Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Blaðsíða 34
Erum að festast í Bolli Héðinsson hagfræðingur 34 VÍKINGUR Bráðabirgðalausn sem varð að frambúðarkerfi Þegar undirstöðuatvinnu- veg þjóðarinnar ber á góma, er nægjanlega oft til þess vitnað, að öll lifum við nú á sjávarútvegi og að illa værum við stödd án hans. Skilning á stöðu sjávarútvegs og að á hann sé litið hlutlægum aug- um eins og hvern annan at- vinnuveg virðist hinsvegar ærið oft skorta þegar vand- kvæði herja á atvinnugreinina og knýja á um úrlausn. Vill þá gleymast, að vandi sjávarút- vegs er ekkert annað en vandi þjóðarinnar allrar. Slikt skilningsleysi er alþekkt um sjálfsagða hluti og okkur hættir um of að lita á flest er viðvikur sjávarútvegi sem sjálfsagða hluti. Hin meövit- aða hugsun um hvilik undir- staöa sjávarútvegurinn er til- veru þjóðarinnar hverfur og heyrist ekki fyrir glasa- glaumnum frá skálaræðunum um mikilvægi sjávarútvegs. Húsakostur á fimm ára fresti Til aö bregða Ijósi á þýð- ingu sjávarútvegs fyrir is- lenskan þjóðarbúskap og meta hann í likingum, sem eru okkur sæmilega nærtæk- ar, þá getum við litið til þess, að fyrir verðmæti útfluttra sjávarafurða (en nánast allur fiskafli, sem að landi kemur, er fluttur út) á árinu 1984 heföi, fyrir þá upphæö eina, mátt byggja fimmtung alls ibúðarhúsnæðis, sem þegar hefur verið byggt hér á landi. Þannig gætum við á fimm árum endurnýjað allan húsa- kost þjóðarinnar eins og hann er nú. En i stað þess að byggja upp á nýtt yfir okkur, afréðum við að verja aðeins hluta þessara verómæta i því skyni og notuðum þau i allt aðra hluti í þágu atvinnulifs og heimila. Ef litið er til þess fjölda, sem starfar að sjávarútvegi, mun hann vera á milli 14 og 15 þúsund manns (ársverk við veiðar og vinnslu). Ef mið- aö er við, aö á bak við hvert ársverk standi afkoma rúm- lega tveggja einstaklinga, eru það tæplega 32 þúsund manns, sem sækja afkomu sína með beinum hætti til sjávarútvegsins og einskis annars. Auk þess fjölda má áætla til viðbótar þann fjölda, sem byggir afkomu sina á þjón- ustu við sjávarútveg í einni eða annarri mynd. Nærtæk- ast gæti þar veriö að nefna starfslið á skrifstofum út- gerða og vinnslufyrirtækja, framleiðslu og innflutning á búnaði i skip og vinnslu- stöðvar og tilheyrandi þjón- usta, oliu- og orkusölu o.s.frv.. Vandkvæði eru á að áætla fjölda ársverka i þess- um störfum, en ég leyfi mér að giska á að þarna sé um að ræöa sama fjölda og i grein- inni sjálfri. Þ.e. að þeir, sem veita þjónustu tengda sjávar- útvegi, séu einnig u.þ.b. 15 þúsund talsins. Þessar stærðir segja e.t.v. ekki nægjanlega mikið til að átta sig á mikilvægi sjávarútvegs- ins þvi reikna má út sambæri- lega hluti hjá öörum frum- vinnslugreinum, þó i minna mæli sé. Þá komum við að þeirri stærð, sem er mest afgerandi og oftast er hampað, þegar sýna þarf fram á mikilvægi sjávarútvegs, en það er sú staöreynd, að þaðan berast okkur 70% alls erlends gjald- eyris. Ef við höfum þetta ofarlega í huga, ætti það eitt að nægja til að sýna fram á mikilvægi atvinnugreinarinn- ar, þvi að án þeirra gjaldeyr- istekna hefðum við svo litið af öðru. Bróðurparturinn af þvi, sem flutt er til landsins frá út- löndum, erfjármagnaður meö seldum fiskafurðum i útlönd- um. Það, að hafa gjaldeyris- tekjur að svo stórum hluta af sölu einnar afurðar, er nánast óþekkt meðal þróaðri rikja, en hinsvegar algengara i þróunarlöndunum. „Eitthvað er rotið í.. En i þessum atvinnuvegi, sem er okkur svo mikilvægur, og þrátt fyrir að hann skili okkur svo miklu, er ekki allt sem skyldi. Vegna þess, hver arðsemi sjávarútvegs hefur verið mikil, hefur vantað, aö menn gættu að sér og leituðu bestu lausna og hagkvæm- ustu vinnubragða, sem enn frekar gætu aukið á arðsemi greinarinnar. Islenskur sjávarútvegur hefur hin siöari ár orðið hag- vanur i högum þeim, þar sem heyjað er til rikisjötunnar og helst viljað vera þar á fóðrum. Dæmin eru nærtæk, þar sem um er að ræða fiskiskip, sem keypt hafa verið af meira kappi en forsjá, löngu eftir að veiðitakmarkanir voru orðnar svo miklar, að Ijóst var að skipin gætu aldrei aflað nægjanlega til að standa undir rekstri. Útgerð hefur viöa anað af stað i traustri fullvissu þess, að þegar i óefni kæmi yrði hlutunum kippt i liðinn og bjargað með einum eða öðrum hætti. Al- gengasta aðferöin hefur verið sú, að beita þingmönnum þess kjördæmis, sem i hlut á,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.