Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 196« Fimmtíu og átta ára þjónusta þökkuð — ÞEIR sem muna þá tíð, þegar síminn kom til landsins, vita það, að þá var stigið fyrsta stórskref ið á framfarabraut þessarar ald- ar. Fram að þeim tíma bárust eng ar fréttir frá öðrum löndum nema með millilandaskipum og mis- langt gat orðið á milli þeirra. Þegar þau komu voru sendir menn með póst og ýms erindi til hafnarinnar og þeir færðu fólki fréttirnar, er þeir komu til baka. Hér á Eyrarbakka var farið að skyggnast eftir skipum strax og þeirra gat fyrst verið von, etn það var undir byr komið, hve lengi menn þurftu að stunda það. Var þá líka til nokkurs að vinna því að sá sem fyrstur sá skipið fékk að launum brenni- vínsstaup í Vesturbúðinni. Þegar síminn var kominn bár- ust fréttir daglega til landsins og síðan út um landið með blöð- unum. Þar sem símstöðvar voru bárust helztu fréttir þó á undan blöðunum. Því að þá ráku menn ekki erindi gegnum síma án þess að segja fréttir um leið og þetta átti ekki lítinn þátt í því að gera símstöðvarnar vinsælar. í fyrstu þótti það eftirsóknar- vert að hafa simstöð vegna þeirra þæginda sem síminn veitti. Því voru þess alknörg daemi að menn buðust til að taka að sér símstöð án nokkurs fasta- gjalds fyrir þá þjónustu. Sím- stöðvar voru allsstaðar settar á hina beztu bæi í sveitum og í þorpum voru þær fengnar í hend ur áreiðanlegu fólki, sem fram- arlega stóð að menningu. Hér á Eyrarbakka varð Odd- ur Oddsson gullsmiður fyrsti simstöðvarstjóri. Hann var mað- ur óvenjulega vel gefinn og fjölfróður. Voru þeir eiginleik- ar hans ekki eins þekktir og vert var, vegna þess að hann var bæði hlédrægur og yfirlætislaus. Auk þess var hann svo hagur, að varla var sá hlutur, sem hann gat ekki smíðað eða lagað, ef með þurfti og nutu margur góðs af þvi. Kona hans var Helga Magnúsdóttir frá Vatnsdal í Fljótshlíð, mesta ágætis kona. Það féll í hennar hlut að hafa á bendi daglega vörzlu símans. Leysti hún það af hendi með ó- venjulegri elskusemi og lipurð. Vegna lipurðar hennar og greiða semi varð miklu meira úr þjón- ustu hennar en hjá þeim, sem aldrei gera nema skyldu sína. Sem dæmi um það, hvernig hún þjónaði símanum og við- skiptamönnunn hans vil ég segja eina sögu af fjölmörgum. Á heim ili mínu bar að erfitt sjúkdóms- tilfelli, sem var ekki annarra meðfæri en sérfræðinga. Ég fer til Helgu og bið hana að ná í viðkomandi sérfræðing í Reykja- vík. Hún fékk þau svör að hann væri einhversstaðar úti í bæ. Ég fer við svo búið heim þó erfitt væri. Þegar ég er rétt komin heim kemur Helga hlaupandi á eftir mér og segist vera búin að finna lækninn, hann sé á fundi og ég geti talað við hann þar. Þetta eina dæmi er engin und- antekning, svona var öll henn- ar þjónusta í 39 ár. Símstöðin hér var opnuð hinn 1. september 1909, og frá þeim degi var hún í höndum þeirra hjóna þangað til Oddur heitinn dó 1938. Þá tók Magnús sonur þeirra við stöðinni og sá um hana til 1947, er hann fluttist héðan. Síðan tók við stöðinni Jórunn dóttir þeirra hjóna. Bæði höfðu þau lært símstörfin hjá foreldr- um sínum. Þótti okkur, sem til þekktum ekki lítið happ að fá Jórunni hingað aftur. Hún veitti stöðinni forstöðu í 20 ór. Þann ig hafði sama fjölskyldan þessa þjónustu á hendi hér þremur mánuðum miður en 58 ár. Þeir sem skreppa í síma, þeg- ar þeim liggur á og fá afgreiðslu að óskum, hugsa oft ekki út í það, að sú afgreiðsla byggist stundum á því að starfsliðið gerði betur en skyldan bauð. Munu bæði landssíminn og við- skiptamenn hans standa í þakk arskuld við margt af þessu ó- nefnda starfsliði. Nú, þegar þetta er að verða úr sögunni að mestu með hinni nýju sjálfvirkni símans, þykir mér ástæða til að þakka þessu fólki fyrir hina löngu og hollu þjónustu þess við okkur Eyr- bekkinga. Pálína Pálsdóttir Eyrarbakka. Helga Magnúsdóttir Jórunn Oddsdóttir. Oddur Oddsson Merkileg heimildaskrá ÞAð ER oft höfuðnauðsyn, þá er menn vilja leggja stund á eitt hvert mál eða viðfangsefni, að kynna sér sem rækilegast það sem áður hefur verið um það rætot eða ritað. Þetta er oft hæg- ar sagt en gert, því að heim- ildir eru oftast á víð og dreif, en skrár um þær ekki til eða ófuU- nægjandi. Á þessu hefur nú ver ið ráðin mikil og góð bót, að því er snertir íslenzkan landbúnað, því að komin er frá hendi Hvanneyringa m ikil skrá um þessi efni, fyrir atbeina skóla- stjórans þar, Guðmundar Jóns- sonar, en tekin saman af þeim Ólafi Guðmundssyni, tilrauna- stjóra þar, Magnúsi Óskarssyni tilraunastjóra, Bjarna Guð- mundssyni búfræðikandídat og frú Hafdísi Pétursdóttur, sem einnig hefur annast fjölritun verksins. Ritgerðatal heita eða biblíó- grafía er geisimikið verk og merkilegt, því að það er hvorki meira né minna en hálft sjötta hundrað blaðsíðna í stóru broti, enda fjallar það um allar grein- ar landbúnaðar og sögu hans og nær frá árinu 1785 til 1965. frá ýmsum greinum náttúrufræði til æviminninga þeirra, er eink- um hafa komið við sögu sveita- búskapar, því er skipt í átta flokka, en ritgerðunum er rað- að eftir aldri. Sleppt er þeim bókum, sem fjalla um landbún- að, enda er þær að finna í spjaldskrám Landsbókasafnsins, svo og greinum í dgblöðum síð- ari tíma, en þó hefur verið safn að úr 81 timariti, en tala titl- anna er legíó. Sýnir hún út af fyrir sig, að íslenzkir bændur hafa ekki lötrað sitt at- vinnuskeið hugsunarlaust eftir troðnum götum, heldur reynt að brjóta mörg viðfangsefni þess til mergjar, eftir því sem þróun og þekking leyfði. Hér er líka náma fyrir málfræðinga, því að oft hefur orðið að skapa nýyrði yf- ir áður óþekkt hugtök, svo sem orðið grunn-maskína, en það notar Stefán Bjömsson í ritgerð um sínum um eðlisfræði, sem hann reit í Rit Lærdómslistafé- lagsins á árunurn 1781-1789. Hann var um tíma rektor Hóla- skóla, en rekinn frá því starfi og dvaldist síðan í Kaupmannahöfn, stærðfræðingur mikill og einn fyrstur íslenzkra eðlisfræðinga. En einkum er þó Ritgerðatalið náma fyrir þá, sem leggja stund á íslenzka atvinnusögu, og hef- ur t.d. Árni Thorsteinsson land- fógeti skrifað um fiskrækt 1881, líklega fyrstur íslendinga. Hér má sjá, að Scierbeck landlæknir hefur skrifað um bakteríur 1885 og auk þess um jairðræktartil- raunir sínar, og að síra Magnús Grímsson gerði fleira en að yrkja Bára blá, því að hann fann upp sláttuvél og ritaði um þá uppfyndingu sína 1852. Ekki er svo að sjá sem ritað hafi ver- ið um „hverfusteina" fyrr en komið var fram undir síðustu aldamót, en ég hef fyrir því ör- ugga vissu, að langalangafi minn, Sigfús Bergmann hrepp- stjóri á Þorkelshóli, sem einnig er langalangafi Guðmundar skólastjóra, átti hverfistein á áratugnum 1830-1840 eða fyrr. Magnús Jónsson hefur skrifað um „hægðar-strokk“ 1866, og er þar á ferð eitt nýyrðið. Þá má finna í þessu merkilega riti ýmsar heimildir um þær list- ir, sem fslendingar kunnu eitt sinn, en hafa nú týnt eða eru að týna, svo sem að velja vöð á ám og að verka skinnklæði, en einn Húsmœður ! Óhreinindi og blettir, svo sem fitublettir, eggja- blettir og blóðblettir, hverfa á augabragði, ef notað er HENK-O-MAT í forþvottinn eða til að leggja í bleyti. Síðan er þvegið á venju- legan hátt úr DIXAN. HENK-O-MAT, ÚRVALSVARA FRÁ . . Kakao-. Milch-. ElgafH. Usw. itSí®iasfis' ig að brotið var upp á ýmsum nýjungum, sem enn hafa verið lítt stundaðar, svo sem býflugna rækt, kríurækt og kanínurækt. Sjá má og, að fyrir meira en 100 árum gerðu sumir bændur búreikninga, því að þá skrifaði bóndi úr Rangárvallasýslu árið 1861. Ekki er það á mínu færi að geta um það, sem á kann að vanta í þessu ritgerðatali, en þó hef ég rekið mig á nokkurt mis- ræmi í upptalningu æviminninga þeirra, sem komið hafa við sögu landbúnaðar eða ritað hafa um málefni hans. Þannig er að mak- legleikum getið æviminningar Guðmundar Magnússonar pró fessors, sem mjög kom við sögu sullaveikinniar, en ekki Guð- mundar Hannessonar, sem skrif- aði þó margt um byggingar í sveitum, eða Guðmundar Björns sonar landlæknis, sem ritaði merkilega grein um nægtu harð- indi, en æviminningar þeirra komu líka í Andvara. Þá hef- ur höfundunum sézt yfir það, að í Tímariti Iðnaðarmanna kom minningargrein um Gísla Guð- mundsson gerlafræðing, sem rit- aði bók um Mjólkurfræði og ým islegt annað um matargerð, en um matargerð fyrr og nú ritaði líka dr. Skúli Guðjónsson heila bók, en það getur verið, að eng- inn hafi orðið til að Skrifa um hann látinn, og má það merkilegt heita. Þá tel ég það nokkum galla á Ritgerðatalinu, að það skyldi ekki vera látið ná til þeirra smáritlinga, sem að einhverju leyti koma við land- búnaði, þótt þá megi finna í spjaldskrám Landsbókasafnsins, svo og sjálfstæðar æviminning- ar, eins og Jóseps Stoaftasonar læknis, sem var hinn mesti bún- aðarfrömuður. Útfararminning hans kom út 1878, en ritgerð mín um hann, sem kom út í Merk ir íslendingar 1967 og einnig sér- prentuð, birtist ekki fyrr en lauk þessu Ritgerðartali Hvann- eyringanna. Úr þeasu mætti þó bæta, þegar H vanneyr in g ar gefa út viðbót við Ritgerðatal- ið, sem ég eíast etoki um að þeir geri síðar meir, og væri þá æski- legt að fá getið um fleiri ævi- minningar merkra bænda, sem komið hafa út í dagblöðum, en það er að vísu lítot vinnandi verk enn sem komið er, því að fæst blöðin sýna af sér þann sjálfsagða myndarskap að birta árlega nákvæm efnisyfirlit, og slík skrásetning er enn allt of stoammt komin hjá Landsbóka- safninu. Ritgerðatalið er aðeins gefið út í tæpum 200 eintökum og munu nokkur eintök fást enn á Hvanneyri, en að réttu lagi ætti hvert búnaðarfélag landsins að eignast það, auk þess sem þð væri bæjarprýði í bókaskápum bænda. Það er Guðmundi skóla- stjóra og höfundum sínum til mikils sóma og þá er það etoki síður óbrotgjíam minnisvarði uim vakandi áhuga íslenzkrar bændastéttar fyrr og síðar fyr- ir endurbótum í atvinnugrein sinni. Engin stétt önnur hefur mér vitanlega eignast slítoa heim ildaskrá um sögu sína og mega Hvanneyringar vera stoltir af því að hafa fyrstir riðið á þetta vað. P.V.G. Kolka. Fjórnr bækur ó ensku eftir HARALD JÓHANNSSON hagfræðing. THE IMPACT OF THE GREAT DEPRESSION ON WORLD TRADE AND PAYMENTS, 126 bls. ASPECTS OF ANCIENT AND MEDIEVAL ECONOMIC I.IFE, 109 bls. THE RISE OF CIVILISATION, 114 bls. MERCANTILIST AND CLASSICAL THEORIES OF FOREIGN TRADE, 160 bls. Fást í bókabúðum. Kosta 150 kr. Og ein á íslenzku ABDUL HAMAN PUTRA FURSTI Þættir úr sjálfstæðisbaráttu Malaja. Ób. 200 kr innb. 225 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.