Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 5 „Vandræðin stafa af mönnum, sem eru að skipuleggja menn- ingu .. „Það er of stórt orð guð ...“ „Það þarf ekki að spyrja að því sjálfsagða, að hér þrífist „under- world“ í bókmenntalífi*' „Snæfellsnesið er para-heims- „Xilgangur minn með heim- fyrirbæri" spekiskrifum og skáldsögu er þekkingarleit“. (Myndir: stgr) „ M mun Ijóð mitt koma til þín.. “ Kvöldstund með Gunnari Dal ÞAR sem Stefán Hörður skáld og rithöfundarnir Kristmann Guð- mundsson og Jón Björnsson voru vi’ðstaddir um hríð og á góma bar sitt af hverju tagi eins og: tveir þekktir íslenzkir bókmennta- menn, íslenzkt bókmennta andrúmsloft, aðstæður íslenzkra skálda, menningarstarfsemi, „undirworld" í lista- og bókmennta- lífi á íslandi, trú, Kristnihald undir Jökli, jarðvegur fyrir heim- speki hérlendis, austurlenzk fræði og jóga, Spánn, Snæfellsnes og tilgangur hinnar nýju skáldsögu Gunnars Dal, sem nefnist ORÐ- SXIR OG AUÐUR. Þegar Nóbe'lsskáldið H.K.L. var eitt sinn í sumar, er leið, þýfgaður um blaðaviðtal af manni frá Alþýðublaðinu, fór hann undan í flæmingi og sagði: „Sko, sjáið þér til, ég er sko ekki „in the news“ í augnablik- inu.“ Aumingja blaðamaðurinn gafst upp við svo búið. Þetta var tölu vert áður en Kristnihald undir Jökli kom út hjá vini hans Ragnari. Hver er nú „in the news“? (í fréttunum). Enginn annar en Gunnar Dal, heimspekingur, ljóð skáld og nú síðast höfundur skáldsögu. Bók hans, ORÐSTÍR OG AUðUR, var verið að senda á torg af bókaforlaginu SKARÐ (alias Hafsteini sem kenndur var löngum við Hólaprent.) En nú nefnist þrykkerí Hafsteins því miðaldaheiti Prenthús Haf- steins Guðmundssonar og er til húsa utarlega á Seltjarnarnesi, öndvert við „Jökulinn", sem Kjarval orkti um: „ ... svo gnæf ir í heiðríkju hátt — hvolfþak með töfrandi tindum — Snæfells- jökull." Gunnar Dal, sem er skálda- nafn, heitir Halldór Sigurðsson kristnu skírnarnafni, Húnvetning ur að ætterni, en alinin upp, fyrst á asfalti Reykjavíkur, svo um sk>eið á slóðum núverandi for seta, Svarfaðardal, þar sem hann háði grimmilegt einvígi í náms- getu við Gísla Jónsson, mennta- skó’lakennara á Akureyri og varaalþingismann, síðar tók M.R. við, brezkir háskólar og Ind- land um langa hríð. Þá upphófst menntunin. Síðan hafa komið út 22 bækur eftir Gunnar Dal ell- egar síðan 1949. í tuttugu ár hefur maðurinn haft það að at- vinnu að setja hugsanir sínar á prent. Að komast yfir glænýja forvitnilega bók er ein ánægja í lífinu . . . einkum ef hún er varla orðin þurr úr prenthús- inu eins og raun var á í þetta skipti og svo líka svona ljóm- andi smekkleg að ytra búningi, miðað við draslútgáfur hérlend- is. Á bakhlið titilblaðs er athuga semd frá höfundi, sem er óvana- leg í íélenzku bókmennta-and- rúmslofti, og hljóðar svo: „f þessari skáldsögu er ekki stuðzt við neinar fyrirmyndir. Nesið og Fellið eru ekki til hvorki í Reykjavík né nágrenni hennar, og atburðirnir, sem sagt er frá í sögunni, hafa aldrei gerzt. — Þar með er ekki sagt, að þeir þurfi nauðsynlega að vera ósann ir.“ Gunnar Dal sagði, er hann var inntur eftir nánari skýringu á þessari skáld-tiltekt sinni: „Þetta eru viðvörunarorð til að fyrirbyggja allan misskilning." Skáldið og kona hans Maja frá Akureyri búa í risíbúð við Þórsgötu, í námunda við „her- búðir þeirra rauðu“, eru nýflutt þangað, en þar bjó og málaði um áll-langt skeið Nína Sæm- undsen heitin listakona. Hún hef ur skilið þar eftir sig þokkafullt andrúmsloft. Skáldið og kona hans komu af Snæfellsnesi í haust, undan- farin fjögur ár hafa þau ýmist dvalizt þar (á Arnarstapa) eða í Suðurlöndum, en sáralítið í Reykjavík. f sama mund og spjallið var að hefjast, kom skáldbróðir Krist mann Guðmundsson, glerfínn í tauinu og trúlofunarlegur að vanda. Honum var boðinn tyll- ingur og kaffi. Hann tróð sér ilmsterkt tóbak í pípu og byrj- aði að reykja og hlýða á sam- ræður. Hann tuldraði: Táli beita og tylli-sýn tóbakseitruð fyllisvín Hugur leitar þá til þín þekka sveitastúlkan min Ekki aldeilis af baki dottinn hann Kristmann. Hann vildi tala um konur og sagði, að sveita- stúlkur væru beztar (til alls). Gunnar var farinn að ganga um gólf. Hann var spurður: „Er gott að vera skáld á fs- landi?" Gunnar þagði við fyrst í stað. Kristmann skaut inn í: „Ja, Jón Thoroddsen fékk 200 lítra af brennivíni fyrir Pilt og stúlku í „den tid“ — hann fékk þetta í milliskrift til Stykkis- hólms. Það er sko ekkert smá- ræði. Það svarar til upp undir milljón í peningum nú á dögum“. „Entust honum þessi ritlaun?" „Það er önnur saga“, segir hann. Gunnar var þessu næst ítrek- aður um svar við spurningunni: „Ég held að_ það sé gott að vera skáld á íslandi, ef menn- ingin er látin í friði. Vandræð- in stafa frá mönnum, sem eru að skipuleggja menningu ... “ „Skipuleggja ... hvað áttu við með því?“ „Skipulögð menning er alltaf skipulögð af heimshreyfingu, svo dæmi sé nefnt, kommúnisma eða öðrum trúarbrögðum. Menn þeir, sem skipuleggja menningu veita sumum skáldum, rithöfund um og listamönnum brautargengi, sem ekki reynist annað en skrum og láta nægja ákveðið stikkorð á aðra höfunda, stikkorð, sem dæma þá úr leik. Þannig er hin- um bannfærða rithöfundi (þetta er áberandi hérlendis) rógurinn þrándur í götu.“ Hann heldur áfram: „Ég vil taka það fram, að ég er sáttur við alla menn.“ „Og líka guð?“ er hann spurð ur. „Það er of stórt orð guð. Ég mun álíta að það sé hans en ekki mitt að fjalla um samband okkar.“ „Nú hefur þú orðið fyrir and- stöðu og jafnvel árásum og lent í römmum ritdeilum — hvaða til- finningu berðu í raun og sann- leika til þessara „keppinauta" þinna svo að orð Kristjáns for- seta sé notað?" „Ég hef ekkert nema gott eitt um þá að segja, en hins vegar aumkva ég þá menn, sem eru sí- fellt að troða skóinn af kolleg- um sínum með þann sýnilega til gang að upphefja sína eigin per sónu. Það er eins og þessir menn kunni ekki aðra tækni, sem er þó ákaflega vafasöm tækni, því sá maður, sem gerir sig sekan um slíkt, hagar sér eins og sá, sem hrækir upp í loftið — það felil- ur aðeins niður á hans eigin ásjónu.“ „Seg mér, Gunnar Dal, getur ekki andróður frá þessum mönn um orkað jákvætt á sköpunar- gleðina?" „Hann gæti það, ef hann kæmi opinberlega fram, en það gerir hann sjaldnast". „Seg mér eitt, Gunnar, í al- vöru, heldurðu, að hér þrífist „underworld" í bókmenmta- og listalífi, samtök sérhagsmuna- manna?“ „Það þarf ekki að spyrja að því sjálfsagða“. „Eru þarna ákveðnir höfuð- paurar áð verki — hvar eru þeir niðurkomnir?“ „Mér finnst það undarlegt, að þessir sjálfskipuðu gagnrýnend- ur dagblaðanna virðast hugsa þannig og skrifa, að maður skyldi ætla, að þeir hefðu allir sogið sömu kúna, en hins vegar tel ég ástæðulaust að nefna Rauðku gömlu í því sambandi". „Ertu að væna þá um andleg- an óheiðarleik?" „Til þess að skilja, verða menn að þekkja til þess að dæma, verða menn að skilja", segir gamalt máltæki. „Hér“ virð ist dómurinn vera nóg. Skiln- ingurinn og þekkingin ekki skipta máli, enda er það alkunn árátta hjá íslendingum, að fara hörðum orðum um bók, sem þeir hafa ekki lesið.“ Kristmann kvaddi og fór. Skáldið sagði, er hann vár far- inn: „Stefán Hörður Grímsson var hér í dag hjá okkur. Hann er eitt okkar mesta ljóðskáld“. „Um hvað rædduð þið?“ „Við ræddum um íslenzka ljóða gerð“. Sumir bókmenntamenn, óvil- hallir, halda því fram, að Stefán Hörður sé slyngasta og smekk- legasta ljóðskáld okkar og ekki nærri því virt að verðleikum. Stefán hefur nefnilega aldrei sniðið stakk sinn eftir kyrkings- vexti „manneristanna", en kann þó alla „manners" í literatúr. Það kom upp úr kafinu, að Ste- fán hafði verið að lesa eina ljóðabók kóllega síns Gunnars Dal, „Raddir morgunsins“ sem endar á orðunum: Ef ljóð mitt er samboðið landi mínu þá mun ljóð mitt koma til þín af hæðum. „Gunnar — er „Raddir morg- unsins“ í stíl Eliots?" „Nei, hún er það ékki — hvorki að formi né innihaldi. Hún er 112 ljóð, sem er raun- verulega ein heild og fjallar um kynslóð á vegamótum, sem geng- ur mót framtíð, sem hún sér ó- ljóst eins og við sjáum hlutina við fyrstu skímu morgunsins". í þessum svifum er knúð dyra og inn treður Jón Björnsson rit- höfundur, höfundur skáldsög- unnar „Valtýr á grænni treyju", sem er sakamálasaga, og „Mátt- ur jarðar“ og fleiri og fleiri. Spanjólan er skáldleg á höfði hans og prútt nef hans gefur frá sér snússlykt, sem leggur um alla stofuna. „Helvízk gigtin í mér er loks horfin", segir Jón rithöfundur, „lampinn hefur hjálpað”. „Viltu hrossahangikjöt?" spyr Gunnar kollega sinn. „Nei, þann fjanda vil ég ekki sjá“, segir hinn. „Þú ert orðinn snobb síðan þú fluttir til Reykjavíkur" seg- ir Gunnar. „Ég hef verið hér lengur en þú“, segir Jón, „eða síðan ég kom frá Kjöben“. „Kallarðu ekki Kjöben pró- vjns? Öll Skandinavía er pró- vins nema ísland“, segir Gunnar. „Er ekki Snæfellsnesið þitt próvins?" spyr Jón hrekklaust. „Nesið er para-heimsfyrir- bæri“. „Það kann vel að vera“, segir höfundur „Máttur jarðar“. Svo laumaði hann út úr sér rétt á eftir: „Það eru meiri óskapleg læti með „Jökulinn” í Kristnihaldi undir Jökli hans Kiljans". „Þú lætur ekki eitt illt orð falla um hann Kiljan“ segir Gunnar húnvetningslega. Jón segir: „Hann er ekki alinn upp við rætur jökulsins. Hann er úr Mos fellssveit. öræfajökull var mátu lega fjarri mér í uppvextinum áttatíu kílómetra frá Holti 6 Síðu, en þaðan er klukkutíma lestargangur að Kirkjubæjar- klaustri. Já, jökullinn ... Ör- æfajökull sést allur frá Holti..." Hann tók í nefið og sagði með hægð: „Ég kem frá tveim literötum, Thor Vilhjálmssyni og Ólafi Jónssyni“. „Hvað voruð þið að bralla?“ segir Gunnar stríðnislega. „Ég segi það ekki — það kem- ur ekki til mála“. „Svo það hafa verið einka- mál“, segir Gunnar skáld, „og líður þér vel eftir þetta?“ „Mér hefur alltaf liðið ágæt- lega í návist þeirra“, segir Jón, tiltölulega frægur rithöfundur í Danmörku, en ekki sérlega þekkt ur í heimalandi sínu. „Ég tek undir það. Þeir eru báðir drengir góðir og heiðurs- menn“, segir Gunnar. Stuttu síðar fór Jón frá garði. Þá var farið að ræða heim- speki. Hið eina, sem Jónas heitirm kempa frá Hriflu skrifaði um heimspeki, var lítill pistill er birtist í Mánudagsblaðinu fyrií nokkrum árum. Þar segir hann eitthvað á þessa leið: „öhö, áð- ur fyrr áttu íslendingar tvo heim spekinga Ágúst H. Bjarnason og fagurkerann Guðmund Finnboga Framhald á hls. 6 Myndskreyting eftir Kjarval.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.