Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 31 „Gegnum dökkvann glæta gægist“ Ari Þorgils'son ritaði í ís- lendingabók: „í þann tíð var íslandi viði vaxit miðli fjalls og fjöru“. Ari hefur trúað því, að þessi mynd, sem. hann. gefur okkur af landinu hafi verið sönn, en ef til vill gef- ur hann meiri skóghnignun í skyn, en átt hefur sér stað. Á öðrum tímum hefur fólk gælt við þessi orð Ara — og ekki laust við, að tuttugasta öldin — börnin — skó'lafólkið — geri það einnig. Víst má vera að Ara hefði ekki líkað land- ið eins og það lítur út í dag því nokkur tonn af mold — „húmus“ — fslands — ís- lenzkum jarðvegi — hafa tek ið upp og í haf út á þeim tíma liðnum síðan Ari var uppi. En það eru fleiri en Ari, sem láta hugann hvarfla til þess tíma, er fsland var skógi vaxið. Einstök félög og samtök sá í kilóraðan svörðin og gera þannig það, sem í þeirra valdi stendur til end- urgræðingar skóglendanna. Ef laust eru öll smáhandtökin mikið starf þegar þau eru lögð saman — en trúlega hefst ekki undan — því meira fýk ur á ári, en mönnum tekst að hefta með jarðvegsbindingu sterkra jurta. Um jarðgræðslu þarf að vekja áhuga — þjóð- aráhuga — svo rætast megi skáldsins i kvæðinu Helga Jarlsdóttir, er hún mælir: Upp úr hvítum úthafsöldum fsland reis í möttli grænum. Heilluð grét ég helgum tárum af hamingju og fyrirbænum. Við mér brostu birkihlíðar blikuðu f jöll í sólareldi. Aldrei fann ég fyrr né síðar fegri tign og meira veldi. Margur vildi víst gjarnan leggja orð í belg, þegár hér er komið þessari ræðu — og menda á, að nægilega sé nú þegar unnið að jarðgræðslu. Vel má vera — og rétt. En við ætlum okkur ekki þá dul — að fá fólk til að henda kjarna og öðrum áburði út um land allt fyrir offjár, sem þó væri nauðsynlegt, til að halda aftur af j arðfokinu. Nei — við ætlum að benda á næsta nágrenni. Við spyrj- um — hvort við gætum ekki fegrað betur í kringum okk- ur? — því fagurt umhverfi göfgar hugarfarið. Það sem um ræðir er: „Maður á að rækta garðinn sinn“. Og það reyna menn. í það minnsta streða sumir ákaft við íslenzku „gæru skeppnuna" og eru hryggir vegna ágangs hennar. Þeir vilja stuðla að fegrun þess „garðs“, sem mál okkar snýst um að þessu sinni — því sá En æskilegt væri, að fremur hávaxinn gróður afmarkaði hinsvegar takmörk svæðisins. Menn vildu nú benda á Aust urvöll — og segja hann full- góðan til þvílíkrar notik- unar, en svo er því miður ekki. Sá sem rennir þessu bleki fékk fyrirmæli eins „vaktara“ Jóns Sigurðssonar is — ef til vill alveg að Grandavegi. Þarna er tilvalið smátjarnar svæði — fallegt á sumrum — hentugt á vetrum — fyrir litlu börnin að skauta á. Márgt er fagurt í Hljóm- skálagarðinum, en tæplega verður það lengi — grunnt Ræktun og borgarprýði garður er höfuðborgin okk- ar — Reykjavík. Reykjavík er staðsett í fögru umhverfi — þakkað sé Ingólfi, sem átti heima í Grjóta þorpinu. Þar er því miður um að hverfa af hinni „hei- lögu jörð“ — Austurvelli — með hóp manna, er voru í öllu friðsamir og virðulegir svo sem venjulegu fólki er mögulegt. Þannig standa mál- in og „Grjótaþorpið" er hent er nefnilega á banka og ráð- hústitringinn í sumum. En á fegurðinni getur samt orðið framhald — í áttina að ÍReykjavegi — framhjá og kringum menningarstofnanirn ar — niður og út til Njarð- ekki fagurt um að lítast. Setj um svo, að húsunum væri vel við haldið og umhverfið snyrti legt — þá ætti þorpið rétt á sér — vegna sögu sinnar, en fara mun bezt á því að gera þetta svæði að gróður- lundi einum-miklum. Enn sem komið er höfum við ekkert það svæði í miðbænum, sem fólk getur safnast saman á og rætt málin, svipað og er í mörgum borgum erlendis — og er nokkuð snjallt. Morgun blaðshúsið gæti gefið þokka- legt skjól fyrir einni vind- átt — ekki er það amalegt. ugt svæði. fyrir fólk til að safnast saman á. Lækjartorg er löngu orðið of lítið og trufl ast þar að auki mjög af um- ferð „díseldreka" Strætisvag Reykjavíkur. Við víkjum úr miðborginni og höldum vestur á Eiðs- granda — vesturtakmörk borg arinnar. Landmegin við þá götu á að rækta sem verður hluti garðs á milli Eiðs- grandans og Nesvegar, á svo stóru svæði — er hæfi- legt þætti — í hlutfalli við íbúafjölda næstliggjandi svæð argötu. Framhald þessa garðs mætti liggja meðfram Umferð arstöðvarveginum og Laufás- veginum — gamla og tengja Hljómskálagarðinn, „Háskóla garðinn“ og Klambratún sam an. Göngustígurinn milli Há skólagarðs og Klambratúns yrði líklega vinsæl leið — Vesturbær Austurbær — frá Háskóla til Listamannaskála. Vití skulum ímynda okkur, að við séum stödd á þessum göngustíg, og í stað þess að snúa yfir á Klambratún víkj um við til hægri — upp í Öskjuhlíðina. Hún er örugg- lega skemmtilegasta garðstæði í gjörvallri Evrópu. f síðasttöldu stöðunum get um við reist plastskála — danshús — ásamt veitingabör um — þar sem unga fólkið kemur og snýr sér fyrir lít- inn pening — án alls tildurs — laust við allt vesen. Laug ardalurinn tekur við þessu hlutverki hvað viðvíkur öðr- um borgarhlutum. Þar er alls herjaraðstaða til alls, sem hvarflað getur að mönnum. Og — sem meira er — þar er vísir að bílastæðum, en þau vantar í eina skrúðgarð Reykjavíkur í dag Hljómskála garðinn. Og er það vægast sagt súrt í broti fyrir þá, sem búa fjær en svo, að þeir telj- ist miðbæjarmenn. Ýmsa staði aðra mætti laga til og víkka út — eins og í kringum nokkrar kirkjur og stórar byggingar — þar sem mönnum hefur gleymst að hugsa fyrir garði. En garða skulum við gera úr moldar- flögum og hrjótmelum öllum — hvernig sem ástand þeirra er. Skynsamleg er að búast allt af við því versta en vona hið bezta. Sumum verður á sú skyssa að búast við ein- hverju sæmilegu — og slaka á. Starf þeirra verður ekki eins árangursríkt eins ogefni stóðu til, ef þeir hefðu búið sig undir hið versta — átt von á því — og síðan eign- ast ágóða ef betur áraði svo, en ráð var fyrir gert. Þetta er vizka og viðkemur skyn- samlegri stjórnfræði. Við skul um því búast við því versta. „Næsta sumar er útliðið ekki glæsilegt". Atvinnuleysið alls staðar — og æskan að koma út úr skólunum full óþreyju að taka til hendinni. En ekk- ert að gera! Þá er upplagt verkefni handa þessu dug- mikla fólki — að rækta garð inn okkar. — Reykjavík. SKÁLHOLT III Helga Magnúsdóttir í Bræðra tungu er auðsjáanlega full- trúi hinnar íslenzku kvenstétt ar, meðan hún var og hét. Lágvaxin kona, heldur þétt- vaxin, í meðallagi fríð. — Ósköp venjuleg hið ytra, en það er skapfestan og skyn- semin, sem gera hana sérstæða Helga er ekki venjuleg kona. Hún brýzt út í élið og lytftir upp höndunum. Um leið s'lot- ar veðrinu og við verðum aft- ur vör við kyrrð og ró. Helga Magnúsdóttir er ekki aðeins höfðingi, hún boðar frið og hamingju. — Eitt þeirra at- riða, sem Guðmundur Kamb- an sýnir okkur hvað bezt, er éyðingarmáttur rógsins. Hann er tvímælalaust einn mesti böl valdur mannlegrar hamingju. Eitt orð er sagt, illri hugsun skýtur upp, löngun mannsins til að tortíma og eyða fær út- rás, líkt og þegar stíflugarð- ur brestur, aldan æðir yfir akur sakleysis og ótímabærr- ar góðmennsku. — Ragnheið ur veikist. Hún hefur ekki fengið að sjá barnið sitt. En móðurástin lifir. í örvæntinga fullri tilraun ti’l að fullnægja þeirri þrá bíður hún tjón, sem aldrei verður bætt. Hún las óvitandi dauðadóm sinn í augum Hallgríma Péturssonar. Þá skall sjúkdómurinn á sál hennar. Þráin eftir að sjá barnið sitt blossar upp með miklu magni. Hún liggur og gleymir því, að hún er ein. Þessi stórlynda kona er reiðu búin að skríða fyrir fætur föð ur síns, ef hún fær að þrýsta barninu sínu að sér eitt andar tak. En hún neitar að biðja föður sinn þessarar síðustu virktár. — Ragnheiður Bryn jólfsdóttir er dáin, Hún dó ósköp venjulegum dauðdaga. En það er miki] reisn yfir Rágnheiði Brynjólfsdóttur og örfögum hennar. Hún er tákn mannveru, sem glúpnar ekki yfir neinu. Ást hennar hlýt- ur að hafa verið heit og stór- fengleg. Kona, sem ekkert vald fær sigrað, hlýtur að elska mikið. Og vald slíkrar ástar stendur ofar öllu öðru. Ragnheiður Brynjólfsdóttir hlaut að deyja í sorg. — Skál holt er fyrst og fremst frá- sagan af Brynjólfi Sveinssyni Þessi mikli maður, sem hugði var neyddur til embættis í á frama í erlendum löndum, Ská'lholti. En þegar ákvörð- un hafði verið tekin, sneri hann sér af almætti að mál- efnum biskupsstólsins. Hann virðist í eðli sínu hafa verið mikill fjármálamaður, og lest ur Skálholts líkist oft upp- lestri úr íslenzkum verzlunar tíðindum. Brynjólfur hefur axlaði allar sínar sorgir, sama ákaflega trúaður, og hann hve þungbærar þær voru. Sömu'leiðis stefndu allar hans gerðir að því að leiða ham- ingju yfir ástvini sína. En örlögin voru honum grimm, og að lokum stóð hann einn á sviðinu, lotinn af elli oghrum ur af sorg. Brynjólfur Sveins son hlýtur alltaf að verða í hugum okkar stórbrotinn per sónuleiki. Stálvilji og trú- festa voru hans leiðarljós, en hann verndaði það ljós með hyggni stjórnmálamannsins. Ást hans á íslandi verður okkur ógleymanleg, en einndg ástleysi hans sjálfs. Hann stóð sem jötunn meðan boðar einmanakenndar og mótlætis skullu á herðum honum. Hann hélt ákveðinn í átt til eigin sannfæringar, með eigin mann dóm að ferðafélaga. Brynjólf ur Sveinsson var mikill mað- ur, þess vegna varð hann óhamingjusamur maður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.