Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐH), SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 HEIMSINS VERSTA STRÍD EFTIR HUGH A, MULLIGAN í AUGUM íbúanna í Bi- afra er dauðinn orðin sjálf- sagður og hversdagslegur hlnti hins daglega lífs. Hann varpar skuggum sínum hvar- vetna, eins og gammarnir, sem hnita hringa á heiðum hitabeltishimninum, varpar þeim á hermenn og óbreytta borgara, en þó umfram allt á börnin. í síðustu viku létust fimmtán börn hérna og nú eru þeir fullorðnu farnir að gefa sig“ segir systir Miriam de Paul í matvælastöðinni í Uboma, þar sem biðröð mæðra og barna, er bíða eftir sínum daglega matarskammti, teygði sig næstum hálfan annan kíló metra niður eftir rykugum veg inum og þar sem verðir með Rauðakross bönd um hand- legginn og bambusstengur í höndum, dangluðu þeim í burtu, sem reyndu að komast tvívegis. Og faðir Aengus Finueane, frá reglu Heilags anda í Lim- eriok í Írlandí segir: í síðasta mánuði dóu í minni sókr 902 manneskujr, flestar úi hungri. Þar af voru 517 börn“ Sóknarkirkja hans er rétt við að Annabelleflugvellinum, sem er ekki annað en þjóðvegar- spotti, er liggur gegnum frum skóginn — en er eini flugvöll urinn, sem Biafraherinn hef- ur ennþá í sínum höndum. Annar prestur Heilags anda kirkjunnar, John Ryan, einn- ig frá Limerick, segir frá loft- árásum MIG flugvélar á mark • aðstorg eitt: „Ég sá rúmlega hundrað manns taetta i sund- ur á fimm sekúndum og 350 særðust, að því er upp var gefið á sjúkrahúsinu. Og eina vikuna létust 46 úr hungri í minni sókn:“ bætir hann við. „Af 144 börnum, sem tek- in voru hingað í síðasta mán uði, hafa 40 dáið — og þó reynum við að taka aðeins þau, sem við teljum eiga ein- hverja lífsvon". Svo segir E. A. Bert frá London, yfir- íhjúkrunarkona Queen El- isabeth sjúkrahússins í Uma- lahia. Sjúkrahúsið er aetlað 184 sjúklingum, en þeir eru nú næstum átta htmdruð, flest ir særðir Biafrahermenn, sem liggja á börum úti á grasflöt- inni og fylla alla ganga, þar sem þeir bíða eftir þvi að komast í rúm. í útjaðri Okigwi, sem Bi- afrahermenn hafa verið að reyna að ná úr höndum Nig- eríumanna stöðvar Joseph Ac- huzia, ofursti, sókn tveggja sveita sinna og bíður þess að vélbyssuskothríðinni linni Samræðumar við hann — eins og við aðra Biafrabúa — snúast um dauðann. „f gær, sagði hann, hafði verið raðað upp svo mörgum *lkum á vegamótunum, að bryn varin bifreið komst ekki þar um. Meðal hinna látnu voru fjórir Evrópumenn, starfs- menn Rauða krossins, sem höfðu kosið að verða kyrrir og voru skotnir. Það var mjög heimskulegt af þeim að verða eftir því það er venjulega fyrsta verk Nígeríuhermanna þegar þeir koma til einhverr- ar borgar að leita uppi hvíta menn og þeir líta á þá alla sem málaliða. Það líða venju- lega allt að því tveir sólar- hringar, þar til nokkur ábyrgur berforingi kemur á vettvang til þess að stöðva manndrápin“. Enginn veit með vissu dán- Þegur muður hleypur tíl uð bjurgu lífi sínn, verður hunn uldrei þreyttur... Biafrahermenn taka sér st utta hvíld í orrustunni við Onittsha. artölu Biafrabúa, hvorki þeirra, sem falla fyrir vopn- um né þeirra, sem verða hung urvofunni að bráð.Séra Ant- arstofnuninni Caritas áætliar, ony Byrne frá kaþólsku hjálp að um 6000 manns deyi dag- lega. En dr.Hermann Middle koop, hollenzkur læknir, setn hraktist frá sjúkrahúsi sínu í Itigidi vdgra sprengjuárása og er nú yfirmaður hjálpar- starfsemi Alkirkjuráðsins, seg ir, að tala fallinna geti farið allt upp í 25.000 manns á dag, séu meðtaldir Iboamir, sem flúið hafa inn í frumskógana. þar sem matvæli ná ekki til þeima. Samt halda Biaframenn áfram að berjast. En hvers- vegna? Til hvers er að vinna, ef allt fólkið ferst.? Við leggjum þessa spum- ingu fyrir Chukwumeka Odu megwu Ojukwu, sbeggjaða, Oxford-menntaða herforingj- ann, sem telst leiðtogi Biafra- ríkisins og er þjóðhetja í _aug- um þeirra átta milljóna Iboa, sem nú berjast fyrir aðskiln- aði frá Nígeríu. „Ef við hefð- um ekki riffla í höndum, seg- ir hann, værum við ekki enn við líði, þá væri fullkomlega búið að þyrrka þjóð okkar út“ Og hver einasti Iboi, sem mað ur hittir, hvort sem er her- maður eða skóladrengur — sem ekki á lengur neinn skóla að sækja — trúir því statt og stöðugt, að hætti Biaframenn að berjast, sé þeim eins gott að taka til fótanna, því að falli þeir í hendur Nígeríu mönnum sé dauðinn vís. „Ég ætla ekkert að full- yrða um það, hvort hér er á ferðinni þjóðarmorð eða ekki“ segir Kevin Dohney, sem hafði nýlega horft á MIG sprengju flugvélar fljúga yfir eldhús- skýli, þar sem nunnur voru að úthluta súpu til 8000 bama — snúa síðan við og kasta þar niður sprengjum. „Ég ég veit bætir hann við, að fólk- ið trúir því, að svo sé. Það flýr heimili sín og þorp, flýr inn í frumskóginn, þegar ani geríuhermennirnir nálgast." Þegar her sambandsstjóm- arinnar í Nígeríu hófst handa um það fyrir 17 mánuðum að bæla niður uppreisn Iboþjóð arinnar, var hann vopniaður brezkum brynvörðum bifreið umog sprengjuvörpum, rússn eskum MIG orrustuflugvélum og tékkneskum sprengjuflug- vélum. Iboamir, sem byggja austur hluta Nígeríu lýstu yf ir sjálfstæði og það bauð heim þeirri hættu, að Nig- ería, sem talið hafði verið eitt friðvænlegasta nýfrjálsa ríkja í Afríku, sundraðist gersam- iega, þar sem það byggja 250 þjóðflokkar eða þjóðabrot, er tala 36 mismunandi tungumál. Búizt var við, að uppreisn Ib oanna yrði bæld niður á ein- um mánuði,en reyndin hefur orðið önnur og þessi styrjöld hefur reynzt skelfilegri en nokkuð það, sem gerzt hefur í Vietnam — einkum vegna Börn sem þjást af Kwashiorkor. hinnar gífurle’gu útbreiðshi Kwashiorkor, en það er sjúk dómur, sem orsakaist af eggja hvítuefnaskorti og alltaf hef- •ur verið nokkuð um í Vestur- Afriku en hefur undanfarna mánuði farið um Nígeríu eins og bráðapest. Þegar halla tók undsan fæti fyrir Biafrahermönnunum og þeir urðu að hörfa inn í skóg- ana, yfirgefa þorp sín og bú- garða, þegar þeir misstu að- gang að höfnum, svo að mat- væli náðu efcki til þeirra, urðu æ fátækari að vöru- flutningabifreiðum og misetu hvern flugvöllin af öðrum, varð lítið um vtarnir gegn þess um skæða óvini. Innfæddir kalla sjúkdóminn Kwashior- kor sem merkir „Rauði mað- urirm“ og dregur nafn sitt af því, að hárið á þeim, sem taka veikina, verður appel- sínugult að lit, fætur'og hand leggir bólgna upp, húðin á líkamanum verður hörð og hrjúf, sjúklingamir verða eirð arlausir og lystarllausir, falia í sinnuleysi og svefnkennt ástand unz dauðinn slekkur líf þeirra endanlega. Og hin ir dauðu og deyjandi eru alls staðar, þrátt fyrir flug hjálp- arstofnanna kirkjunnar frá Tomoog flug Rauða kross- portúgölsku eyjunni Sao Tomo og flug Rauða kross- ins frá Fernando Po. „Áistandið versnar ef nokk uð,en nú getum við veitt held ur meiri hjálp“ segir systir Ann Obeta, ein af nunnunum við Umuokpara sjúkrastöðirua sem reyna að halda uppi söng og dansi meðal barnanna til þess að koma í veg fyrir að þau flalli í banvænan svefn „Gowon Gowon" syngja þau, „tennur hans rotna af því að eta jarðhnetur — Hausamenn eru allir með hom á hausn- um“ og þar fram eftir götun- um. í vísunni er skopazt að Yakabu Gowon, hershöfðingj anum, sem stjómar Nígeríu- ríki — og Hausaþjóðinni mú hameðstrúarfólkinu í norðri, sem löngum hefur att kapp við Iboana. Eins og söngurinn gefurtil kynna er róta stríðsins í Ní geríu að leita dýpna en í að- skilnaðarstefnu Biaframanna. Vandamálið varð til löngu fyr ir aldamótin, þegar brezkir kaupahéðnar og trúboðar ka- þólskra og mótmælenda hófu viðskipti við hina ýmsu ætt- flokka, er bjuggu á hinurn þéttbýlu og frjósömu svæð- um við ána Níger. Nígerfljót, sem er eins og Y að lögun skiptir, ásamt þekn ám, sem í það falia, liandinu í þrjú meginsvæði. Á gras- lendinu í norðri, sem náði allt norður undir Sahara eyði mörkina, bjuggu Hausar og Fulani.r Hjarðmannaþjóðir, sem játuðu múhameðstrú og höfðu um aldaraðir stundað þá iðju að ræna skógarbúum úr suðri, af þjóðum Iboa og Ibibia og hneppa þá í þræl- dóm. í vestri voru Yerubasr, sem höfðu aragrúa guða, voru algyðistrúar og léttlyndir í lífsviðhorfum sínum f austri, í regnskógunum hanan Niger, liðfu Iboar, vanþróuð skógar- þjóð, sem stundaði mannát og lifði í stöðugum ótta við mú- hameðsrtrúarmennina í norðri. Þessir voru stærstir þjóðflokk anna, er þeir voru margflalt fleiri, sem byggðu þessa ábata sömu nýlendu Breta, ólíkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.