Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 Jóloblóm — jólaskreytingar ÁLFTAMÝRI 7 BLOMAHÚSIÐ simi 83070 Fögur skreyting er góð jólagjöf. Verð frá 125.— Athugið okkar fjölbreytta úrval í gjafavörum. Opið alla daga, öll kvöld. Franski drengjakórinn „Litlu næturgalarnir“ Jólatónleikar í Kópavogskirkju 25. desember, Jóladag kl. 9, í Háteigskirkju 26 desember, 2. jóladag kl. 9. Aðgöngumiðar hjá Lárusi Blöndal, Bókabúðinni Veda, Kópavogi. Aðalfundur Lögfræðingafclag íslands heldur aðalfund í 1. kennslu- stofu Háskóla íslands mánudaginn 30. des. 1968 kl. 17. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga frá stjórn félagsins um skipun kjaramálanefndar. 3. Önnur mál. STJÓRNIN. — Tristan da Cunda Frambald af bls. 3. fólkinu fellur alls ekki í geð“. Sex Bandaríkjamenn, sem starfa við miðunarstöð fyrir geimför Bandaríkjanna, sem nýlega var sett upp á Tristan da Cunba, hafa nýverið tekið að mæta á „koddadansleikj- um“ eyjarskeggja og £á sér snúning með heimasætunum. En til þessa hef.ur vera þeirra á eynni vakið minni athygli og umrót meðal eyjarskeggja en humarveiðimennimir frá S-Afríku, sem stundum saekja eyna heim og þá jafnivel í hjónabandshugleiðingum ,eða rússnesku hvalveiðiskipin, sem aldrei nema staðar við eyna, en sigla hins vegar í sífellu umhverfis hana. Keisari í 3ja manna ríki Eyjan dregur nafn sitt af portúgalöka saefaranum og aðmírálnum Tristan da Cunha, sem fann hana árið 1506 ,en hún var óby.ggð þar til 1611, er bandarískur hval- veiðiskipstjóri, að nafni Jona- than Lambert, sem strengt hafði þess heit að snúa aldrei aftur til heimkynna sinna i Salem, Massaehusetts, fengi hann ekki bærilega hvalveiði, sendi skip sitt heim undir stjórn stýrimannsins, steig á land á Tristan da Cuhna og lýsti sig keisara þriggja man.na nýlendu! En Lambert lézt a fslysförum tveimur ár- um síðar, og nýlendan lagðist þá niður. Árið 1817 fékk William Glass, liðþjiálfi, leyfi til þess að vera skilinn eftir á eynni ásamt konu sinni og tveimur börnum, og tveknur ógiftum hermönnum, er brezlkt herlið á eynni var kvatt þaðan. Skiprteika sjó- menn, þar á meðal Banda- ríkjamaður einn að nafni Andrew Hagan og konuefni, sem flutt voru til eyjarinnar af skipstjórum, sem leið áttu hjá, mynduðu fruimikjarna sjö fjölskyldna. Á dögum segi- skipanna voru Tristan og nær liggjandi eyjamar tvær, Ina- cessible-eyja og Næturgala- eyja, í einu lagi nefndar „Re- freshment Islands“, „Hress- ingareyjar“. Þá voru oft sam- ankomin allt að 70 seglskip við eyjamar og biðu þess að taka ferskt vatn og kaupa grænmeti fyrir aðrar vörur. Himnaríki á jörðu? En með tilkomu gufuskip- anna varð TTistan einmatna- legasti staður jarðríkis, þús- undir kílómetra frá næstu nJágrönnum. Þrátt fyrir einangrun sína, stormasama veðráttu og eyði- lega náttúru, uppfyllir Trist- an da Cunha engu að síður þær krö'fur, sem a.m.k. 274 manneskjur gera til himna- ríkis á jörðu. „Eyjan er lík- lega eini hluti brez'ka heims- veldisins þar sem ekki tíðk- ast kröfugöngur fyrir sjálf- stæði eða mótmælaaðgerðir, né heldur er kvartað yfir sköttum", sa.gði Brian Watk- ins, ráðsmaður hennar Hiá- tignar, skipaður til að gæta og stjórna þessari öreign. „Einu skattarnir, sem þeir greiða hér eru 13 shiillingar og 6 pence, fyrir greftrun".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.