Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 23 Á Þjóðminjasafni íslands er varðveitt hin foma hurð, sem kennd er við Valþjófs- stað í Fljótsdal austur. Hún er merkasta tréskurðarlista- verk íslenzkt, sem varðveizt hefur frá liðnum öldum, talin vera frá því um 1200. Hurðin var seinast fyrir kirkju á Val- þjófsstað, en látin af hendi, • Umsækjendur séu ekki yngri en 20 ára — eða verði 20 ára fyrir 1_ júlí n.k. — Umsækjendur hafi góða almenna menntun, gott vald á ensku og öðru erlendu tungumáli, helzt þýzku, frönsku eða Norðurlandamáli. • Umsækjendur séu 162—172 cm á hæð og svari líkamsþyngd til hæðar. • Umsækjendur séu reiðubúnir að sækja kvöld- námskeið í febrúar/marz n.k. (3—4 vikur) og ganga undir hæfnispróf að því loknu. • Á umsóknareyðublöðum sé þess greinilega getið, hvort viðkomandi sæki um starfið til lengri eða skemmri tíma. • Umsóknareyðublöð fást í skrifstofum félagsins Vesturgötu 2 og Reykjavíkurflugvelli, svo og hjá umboðsmönnum félagsins út um land, og skulu umsóknir hafa borizt ráðningardeild fé- lagsins Reykjavíkurflugvelli fyrir 6. janúar n.k. tlJFTlEIDIR Flugfreyjur Loftleiðir h.f. ætla frá og með apríl/maí mánuði n.k. að ráða allmargar nýjar flug- freyjur til starfa. í sambandi við væntan- legar umsóknir skal eftirfarandi tekið fram: Fullveldisfagnaður í Gautaborg Sænsk-íslenzka félaigið í Gauta borg minntist 50 ára fullveldiis- afmælis ísdands me® hófi í veit- ingahúsinu Valand laugardaginn 30. nóv. sl. Samkoman var hin fjölmennasta, sem haldin hefur verið á vegum félagsins. Um 120 manns sóttu hana. Tónlistarmennimir Kristinn Hallsson óperusöngvari og Rögn- valdur Sigurjónsson píanóleikari voru gestir félagsins í tiletfni dags ins. Þeir fluttu íslenaka tónlist, og vair þeim ákaft fagnað af áiheyreindum. Hátíðahöldin hófust með sam- eiginlegu borðhaldi. Formaður félagsins, Maginús Gíslason, bauð félagsmenn og gesti velkomna. Hann gat þess m.a., að um þessar mundir væri sænisk-íslenzka fé- lagið í Gautaiborg 15 ára, og færði hann hinum fjölmörgu ís- landsvinum í Gautaiborg og ná- grenmi þakkir fyrir óeiigingjamt starf til aukinna kynna íslands og Svíþjóðar, en minntd jafn- framt á nauðsyn þess, að unnið sé sleitulaust að eflingu sænsk- íslenzkra menningarsamskipta. Hann benti á, að félagfð ynni nú að því að fá fleiri íslenzkar bæk ur gefnar út og kynntar í Sví- þjóð og stæðu vonir til, að það yrði uppfhaf að nýriri sóikn á þessu sviði. Væri nú einnig í ráði að stofna sænsk-íslenzkan sjóð, að frumkvæði félagsins, er orðJð gæti lyftisitöng aukinnar samvinnu og menningarbengsla þesisara norrænu frændiþj óða. Peter HaUberg, prófessor í bók menntasögu við Gautaborgarhá- skóla, var aðalræðumaður kvölds ins. I snjallri ræðu brá hamn upp svipmyndum frá 1. des. 1018, sem voru miklir þrenigingatímar fyrir íslenzku þjóðina með Kötlugos og spænska veiki í algleymingi, en sambandslögin fólu í sér fyrir heit, sem vöktu von um nýja og betri tírna. Þjóðin fagnaði sigri eftir langa sjálfsitæðisbaráttu. Fornir draumar rættust og leystu góð öfl úr læðingi, sem urðu þess megnug að byggja nýtt ís- land. — Feter Hallberg kom vfða við í ræðu sinni og kryddaði mál sitt góðlátlegri gamansemi og skiörpum athugasemdum um sér- kenni lands og þjóðar. Samkomugestir hylltu íslenzku þjóðina og fimmtugt tfullveldi með ferföldu húrrahrópi, drukk- in voru full forseta íslands og Svíakonungs og sungin islenzk ættjarðarljóð. Sverker Stubelius, fyrrum kennaraskólakennari í Gauta- borg, sem mörgum íslenzkum kennurum er að góðu kunnur, flutti þakkir gestanna, áður en risið var frá borðum. — Síðan var stiginn dans fram yfir mið- nætti. A'ð Lokum færði formaður fé- Lagsins tónlistarmönnunum Kristni HaLLssyni og Rögnvaldi Sigurjónssyni þakkir fyrir kom- una. Hann þakkaði ennfremur LoftLeiðum og iektor Nirði P. Njarðvík góða hiutdeiid í því að af þeesari heimsókn gat orðið og vonaðist til að framihaid yrði á siíkum heimsóknum á vegum fé- Lagssamtaka Islendinga erlendis. íslendingafélagið í Lundi og Malmö, minntust fullveldisins 1. desember. Njörður P. Njarðvík sendikennari var aðalræðuma'ður og listamennirnir Kristinn Halls- son og RögnvaLdur Sigurjónsson fluttu íslenzka tónlist og hlutu mikið lof áheyrenda. Björn Steenstrup, ræðismaður Islandg í Gautaborg, hafði síðdeg isboð 1. des. á heimili sínu fyrir íslendinga og sænska Islands- vini í tilefni af 50-ára fullveldis afmæli Islands. Fullveldisins var einnig minnzt í dagblöðunum í Gautaborig 1. des., m.a. birtist grein um ísland í Göteborgs Post en, en það blað kemur daglega út í nær 250 þúsund eintökum. Björn Steenstrup, ræðismaðurlslands í Gautaborg, frú Þóra Gunnarsdóttir-Ekbranð Kungálv (t. v.), frú Ella Wcnnerberg, Öckerö (t b.) Meðfylgjandi mynd er af hinni nýju Valþjófsstaðarhurð fyrir kirkjunni á staðnum, en þess ekal getið að myndin er samsett. Halldór Sigurðsson. eins og fleiri forngripir, og flutt til Danmerkur. Það gerð- ist árið 1852. A hinum merku tímamótum í sögu íslenzku þjóðarinnar 1930, afhentu Danir hurðina aftur, og hefur hún síðan verið varðveitt í Þjóðminjasafninu í Reykjavík. Arið 1966 var vígð ný kirkja á Valþjófsstað. Áður höfðu brottfluttir FijótsdæLingar sameinazt um að gefa nýja hurð fyrir kirkjuna, og skyldi hún vera sem nákvæmust eftirlíking hinnar fornu kirkju hurðar. í samráði við þáver- andi Þjóðmynjavörð, dr. Kristján Eldjárn, var hurðin gerð, og sett upp fyrir vígslu kirkjunnar. Skurðverki'ð framkvæmdi að öilu leyti Halldór Sigurðsson emíða- kennari ðg bóndi á Miðhúsum í Egilsstaðahreppi, og sá hann einnig um uppsetniragu hurð- arinnar. Járnhringur mikiLL er í hurðinni og er hann smíð- aður af hagleiksmanninum ívari Jónssyni frá Skálmarnes múla, nú búsettur í Kópa- vogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.