Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 1
Sunnudagur 22. des Rætt við kennarann óg barnabókahöfundinn Jennu Jensdóttur JENFTA Jensdóttir er ein af þeim sem hefur meiri sam- skipti við unglingana en flest okkar. Hún umgengst daglega 13 og 14 ára unglinga sem kenn ari í íslenzku o. fl. við gagn- fræðadeild Langholtsskólans. Og hún skrifar, ásamt Hreið- ari Stefánssyni manni sínum, barna og unglingabækurnar, sem einna vinsælastar eru með al íslenzkra barna. Það sýna m.a. útlánin í bókasöfnunum. En bækur þeirra hjóna eru orðnar um 20 talsins, flestar komnar eða að koma út í 3. útgáfu. Og einmitt af því hún þekkir svona mikið til ungl- inganna og hug þeirra, þótti okkur forvitnilegt, er við frétt um að Jenna læsi og kynnti þessum ungu nemendum sín- um nútímaljóðlist, sem þau virðast njóta. Er fréttamaður Mbl. var seztur í stofu þeirra hjóna i Garðahreppi og innti hana eft ir þessu, vildi hún sem minnst úr ljóðakynningu sinni gera, og bar það ákveðið af sér að hún fengizt sjálf við Ijóðagerð. — Mér þykir bara vænt um ljóð, því mér finnst maður skynja betur fegurð í ljóði en óbundnu máli, segir hún. Ég hefi t.d. alltaf ljóðabók á nátt- borðinu mínu og lít í hana áð- ur en ég fer að sofa. Það er kannski vegna þess hve mér þykir sjálfri gaman að lesa ljóð, að ég hefi undanfarin ár kynnt börnunum í skólanum ljóð. Ekki svo að skilja að mér sé ekki fullkunnugt um, að margir eru betur til þess falln ir og mundu leysa það betur af hendi. Með þvi að standa fyrir framan bekkinn sinn, og l’esa upp ljóð, fá börnin meiri blæfegurð á tunguna. Og ég tel að börn skynji líka fegurð ina í ljóði. — Og þú leggur sérstaka á- herzlu á nútímaskáldskap? Hvér eru viðbrögð ungling- anna? — Já, ég reyni að kynna þeim ljóð eftir ungu skáldin, til þess að þeir fari ekki á mis við samtíma sinn. Ég hefi ekki orðið vör við það að þeim reyndist erfitt að skilja, en þeim getur stundum fundizt lítið í ljóði. Mér hefur oft fundizt okkar tregða meiri en þeirra. Ljóðin hafa breytzt, en það hafa tímarnir líka. — Ég held að við gerðum berur í að kenna börnunum að lifa í sínum tíma og veita þeim aðhald til að standa þar föstum fótum, en einblína ekki á okkur sjálf og okkar sjónar mið, heldur Jenná áfram eftir nokkra umhugsun. Ég hugsa að við gerðum þau hamingju samari með því að hjálpa þeim til að skynja sína samtíð og Skilja hana og til að ná fót- festu í þessari brjáluðu sam- tíð, eins og það er stundum kallað. — Og þeim tekst þetta, að finna sig heima í nútíma ljóð- um. Hvernig farið þið að? — Já, eftir nokkurra ára reynslu af kynningu á nútíma ljóðum meðal unglinga, verð ég að segja að það hefur reynzt mjög vel. Þau finna þar fegurð. Þar er engu að síður hlýju að finna en hjá eldri skáldunum, ef leitað er eftir því, en ekki einblínt á það, að manni geðjist ekki að forminu, eins og mörgum fullorðnum hættir til að gera. Við höfum þetta þannig, að hvert barn hef ur sitt skáld. Valið er ljóð eft- ir skáldið, sem það les fyrir bekkinn sinn og hættir venju lega ekki fyrr en það hefur lært það. Þau gera þetta oft- ast svo vel og fallega, að það er fengur í því að hlusta. T.d. fékk ein stúlkan fyrir nokkr- um árum ljóðabók Matthíasar, Borgin hló. Hún valdi ljóð, og kynnti það svo fallega. Hún las þannið að mér hefur alltaf fundizt það svo undurfallegt síðan: „í huganum strýk ég hárið þitt haustnóttin er athvarf mitt Nú er sælt að geta gleymt gömlum syndum, hugsað, dreýmt. Ó, hve gott, hve gott þá er að geta, barn mitt, endurheimt allt hið bezta í sjálfum sér, sjálfum sér hjá þér“. Hún gæddi það slíku lífi. Ég te'k líka eldri skáld til að byrja með, eins og Tómas, Davíð og Jón úr Vör, en ljóð þeirra eiga aðvelda leið til ung- linganna. Nútímaljóðin, valin af Erlendi Jónssyni, þótti okk ur mikill fengur að fá og höf- um tekið þó nokkra höfunda úr þeirri bók og höfum af því góða reynzlu. — Geturðu, með því að nefna einhverja unga höfunda, gefið hugmynd um hvaða ljóð falla unglingunum vel í geð? — Já, til dsgmis hefur mér þótt gott að láta lesa ljóð eft- ir Einar Braga. í mörgum þeirra eiga börnin auðvelt með að skynja fegurð. Og ljóð Nínu Bjarkar, hjá henni er hægt að finna svo undurfögur ljóð. Eins vildi ég nefna Jóhann Hjálmarsson, Hannes Péturs- son, Matthías Johannessen og fleiri, sem of langt yrði upp að telja. Nýlega tókum við ljóð Guðbergs Bergssonar, sem krakkarnir vita að er umdeild ur mjög, en þau fundu sér fljótlega ákaflega fallegt ljóð: Hún greiðir hár sitt... — Stundum er sagt að ekki sé hægt að læra Ijóð nýju skáld anna? — Mér finnst ekki erfiðara að kenna börnum órímað ljóð en rímað, svarar Jenna ákveð ið. En það sem aðallega vakir fyrir mér er það, að mér finnst Ijóðið bezta formið til að fá unglingana til að finna fegurð, til að bera fram málið og koma fram. BÖRNIN ERU HREINLYND — En hvað segirðu um svo kölluð unglingavandamál? Koma þau mikið fyrir í skól- anum? — Vandamál eru alltaf fyr ir hendi nú á tímum. Þegar barn er að breytast, er það oft erfitt heimili sínu og skólan- um. Ef foreldrarnir ráða ekki við börnin heima, geta þau auð veldlega með ógætilegu tali mótað börnin til mótþróa í skólanum. Ég held að fólk sé Og það sem meira er, eng- inn telur eftir sér að sitja um stund eftir erfiðan vinnudag og ræða málin. — Þið kennararnir i ungl- ingadeildinni mætið allir á skemmtunum hjá krökkunum hefi ég heyrt? — Já, við mætum þó við þurfum þess ekki. Okkar sjón armið er það, að gera þessar skólaskemmtanir eins og við teljum sjálf að sé heilbrigt fyr ir okkar eigin börn. Mörg okk ar eiga börn á þessum aldri, önnur hafa átt það. Og þar sem við erum 10 saman, ætti Jenna Jensdóttir og maður hennar, Hreiðar Stefánsson. oft furðu fljótt til að skella skuldinni á skólana og láta krakkana heyra það. En við höfum verið ákaflega heppin í okkar skóla. Og við tökum slíku ekki illa, því unglingarn- ir eru furðu naskir á að finna hvað er rétt. Unglingurinn get- ur verið miskunnarlaus, en hreinlyndur er hann og það verður oftast ofan á. Við spjöllum um skólana og talið berst að Langholtsskóla, þar sem þau hjónin Jenna og Hreiðar hafa kennt í 5 ár, síð an þau fluttu frá Akureyri, hann í barnaskólanum, hún í gagnfræðadeildinni. — Ég hefi kennt í fjórum skólum og hefi ekki þekkt betra samstarf en er í Langholtsskóla. Það er svo gott að vinna hjá stofnun, þar sem allir eru hlýlegir og jákvæðir hver við annan. mat okkar að geta orðið nokk uð heilbrigt. BÖRNIN GEFA MANNI EFNIÐ Ekki getum við skilið svo við Jennu, að ekki sé minnzt á bækur þeirra hjónanna. Hreiðar og Jenna vinna bæk- urnar saman. Það byrjaði á Akureyri, þar sem Hreiðar hafði sinn eiginn skóla fyrir ung börn. — Við sögðum börn unum sögur, og það stóð á fyrstu bókinni að hún væri sögð í skóla Hreiðars, segir Jenna. Flestar bækurnar hafa orðið til í önn dagsins. Börn- in gefa manni alltaf efnið. Frá sögnin verður til í samskipt- unum við þau. Maður finnur hverju á að sleppa og hvað vantar, um leið og þeim er sagt frá. Maðurinn minn finn- ur betur hvernig efnið á að vera fyrir þau yngri, enda hef ur hann meiri samskipti við þau, en ég fyrir aftur á móti þau eldri. Og það er einkenni- legt, að maður missir persón- urnar fyrir eldri börnin meira út úr höndunum á sér. Þær fara að toga í, gera annað en þeim hafði verið ætlað í upp- hafi og teyma mann áfram. — Þið hafið skrifað mikið framhaldsbækur, er það ekki? Er þessi nýútkomna það líka, „Stúlka með ljósa lokka“? — Það er önnur bókin í röð inni, hin var „Stelpur á stutt- um pilsum". Þær áttu ekki að verða fleiri. Öddubækurnar eru flestar, 7 talsins. Við byrj- uðum með Öddu 4ra ára og skildum ekki við hana fyrr en hún trúlofaðist. — Þið haldið ekki áfram og skrifið framhald fyrir full- orðna? — Þá yrði að segja öðrvísi frá. Þó finnst okkur sjálfum, að síðustu bækurnar geti eins verið fyrir fullorðna. En við gerum okkur ljóst, að þó mað- ur geti skrifað fyrir börn, er ekki víst að maður nái tökum á því að skrifa fyrir fullorðið fólk. Þó síðustu bækurnar séu kannski í þá átt, þá höfum við ekki gert það viljandi. Þróun- in Jiefur bara orðið sú. — Eigið þið sjálf börn, sem vaxa upp með bókunum? — Ekki lengur, drengirnir eru báðir fullorðnir og í lækn- isfræðinámi og annar kvænt- ur. — Nú kennið þið allan dag- inn, og þú hefur heimili að hugsa um og lest ljóð þér til ánægju. Hvenær skrifið þið? — Við skrifum þegar okkur langar til að vetrinum, en not- um sumrin vel. — Skrifið þið til að koma einhverjum ákveðnum boðskap til barnanna? — I bókum verður að vera jákvæður boðskapur. Ég held, að það sé meira einkenni kenn arans en rithöfundarins, sem þarna kemur fram. Við stönd um alltaf fyrir framan börn og erum að reyna að kenna þeim það sem rétt er. En við höfum reynt að sveigja hjá predikunum í bókunum og ég vona að okkur hafi tekizt það. — Nú veit ég að þið eruð búin að skrifa um 20 bækur fyrir börn og unglinga, ein hef ur verið þýdd á norsku og þið hafið skrifað 3 lestrarbækur fyrir útgáfu námsbóka til notkunar í skólum. Hafið þið fengið nokkra viðurkenningu fyrir ykkar góða starf? — Jú, við höfum fengið það, sem er okkur mikil viðurkenn ing. Það er hvað börnin eru glöð og þykir gaman að lesa þetta. Það eina, sem fyrir okk ur vakir, er hvort bókin hefur þannig hitt í mark eða ekki. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.