Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 Góö bók og gagnleg Jón Arason eftir Þórhall CuttormSson MENN í ÖNDVEGI heitir bóka- flokkur, sem ísafoldarprent- smiðja hefur hafið útgáfu á, en þar er í hverri bók fjallað um einhverja af helztu persónum ís- landssögunnar. Þegar hafa komið út bækur um Gissur jarl, Skúla fógeta og Jón Loftsson í Odda, en hér er ætlunin að geta hinnar fjórðu og nýjustu. Það er bókin um Jón Arason Hólabiskup eftir Þórhall Guttormsson cand. mag. Bókaflokkur þessi hefur farið vel af stað til fróðleiks og á- nægju hinum mörgu lesendum, sem áhuga hafa á sögu þjóðar- innar, auk þess sem þetta eru hinar gagnlegustu bækur handa þeim, sem við kennslu fást í fslandssögu. Mikill ljómi hefur leikið um nafn Jóns Arasonar í vitund íslendinga, og hin harm- sögulegu endalok hans og fórnar- dauði skipa honum einstæðan sess í sögunni. Marga mun því fýsa að lesa og eiga þessa bók, sem honum er helguð sérstak- lega. Frá útgáfunni er bókin hin vandaðasta, 123 síður í góðu bandi, skreytt smekklegum teikn ingum eftir Halldór Pétursson og mörgum myndum, sem valdar hafa verið af smekkvísi. Er að þeim mikill bókarbætir. Pappír er góður og prófarkalestur vand- aður. Er þá og ógetið þess, sem mestu skiptir, en það er sjálft efni bókarinnar, en skjótt er þar af að segja, að höfundi hefur vel tekizt. Bókin er mjög aðgengi- leg, og enda þótt mikill fróðleik- ur sé þar saman dreginn, verður frásögnin hvergi þurr né leiðin- leg. Höfundur skiptir efninu í 20 kafla auk inngangs, lokaorða og heimildarskrár. Er hver kafli mjög hæfilega langur og efnið allt skipulega fram sett, skýrt og greinilegt og á lipurlegu máli. Að sjálfsögðu er mest rækt lögð við að segja sögu Jóns sjálfs og lýsa persónu hans, en einnig er mikill fróðleikur um íslenzkt þjóðlíf bæði um og fyrir daga Jóns Arasonar og einnig mikii fræðsla um ástandið í nágranna- löndum okkar á siðaskiptatíman- um, enda orkuðu þá heimsvið- burðirnir sterkt á sögu íslend- inga. Höfundur getur þess sjálfur, að Bráf um dulfræðilega hugleiðingu heitir bókin í ár um yoga og heimspeki. Samin af tíbezka meistaranum DHWYAL KHUL, skrásett af Alice A. Bailey. Steinunn Briem þýddi bókina og samdi sérstakan orða- skýringarlista aftast í bókinni yfir nýyrði í sálrænum fræðum. Leiðbeiningar í yoga, dulfræðum og heim- speki. ÚTGEFENDUR — Sími 41238. hann vinní úr eldri heimildum, en hafi ekki fram að færa nein ný sannindi um Jón Arason, enda er slíkt að vonum, svo mjög sem um ævi og starf þessa mikla kirkjuhöfðingja og leið- toga hefur áður verið fjallað. Hefur höfundur sýnilega lagt mikla alúð og vandvirkni við verk sitt, enda sér hann nú laun erfiðis síns í verki, sem sam- boðið er hinum umsvifamikla manni, sem bókin fjallar um. Þessa bók á margur eftir að lesa sér til gagns og gamans, og það veit ég að minnsta kosti, að meðan ég kenni íslandssögu, á ég oft eftir að grípa til hennar til að glöggva mig á ýmsu, sem mér var áður óljóst. Hafi Þór- hallur Guttormsson heiður og þökk fyrir gott verk. og ísafold- arprentsmiðja sömuleiðis fyrir að hafa ráðizt í útgáfu þessa bókaflokks og vandað til hans svo sem raun ber vitni. Gísli Jónsson. Starfsmannafélag Reykj avíkurborgar Jólatrésfagnaður verður haldinn í Melaskólanum laugardaginn 28. des- ember kl. 3 s.d_ Aðgöngumiðar seldir á skrifstofu félagsins Tjarnar- götu 12 föstud. 27/12 kl. 3—7 og laugard. 28/12 kL 10—12. NEFNDIN. Jólakjóllinn — jólagjöfin Síðir samkvæmiskjólar, stuttir samkvæmis- kjólar, samkvæmissjöl, síðdegiskjólar, Alundco-jerseykjólarnir vinsælu, greiðslu- sloppr, síðbuxur, pils, buxnadragtir. Bílastæði við búðardyrnar. Tízkuverzlunin Rauðarárstíg 1 — Sími 15077. SKIPAEIGENDUR - SKIPSTJÓRNARMENN SKIPASMÍÐASTÖÐVAR AKKERISVINDA KOMPÁSÞRÆLL RAFDRIFIN FYLGIZT MED TÍMANUM STJÓRNBORÐ (MAGNARI) fyrir sjálfstýringu JAFNSTRAUMSMÓTOR JAFNSTRAUMSRAFALL DEKKVINDA RAFDRIFIN Notið ratknúin tœki í skipum yðar THRIGE-TITAN A|S ODENSE - DANMARK AÐALUMBOÐ Jóhann Rönning hf. Umboðs- og heildverzlun, Skipholti 15, sími 22495.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.