Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 — Stangveiðimenn Framhald af bls. 17 Elliðaám og nefndi þær fyrir- epurnir, sem LÍS hefði gert um orsakir þessa sjúkdóms, fyrst til SVFR og síðan til veiðimála- stofnunarinnar. Kvað enn vera beiðið svars frá veiðimálastofn- uninni. Guðmundur kvað þrjá fulltrúa frá fslandi hafa setið stjórnar- fund Norræna stangaveiðisam- bandsins, er haldið var í Noregi í maí. sl. Sagði hann m.a. frá ályktun, sem þar var gerð og lögð fyrir 18. ársþing Alþjóða- fiskveiðinefndina fyrir Norður- Atlantshafi, „um að gera nauð- synlegar ályktanir til að koma í veg fyrir skaðleg áhrif stórauk- ina og eftirlitslausra laxveiða á i alþjóða hafsvæðum Norður-At- lantshafs". Var þetta þing nefnd arinnar haldið í Lundúnum um sama leyti og stjórnarfundurinn í Noregi. Guðmundur kvað margt fleira hafa verið þarna á dag- skrá, m.a. hefði verið rætt um mengun vatns, merkingar laxa og laxaseiða, vatnafiskasjúkdóma og seiðaframleiðslu. Gat Guð- mundur þess, að seiðaframleiðsla á íslandi hefði aukizt yfir 100 prs. frá 1966. 10 ÁRA ÁBYRGÐ 10 ÁRA ÁBYRGÐ OSRAM þær endast og endast vegna gæðanna. JOLATRESSKEMMTANIR Sjálfstœðisfélaganna í Hafnarfirði verð haldnar sunnudaginn 29. og mánudaginn 30. desember í Sjálf- stæðishúsinu frá kl. 3—6.30 síðdegis. Aðgöngumiðar fyrir báða dagana verða seldir í Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 28. desember kl. 2—5 síðdegis. NEFNDIN. Leðurstígvél loðfóðruð, með og Mjög vönduð vnrn kurlmonnu dn rennilóss. — hngstætt verð Skóverzlun Péturs Andréssonur Laugavegi 17, Laugavegi 96, Framnesvegi 2. Síðan sagði Guðmundur orð- rétt: „Þá hefur orðið all veruleg aukning hér á laxamerkingum, enda hefur verið veitt til þess nokkurt fé í fjárlögum nú hin síðari ár, en betur má ef duga ska'l. Samkv. upplýsingum veiði- málastjóra þyrfti að merkja hér minnst 10.000 gönguseiði á hverju ári, til þess að merking- arnar beri tilætlaðan árangur. f fjárlögum hefur verið veitt til þessara starfa til veiðimálastofn unarinnar kr. 50.000. — sem að sögn veiðimálastjira nægir að- eins til að merkja 3000 seiði. Okkur er það öllum kunnugt, sem hér erum, að það er fjár- frekt starf, sem vinna þarf við merkingar vatnafiska. Þór Guð- jónsson, veiðimálastjóri hefur komið þar miklu í verk, sem ber að þakka, með fámennu starfs- liði og lítilli eða jafnvel engri fjárveitingu hér fyrr á árum ti'l þessarar starfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá veiðimálastofn uninni hefur nú veiðzt einn lax við Grænland merktur í klak- og eldisstöð ríkisins í Kollafirði. Laxinn veiddist í september við Sukkertoppen á Vestur-Græn- landi, en hann liggur á svipaðri breidd og Patreksfjörður. Hann var merktur sem gönguseiði í Laxaeldisstöð ríkisins vorið 1966 og hafði því dvalið tvö surrrtir í sjó, þegar hann veiddist. Hann var af þeirri stærð, sem er al- gengust í Grænlandsveiðunum, milli 65-69. sm. að lengd og vó 2.2 kg. slægður með haus. Ekki er ósennilegt að fleiri finnist þar með auknu eftirliti við veið- ar þessar.“ Hér á undan hefur verið rakið nokkuð það í stórum dráttum, sem fram kom í ræðu formanns LÍS á aðalfundinum. í stjórn LÍS voru kosnir á þessum aðalfundi Guðmundur J. Kristjánsson, formaður, Hákon Jóhannsson, Alexander Guðjóns son, Friðrik Þórðarson og Jakob Hafstein. FLAMINGO straujárnið er fislétt og formfagurt, fer vel í hendi og hefur hárnákvæman hitastilli, hitaöryggi og hitamæli, sem alltaf sýnir hitastigið. Fæst fyrir hægri eða vinstri hönd. Fjórir fallegir litir: króm, topasgult, kóralrautt, opalblátt. FLAMINGO strau-úðarinn er loftknúinn og úðar tauið svo fínt og jafnt, a8 heegt er að strauja það jafnöðum. Ómiss- andi þeim, sem kynnst hafa. Litir í stíl við straujárnin. FLAMINGO snúruhaldarinn er til mikilla þæginda, þvt að hann heldur straujárnssnúrunni á lofti, svo að hún flækisf ekki fyrir. Eins og að strauja með snúrulausu straujárni. FLAMINGO er FETI FRAMAR um FORM og TÆKNI FALLEG GJÖF - GÓÐ EIGN! Sími 2-44-20 - Suðurgötu 10 - Rvík. •S. • J. Þorláksson & i\lorðmann Búsáhöldin trá ubbermaid aldrei meira úrval en nú ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.