Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 28
f 28 ! MOROUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 Dyravörður Dyravörður óskast. Upplýsingar á skrifstofunni kl. 5—7 í dag. VEITINGAHÚSIÐ SIGTÚN. PIERPONT UR M MÓDEL if vatnsþétt Íc höggvarin k óslítandi fjöður ★ sterk k yfir 100 mism. gerðir af ðömu- og herraúrum ★ Gamla verðið. GARÐAR0LAFSS0N LÆKJARTORGISÍM110081 - GANDREIÐ Framhald af bls. 27 gætu komizt þessa leið upp á yfirborðið, með því að fylla öll rörin með grjóti, spýtnarusli og öðru drasli. Efast ég um að hægt verði síðar að opna vatninu leið þama niður, án þess að brjóta rörin upp og endumýja þau. Það kostar líka peninga og hver skyldi borga verk, ef „bær inn“ gerir það ekki? Það væri fróðlegt að vita. Hvemig skildi standa á því, að malbikuðu göturnar á Kefla- víkurflugvelli hafa dugað betur en flestar eða allar aðrar mal- biksgötur á landinu? Skyldi það stafa áf því, að „kaninn“ lætur einungis malbika á sumrin og örsjaldan nema á þurrum dögum? Ég er ekki í neinum vafa um, að það á mikinn þátt í því. Að vísu er langt síðan holur fóru að myndast í sumum göt- unum, sem eru orðnar 15—20 ára. Má segja, að það sé eðli- legt, þegar haft er í huga að líklega er óvíða meiri umferð að jafnaði en á flugvallarsvæð- inu. Einhvern tima heyrði ég það, að til væri malbik, sem væri blandað gúmmíkvoðu og væri það víða notað nyrzt í Banda- ríkjunum og Kanada þar, sem snöggar hitabreytingar eiga sér stað, alveg eins og hér á landi. Kvoðan gerir malbikið teygjan- legt og á að varna því að það springi, þegar veðrið breytist skyndilega úr hlýju yfir í frost. Það fylgdi sögunni að þessi teg und af malbiki væri u.þ.b. helm- ingi dýrari en venjulegt malbik, en mörgum sinnum endingarbetra Þar eð við íslendingar erum svo mikið gefnir fyrir allar mögu- legar tilraunir, væri ekki úr vegi að gera tilraun með kvoðu- malbikið hér (sé það raunveru- lega til) og láta svo tímann skera úr, hvor aðferðin borg- aði sig betur til lengdar. Mætti finna hentugan vegarkafla (t.d. Hellisheiðinni), s.s. 1 km á lengd og malbika sinn helminginn með hvorri aðferð. f annan eins kostn að er lagt hér árlega í tilrauna- skyni. Margir vildu eflaust segja, að mér mætti á sama standa hvern ig vegir landsins væru, þar sem ég ætti engan bílinn sjálfur, en þetta er ekki að öllu leyti rétt. Að vísu á ég engan bílinn og ætla mér ekki að eiga, á meðan þessir erfiðleikatímar grúfa yf- ir þjóðfélaginu. Mættu fleiri fara að mínum ráðum í því efni, því að nú fyrir utan það, að mörg- um bíleigandanum er það hrein asta ofraun að eiga og reka bíl, nota þeir þá oft miklu meira en nokkur þörf er á. Svo háðir eru sumir menn bílum sínum, að þeir komast ekki gangandi á milli húsa í sama hverfi. Ef menn tækju höndum saman um, að nota bíla sína skynsamlega og aðeins þegar nauðsyn krefði (t.d. til allra lengri ferðalaga), mætti spara mikinn gjaldeyri í benzíni hjólbörðum og öllum varahlutum árlega. Er ég ekki í vafa urn, að heilsa margra mundi stórum lag ast, ef þeir notuðu fæturna meira til að komast leiðar sinn- ar. Finn ég mikinn mun á sjálf um mér, síðan ég losaði mig við minn bíl fyrir þremur árum. „Skokkið“ í Bandaríkjunum virð ist gefa góða raun og mættu fs- lendingar tileinka sér það í rík- um mæli. Væri ekki úr vegi, að ráðherrar, alþingismenn og aðrir „stórlaxar“ riðu á vaðið í því efni og mundi það áreiðanlega gefa gott fordæmi. Nú er ríkisstjórnin alltaf að brýna fyrir þjóðinni, að spara og spara sem mest, sem er reynd ar sjálfsagt. En þessi tillaga hefði þurft að koma miklu fyrr, þeg- ar hægt var að velja á milli sparnaðar og eyðslu. Nú er mál- um svo komið, að almenningur á engra kosta völ. Nú verða allir að spara, hvort sem þeim líkar það betur eða verr. En það er ekki nóg, að almenningur einn spari alla hluti, ef ríkis- og bæj arstjórnir gera ekki slíkt hið sama, því ella væri ekki úr vegi að spara orðin, sem notuð eru í þessu skyni. Orðin verða ó- merk, ef sá, sem notar þau, breyt ir ekki eftir þeim. Sparnaður er til í ýmsum myndum og ég mundi treysta mér til að nefna hundr- að leiðir til sparnaðar, en ég held að ég láti það vera, því að ég er ekki viss um, að mínar uppástungur mundu samrýmast áliti þeirra, sem hvetja þó mest til spamaðar. Enda hefur hátt- virt ríkisstjórnin sparnaðarráðu naut (all vel launaða) á sín- um snærum, sem ætla má að sé einfær um að finna þau úrræði sem bezt munu duga. í þessari stuttu grein minni, hefi ég minnst á nokkrar smá yfirsjónir eða mistök, sem kosta talsverð útgjöld. Sjálfsagt eiga slík mistök sér stað víða ó land- inu og miklu oftar en þörf er á. Því fleiri sem slík mistök verða, því meiri aukaútgjöld verð ur okkar fátæka þjóð að greiða. Ég gæti vel trúað því, að öll mistökin, sem gerð eru hér á landi, kosti þjóðina margar millj ónir á ári hverju. Vil ég í þessu tilefni bera fram aðeins eina sparnaðartillögu til allrar þjóð- arinnar: Að spara öll mistök, bæði stór og smó, eins og kostur er á. Að endingu vil ég segja hér litla sögu, sem ég heyrði nýlega. Ekki veit ég hvort hún er sönn en sá, er sagði mér hana, taldi hana vera sanna. Hún á að hafa skeð fyrir all mörgum árum, (e. t.v. í tíð vinstri stjórnarinnar), þótt það skipti ekki höfuð máli. En hún gefur all góða hugmynd um, hvernig fjármálapólitíkin er rekin hér á landi enn í dag: Það var hérna um árið, þeg ar bátarnir urðu fyrir hvað mestu netatjóni af völdum ill- viðra (held ég), að ríkisstjórn- in hljóp undir bagga með út- gerðarmönnunum og greiddi þá þeim allt upp í kr. 300 þús. á bát. Skriflegar umsóknir urðu að berast ríkisstjórninni, til að þess ir styrkir fengjust. Maður einn í Garði (fremur en Sandgerði) siem átti bátpung (stærðina er mér ekki kunnugt um) bjóst ekki við að fá slíkan styrk, enda hafði hann ekki orðið fyrir neinu netatjóni —, ekki misst svo mikið sem eitt net. Kolleg- ar hans, sem höfðu fengið sína styrki og voru hinir ánægðustu töldu hann á að senda umsókn —, slíkt mundi ekki saka, hvað hann og gerði. Og viti menn, hann fékk kr. 300 þús. eins og hinir. Hvað gerði maðurinn þá? Lagðist hann á bæn og þakkaði guði fyrir þá miklu náð, sem honum hafði verið auðsýnd? Nei, ekki aldeilis. Hann bara hló að þessum „blábjánum", sem svo auðveldlega hefðu látið blekkj- ast. Persónulega vildi ég óska, að þessi saga væri ekki sönn. Því að ef svo væri, mundi maður freistast til að álíta, að ekki væri allt hreint í sambandi vlð alla þá styrki, sem ríkisstjórnin veitir frystihúsunum og útgerð- inni á hverju ári. Enda er svo að sjá, að margir útgerðarmenn og forstjórar frystihúsanna lifi eins og kóngar, þótt fyrirtækin séu alltaf á hvínandi hausnum. Heyrt hef ég getið um mann hér í Keflavík, sem eitt sumarið fór í þriggja mánaða reisu til aust- urlanda fjær, ásamt konu sinni og sumarið eftir með Baltiku til austurlanda nær, en hafði lítið vinnukonuútsvar bæði árin. Þeg- ar svona lagað getur átt sér stað, hljóta einhvers staðar að vera mistök í útreikningum. Þá er og ekki að undra þótt sum- um gremjist, sér í lagi þeim, sem svo miklar álögur bera, að þeir telji sig varla hafa efni á að fara í bað, nema einu sinni á ári. Eftirmáli: Vegna þess, að nú er talsvert liðið á jólaföstu, vil ég nota þetta tækifæri til að óska forseta vorum, háttvirtri ríkisstjórn og landsmönnum öll- um Gleðilegra jóla (eftir því, sem efni og ástæður leyfa hjá hverjum og einum) og farsældar á komandi ári. Vona ég ein- dregið, að ríkisstjórninni takist heiðarlega að klóra sig fram úr þeim vanda, sem hún af ófyrir- sjáanlegum ástæðum hefur ánetj ast. Er ég sannfærður um að henni mun takast það ef hún heldur vöku sinni og sofnar ekki á verðinum. Sérstaklega vil ég þakka Guð mundi Daníelssyni, skólastjóra og ritsnillingi fyrir alla þá skemmt- un, sem hann veitti mér á árinu er ég las bókina hans: Lands- hornamenn í H-dúr, sem mér hlotnaðist í jólagjöf í fyrra. Skemmtilegur maður Guðmund- ur! Þjóðin mú ekki spara að eiga marga slíka. Og þótt hún eigi marga góða syni, verða þeir aldrei of margir. Og þegar til lengdar lætur, verða slíkir menn þjóðinni meira virði en nokkrar „gjald- eyrishlunkur“, sem koma og fara. Punktað niður með kúlupenna og hreinskrifað með ritvél á jóla föstu 1968. Sigurgeir Þorvalðsson, Keflavík. Einkaritari óskast sem skrifar ensku helzt þýzku. Hraðritun æskileg. Lysthafendur sendi umsóknir með upplýsingum merktar: „Samvizkusöm — 6659“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.