskurði opinberra framkvæmda, bæði á vegum ríkis og sveitarfélaga, og einhverjum beinum fjármagnstil- færslum til fiskvinnslunnar. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.