Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 33
>UÐII UMSVIF SÍN #87 bætt hagstjórn með því að skil- greina ábyrgð, eftirlits- og upplýs- ingaskyldu þessara fyrirtækja gagn- vart viðskiptamönnum sínum. FLEIRI LAGABÁLKAR í UNDIRBUNINGI Rikisstjórnin er meö fleiri járn í eldinum, sem snúa að fjármagns- markaðnum. Á vegum forsætis- ráðuneytisins er starfandi nefnd, er gera skal tillögur um endurskipu- lagningu hinna opinberu fjárfest- ingarlánasjóða, meðal annars með það fyrir augum að aflétta eyrna- merkingu þeirra í þágu einstakra at- vinnuvega og að létt verði af þeim ríkisábyrgð, sem einatt er talin geta leitt til ábyrgðarleysis lántaka og rangra fjárfestingarákvarðana. Þess mun þó vart að vænta að frumvarp um þetta efni líti dagsins ljós á því þingi, sem nú situr, enda vandasamt og viðamikið mál, sem snertir margs konar hagsmuni. Þá mun verða unnið að því á veg- um fjármálaráðuneytisins að sam- ræma skattaleg kjör fyrirtækja, þannig að þeim sé ekki mismunað eftir eignarformum eða starfssviði og opinberar reglur hafi þannig áhrif á samkeppnishæfni fyrirtækja um fjármagn. Þá miðar einnig vel á vegum ríkisstjórnarinnar samningu laga-, frumvarps um erlent áhættufjár- magn. Um þetta efni hafa gilt margvísleg og sundurleit lög. Til- gangur þessara laga er að opna þær leiðir, aö erlent áhœttufé geti leyst erlent lánsfé af hólmi við fjármögn- un fyrirtækja, þó þannig að tryggt sé, að erlendir aðilar nái ekki tökum á náttúruauðlindum lands og sjávar. í stjórnarsáttmálanum í vor setti ríkisstjórnin sér það mark að létta haftabúskap af fjármagns- og gjald- eyrismarkaðnum, eins og áður hef- ur verið gert með verslun með vör- ur og þjónustu. Þessi lagasmíð er þáttur í þeirri viðleitni, en engan veginn er séð fyrir endann á því verkefni, því að i lögum og reglu- gerðum um þessi mál, sem sett hafa verið á undanförnum áratugum, er heill frumskógur, sem þarf ýmist að grisja eða uppræta. Og margir sér- hagsmunir, sem munu berjast hart á móti. r — — — — — — — — — — — HANDMENNTASKÓLI Íslands Sfmi 27644 box 1464 121 Reykjavík Handmenntaskóli íslands hefur kennt yfir 1250 íslending- um bæði heima og erlendis á síðastliðnum sex árum. Hjá okkur getur þú lært teikningu, litameðferð og skrautskrift - fyrir fullorðna - og föndur og teikningu fyrir börn í bréfaskólafomi. Þú færð send verkfæri frá okkur, sendir okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka. Þeim, sem minni tíma hafa, bjóðum við uppá stutt hæfileikapróf á þessum sviðum. - Biddu um kynningu skólans með því að snda nafn og heimilisfang til okkar eða hringdu í síma 27644 núna strax, símsvari tekur við pöntun þinni á nóttu sem degi. - Tímalengd námskeið- anna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er tækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess að læra teiknun og skrautskrift á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú getur þetta líka. IEG óska eftir að fa’ sent kvnningarrit HMÍ MÉR AD KOSTNADARLAUSU NAFN I I ^^HEIMILISF.. I I I BILEIGENDUR BODDÍHLUTIR! ÓDÝR TREFJAPLASTBRETTI O.FL. A FLEST- AR GERÐIR BÍLA, ASETNING FÆST A STAÐNUM. BÍLPLAST Vfcgnhöfð* 19, *im< 6*8233. PóstMndum. Ódýrir nurtubotnar. Tökum aö okkur trefjaplMtvinnu. Valjiö islanskt. KÉRASIASE 'FRÁ L’ORÉAL PARÍS ÁTT ÞÚ í ERFIÐLEIKUM MEÐ HÁRIÐ. LEITAÐU RÁÐA HJÁ HÁRGREIÐSLU- MEISTARANUM. SPURÐU HANN UM KERASTASE. FÆST AÐEINS Á HÁRSNYRTISTOFUM. HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.