Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DBSBMBBR 1968 u Gestur Ólafsson, arkitekt: MARKMID OG LEIÐIR Á tímum óðaverðbólgu og gengÍ3fellinga er stundum spurt að því hér á landi hvað skipu- lag sé. f hugum margra amk. hvað viðvíkur borgar og héraðs skipulagi er það kort sem teikn- að er af hugsanlegri þróun borg ar, héraðs eða lands miðað við eitthvert ár í framtíðinni. Ef grennslast er eftir hvaða til- gangi þetta kort þjónar, kemur í ljós að það markar stefnu þá sem viðkomandi stjórnarvöld hafa tekið viðvíkjandi staðsetn- ingu eða stundum jafnvel vænt- anlegri þörf á íbúðarsvæðum, úti vistarsvæðum, iðnaðarsvæðum, verzlunarhverfum, stofnunum, veganeti, rafmagns, hita, vatns, og skólplögnum o.s.frv. svo eitt- hvað sé nefnt. Stundum er jafnvel fylgiplagg með ofangreindu korti er skýrir frá undirstöðurannsóknum þeim og niðurstöðum sem höfðu áhrif á stefnumótun. Einnig kann að vera kveðið nánar á um hvern- ig tryggja megi varðveizlu land svæða og bygginga sem eru mik- ilsverður hluti af þjóðararfi og hvernig nýta megi takmarkað fjármagn til að skapa sem mest- an hagvöjot, framfarir og fegurð innan þeirra marka sem harð- býlt land og veðurfar setja. Árið 1962 reið Reykjavíkur- borg á vaðið með aðalskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið fram til ársins 1983 með því á því ári skiluðu danskir sérfræðingar með aðstoð innlendra aðila okk- ur í hendur kortum og bók sem tryggja áttu að hér byggðist ein hin fegursta og fullkomnasta borg á norðurhveli jarðar. Gerð þessa skipulags var stór- kostlegt átak fyrir jafn lítið bæjarfélag og Reykjavík og bar vitni bæði vilja og getu til þess að takast á við vandamál og leysa þau. En sá heimur sem við lifum í í dag er ekki óáþekkur 'heimsmynd gríska heimspekings- ins Heraklitusar er leit á ver- öldina sem stöðuga breytingu þar sem ekkert væri kyrrt, enda er vissan um breytingu eitt af því fáa sem örugglega er hægt að gera ráð fyrir í skipulagi eða áætlunargerð. Bæði breytist það takmark sem við setjum okk ur og eins þær leiðir og tæki sem við ráðum yfir til þess að ná settum markmiðum, þannig að sú „organísasjón“ sem við höfum yfir að ráða til þess að hrinda skipulagningunni í framkvæmd og aðlaga hana breyttum aðstæð um verður álíka mikilvæg og skipulagið sjálft. Eðli þeirra vandamála sem um er að ræða í skipulagi er líka sjaldan slíkt að hægt sé að leysa þau innan landfræðilegra tak- marka eins sveitarfélags. Flest eru þessi vandamál hluti af t.d. samgöngukerfi eða framleiðslu- kerfi hverrar þjóðar, í mismun- andi nánum tengslum við sam- svarandi kerfi annarra þjóða. Skortur á tölfræðilegum um þessi kerfi og hegðun þeirra þýðir yfirleitt að þeir sem taka þurfa ákvarðanif um skipulag hefja á loft töfrasprota völv- unnar, vísa til sögulegrtr þró- unar, forns ágætis íslendinga og reynslu á hinum Norðurlöndun- um og sjóða upp úr þe3su svar sem hæfir líðandi stund. Hefur Efnahagsstofnunin unn- ið bráðnauðsynlegt starf á þessu sviði síðan hún var sett á stofn árið 1962 við að rannsaka og leit ast við að móta þróunarsitefnu héraða og heilla landshluta, en einungis með heildaryfirsýn og þekkingu á vandamálum getum við einhverntímann vonazt til þess að finna þeim langvarandi lausn. Ef litið er nánar á þann hluta framleiðslukerfisins, íslenzkan iðnað sem búizt er við að geti tekið við miklum hluta fólks- fjölgunar^nnar á næstu áratug- um þá höfum við rekið okkur harkalega á að það er ekki leng- ur nóg að framleiða fisk og fiskafurðir ef verð þeirra fellur á heimsmarkaði eða afturkippur verður í sölu. Ef þar á ofan verður aflabrestur er lítið ann- að uppá að hlaupa okkur til við- urværis en iðnaðinn, eða það sem ennþá er eftir af honum, Það er líka bæði auðvelt og rétt að halda því fram að vegna þess að iðnaður landsmanna er byggð ur upp af tiltölulega smáum fyr- irtækjum sem eru mjög háð stefnu ríkisstjórnarinnar að því er varðar öflun stofnfjár og rekstrarfjár séu fjárhagslegar að gerðir vænlegar til árangurs. Til þess að ráða fram úr vand ræðum atvinnuveganna stoðar samt lítið að byggja nýja banka og til þess að fá fram raunhæf- ar langvarandi endurbætur 1 iðn aði er ekki einungis nóg að auka fjárfestingu í þeim greinum, heldur þarf mikið víðtækara sjónarmið og kerfisbundnar að- gerðir. Það fær enginn ungt fólk og þá sem hafa efni, til að kaupa vöru sem er „púkó“ eða blátt- áfram Ijót ef völ er á öðru, jafn vel þótt varan kunni að vera haldgóð eða ódýr. Að vísu geta íslendingar ekki keppt við fjölda framleiðslu stórþjóða að því er snertir verð í mörgum fram- leiðslugreinum. f öðrum greinum, þar sem aukinn kaupmáittur fólks skapar kröfur um vöru- gæði, breytilegt útlit, góða hönn un (design) og gerir það að verk um að stórþjóðir geta ekki fært sér í nyt kosti fjöldaframleiðslu ættum við að geta orðið fyllilega samkeppnisfærir. Við þurfum ekki eingöngu vél ar og húsnæði til iðnframleiðslu, heldur stórbætta iðnfræðslu bæði í iðnhönnun (industrial design, product design — sem er hvergi kennd hér á landi þótt ótrú- legt megi virða3t) nútíma fram- leiðsluaðferðum, sölutækni og markaðsrannsóknum. Þótt við höfum um langa hríð rætt nauðsyn þess að komið væri á laggirnar hér á landi hönn- unarstofnun (Design Centre) eða álíka stofnun og þeirri sem Bret ar hafa Starfrækt með góðum ár angri síðan árið 1944 og flest- ar þjóðir Evrópu hafa tekið upp í einhverri mynd, til þess að samhæfa stefnu og átak einstak linga, félagassamtaka og opin- berra aðila um bætta hönnun iðnvarnings og kynningu hans jafnt innanlands sem erlendis — er enginn árangur sýnilegur. Það kann að vera að við höf- um efni á að ákveða að fram- leiða hvorki áfengt öl né loðdýr, og um það má einnig deila hvort það sé í þágu frelsishugsjóna þeirra íslendinga sem borga kostn aðinn af skipulagi eða skipu- lagsleysi að láta framþróun borga, héraða og landsins sjálfs ráðast á samningaborðum án nauðsynlegra athugana hvernig heppilegast, hagkvæmast eða bezt því takmarkaða fjármagni sem við höfum milli handa eða getum fengið að láni væri varið. Úr því fær tíminn einn skorið. íslendingar eru vinnusömþjóð enda alin upp við að þurfa að leggja nótt við nýtan dag frá blautu barnsbeini. Sú kynslóð íslendinga sem tók við völdum og mannforráðum um eða fyrir síðustu heimsstyrjöld var að þessu leyti engin undantekning. Mörg voru verkefnin, en lítið um sérhæfða menn til þess að vinna öll þau störf sem voru aðkallandi í vaxandi þjóðfélagi. Læknar okkar, lögfræðingar og prestar hafa líka unnið dæma- fá þrekvirki með glöggskyggni og elju á ýmsum vettvangi, nú á tímum eins og fyrr á öldum bæði til sjós og lands, jafnt á íslandi sem erlendis. Slíkt ber ekki að lasta og ekki heldur hitt að þegar leki kom að þjóðarskútunni var oft horf- ið til þess bragðs að fá hingað erlenda sérfræðinga — ef ekki til að stöðva lekann, þá alténd til að ausa. En samf dugir þetta ekki til lengdar. Við getum ekki haldið því áfram endalaust að eyða tugmilljónum af fáséðum gjaldeyri í að hlaupa með þau vandræði sem við rötum í til erlendra sérfræðinga í stað þess að ráða þá hingað til starfa þeg ar vizku landsmanna þrýtur. Með því glatast sú dýrmæta reynsla út úr landinu sem ein getur gefið okkur trúna á okkur sjálf. Ef við eigum nokkum tímanin að geta skapað þann jarðveg á íslandi þar sem vísindi, fram- farir og listir geta þrifizt, — jarðveg sem dregur til sín til starfa þá vísindamenn og menn- ingarfrömuði sem ekkert sið- menntað nútímaþjóðfélag getur þrifizt án, — jarðveg sem er skýlt fyrir ofviðri verðbólgu og gengishruns dugir ekkertminna en samhæft átak allra sem ein- hvers eru megnugir. Ekkert skipulag eða áætlunar gerð hefur nokkru sinni verið framkvæmt án þess að henni væri breytt í samræmi við ait- hugasemdir manna sem höfðu miklu minni skilning á málum en þeir sem höfðu forystu á hendi. Ef fólki er ekki gefið tækifæri til að skilja og taka þátt í uppbyggingu og skipu- lagi hvers staðar, atvinnuveg- anna og landsins alls er varla að búast við öðru en að áætl- anir eða skipulag — borgir jafnt sem bæir — verði annað en draumar peningamanna og sér- fræðinga, jafnt innlendra sem er lendra. Ritað í Reykjavík, des. 1968. Gestur Ólafsson, arkitekt, skipulagsfræðingur F.A.I. J&rniilfe Dönsku lelpvörurnap I úrvall Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Sfmi 22804 PHYLLIS A. WHITNEY Undarleg var leiðin Dularfull og spennandi ástarsaga eftir amerískan metsöluhöfund, sem nú er kynntur íslenzkum lesendum í fyrsta slnn. „Þeir lesendur, sem unna leyndardómum, munu ekki leggja þessa spennandi bók hálflesna frá sér.“ Pittsburgh Press. „Saga Phyllis Wiiitney er þrungin dulúð og spennu. Hún vekur lesandanum hroll eins og væri hann á ferð um fornar kastalarústir í mánaskini eða á lelð um skuggalega götu f London f niðdimmri vetrarþoku. Alltaf er eitthvað, sem bíður rétt utan sjónmáls, reiðu- búið til áhlaups." Miaml Herald. „Hér er gnægð ævintýra, samsæra og leyndardóma." Boston Sunday Herald. IÐUNN Skeggjagötu 1 símar 12923, 19156 argus auglysingastofa Aðstoðarmaður á efnarannsóknarstofu Óakum eftir að ráða aðstoðarmann á efnarannsóknar- stofu vora í Straumsvík, sem hefur bóklega þekkingu og verklega reynsliu í ólífrænni efnafræði og er vanur efnagreiningu (Quantometrie og Röntgenfluorenzenz), þarf að geta unnið sjálfstsett. Ensku- og þýzkukunnátta æskileg. Æskilegur aldur 25—35 ár. Vinna hefst 28. marz 1969. Umsóknir sendist íslenzka Álfélaginu h.f., pósthólf ! íslenzka Álfélagið h.f. _________________________ -J Við erum í dag að byggja hús og mannvirki fyrir fslendinga 21. aldarinnar — aldar tveggja bíla og fleiri á fjölskyldu- og tunglferða. Hvort eru 8—10 hæða blokkir á íslandi óskadraum- ur aimennings, efnahagsleg nauðsyn, eða afleiðing af staðbund nu landskorti?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.