Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESBMBER 1968 — Fjármagnsþörf Framhald af bls. 15. nokkru marki með því, að not- aðar hafa verið á tveimur ár- um allar nettóinnstæður þjóðar- búsins er'lendis. Gengisbreyting- in, sem nú hefur verið fram- kvæmd, var orðin óhjákvæmileg vegna þess, að ekki var lengur hægt að jafna áframhaldandi greiðsluhalla við útlönd. Eitt mikilvægasta skilyrði þess, að þetta takigt, er að skapa atvinnu vegunum að nýju viðunandi rekstrarskilyrði. Þegar litið er á áhrif gengis- breytingarinnar á fjárhag fyrir* tækja, verður niðurstaðan í fyrstu mjög ólík, eftir því hvort litið er á afkomu eða rekstrar- fjárstöðu. Enginn vafi er á því, að gengisbreytingin mun að öðru jöfnu skapa atvinnuvegun um stórbætta samkeppnisaðstöðu og afkomu, en áhrif þess munu ekki fara að koma fram í bættri greiðslustöðu fyrr en eftir all- langan tíma. Hins vegar hefur gengisbreytingin mjög fljótt í för með sér hækkun á rekstrar- vörum og þörf fyrir aukið rekstr arfé, og er það vandamál sér- staklega erfitt hjá þeim fyrir- tækjum, sem eiga við ströngust verðlagsákvæði að búa. Ég held, að ekki verði um það deilt, miðað við núverandi greiðslustöðu ís- lenzkra fyrirtækja, að ekki verði leyst úr þessu vandamáli, nema með verulegri útlánaaukn ingu frá bankakerfinu. En hvern ig á slik útlánaaukning að verða framkvæmanleg, án þess að hún hafi í för með sér enn ný vanda mál, t.d. í formi greiðsluhalla er- lendis? Til þess að gera sér betri grein fyrir þessari hlið vandans er nauðsynlegt að drepa stuttlega á helztu ’leiðir, sem geta komið til greina til að auka útlánagetu bankakerfisins. Hið fyrsta og mikilvægasta er það að innlendur sparnaður í formi aukinna innlána í banka- kerfinu geti farið vaxandi á ný. Hversu vel þetta tekst getur mjög farið eftir því, hve ört þjóð arbúið nær sér eftir undanfar- andi erfiðleika og hversu fljótt verðhækkanir stöðvast á ný, eft ir að óhjákvæmileg áhrif geng- isbreytingarinnar fara að koma fram. Vissulega hefði getað ver- ið æskilegt við slíkar aðstæður að geta veitt hvatningu til auk- ins sparnaðar með hækkun inn- lánsvaxta eða verðbótum á spari fé, en slíkt hefur ekki verið á- litið fært við núverandi aðstæð- ur, þar sem ekki er hægt að bæta hag sparifjáreigenda nema með þeim hætti, að aukinn sé fjármagnslfostnaður atvinnuveg- anna, en hinir miklu erfiðleik- ar þeirra að undanförnu hafa ekki verið taldir leyfa auknar byrðar í þessum tilgangi. í öðru lagi gæti það orðið til þess að létta verulega róðurinn í þessum efnum, ef unnt væri að bæta að nýju stöðu ríkis- sjóðs gagnvart Seðlabankanum, en það mundi auka getu bank- ans til þess að aðstoða atvinnu- vegina með auknum lánveiting- um. Með tilliti til hins erfiða fjárhags ríkissjóðs og þess mark miðs ríkisstjórnarinnar að reyna að komast hjá nýrri skattlagn- ingu í kjölfar þeirra miklu verð hækkana, sem gengisbreytingin hefur í för með sér, hefur ekki þótt kleift að gera ráðstafanir, er valdið geti bættri stöðu rík- issjóðs gagnvart Seðlabankanum á næsta ári. Hins vegar verður að stefna að því eins fljótt og aðstæður leyfa að breyta um stefnu ríkisins í þessum efnum, svo að svigrún til útlána banka kerfisins til atvinnuveganna geti aukizt. Loks kemur svo að því að meta að hve miklu leyti geti ver- ið fært fyrir Seðlabankann að auka útlán til bankakerfisins, án þess að á móti komi aukn- Frá fundi Vinnuveitendasambandsins. ing bundins fjár eða bætt staða ríkissjóðs. Kemur þá fyrst til á- lita, hver mundi verða áfleiðing slíkrar útlánaaukningar Seðla- bankans. Almennt má segja, að hún muni í fyrstu koma fram í því að auka peningamagn í um- ferð, en eftirspurnaraukningin, sem þetta hefði í för með sér, mundi svo koma fram í vax- andi eftirspurn eftir innlendum vörum og þjónustu annars vegar en eftir innfluttum vörum hins vegar. Miðað við það ástand sem hér hefur ríkt umdanfarin tvö ár, hefur útlaunaaukning Seðlabankans fyrst og fremst komið fram í greiðsluhallanum við útlönd, en það þýðir með öðrum orðum, að gjaldeyrisforð- anum verði eytt til þess að koma í veg fyrir enn meiri lækkun innlendrar eftirspurnar. Það er augljóst mál, eins og Kodak INSTAMATIC myndavélar með nýrra og fallegra útliti. 3 nýjar Það er vandi að velja jólagjöf. en þér missið ekki marks með nýju Instamatic myndavélunum. Það er gjöf sem alla gleður að fá Instamatic myndavél, fallega og auðvelda i notku*. Það taka allir góðar myndir á Instamatic myndavél. Kodak INSTAMATTC33 KR. 784,00 Kodak INSTAMATIC 233 KR. 1.854,00 ég hef áður sagt, að ekki er lengur svigrúm til þess að halda áfram útlánaaukningu úr Seðla- bankanum, ef hún hefur í för með sér versnandi gjaldeyris- stöðu, inema að því leyti, sem menn eru reiðubúnir til þess að notfæra sér þá lántökumögu- leika, sem fyrir hendi gætu verið hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusjóðnum. Hversu langt þykir fært að fara í þessum efn- um verður aftur á móti að meta út frá því, hve skjótt megi bú- ast við, að greiðs’lujöfnuðurinn batni á ný, svo að endurgreiða megi þær skuldir, sem þannig safnast. Auk þeirrar útlánaaukningar, sem Seðlabankinn hugsanílega gæti tekið á sig á móti skulda- söfnun við fyrrnefndar alþjóða- stofnamir, má reikna með því, að svigrúm sé til nokkurrar aukningar innlends penimga- magns og eftirspurnar vegna þeirra hagstæðu áhrifa, sem gengisbreytingin ætti að hafa á greiðslujöfnuðinn. Hér er átt við það, að Seðlabankinn geti aukið peningamagn og eftirspum að nokkru marki, án þess að það auki eftirspurn eftir innflutningi og rýri gjaldeyrisstöðuna miðað við þær áætlanir, sem gerðar hafa verið um greiðslujöfnuðinn á næsta -ári. Það verður þó að leggja áherzlu á að mjög erfitt er að meta þetta svigrúm fyrir- fram og aukning innlends pen- ingamagns má ekki vera örari en svo, að hægt sé að fylgj- ast með því jafnóðum, að hve miklu leyti hún komi fram í auk inni eftirspurn eftir innfluttum vörum og gjaldeyri. Niðurstaðan af þessu er því sú, að ekki sé ástæða til bjart- sýni varðandi það, að útlánageta bankakerfisins aukist fljótlega vegna örrar hækkumar innlána eða bættrar stöðu ríkissjóðs. Mikill hluti útlánaaukningarinn ar verði því að koma úr Seðla- bankanum, jafnvel þótt í því fel ist veruleg áhætta að því er varðar stöðuna úit á við. Það sem skiptir mestu máli er það, að útstreymi fjár úr Seðlabank- anum í þessum tilgangi standi ekki lengur en mauðsymlegt er, til þess að tryggður verði heil- brigður rekstur atvinnuveganna. Seðlabankinn hefur þegar tekið allmikil lán erlendis í því skyni að geta komið í veg fyrir út- lánasamdrátt og óhjákvæmilegt er, að þessi lán verði greidd fljótlega að nýju og á annan hátt stefnt að því að styrkja gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsims út á við. Af þessum ástæðum er því sérstaklega mauðsynlegt, að sú bætta afkoma fyrirtækja, sem vænta má á næstunni, verði not- uð til þess að byggja upp að nýju eigið rekstrarfé þeirra og bæta fjárhagsaðstöðu þeirra á annan hátt. Einn liður í þessu þyrfti að vera endurskoðun stefnunnar í verðlagsmálum, er stefndi að því að gefa fyrirtækj um meira svigrúm til að byggja upp eigið rekstrarfé, svo að þau gleypi ekki óhæfilega mikið af hinu takmarkaða lámsfé, sem bankakerfið hefur yfir að ráða. Loks er þess að vænta, að bæi)t staða ríkissjóðs og aukin spari- fjármyndun muni, þegar frá líð- ur, koma stöðu bankakerfisins til hjálpar. Ég hef nú reynt að ræða í al- mennum orðum þau vandamál, sem við er að glíma á sviði rekstrarlána. Ég hef viljað leggja áherzlu á það, að rekstr- arfjárvandamálin eru í sjálfu sér alveg hliðstæð öðrum efna- hagsvandamálum, sem við höfum átt við að glíma að undantförnu vegna himna stórkostlegu áfalla, sem þjóðarbúið hefur orðið fyr- ir. Þetta vandamál hefur ekki fremur en önnur neina einfalda lausn, engin töframeðul eru til, er geti framkallað rekstrarfé fremur en önnur fjárhagsleg verðmæti. Hitt er rétt, að lausn rekstrarfjárvandamálanma getur verið forsenda þess, að efnahags bati máist á öðrum sviðum. Þess vegna verða menn að vera reiðubúnir til þess að fórna því, sem þarf, til að rekstrarfjár- vandamálin verði leyst á heil- brigðan hátt. Aukið rekstrarfé verður til lengdar að koma ann- að hvort af auknum ágóða fyrir- tækja eða aukinni hlutdeild í raunverulegum sparmað þjóðar- innar. Lausn þessa vandamáls með skuldasöfnun Seðlabankanfl erlendis er aðeins réttlætanleg um skamman tíma og sem neyð- arráðstöfun. Þess vegna hef ég lagt svo mikla áherzlu hér bæði á verðlagsmálin og almenna nauð syn þess, að fyrirtækin geti auk ið eigin rekstrarfé sitt með aukn um ágóða og skynsamlegri stjórn fjármuna sinna. Kjötbúrið hi. Háaleitisbraut 58—60, sími 37140. Veljið í jólomotinn PETERSEN — BANKASTRÆTI 4 Opið í dog fió kl. 2—7 eh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.