Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 25
+ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESBMBER 1968 f 25 vini, sambönd, eins og þeir sjálf ir kalla það, og hafa eingöngu áhuga á sölu og dreifingu lista- verka. Hér er enginm idealismi á ferð og engir veraldar afglap ar, eins og sumir komast að orði. Hér er það blákaldur business, Bem gi'ldir. Þetta er ekki ein- stakt fyrir New York borg, ég er hræddur um, að sama sagan gildi fyrir London og París. Listaverkakaupmaður sagði mér fyrir stuttu, að hann áliti það tímaeyðslu eina, ef hann hefði ekki fjörutíu þúsund dali yfir ár ið í hreinan ágóða. „Annars borg ar sig ekki að standa í þessu,“ baetir hann við. í>að er því ekki að furða, að nokkur handagang ur er í öskjunni. Það er líka á- berandi, að þegar menn koma inn á sýningar, er hverjum og einum gefið glöggt auga, sumir látnir afskiptalausir, aðrir fá Vandræðalegt kurteisisbros, og einstaka' er boðin aðstoð. En ef þekktur safnari kemur inm úr dyrum, verður heldur en ekki uppi fótur og fit, eins og kannski eðlilegt er. En ekki eru allar ferðir til fjár. Ég hitti einnig fyrir nokkru listsala frá Ind- landi, sem hafði tapað um sex- tíu þúsund dölum á tveim árum og var að pakka saman dóti sínu til 'heimferðar til Bombay. Samkeppnin er hörð og miskun- arlaus. Gallery opna og loka, að eins þeir útvöldu stamdast sam- keppni viðskiptalífsins. Business er business, segja þeir hér á Manhattan. Á fimmtugustu og sjöundu götu er hægt að sjá allar lista- ðtefnur heims. Þar er eitthvað fyrir alla, og ekki get ég skilið, að hægt sé að framleiða það listaverk, sem ekki gengur í augu einhvers í þessu mannhafi allls staðar frá úr veröldinni. Það er áreiðanlegt, að ekki er hægt að láta sér detta þá vit- leysu í hug, að ekki verði fundn ir sálufélagar í New York borg. Þetta er eibt af því stórkostlega við þenmma stað. Það er eins og kvensamur íslendingur mun hafa sagt hér einu sinni: „Hér er gott að vera. Maður getur boðið út kvenmanni, og enginn tekur eft ir því.“ Sem sagt: Fjöknennið hef ur bæði sína kosti og galla, allt eftir því, hvernig litið er á til- veruna. Ef ég man rétt, voru hér við þessa götu skemmtilegir litlir barir, þar sem hægt var að heyra heimstns bezta jazz í gamla daga, og það kostaði ekki mikinn pen- ing að fá sér drykk. Nú eru þeir allir horfnir og húsnæðið notað tn annarrar og gróðavænlegri sítarfsemi. Hér kemur dæmi um annan eiginleika þessarar borg- ar: Hve snöggt hlutirnir gerast og hve miklar breytingar eiga sér stað. Eitt í dag annað á morg- um. Þebta á við alla hluti hér, jafnvel heil borgarhverfi, sem hverfa og eru byggð upp að nýju á örskömmum tíma. LLstin sveiflast líka til eftir tímans þörf og hóflega sagt, stundum nokkuð snögglega. „Svo er nú komið, að listaverkið er orðið af- dankað og úrelt um leið og það er komið á léreftið eða jafnvel áður,“ heyrði ég einn af nem- endum við listaskóla í Green- widh Village halda fram við kennara sinn á dögunum. Lát- um vera, að uinglingar tali þann- ig. Æskunni liggur alltaf mikið á og hefur ekki áður í heims- sögunni verið á eins miklum þön um og nú. En því verður ekki mótmælt, að margit af því sem hér er á boðstólum og kallað er list, mundi ég hiklaust flokka undir það, sem ensk tunga kallar „No velty game“ og er litið í ætt við list. En hitt er einnig stað- reynd, að hér á fimmtugustu og sjöundu götu eru 'listaverzlanir, sem hafa á boðstólum margt af því bezta, sem finnanlegt er í dag. Hér er hægt að eignast verk eftir Picasso, Matisse og flesta meistara viðurkennda, en það verður að vera þó nokkuð í pyngjunni til að höndla fyrir. Til dæmis er hægt að fá lito- graphiu eftir Chagall fyrir um bil 1300-2000 dali, og upplagið er yfirleitt um 350 eintök af hverri mynd, en það er ekki svo stórt upplag, þegar íhugað er, hve stóran markað er um að ræða. Þetta eru að vísu miklir peningar í augum Evrópumanna, en hér í New York gamga hlut- imir glatt til. Það er miklu auð- veldara að fá gefið upp verð á 'listaverkum hér í Ameríku en í Evrópu. Þar virðist stundum verðið vera eitthvert feimnismál, hér er gengið hreint til verks, þetta kostar hluturinn, og eng- inn afsláttur kemur til greina. Verzlunarmáti, sem ég kann vel við, þegar listaverk á í hlut. Líklegast hefur það merkileg- asta sem ég sá í dag, verið sýn- ing á járnskúlptúr eftir brezka myndhöggvarann Anthony Caro, sem er ungur maður, en þegar orðinn heimskunnur fyrir list sína. Hann vinnur allt úr járni og málar það oftast í einum lit, ekki svörtum eins og tíðkaðist hér á árunum hjá Jacobsen vini mínum ofl. Þetta voru ein,- föld en sterk verk, sem töluðu skýru og skiljartlegu máli. Ég hafði mikla ánægju af að sjá þessa sýningu og yfirgaf hana fróðari en þegar ég kom. Til gamans má nefna það, að þessi sýning Caro hefur orðið þess valdandi að Bretar og Banda- ríkjamenn eru komnir í hár sam an í heimspressurmi út af því, hvort Caro sé undir áhrifum frá bandaríska myndhöggvaranum David Smith eða ekki. Sama er mér, hvor hefur rétt fyrir sér. SILAS og hesturinn hans saga af huigröidk'um dreng og banátitu hans fyrir tilveru sinni í harðlyndum heimi, Bókin hlaut fyrstu veirð- v laun í barnabókasamikieppnd . A dönsku Akademíunnar /a 1967. Vv IIILMIR HF. Það skiptir ekki máli hvort um áhrif er að ræða eða ekki, því að list Caro er gerólík því, sem Smith var að gera, er hann lézt fyrir nokkrum árum. Það, sem mestu máli skiptir er hvort lista manninum hefur tekizit að brjóta þau vandamál til mergjar, er hann hefur tekið fyrir, og ég sé ekki betur en að hann megi vera ánægður með árangurimn. Já, það er hægt að rífast út af fleiru en pólitik, svo að ómi yfir djúpa Atlantsála, en satt að segja finnst mér þetta hlægileg rimma og heldur langt gengið. Má vera að hér 'liggi við þjóðarsto'it? Sýning á verkum Giacometti og Dubuffet saman var einstak- lega skemmtileg, og ég verð að játa, að Giacometti kom mér svo- lítið á óvart, en Dubuffet þekki ég betur, og það sópar að honum á annarri sýningu, sem haldin er þessa dagana af verkum hans í eigu Museum of Modern Art. Á þeirri sýningu eru hvorki meira né minna en um 200 mynd ir, en með Giacometti sýnir hann aðeins 12. Það gefur svolitla hug mynd um, hve fjölskrúðugt lista- líf er4í New York borg, að tvær sýningar skuli ver-a af verkum sama martns á sama tíma. Því er líka haldið fram af mörgum, að New York borg hafi nú sem stendur vinninginn yfir París. Hér séu hlutirnir að gerast, en París sé stöðnuð. Ekki skal ég felíla dóm um þetta atriði, en ein- hvernveginn finnst mér ótrúlegt, að svo sé. Annars er bezt að fullyrða ekkert að sinni um þetta, það kemur á daginn seinna. En eitt er áberandi: Það er ekkert smávægi'legur rígur þarna á miLli. Aðeins á einum stað sá ég sýn- ingu á POP-list, sem ég hélt, að væri hér vaðandi um allar triss- ur. Þetta kom mér nokkuð á ó- vart, en dagar þess ævintýris munu taldir að mestu, ef ekki al- gerlega. Þessi sýning verkaði á mig sem hreinn skrípaleikur eða sorglegur misskilningur. Það er ekki stórt svæði, sem ég hef far- ið um í dag, en sjálfsagt hef ég séð yfir tuttugu mismunandi sýn ingar og fór samt aðeins þar inn, sem ég hafði ekki komið áður. Ótrúlega, mikið er að gerast á ekki stærra svæði. Þetta kalla þeir hér „where the acstion is“. Samt er þetta ekki nema lítill hundraðshluti af því, sem er í gangi á sviði mynd'listar í þess- ari borg. Samkeppnin er meira en hörð hér á listasviðinu. Atlir eru önnum kafnir við að ota sínum tota. Allt er gert til að vekja athygli á listamönnum og verk- um þeirra. Svo langt geng- ur þetta stundum, að engu tali tekur. Þannig geta hlutirnir snú- izt eingöngu um stundar frægð og frama, sem ekkert skilur eft- ir nema vonlaust tóm og endar oft með persónulegum harmleik. Allir eru að reyna að ná sér í nokkra dali til að geta dregið fram lítið. Þannig kemur sumt af þessu fyrir sjónir. En auðvit- að eru undamtekningar og ég er visa um, að það er verið að gera gríðar’lega merkilega hluti í myndlist í Ameríku, eins og stendur. Mikið er ég annars heppin með veðrið. Það er sannkallað „Indian summer". Nú eru laufin farin að falla af trjánum og lit ríki náttúrunnar er hvergi feg- urra en einmitt í skógunum á þessum tíma árs. Þar sér maður í Central Park. Klettarnir í þeim garði minna mig á Grænland. Þeir glitra af kristöllum og það eru sjáanleg sorfin iör í þeim frá því á ísöld. Ég held, að haustið sé fegursti tími ársins hér. í ljósaskipturtum fór ég á tyrk neskan matstað að fá mér kinda- ■kjöt steikt á teini, mi'kið lostæti og gott í hungraðan maga, hrís- grjón og sterka tyrkneska sósu með. Fyrir matinn hressti ég mig á „Skota á Klettum“ (Nokkuð merkileg þýðing þetta, róman tísk, og minnir mig á gamalt bæj- arnafn á Grænlandi frá fornu fari: Undir Höfða.) Svona hugs- ar maður, þegar Icomið er vel nið ur fyrir mi'tt glas af Skotanum. Sat lengi, reit þessar línur í kompu mína og gæddi mér á sterku svörtu kaffi og einhverj- um Tyrkjasnaps, sem ég kann ekki að nefna. Ágætis samsetn- ing, sem hressti mig og kom mér í gott skap. Sitaldraði aðeins við á Martins Bar áður en ég hélt heimleiðis. Horfði á leiðinlegan þá'tt í sjón- varpinu, -sem átti að vera mjög skemmtilegur. Það eru engin tak mörk fyrir því, hvað fólk get- ur verið asnalegt og lagst lágt til að sjá fyrir sér. Síðan heim, dálítið slæptur. Dubuffet á að hafa sagt: „Ég get lagt hart að mér tö að sjá gott listaverk, en ég er einnig málarL“ Ég er sammála Dubuff- et. Þvoði af mér skyrtu. Sofna vafalaust eins og steinn. Góða nótt. Jí» L- „ókr 1 LOFTSSOf> Ævisaga ýnds konungs' 1 Kr. 365.90 V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.