Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 Armann Örn Armannsson, viðskiptafr.: Úrelt atvinnugrein ? NOKKRAR HUCLEIÐINCAR FRÁ NHS-VIKUNNI í LUNDI - DAGANA 6-12 október fór fram í Lundi í Svíþjóð, ráðstefna við- skiptiafræðmeflma allra Norð- urlanda, svoköl'luð NHS-vika. Það eru engar stórfréttir, að haldin sé norræn ráðstefna, en svo var til vandað og svo mik- ilsverð mál rædd, að mínum dómi að ég vil með þessum línum koma á framfæri nokkru af því, sem ráðstefnan opnaði augu mín fyr Ráðstefnan fjallaði um: Marg- þjóða fyrirtæki — það að gera fyrirtækin alþjóðleg — undir- búning okkar fyrir væntanlega þróun næstu ára. Auk 120 við- skiptafr. frá öllum viðskiptahá skólum Norðurlanda voru komn ir til Lunds um 40 menn, for- stjórar alþjóðafyrirtækja og stofnana svo sem Esso, SKF, Uni lever, ASEA, SAS, CEI, Atlas Copoco, ICC o.fl. o.fl. Þetta eru iðnaðarfyrirtæki, sem í áratugi hafa markvisst ein beitt sér að sölu á alþjóðamörk- uðum, — sem vita hvað þessir mark- aðir þurfa. — sem mánuð eftir mánuð fylgjast með aðgerðum keppi- nautanna, — sem leggja fram tugmilljón ir ár hvert, til þess aðð einmitt þeirra framleiðsla henti heimin- um á morgun. Þetta eru fyrirtæki, sem hafa vaxtið og hailda áfram að vaxa Þetta eru fyrirtæki, sem ís- lenzk iðnaðarfyrirtæki þurfa að mæta og í mörgum tilfellum deila með mörkuðum, ef hinn fyrir- hugaði vöxtur íslenzks iðnaðar á að verða staðreynd. Ein er sú atvinnugrein, sem helzt getur gert þennan vöxt mögulegan. Atvinnugrein með gífurlega útflutninigsmöguleika — fullkom lega ónotaða. Atvinnuigrein, sem sóar verð- mætum og mögu'leikum sínum meir en flestir aðrir. Atvinunigrein án raunverulegs sambamds við sinn framtíða markað — sem heldur góðu sam bandi við gamlla viðskiptavini, en gleymir öllum þeim nýju. Atvinnugrein, þar sem hlut- hafamir eingönigu hugsa um kostnaðinn nýzkir ag skammsýn- ir. Atvinnugrein, sem hefur betra hráefni en flestir aðrir. Atvinnugrein með óendanlega og ónotaða möguleika á heims- markaðnum, en nú framleiðir mik ið af úreltum vélum, án góðs sam bands jafnvel við sinn heima- markað. Þessi atvinnugrein, sem mjög var til umræðu á fyrmefndri ráðstefnu, er skólakerfið, réttara sagt hinir svonefndu æðri skól- ar. Öll þessi framlteiðsla lögfræð inga, lækna ag ,,húmanista“, sem fram hefur farið ag fer að miklu leyti enn fram algerlega án vitundar um að heimurinn er vinnumarkaður þeirra. Það eru háskólamenn með al- þjóðlega samkeppnishæfa mennt un, sem við verðum að framleiða, það sem ekki er samkeppnisfært alþjóðlega, verður ekki beldur samkeppnisfært á heimamarfcaði í heiminum, eins ag hann RÖDULL Iverður 1980—90, en þá fyrst reynir af alvöru á þekk- ingu þeirra, sem framleiddir eru í dag. Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki minnzt á , ekki eytt einni mínútu í sjónvarpi eða útvarpi, í umræður um hið mikilvæga vandamál, bæði fyrir æskuna og landið í heild, hvernig hægt er að gera kennslukerfi okkar al- þjóðlegt, enda þótt rætt sé lang- tímum saman um nauðsyn stór- iðju og útflutningsiðnaðar. Stúdentum sífjölgar, þó svo að innan fárra ára verði ómögulegt að taka við aukningu í Háskól- ann, eingöngu vegna húsnæðis- skorts — og það er framleitt að miklu leyti án sambands við þörf markaðsins, vinnukraftur, sem íslenzkt þjóðlíf og atvinnulíf hefur enga þörf fyrir. Á sama tíma er heimur fullur óleystra verkefna, sterk og spennandi alþjóða þróun og sog eftir fólki, sem raunverulega vill gera eitthvað. Fyrir 10-20 árum vildu: banda rísk fyrirtæki ráða Bandaríkja- menn, ensk, Englendinga, frönsk Frakka. Nú er ástandið annað, alþjóða fyrirtæki og stofnanir vaxa ört upp og þær leita eftir alþjóð- legum vinnukrafti. Á ráðstefnunni í Lundi var bent á aðstöðu Norðurlandaþjóð anna, hvað snerti hlutleysið, að hver Bandarík j amaður, Rússi, Frakki, Englendingur og Belgi hafi blóð á höndum sér í huga margra og séu litnir hornauga. Norðurlandaþjóðirnar hafi traust þær hafi opinn markað. Fyrir hundrað árum flúði alda atvinnulausra bænda og vinnumanna frá öllum Norður- lönduim yfir hafið til hins inýja Heims. Það þótti þjóðarógæfa þá og þykir sumstaðar enn. Nú er vitað að milljónir útflytjenda frá Norðurlöndum hafa komið á ó- metanlegum samböndum fyrlr hinn norræna iðnað á nýjum mörkuðum. Hvort sem fólki líkar betur eða ver, mun koma ný alda út og innflytjenda í vinnumarkað framtíðarinnar, alda velmennt aðra háskólamanna. Ég vona að með þessum lín- um hafi ég vakið eihhverja til umhugsunar. Ég hef frekar gagn rýnt en komið með leiðir til úr- bóta. Það var á ráðstefnunni í Lundi bent á margar leiðir, til úrbóta og hver rnaður, sem kunn ugur er kennslumálum og hugs- ar um þau mál, sem ég hef minnzt á getur þegar séð marg- ar. Það var mikið rætt um að koma á fót norrænni samvinnu í alþjóðlegum anda, svo sem með stofnun norrænnar stofnun- ar fyrir alþjóðleg störf o.fl. Það er von mín að við láitum ekki okkar hlut eftir liggja í nor- rænni samvinnu. En fyrst og fremst þarf sú endurskoðun, sem nú er alltaf verið að tala um, á íslenzku kennslukerfi að gegnsýrast af því, að við erum ekki einir í heiminum og að heimurinn nú er ekki eins og hann verður eftir 20-30 ár, og æskan sem verið er að mennta í dag mun þá fara með völd. Það verður að reyna að gera mennt- unina í dag, raunhæfa fyrir dag- inn á morgun. Reykjavík, 29 október 1968 Ármann Örn Ármannsson ír. Skreyttar jólaskálar og körfur Opið alla daga GAMLA GRÓÐRARSTÖÐIN Laufásvegi 74 Sími 13072. Ur og klukkur fjölbreytt úrvul — óbreytt verð PIERPOm SWISS Helgi Sigurðsson Skólavörðustíg 3 — Sími 11133. úrsmiður Orðsending frd veitingahúsinu RÖÐULL Um jólin og áramótin verður opið sem hér segir: Mánudag 23. dag. (Þorl.messa) Til kl. 11.30 Fimmtudag 26. des. (annan jólad. til kl. 1 Föstudag 27. des. til kl. 1 Laugard. 28. des. til kl. 1 Sunnudag 29. des. til kl. 1 Mánudag 30. des. til kl. 11.30 Þriðjudag 31. des. (gamlárdag) til kl. 2 Miðvikudag 1. jan. (nýársdag) til kl. 2 Sérstök athygli skal vakin d því að d gamldrsdag og nýjdrsdag verður aðgangseyrir aðeins kr. 25.oo eins og aðra daga. Framreiddur verður hdtíðamatur bæði kvöldin. Hljómsveit Magmisar Ingimarssonar leikur Söngvarar: Þuríður Sigurðardóttir og Vilhjálmur Vilhjálmsson Opið í dag til kl. 10 s.d. Flestar okkar vörur voru keyptar Úrvals jólaepli, 4 teg. og Jaffa-appelsínur í heilum og hálfum kössum. Mjög hagstætt verð. Niðursoðnir ávextir, mikið úrval á gamla verðinu. Mikið úrval af kryddi, hnetum, möndlum, marsipan og öðrum bökunarvörum. Opið alla daga til kl. 22 síðdegis í Skipholti 70. fyrir gengisfellingu Grenimel 12 — Sími 17370. Skipholti 70 — Sími 31275.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.