Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 17 Hvai mælir gegn einingu opinberra starfsmanna ? „Litlu næturgalarnir" „Litlu næturgalarnir" heimsækja ísland — öðru s/nni um jólin DRENGJAKÓRINN þekkti, ÉG HEFI nú um nokkurt skeið hlýtt á áróður samþegna minna, þeirra sem notið hafa langrar skólagöngu, um að samstaða op- inberra starfsmanna í einum heildarsamtökum sé óæskileg, og því skuli markvisst stefna að klofningi B.S.R.B. — Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. — Oftlega hefir áróður þessi gef- ið tilefni til andmæla, en stjórn B.S.R.B. er seinþreytt til vand- ræða og vill ógjarnan hefja op- inbera baráttu milli þeirra, sem eiga að standa saman, og eiga samstöðu í einni hagsmunaheild. Frásögn Mbl. nú fyrir helg- ina um að B.H.M. skori nú á alla sem eru í opinberri þjón- ustu, og sem tekist hefir að ná einhverju háskólaprófi, að segja sig úr lögum við aðra opinbera starfsmenn sem minni menntun hafa, gefur tilefni til ýmsra spurninga, sem við, opinberir starfsmenn höfum gott af að leita svara við. Eru þá öll einkunnarorð hinna ýmsu samtaka ómerk og að engu hafandi? T.d. stétt með stétt. Eining er afl. Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér, o.s.frv. Eða þá hvatningar- orð okkar höfuðskálda, eru þau hjóm eitt og villa? „Græðum sam an mein við mein, metumst ei við grannann, fellum saman stein við stein, styðjum hverjir annan ..." Hvað er til óhelgi B.S.R.B.? Hafa ekki hinir mætustu menn úr hópi háskólamenntaðra starfs manna tekið þátt í störfum B.S. R.B.? Setið í stjórn og Kjara- ráði með góðum vilja og ár- angri. Voru þeir á villigötum hr. biskup Ásmundur Guðmundsson prófessor og alþm. Ólafur Björnsson, núverandi 1. vara- form. B.S.R.B., Sigfinnur Sig urðsson eða prófessor Magnús Torfason og núverandi form. B.H.M. Þórir Einarsson, sem áttu sæti í Kjararáði? Þetta eru aðeins dæmi um nokkra þeirra háskólamenntuðu starfskrafta sem lagt hafa samtökunum lið sitt. Hverjir fengu meiri hækk- un við fyrsta dóm Kjaradóms, verkamennirnir, iðnaðarmenn irnir eða þeir háskólamenntuðu? Geta þeir sagt að þeir hafi orð- ið útundan, og ef svo er, hver var þá ástæðan? Hreinskilnar umræður og málefnalegar eiga ekki að skaða. Vitnað er til ná granna vorra um aðgreiningu háskólamenntaðra í röðum op- inberra starfsmanna, það þarf at- hugunar við, hvort okkur hentar alltaf að taka eftir stærri þjóð- um þeirra starfsliáttu, og hvort almenn ánægja sé í samtökum norrænna starfsmanna með þessa skiptingu eftir menntun. Há- skólamenntaðir menn eru ekki sérstæðari meðal opinberra starfsmanna en ýmsir aðrir hóp- ar, t.d. símvirkjar, hjúkrunar- konur, barnakennarar o.s.frv. Sjtórn B.S.R.B. hefir boðið um- ræður og athugun á því með hverjum hætti unnt væri að breyta skipulagi bandalagsins til þess að tryggja samstæðum hópum aðstöðu til áhrifa ínnan heildarstjórnar og Kjararáðs, og þá fyrst og fremst átt við sér- menntaðar starfsstéttir, hvers vegna vill B.H.M. ekki ræða þá hugmynd? Munum við ekki enn- þá orð Þorgeirs á Ljósavatni, þá er hann hafði legið undir feldinum heilan sólarhring. „Svo lízt mér sem málum vorum sé komið í ónýtt efni ef eigi hafa ein lög allir, én ef sundur er skipt lögunum, þá mun og sund- ur skipta friðinum, og mun eigi við það mega búa ... “ Þorgeir lögsögumaður var að vísu ekki með Háskólapróf, en hann var raunsær og sanngjarn vitmaður, lífsreynslan var hans skóli, orð hans eru enn í gildi. Eigi munu samningar ganga fyrr þó að fleiri aðilar komi til þeirra launþegamegin við borðið. Eigi mun auðveldara að ná samstöðu um þær kröfur, sem lagðar verða fram, þó að samningsaðilar okk- ar megin verði 3 eða 4, — vit- anlega eru fleiri starfsmanna- hópar en þeir með háskólapróf- ið, sem að tölu til og sérstöðu eiga sama rétt til að sitja sér við samningsborðið. Er þróun nútímans í þá átt að breikka bilið milli manna? Eru ekki þjóðirnar að reyna samstöðu um sín efnahagsmál, samvinnu um að leysa vandamál sín, samhjálp er komi í stað sí- felldrar baráttu? Gagnkvæmur skilningur er rneira virði en per- sónulegir árekstrar. Oft er talað um að okkar þjóð sé óþarflega sundurþykk, hvaða ástæða er til að auka á þá sundurþykkju? Stendur okk ur ekki nær að taka í verki und- ir orð þjóðskáldsins okkar, og senda ..... út á sextugt djúp sundurlyndis fjandann.“ Megum við ekki vænta þess að samfara langri skólagöngu komi aukin menning, vaxandi skilningur á félagslegum við- fangsefnum, en minnkandi til- hneiging til hroka og útúrbor- ingsháttar? Við höfum á öllum sviðum 3Í- LANDSAMBAND íslenzkra stangveiðifélaga hélt aðalfund sinn í Hafnarfirði laugardaginn 17. nóv-ember. Morgunblaðinu hef ur borizt aðalfundarskýrsla stjórnar LÍS fyrir sl. ár, sem Guðmundur J. Kristjánsson, for maður sambandsins flutti á aðal- fundinum. f upphafi minntist formaður- inn á laxveiðiria í sumar, kvað laxveiði í ár hafa verið víða góða á Suðurlandi og sums stað- ar ágæt svo sem í Norðurá og Þverá í Borgarfirði. Á Vestur- og Norðurlandi hefu hún verið lakari og sumsstaðar hefði stangaveiðin varla náð meðalárs veiði og í mörgum bergvatnsám Árnessýslu hefði hún einnig ver ið mjög lítil. Þá drap Guðmund- ur á könnun þá er fram fór á vegum sambandsins um útlagðan kostnað stangveiðifélaga til fiskiræktéir, en frá henni hefur áður verið skýrt í Morgunblað- inu. Þessu næst gat formaðurinn um afgreiðslu stjórnar sambands ins á ýmsum ti'llögum sem sam- þykktar voru á síðasta aðal- fundi. Kvað hann nefnd þá sem skip- uð var af landbúnaðarráðlherra í ágústmánuði 1967 til endurskoð- unar á lax- og silungsveiðilög- unum ekki hafa tekið til starfa er síðasta aðalfundur LÍS var haldinn, en þar hefði komið fram tillaga að aðkallandi væri, að nefndin tæki sem fyrst til starfa. Nokkru síðar hefðu svo fundir í nefndinni hafizt og nú væru þeir nýhafnir aftur að loknum sumarleyfum. Sagði Guð mundur, að LÍS hefði fyrir löngu bent á, að lög þessi þyrftu að taka al'Imiklum breytingum frá því sem nú er, m.a. til að auka verndun fiskistofnsins, koma á fastmótaðra starfi og stefnu aukna þörf fyrir að samhæfa kraftana. Allsstaðar er nauðsyn að sýna hagkvæmni í rekstri, það er auðveldara fyrir stór samtök og samhent að halda uppi starfi til að undirbúa mál sín, afla gagna og smíða rök fyrir sann- gjörnum kröfum, heldur en dreifa fjármagni sínu og kröft- um, og vinna síðan sama verk- ið á fleiri stöðum en einum. Ég leyfi mér því að ljúka máli mínu með því að láta í ljósi einlæga von mína og ósk, að for ystumenn B.H.M., sem ég þekki suma hverja, og það að góðu einu, líti á málefni starfshópa sinna frá sjónarhóli heildarinn- ar, minnugir þess að valdaboð- orðið: „Deiddu og drottnaðu“ hentar ekki hagsmunasamtökum okkar fámenna þjóðfélags. Getum við ekki hjálpazt að því án tillits til kynferðis, lit- arháttar, trúarskoðana eða menntunar að byggja upp heild arsamtök, sem vaxi að virðingu og áhrifum vegna órofa sam- stöðu um málefni sín? Yiljið þið ekki háskólaborgar- ar góðir taka ágreiningsefnin, — ef einhver eru — til velviljaðr tar, gagngerðrar athugunar og leita samstarfs í stað sundrung- ar? Ég vona fastlega að svar ykkar verði jákvætt. Guðjón B. Baldvinsson. veiðifélaga og fiskræktarfélaga, svo og að fá stjórnskipan veiði- mála. Guðmundur tók fram, að á þessu stigi málsins væri ekki hægt að segja frá störfum nefnd arinnar, þar sem þeim væri hvergi nærri lokið. Þó skýrði formaður frá nokkrum atriðum, sem hann (sem fulltrúi sambands ins í nefndinni) hefði lagt fyrir stjórn landsambandsins í janúar sl. og hún samþykkti einróma: 1 Að bönnuð verði öll neta- veiði lax og silungs í sjó. 2. Að enginn netaveiði af neinu tagi sé leyfð í sjó nær ósi veiðivatns en 2000 metr. (miða skal við stónstraumsfjöru). 3. Að öll netaveiði lax og sil- ungs á ósasvæðum sé algjörlega bönnuð (miða skal við stór- straumsháf læði). 4. Að öll netaveiði lax og sil- ungs á hrygningastöðum í ám og vötnum verði bönnuð. 5. Að öll netaveiði í berg- vatnsám og vötnum er göngu- fiskur á leið um verði algjör- lega bönnuð. 6. Að orðin ádráttur, ádrátta- net, ádráttaveiði í núgildandi lögum verði úr gi'ldi numinn, nema í jökulvatni frá kl. 9 síð- degis til kl. 9 árdegis og aldrei nema 1 dag í viku hverri þriðju dag eða miðvikudag og samkv. 22. gr. og 23. gr. gildandi laga. 7. Að ef lagnet verða enn um sinn leyfð í jökulvötnum skulu þau vera staðbundin og merkt tilteknu merki samanb. 11. gr. gildandi laga. 8. Að algjörlega verði bönnuð króknet fyrirstöðu, eða aðrar hindranir út frá lagnetum. 9. Að öll vötn á afréttum landsins, sem ekki eru í einka- eign verði eign ríkisins. Þá greindi formaðurinn frá því, að aðalfundurinn hefði beint þeim tilmælum til Alþingis og „Litlu næturgalamir“, sem kom liingað til lands um jólin 1966 kemur nú öðru sinni til íslands aðfaranótt aðfangadags og ætla „Litlu næturgalarnir" að eyða jólaleyfi sínu á íslandi að þessu sinni. Þeir syngja í Kópa- vogskirkju á jóladagskvöld og í Háteigskirkju á annan jóladag, en einnig munu þeir syngja á ríkisstjórnar að tekinn yrði upp kennslugrein í búnaðarskóla um byggingu og rekstur klak- og eldistöðva, og rakti síðan nokk- uð þróun þeirra mála í þingi. Skýrði hann frá því, að stjórn sambandsins hefði lagt þessa til- lögu fyrir landbúnaðarnefnd efri deildar, þar sem hún hefði gert nefndinni grein fyrir, að á und- anförnum árum hefði verið á það bent, samkvæmt reynslu annarra þjóða í þessum efnum, að vatna- fiskirækt gæti orðið al'lveruleg búgrein og þar með nýr atvinnu vegur í landinu. Var tillögu þess ari vel tekið af land'búnaðar- nefnd efri deildar, sem flutti síð an tillögu til þingsályktunar um að bændaskólar veittu fræðslu í fiskirækt og fiskeldi. Kvað Guð mundur sambandinu vera það ánægjuefni að verulegur skrið- ur skyldi vera kominn á þetta mál. Þá gat Guðmundur um það, að stjórn LÍS. hefði verið falið að vinna að því, að strangt eftirlit yrði sett á veiði og veiðibúnað fiskiskipa, er veiði stunda með- fram ströndunum, m.a. á þeim svæðum þar sem klak- og eldis- stöðvar eru starfræktar og auk- ið lögboðið eftirlit með netalögn um. Rakti hann síðan þróun þess ara mála, og minntist á eftirlits ferðir þær, sem farnar voru í flugvél yfir vatnasvæði Borgar- fjarðar, sem haft hefðu þau áhrif að laxveiðar á vatnasvæði Borgarfjarðar (bæði á stöng og í net) hefu verið stundaðar lög- um samkvæmt. Þá drap Guðmundur á sam- þykkt síðasta um eflingu varna gegn sjúkdómshættum þeim, sem ætla má að geti borizt í íslenzka vatnsfiskastofnin erlendis frá, ef ýtrustu varkárni er ekki gætt um sótthreinsanir. Rakti hann, hvað stjórnin hefði gert til að framfylgja þessari tillögu. Einn ig minntist hann á sjúkdóm þann sem upp kom í klakstöðinni í Framhald á bls. 22 Akranesi, í Keflavík, Hafnarfirði og í Borg í Grímsnesi. Drengjakórinn „Les Rossignol- ets de Saint-Martin, eða „Hinir litlu næturgalar heilags Marteins“ er frá Roubaix, sem er franskur iðnaðarbær með um 111.090 íbúa, skammt frá belgísku landa mærunum. Kórinn var stofnað- ur árið 1952 af ábótanum Paul Assemaine. Stjórnandi „Litlu næturgalanna" nú er J. M. Braure ábóti og hefur verið 4 undanfar- in ár. í kórnum eru 50 drengir og ungir menn á aldrinum 9 til 21 árs en að jafnaði eru yngstu drengirnir ekki með á ferðalög- um kórsins. Litlu næturgalarnir syngja jöfnum höndum sígilda franska söngva, þjóðlög frá ýms- um löndum, pólifónískar motebt- ur, negrasálma og verk gömlu meistaranna, eins og Baehs, Scar- lattis, Rameaus, Mozarts og Pal- estrina. Einnig verk eftir tón- skáld, sem standa nær okkar tíma, eins og Grieg og Ravel. Auk þess sem Litlu næturgal- arnir hafa sungið um gjörvallt Frakkland, hefur kórinn farið mjög víða um Evrópu, meðal annars sungið á Norðurlöndun- um, í Belgíu, Hollandi, Austur- og Vestur-Þýzkalandi, Austur- ríki, Sviss, Luxembourg, Portú- gal, Englandi, Skotlandi, Júgó- slavíu, Tékkóslóvakíu, Póllandi, á Ítalíu og Spáni. Þá hefur kór- inn farið vestur um haf og sung ið í Kanada, þar ferðuðust þeir um í einn mánuð og er það lengsta utanferð kórsins. Kórinn hefur heimsótt meira en 100 er- lendar borgir, þar á meðal allar helztu borgir og höfuðborgir Ev- rópu. Á jólum 1961 voru þeir kjörn ir til þess að koma fram í Frakk lands nafni á Alþjóðlegri söng- hátíð þjóðanna í Róm, borginni eilífu. Hljómplötufyrirtækið þekkta RCA lét gera hljómplötu frá þessari hátíð, þar sem Litlu næturgalarnir komu fram ásamt öðrum beztu söngsveitum Ev- rópu. Eftir þessa sönghátíð buðu ítölsk stjórnarvöld Litlu nætur- gölunum formlega að taka þátt í hinni Alþjóðlegu helgihátíð í Loretto bæði 1962 og 1963. Þar komu þeir enn fram sem full- trúar lands síns og sungu ásamt nafnkunnum kórum, svo sem kór Sixtínsku-kapellunnar, Mún- öhen-kórnum og drengjakórnum fræga frá Les Petits Chanteurs a la Croix de Bois. Litlu næturgalarnir hafa sung ið í útvarp í mörgum löndum og sungið inn á átta hljómplötur. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA SÍMI 10*10D Fjölþætt starf Landssambands ís- lenzkra stangaveiðifélaga á sl. ári Ur ársskýrslu formanns LIS á aðalfundi sambandsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.