Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1%8 RITSTJÓRAR og blaðamenn New York Times áttu nýlega viðtal við Milovan Djilas, hinn kunna júgóslavneska stjórnmálamann, sem eitt sinn var líklegur arftaki Titos for- seta. Hann hefur oft verið hnepptur í fangelsi vegna stjórnmálaskoðana sinna, en var nýlega leyft að fara úr landi. Viðtalið fer hér á eftir, örlítið stytt. SPURNING: Þér hafið ef til vill dvalizt nógu lengi í Bandaríkjunum til þess að geta svarað því, hvort þér sjáið nokkur merki bylting- arhreyfingar hérlendis? SVAR: Eigið þið við hina nýju vinstrihreyfingu? Al- menn afstaða mín til þessar- ar hreyfingar er sú, a'ð hún sé á ýmsan hátt jákvæð. En um leið tel ég, eins og þessi hreyfing kemur okkur fyrir sjónir í Frakklandi, að hún eigi sér enga framtíðarmögu- leika til að breyta núverandi þjóðfélagskerfi í grundvallar- atriðum. Sp. — Hvaða möguleika teljið þér á því að þessi hreyfing nái raunverulegum árangri í Sovétríkjunum? Sv. — Þessi vinstri hreyf- ing? Ég fæ ekki séð, að slík hreyfing eigi nokkra framtíð fyrir sér í Sovétríkjunum. Sp. — Hvað um hina lýð- ræðislegu hreyfingu unga fólksins? Sv. — Ég held, áð sams kon ar þróun eigi sér nú stað í Sovétríkjunnum og í öðrum Austur-Evrópulöndum. Á henni er enginn eðlismunur, aðeins munur á því hve djúp- stæð hún er og víðtæk. Sp. — Af hverju teljið þér þá enga möguleika á breyt- iingu? Sv. — Ég sé einnig fyrir breytingar í Sovétríkjunum, en þróun breytinganna í Sovétríkjunum um þessar mundir hlýtur að verða hæg- ari og ekki eins auðveld og í öðrum Austur-Evrópulönd- um. Sp. — Er það vegna kúg- unarvalds ríkisins? HEIMSVELDI Sv. — Ekki eingöngu. Ég held að valdaforystan í Sovét- ríkjunum, valdaklíkan og skrifstofuveldi flokksins, sé traustari í sessi og um leið er hún fulltrúi heimsveldis og heimsveldistilhneigingar stór- þjóðar, og í þessu er vanda- málið fólgið í Sovétríkjunum. Engin auðveld breyting getur átt sér stað í Sovétríkjunum nema vandamál þjóðarinnar verði leyst, en það eru vanda- mál lýðræðisins og vandamál rússneskrar heimsveldis- stefnu. En þetta felur í sér, að Rússum opnast möguleikar á að gegna nýju framtíðarhlut- verki í heiminum. Sp. — Teljið þér, að við séum vitni að upþhafi nýrr- ar tegundar stalínisma án Stalíns í Sovétríkjunum? Sv. — Að sumu leyti hef- ur veríð horfið aftur til stal- ínisma, en ég held áð það sé of sterkt að orði kveðið að tala um nýjan stalínisma. Þeir stíga nokkur skref aftur á bak, en um leið stíga þeir skref í átt frá stalínisma. Til dæmis hafa þeir gert nokkr- ar breytingar til bóta í efna- hagsmálunum. Þessar umbæt- ur eru andstæðar stalínist- ískum aðferðum. Um leið brutu þeir ekki í bága við lög. Ég held að þetta ástand sé siðferðileg kyrrstaða frem- ur en nýr stalínismi. Sp. — Haldið þér áð ástand ið væri öðru vísi, ef Krúsjeff væri enn við völd? Sv. — Þegar Krúsjeff var við völd var ég að meira eða minna leyti gagnrýninn á hann. En ég held, að Krúsjeff hafi verið betri en þessi rík- isstjóm. Hann var djarfari maður. Mótsagnirnar í skap- gerð hans voru ef til vill miklar, en hann var djarfari. Hann var raumverulegur um- bótamaður. Hann náði raun- verulegum árangri á nokkr- um sviðum. Sp. — Herra Djilas, ég veit að þér eruð þeirrar sko'ðunar að þegar til lengdar lætur hljóti viss lýðræðisform að þróast í Austur-Evrópu og Sovétríkjunum, en samjt er engin lýðræðishefð til í Sovét- ríkjunum. Sjáið þér fram á og eruð þér trúaðir á átök milli hinna vaxandi mennta- stétta í Sovétríkjunum og skrifstofueinveldisins? Sv. — Ég held að svo verði. Ég held, að þessi nýja stétt, þessi tæfcnimenntaða stétt, sé stétt framtfðarinnar í sósíal- istalöndunum og í Rússlandi. Sp. — Eruð þér bjartsýnn? Sv. — Ég er bjartsýnn á sigur þessarar stéttar. Ég er sannfærður um, að þessi stétt muni sigra og að við stönd- um á mörkum upphafs enda- loka skrifstofuvalds flokfcsins í öllum kommúnistalöndum. Hin nýja stétt, sem ég tal- aði um í bók minni, er á stigi algerrar hnignunar, ekki að- eins í hugmyndafræði heldur einnig sem fyrirbæri sníkju- dýrs á þjó'ðarlíkamanum. VALDABARATTA Sp. — En engin stétt afsal- ar sér völdum án grimmi- legrar baráttu. Sv. — Án baráttu — en þessari stétt verður breytt án borgarastyrjaldar. Sp. — Án borgarastyrjald- ar? Sv. — Án borgarastyrjald- ar. Ef til vill munu eiga sér stað nokkrar litlar, mjöig litl- ar, úppreisnir og mjög víð- tækar mótmælaaðgerðir eins og við höfum kynnzt í Ung- verjalandi, Tékkóslóvakíu og Júgóslavíu. Þær eru ólíkar, en ni'ðurstaðan er að meira eða minna leyti sú sama. Sp. — Mig langar til að kanna dálítið betur hvernig þér teljið yður geta séð fyrir valdatöku þessarar nýju stéttar. Telið þér mögulegt að flokksholl andstaða myndist innan sovézka kommúnista- flokksins án borgarastyrjald- ar? Sv. — Ekki í náinni fram- tíð. Ég vænti engra breytinga í Rússlandi í náinni framtíð. Ég er að tala um marxism- ann sem slíkan. Sp. — Ég veit, að þér teljið kommúnismann dauðan, ekki aðeins í Sovétríkjunum held- ur einnig í Austur-Evrópu. Ef kommúnisminn er dauður í Sovétrífcjunium, teljið þér þá að Rússland sé orðið að venju legu heimsveldi í hefðbundn- um sögulegum skilningi? Sv. — Ég held það. Rúss- land er að hverfa aftu-r til hins sígilda forms hemaðar- legrar, rússneskrar heims- veldisstefnu. Hugmyndafræði legt vald Rússa er sífellt í rénun og hernaðarlegt vald þeirra í stöðugum vexti, og í framtíðinni verða þeir ef til vill efnahagslegt stórveldi. .... og Djilas Þeir hafa töluverða mögu- leika á því að stórefla atvinnu vegi sína, sem eru öflugir fyrir. Ég vil tafca skýrt fram viðvíkjandi einu atríði — hnignun marxistískrar og leninistískrar hugmyndafræði felur ekki í sér hnignun allra þjóðfélaga Austur-Evrópu. Þessi þjóðfélög eru ekká í hnignun. Sp. — Er raunverulega um rússneskan þjóðernishroka að ræða — útþenslustefnu í þess- um heimshluta? Sv. — Nei. Leninismi vorra daga felst í útflutningi á hug- myndafræði — útflutningi rússneskrar þjóðemishyggju, því að þessi leninismi býr yfir engum skapandi krafti og engum nýjum hugmyndum. Sp. — Eru núverandi leið- togar Rússa eins hræddir við að Sovétríkin verði innifcró- uð og Stalín? Sv. — Nei, nei. Þeir eru ekki einu sinni hræddir við Þjóðverja. Þeir eru hræddir um, áð Þýzkaland sem ríki geti einhvern tíma sameinazt einhverju öðru ríki, en nei, þeir eru ekki hræddir við Þýzkaland eitt sér. Það er svo augljóst, að Þýzkaland er ann- ars flokks ríki. Rússar em ekki heimskir, þeir óttast þetta ekki. HRÆDDIR VIÐ KÍNA Sp. -— En Kína, gegnir það ekki öðru máli? Sv. — Jú, það gegnir öðru máli. — Sp. — Af hverju óttast þeir Kína? Sv. — Af því Kína getur orðið stórveldi. Kínverjar eiga sögulegt tilkall til nokk- urra hluta Sovétríkjanna. Og Rússar eru ekki heimskir. Eg veit ósköp vel, að þessi klofn- ingur Kínverja og þeirra í kommúnistahreyfingunni er endanlegur. Þéssu er öðru vísi farið en vinslitum smáríkis- ins Júgóslavíu og Rússlands. Þetta eru vinslit tveggja stór- þjóða. Og þær geta e'kki kom- izt að samkomulagi á hug- myndafræðilegum grundvelli, þáð er ég sannfærður um. Það táknar, að skoðanir þess- ara þjóða geta aldrei farið saman. Sp. — Óttizt þér þá í raun og veru að til styrjaldar kunni að draga með Rússum og Kín- verjurn? Sv. — Ekki núna, en allir rússneskir leiðtogar, litli.r sem stórir, hljóta að finna hættuna, sem stafa mun af Kínverjum í framtíðinni, þar sem Kína getur ekki fund ið landrými til að þenjast út til nema í Sovétríkjunum og þar sem þeir eiga um leið visst sögulegt tiifcall, jafnvel visst þjóðemislegt tilkall, til Mongólíu til dæmis og nokk- urra hluta Sílberíu. Sp. — Hvernig hefði mátt koma í veg fyrir hernám Tékkóslóvakíu? Var nokku'ð sem Bandaríkjamenn hefðu getað gert? Sv. — Lítið eins og ástatt var. Nei, nei, ég held að Bandaríkin geti ekki gert mikið meira. En ef engin styrjöld geisaði í Víetnam, ef Frakkar létu eiitthvað að sér kveða, ef Tékkar hefðu barizt — en sagan byggist ekki á ,,ef-um“. Sp. — Haldið þér, að sú staðreynd, að barizt var í Vietnam, hafi skapað alþjóð- legt andrúmsloft, sem gedði aðgerðir Sovétríkjanna gegn Tékkóslóvakíu mögulegar? — Sv. — Það var Rússum hagstætt. Eftir því sem dreg- ið hefur á styrjöldina hEifa Rússar reynt að ala á ágrein- ingi Kínverja og Bandaríkja- manna. Það er mín skoðun. Sp. — En ef engin styrjöld hefði geisað í Vietnam? — Sv. — Það hefði verið hagstæðara fyrir Téfcka, ef þér eigið við umbótahreyfing- arnar í Austur-Evrópu. Ég held, að umbótahreyfingar gegni mjög mikilvægu hlut- verki í sögunni, því áð eng- inn getur stöðvað þær, og þessar hreyfingar eru að opna möguleika á samskiptum milli vestrænna og austrænna þjóðfélaga í framftíðinni, en það felur í sér samstarf og skyldleika hugmynda. Diljas.... Sp. — Hver er persónuleg skoðun yðar á Tító? KOSTIR OG GALLAR Sv. — Hún er mjög mót- sagnakennd. Mér finnst eitt í dag og annað á morgun. En yfirleitt er álit mitt það, að hann sé persóna í sögunni. Hann er einstaklega góður á hættulegum augnabLikum. I stríðinu, í baráttimni gegn stalínismanum — jafnvel nú í baráttunni gegn hemámi Tékkóslóvakíu. Persónuleg samskipti mín við hann voru ágæt áður en við deildum. Samband okkar var mjög ná- ið, eins og feðga. Kannski var það ástæðan til þess að deila okkar varð svo hvöss. Ég hef eiginlega aldrei mótmælt hon- um persónulega. í bókum mín um gagnrýni ég auðvitað kerf ið, og hann er að mestu leyti höfundur þess, en persónu- lega hef ég aldrei verið and- vígur honum. Og ég var aldrei mótfallinn því að hann stjóm- aði flokknum. Sp. — Hvernig munduð þér bera hann saman við aðra kommúnistalefðtoga, sem þér hafið kynnzt? Sv. — Það er að sjálfsögðu ekki hægt að bera hann sam- an við Stalín, því að hann er ekfci eins sjúklegur og grimm ur. Ég held að Tító sé fjórði fremsti kommúnisti samtim- ans. Sp. — Fjórði? Sv. — Fjórði á efitir Lenín, Stalín og Mao. Þetta em fjög- ur mikilmenni, sem sköpuðu eitthvað nýtt á sviði kommún- ismans. Sp. — Teljið þér, að þáð sé raunverulega hugsanlegur möguleiki að Rússar kunni að grípa til íblutunar í Júgó- slavíu eins og þeir hafa gert í Tékkóslóvakíu? Sv. — Nei, ég held ekki að Júgóslavía sé í yfirvofandi hættu vegna þeirrar stefnu Rússa, að þeir hafi rétt til íhlutunar í öllum sósíalista- löndum. Sp. — Leibur enginn vafi á því, að Júgóslavar muni verj- ast hvers konar árás Rússa? Hvað um Tító? Sv. — Við munum berjast. Sp. — Einhugur skærulið- anna yrði enn ríkjandi? Sv. — Nei. Við mundum berjast sem þjóð. Við munurn berjast. Það eru engar horfur á því nú, að myndúö verði stjórn, sem fylgir Rússum að málium. Sp. — Má búasit við per- sónulegum sættum ykkar Títos nú? Sv. — Það er ekki mikið sem skilur á milli. Ég veit ekki hvað hann hugsar. Mér finnst, að við geturn ekki haft mjög mikið á móti hvor öðr- um. Ég get ekki sagt, að við séum vinir, en ég get ekki sagt, að við séum óvinir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.