Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 29
MORG-UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESBMBEIR 1968 29 Sigmundur Þorgilsson skðlastjóri — Minning I>AÐ er gott að hverfa á fund gamalla farsælla endurminn- inga. Það ætla ég að leitast við að gera, þar sem mig langar til að minnast vinar míns Sigmund ar ÞorgiLssonar, skóiastjóra, með nokkrum fátæklegum orð- um, þótt þau þyrftu raunar að vera fjölskrúðug og all mikil- hæf, ef þau ættu að svara til sálargöfgi og andagift þess manns, er þau fjalla um. Það var á regnsömu hausti 1920, að ég fyrst sá þann mæta mann, Sigmund Þorgilsson. Hafði hann þá verið ráðinn kenn ari í Vestur-Eyjafjallahreppi, sem þá var farkennsluhérað og náði yfir báðar sóknir hreppsins, Ásólfsskála og Stóradals. Hann var sendur prestinum í Holti, sem þá var séra Jakob Ó. Lárusson, til trausts og halds. Honum var þar ekki í neitt kot vísað, því að séra Jakob var maður hugheill og trúfastur vin- ur allra góðra manna, sem á vegi hans urðu. Bundust þeir brátt vináttuböndum, sem ent- ust meðan leiðir lágu saman. Ég var þá að vinna við kart- öfluupptekt fyrir prestinn í Holti ásamt fleira fólki. Kom prestur með þennan nýja mann í garðinn til okkar fram að Gerðakoti. — Ég leit á hann út- undan mér upp frá vinnunni og datt mér þá alls ekki í hug, að mér ættu eftir að standa heill af þessum dularfulla smávaxna dökkhærða manni, því að Sig- mundur Þorgilsson, vár alls ekki allur þar sem hann var séður svona í fljótu bragði. Mtmdi eldri og lífsreyndari konum en ég var í þá tíð vel hafa getað yfirlézt líkt og mér. Að minnsta kosti þennan vet- ur og jafnvel næsta, rölti Sig- mundur um á milli bæja og kenndi mánuð í hverju hverfinu í einu, eins og lög gerðu ráð fyrir um farkennsluna. Er ekki neitt að orðlengja um það, að þessi 27 ára gamli Dalamaður vann vin- áttu og hylli allra þeirra, sem á vegi hans urðu vítt og breytt um Vestur-Eyjafjallahrepp. Þegar þess er gætt að Eyfell- ingar eru í eðli sínu bæði mann- þekkjarar og mannvinir, þarf engan að undra, að Sigmundur batzt þessari nýju sveit sinni þeim órofa tryggðaböndum er entust honum það sem eftir var ævinnar. Drengskapur hans og hispursleysi féll frábærlega að smekk Fjallamanna. Sigmundur var fædd*ir að Knarhöfn, Hvammssveit í Dala- sýslu, 30. nóv. 1893. Foreldrar hans voru Ha.lldóra Sigmunds- dóttir og Þorgils Friðriksson, kennari og bóndi að Knarar- höfn. Sigmundur var næst elzt- ur í hópi 12 systkina, sem upp komust. En fyrsta barn sitt misstu þau hjón, 5 ára dreng. Má nærri geta að þröngt hafi verið í búi í Knararhöfn og ekki auðsæir kraftar til menntunar og menningarauka, þessa stóra, en þroskavænlega hóps. Líka dó móðirin frá þeim flestum ung- um. Koma ástæðurnar jafnan harðast niður á elztu börnunum, er lífið krefur til starfs og strits fyrir lífsbjörg stórrár fjölskyldu. En Sigmundur var þó svo heppinn, að móðurafi hans og nafni, Sigmundur Grímsson á Skarfsstöðum, hélt mikið upp á þennan nafna sinn, sem hann hafði að miklu leyti alið upp og hugðist hann gera úr honum menntamann, þar sem hann fann auðvitað að drengurinn var góðum gáfum gæddur. Þar að auki var karlinn í þokkalegum efnum á þeirrar tíðar mæli- kvarða. Mun karl Sigmundur hafa orðið ekkjumaður um þess- ar mundir. Hann sendi svo nafna sinn til Reykjavikur og settist hann þar í menntaskól- ann. En um það leyti sem Sigmund ur var að ljúka 4. bekk skólans, varð hann fyrir því óhappi, að ástin greip öldunginn afa hans, sem þá var um 70 ára, fékk hann sér þá yngri konu og eignað- ist með henni eina dóttur. Varð þetta sem von var til þess, að hann þóttist hafa nóg með sitt að gera og Sigmundur Þorgils- son missti fjárstyrkinn frá hon- um. — En ef til vill varð þetta til þess, að hann komst einmitt á sína réttu hillu í lífinu, því að hann hætti við langskólanám ið og gerðist barnakennari í sinni heimasveit. Starfaði hann þar, þar til að hann kom austur undir Eyjafjöll á umræddu hausti. Rétt eftir að Sigmundur varð kennari undir Fjöllunum, var kennslan aukin og færð í hag- kvæmara horf, með tilliti til lengdar skólavistar .Voru sókn- irnar þá aðskildar. Hélt Stóra- dalssókn áfram að vera far- kennsluhérað. En Ásólfsskála- sókn var gerð að fastaskólahér- aði og varð Sigmundur þá skóla stjóri við þann skóla. Húsnæði hlaut skólinn í gömlu húsi, sem upphaflega var á fyrsta tug ald- arinnar reist að Yztaskála af Vormönnum sveitarinnar, sem um þær mundir stofnuðu ung- mennafélagið Eyfelling í sókn- inni. Þó þetta væri á þeim tíma mikið framtak og þætti all mik- ill húsakostur, þá væri það að sjálfsögðu ekki mikils metið nú á öld byggingatækninnar. Þetta góða, gamla ungmenna- félag var stofnað þegar hér var komið sögu. Hafði hreppurinn keypt húsið, var það notað sem fundarstaður og aðal skemmti- og samkomustaður. Þetta hús var aðeins einn salur, með við- byggðum skúr sem forstofu og var þaðan einnig gengið í kjall- ara, sem var undir húsinu. Vegg irnir voru steyptir og þyljað inn an með panel, þegar búið var að lappa við það, sem aflaga hafði farið og setja í það stóran olíu- kyntan ofn var það alls ekki óviðkunnanlegt, þar sem það stóð í skjóli fjallanna, með þrjá stóra glugga móti suðri og sól. Með fastaskólanum á Yzta- skála, hlaut Sigmundur fast heimili á staðnum, hjá Gísla Jónssyni, oddvita hreppsins, og Sigríði Jónsdóttur konu hans. Var þetta mesta myndar- og þrifnaðarheimili. Dvaldi Sig- mundur þar samfleytt um 17 ára skeið, sem góður bróðir og heim ilisvinur. Þarna endurvakti hann ung- mennafélagsskapinn. Þarna í gamla ungmennafélagshúsinu varð ungmennafélagið Trausti til, sem enn starfar í hreppnum og sameinaði bóðar sóknirnar undir merki sínu. Þessir nýju sameinuðu kraftar sóknanna byggðu síðan Heimaland, sem enn þann dag í dag er samkomu- og skemmtistaður hreppsins og ungmennafélagsins. Með tilstyrk Ármanns Krist- jánssonar frænda síns, sem um skeið aðstoðaði hann við kennslu störfin, réðist Sigmundur í það að setja upp leiksvið, iþótt lítið væri, í enda þessa góða gamla húss og var þar í fyrsta sinn ekki ráðist í minna stykki en Útilegu menn Matthíasar. Lék Ármann Skuggasvein, en Sigmundur lék bæði Guddu og Ketil við mikinn orðstír. Sigmundur lét sér ekki nægja með að gera aðeins það sem skyldan bauð, að kenna börnun- um, heldur tók hann sig til og stofnaði kvöldskóla fyrir ung- linga, eða hvern, sem langaði til að fá tilsögn í reikningi og tungumálum. Þetta var ómetan- leg blessun fyrir þá, sem langaði til að læra eitthvað, en áttu þess þá engan kost. Stend ég sjálf í mikilli þakkarskuld við þennan ágæta óeigingjarna mann, sem sér til gleði vildi gjarnan miðla öðrum af þeirri þekkingu, sem hann hafði hlotið. — Það var gott fyrir byrjendur að njóta til- sagnar Sigmundar, hann var ákaflega ljós og auðskilinn kenn- ari. Hans innsta eðli var að koma fram sem bróðir og jafn- ingi. Þetta var að minnsta kosti mér og ég held öllu fullorðnu fólki til hvatningar og léttis við byrjunarörðugleikana, því að öll byrjun er erfið. Ég trúi því, að ég eigi Sig- mundi það allt að þakka, að ég dreif mig, þótt seint væri, til að læra mál og sitthvað fleira, svo að ég hef getað ferðast og kynnt mér furðu mikið af umheimin- um. En vera má, að ljúfmennska og góðleikui- Sigmundar hafi stundum verið uppvöðslusömum krökkum freisting til þess að trassa lærdóminn og svíkja þannig sjálfa sig, með því að nýta ekki kennarahæfileika hans sér til framdráttar í menn- ingunni. Krakkarnir vissu sem var, að hann var vinur þeirra allra, án tillits til verðleika þeirra. Því að, þótt það fyki nú stundum í hann við þau, þegar verst gekk, þá var það eins og mjöll á apríldegi. Það var undir eins komin hlýja og sólskin aft- ur, það þekktu þau og alíir af reynslunni. Ég trúi því að sólin hafi aldrei gangið undir yfir reiði Sigmund ar, því þótt hann væri ákaflynd- ur og ætti töluvert heitt skap, þá var hann óðara en orðinu sleppti, orðinn sami geðþekki vinurinn og félaginn allra þeirra sem hann umgekkst. Það er líka víst að Sigmund- ur átti einhlýta vináttu allra sinna nemenda og voru þeir ekki orðnir allfáir á 38 ára kenn araferli hans í Eyjafjallasveit. Sigmundur var ákaflega ólatur og fylginn sér. Ótrauður gekf hann til allra verka. Hann dreif sig strax tii að taka þátt í sjó- róðrum, sem á hans fyrstu ár- um undir Fjöllunum voru ennþá stundaðir ,oft til mikils bjarg- ræðis fyrir lífsafkomuna. Sýnd- ist þó ekki aðgengilegt fyrir ókunnuga að ýta á brimið við Fjallasandinn alltént. En Sigmundur reyndist hinn vaskasti liðsmaður á því sviði. Reri hann hjá Gísla húsbónda sínum, sem þá stýrði glæsileg- asta fleyi við Fjallasand, Marz- inum. Líka var hann jafnan fús og fremstur í sveit að fara þang- að s. m veikindi eða önnur neyð hafði steðjað að og veinna þar um sláttinn. Sannarlega var eng inn svikinn af Sigmundi sem kaupamanni. Þar kom líka að, að lokum, að hann hlaut sín sigurlaun fyrir góðverkin. Prédikarinn segir: að öllu sé mörkuð stund og að sérhver hlut ur undir himninum hafi sinn tíma. — Þetta mátti Sigmundur vel sanna, því að einmitt um þær mundir, sem hann kom undir Fjöllin, var Björg Jónsdóttir i Hallgeirsey í Landeyjum að trú- lofast sínum elskulega eigin- manni, Sigurði Vigfússyni á Brúnum um nokkurra ára skeið í ástríku hjónabandi og eignuð- ust 3 börn, 2 drengi og eina stúlku. En Sigurði Vigfússyni var óvænt kippt burt frá konu og börnum sínum ungum og ósjálfbjarga. Kom þá til kasta Sigmundar Þorgilssonar að sýna drengskap sinn af mannúð.- Réðist hann þá til Bjargar sem kaupamaður um sláttinn. — En það liðu ekki mörg sumur unz þau urðu þess vísari að þau máttu ekki skilja. í sjálf- um sólmánuði 1938 brugðu þau sér öllum á óvart vestur í Dali og létu þar gefa sig saman í heilagt hjónaband. Þar með gerðist Sigmundur bóndi á Brún um. Var þá ekki annað sýnna, en að hann fyrir ástina mætti fórna bæði skjóli fjallanna, sem hann hafði unað sér. vel og lengi í og skólanum sínum ofan í kaupið En heilladísin brosti til hans á fleiri sviðum en ástarinnar. Um þessar mundir losnaði Ás- ólfsskálinn alveg að ófyrirsynju. Sigmundur lét þá ekki segja sér hvað hann ætti að gera, þar sem mjög stutt var þaðan fyrir hann að rækja kennsluna í skólanum að Yzta Skála. Hann fékk jörð- ina, sem var ríkisjörð gegn hæsta boði. Þar með gat hann dregið bæði sig og sína ennþá péttara inn í skjól og unað fjall- anna, því að Ásólfsskáli er einn friðsælasti og unaðslegasti stað- ur á íslandi. Enda bjuggu þau Björg og Sigmundur þar í nær aldarfjórðung í alveg óviðjafn- anlega ástríku hjónabandi. Þótt Björg væri alin upp á flatlendi og byggi þar þangað til hún allt í einu fluttist að Ásólfs-Skála, þá var hún um það sem annað samhent manni sínum, að festa óslítandi tryggð við þennan skjólsæla stað. Að sjálfsögðu fluttu börn Bjargar af fyrra hjónabandi með þeim að Skála, einnig Anna Vig- fúsdóttir, mágkona Bjargar, sem aldrei hefur skilið við mágkonu sína .Lét hún sér mjög annt um bróðurbörn sín. — Það hefur mörgum reynst vandaverk að gjörast stjúpi eða stjúpa stálp- aðra barna. En Sigmundur gætti þess áreiðanlega vandlega, að þau misstu ekki neitt af móð- urumhyggjunni við það, að hann náði ástum móður þeirra. Ég held, að hann hafi látið hana sem me,st sjálfráða um uppeldi þeirra. Stóð hann þar aðeins á bak við og studdi allt með kær- leika og umburðarlyndi. Guð var líka honum svo góður að gefa honum 2 elskuleg börn, óskabörnin, með sinni hugljúfu konu. Það varð þannig all þungt heimili, er Sigmundur átti fyrir að sjá fyrstu ár búskapar síns að Ásólfs-Skála. Hann varð heldur aldrei rík- ur maður af veraldarauði. Mun líka fáum hafa verið ósýnna um að nurla en honum. En þau hjón létu sér nægja það sem fyrir hendi var. Þau kunnu víst ekki að vola eða berja sér, þótt ekki safnaðist í kornhlöður. Gestrisni þeirra og góðgjörðasemi sást heldur naumast fyrir. Á þessu heimili var samheldni bæði með mönnum og skepnum, því að húsdýrin voru meðfarin eins og fj ölskyldumeðlimir. Það verður að segjast að gamla ungmennafélagshúsið með skólanum hans Sigmundar, beið ekki eftir dómi nýsköpunartím- ans. Heldur brann það til kaldra kola eina nóttina, ásamt skóla- áhðldum og lestrarfélagsbókum sóknarinnar. Var þá ráðist í að býggja skóla fyrir allan hrepp- inn að Seljalandi og þótt Sig- mundur héldi áfram að búa á Ásólfs-Skála var hann þar skóla stjóri til ársins 1958, þá lét hann af störfum og var þá illa kominn af sjónleysi, sem lengi hafði ógnað honum ,enda var hann sí lesandi hverja stund, sem honum gafst frá störfum, jafnvel oft mikið um nætur, enda var hann vaxandi maður í andleg- um skilningi. Fjallamenn reyndu oftar en sinu sinni við hátíðleg tímamót í ævi hans að votta honum þakk ir sínar, vináttu og virðingu. Það gerði einnig ungmennafélagið Trausti, sem hann hélt tryggð við til æviloka. Hann þekkti hugarþel sveit- unga sinna, þeir þekkty einnig hans, það þótti honum víst líka mest um vert. Eftir að hann lét af skóla- stjórastarfi bjó hann enn um skeið að Ásólfs-Skála. Hann átti þá ennþá kjark og vinnugleði, þótt sjónin væri döpur. Hann tók það ráð, til þess að drýgja tekjur sínar að drífa sig til Vest mannaeyja og vinna þar við fisk aðgerð á vertíðum. Þó kom þar, að unga fólkið, sem lengst hafði fylgt honum i búskapnum, Vigfús Sigurðsson og Halldóra dóttir hans, urðu þreytt á búskaparbaslinu og vildu komast þangað, sem ábata- vænlegri atvinna byðist. Ákváðu þau, að það sem eftir var af fjölskyldunni á Ásólfs-Skála, skyldi flytja að Hellu á Rangár- völlum, kaupa hús í þorpinu, sem þá var til boða, og halda þar saman allt í félagi. Það urðu víst þung spor fyrir Sigmund að yfirgefa Skálakrókinn og gilti það sama um konu hans. Höfðu þó hvorugt slitið þarna barns- skónum, svona er tign og skjól fjallanna heillandi. Þótt Sigmundur hefði sína góðu konu, börn og 5 barna- börn ,sem honum auðnaðist að sjá í kringum sig, því að Sig- urður sonur hans hafði byggt sér hús þarna í nágrenninu og Halldóra var með sín 2 börn í sama húsi og 3 átti Sigurður, þá leiddist honum samt á Hellu og þráði sína gömlu Fjallasveit- unga. —- En skilnaður hans við fjöllin varð ekki mjög langur, kringum 4 ár. Því nú er þessi góði maður genginn. Hann lézt 2. júní sl. og var lagður til hvíldar þann 8. sama mánaðar í þá mjúku mold er hann unni, í kirkjugarðinum að Ásólfs-Skála. Nú fær ekkert slitið hann úr faðmi fjallanna, sem hann batzt traustum tryggðarböndum við fyrstu kynni. Sigmundur lét fremur fátt yf- ir trú sinni á fyrri árum, þó var hann ávallt mjög kirkjurækinn og náinn vinur prestanna í Holti. Líka varð hann handgenginn kirkjunni éftir að hann gerðist bóndi á kirkjustaðnum. Hann var um langt skeið sóknarnefnd- arformaður og meðhjálpari. Líka mun hann í samfélagi við sína hugljúfu konu hafa öðlast trúarvissu og bjarta eilífðarvon. Ég veit, að Björg bíður hugró endurfundánna, þótt hennar ágætu makar yrðu henni fyrri í áfangastað. Blessuð veri minning Sig- mundar Þorgilssonar. Friður Guðs varðveiti þá, er hann unni heitast. Reykjavík, 15. október 1968. Anna frá Moldnúpi. Telpnakápur Óbreytt verð. feddyM U bódin Laugavegi 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.