Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 FRÁ NEW YORK effir Valtý Pétursson 3. nóvember, 1968, laugardagur, Fór heldur seinna á fætur en venjulega. Er oftast búinn að fá mér morgunverð klukkan níu, en nú var hún orðin tiu, þegar þeirri athöfn var lokið. Ástæð- an: Svaf lítið sem ekkert í nótt. Var að lesa THE THIEF’S JO- URNAL eftir Jean Genet, og vægast sagt er það ekkert barna lesmál. Hryllileg lesning, við bjóðsleg bók, ókristileg og sið- laus en mikið iistaverk. Stíll- inn hrifandi og svo áhrifaríkur að manni verður ekki svefnsamt við slíkan lestur. Mér lá við uppköstum sums staðar í lestr- inum, enda kvaldist ég í svita- kófi fram undir morgun. Ég hef nóg annað að gera ' við tima minn en að sofa yfir mig og má sannarlega ekki sóa nokkurri mínútu. Það mættu gjarnan vera 48 stundir í sólarhring, en ekki 24, svo mikið hef ég umfangs í þessari heimsborg, og sannleikur- inn er sá að ég ræð ekki neitt við neitt. Og þó að alit sé hér í Ameriku stærra og mikilfeng legra en í hinum gamla heimi, þá hefur þeim hér ekki tekizt enn sem komið er, að lengja sól arhringinn, en hver veit nema það verði gert einn góðan veð- urdag. Hér getur allt skeð. Það tók mig svolítinn tima að jafna mig eftír þessa svefn- lausu nótt og ég var enn að brjóta heilann um Genet. Var hann annaðhvort að velta sér upp úr sora mannlífsins eða var þetta viðbjóðslegur sannleikur? Ég varð að fá ábæti af svörtu kaffi hjá blessuninni benni Rós minni. Það var ekkert vanda- mál. Beint af augum á Gallery of Modern Art, sem stendur við Columbus Circle og er ekki í neinum tengslum við Museum of Modern Art, sem er allt önnur stofnun. En nöfnin eru keimlík. Þetta er dálítið skrítin bygging, gerð í einhverjum Mára-stíl, sem ég kann engin skil á, og stingur mikið í stúf við umhverfi sitt. Við því er auðvitað ekkert að segja, en einhvernveginn hefur það komizt inn í kollinn á mér, að þetta sé ekki mikið listaverk frá hendi viðkomandi húsameist ara. En myndarlegt er það og ekkert til sparað. Sjálf stofnun- in hefur ekki sérlega gott orð á eér, og þykir heldur lélegt safn ið sem þetta hús er byggt fyrir. Það hefur dregizt hjá mér að líta þar inn, en nú lá þetta vel við höggi, eins og hetjan sagði •forðum. Heppni með mér eins og fyrri daginn. Þarna er sýning á ljós- myndum eftir mann frá Kanada, «em ég hef ekki heyrt nefnd- an áður, svo að ég viti til. Hann heitir Roloff Beny. Fljótlega komst ég að þeim sannleik, að hér var snillingur á ferð. Ég segi snillingur, því að svo hrif- inn varð ég við fyrstu sýn þess- ara merkilegu listaverka, gerðra með ljósmyndavél. Ekki átti ég von á að sjá svo merkilega sýn- ingu á þessum stað. En þannig er einmitt New York borg, hún getur komið manni algerlega á óvart, hvenær og hvar sem er. Það er matvörukaupmaður, vellauðugur, sem byggt hefur þetta safn, og hann er einn þess ara sérvitringa, sem allt vita og enga aðstoð eða þekkingu þurfa i þjónustu sína. Það er brjóst- vitið, sem við á íslandi höfum avo lengi daðrað við, sem hann hefur trúað á. Auðvitað hefur út koman orðið sú, að safn hans er hvorki fugl né fiskur og þjón- ar engu öðru hlutverki en sýna vitleysu eigandans. Því miður blasir hér við sorgarsaga, þar sem enn einu sinni sannast, að ekki verður menning sköpuð með aurunum einum. Þekking og smekkur verða að vera fyrir hendi. Því miður er þetta víst ekki einsdæmi hér í landi, en það er huggun, að margar stofn anir hafa einmitt sameinað þetta, og þá hefur útkoman oft orðið mjög jákvæð, eins og sjá má af fjölda safna hér í Bandaríkiun- um, en flest söfn eru byggð af einkaframtaki og rekin með framlögum einstaklinga. Það op inbera kemur sáralítið við sögu í þessum efnum. Roloff Beny byrjaði lista- mannaferil sinn sem málari, og það er auðséð á því hvernig hann byggir verk sin og hvern- ig hann notfærir sér ljósmynda- vélina til að skapa svartlistar tilfinningar. Mér er nær að halda, að honum hefði ekki tek- ist þetta svo snilldar vel, sem raun ber vitni, ef hann hefði ekki lagt stund á málaralisrt. Hér sannast líka sú staðreynd, að það er maðurinn sem stjórnar vél- tækninni og sveigir hana til þjónustu við mannlegar kennd- ir, en ekki vélamenning sem þrúgar manninn og gerir hann að þræl sínum, eins og margir virðast búast við í framtiðinni. „Maðurinn er búinn að vera, hann er dæmd vera. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af 21. öld inni, hún kemur ekki,“ sagði raunvísindamaður við mig í sam kvæmi fyrir nokkrum dögum. Látum það vera, að einhver óábyrgur kjaftaskúmur hefði lát ið slíkt út úr sér í pólitísku karpi eða hliðstæðu þjarki. En visindamaður, sem lifir og hrær- ist í raunvísindum, eldflaugum og geimförum, hlýtur að vera langt leiddur, er hann lætur slíka svartsýni í ljós. Bölsýni og nokkur taugaóstyrkur finnst mér meira áberandi hér í New York borg en áður var. Og þeg ar ég segi áður var, meina ég þau ár, þegar þessi þjóð stóð'í styrjöld við Hitler og Japani, og var útlitið þá ekki alltaf glæsi legt. Hvað veldur veit ég ekki. Velferðarríki í uppsiglingu? Það eru að vísu forsetaskipti í nánd, og mannfall er mikið í Viet- Nam á báða bóga. Lífæðar New York borgar slá örar og örar með hverju ári. Kynþáttavanda- málið vex með degi 'hverjum. Á lag daglegs amsturs leggst þyngra og þyngra á hvern ein- stakling. Stundum þakkar maður guði sínum fyrir, að vera af lít- illi þjóð, sem enn byggir afkomu sína á sama atvinnuvegi og læri sveinarnir forðum. Roloff Beny hefur gefið út margar bækur með myndum sín- um, og tvisvar hefur hann feng ið alheimsverðlaun fyrir falleg- ustu bók ársins, önnur þeirra er um Japan. Ég er ekki hissa á þvi. Við tækifæri ætla ég að skoða þessa sýningu betur. Snarlaði um hádegið á Kaffi- teríu og gat ekki staðizt gamla freistingu. Applepie á la mode, eins og það er kallað. Mikið dæmalaust finnst mér það ljúf- fengt sælgæti. Það er eins og að yngjast um tugi ára að renna þessari ágætu eplaköku með ís út á niður fyrir brjóstið. Ef allt væri í þessu lífi eins saklaust og einfallt og að fá sér kaffi og eplapie, mundi vandalaust að komast af við tilveruna. En því miður er eplapie lífsins ekki eins Ijúffengt og saklaust og þessi ágæta kaka, sem nú er að meltast í maga mér. Fimmtugasta og sjöunda gata í New York borg er erilsöm og iðandi af lifi, meðan verzalnir eru opnar, en kvöldin steindauð. Þar úir og grúir af sýningar- stöðum eða gallerium, eins og þessi fyrirtæki eru nefnd hér. Þar er höndlað með listaverk í hverju húsi og á hverri hæð, og þar eru rtalskar hárgreiðslustof- ur við hvert fótmál. Parrucheria di Bologna, Francini frá Milano og Signor Burri frá Róm. Negra strákar frá Harlem bjóða skó- burstun og pylsuvagn með heit- um hundum er þar á horninu. Feiknin öll af lúxus verzlunum, sem selja tízkuvarning fyrir döm ur á öllum aldri, en galleríin eru samt að ég held, í meiri- hluta þegar alit er upp talið. Það er ótrúlega mikið af þessum fyrirtækjum hér um slóðir og á næstu grösum. Oft hef ég verið hér í heimsókn, en alltaf er ég að finna ný og ný fyrirtæki af þessari tegund. Sýningarsalirnir hér í New York borg eru annars sérstakur kapítuli fyrir sig, mér liggur við að segja í heimssög- unni. Ég dembi mér í sýningar- stúss, eins og ég réttilega kalla það. Þessir staðir væru betur nefnd ir listaverzlanir en sýningarsal- ir. Það heiti bera þeir sannar- lega með réttu. Engar tölur veit ég um umsetningu þessara fyrir- tækja, en hún hlýtur að vera geipileg. Húsaleigan ein á þess- um stað er mjög há og allur kostnaður meiri en góðu hófi gegnir eftir Evrópu mælikvarða. Eitt umsvifamesta galleríið við fimmtugsutu og sjöundu götu, hefur t.d. tvær hæðir í feikna- legum skýjakljúf á leigu fyrir rekstur sinn, og ekki nóg með það, heldur hefur sama fyrir- tækið nýlega tekið á leigu pláss um borð á hinu nýja hafskipi Gunard-Iínunnar, Queen Elisa- beth II., og verður þannig fyrsta listverzlun í heimi, sem getur státað af því að hafa rekstur bæði til sjós og lands, eins og Haraldur Á. var vanur að segja í revíunum forðum. Þeir hinir sömu hafa einnig aðsetur í Lond- on og Róm. Ég er viss um, að útflutningsfyrirtæki íslendinga, eins og t.d. Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna hefði ekki efni á slíku húsnæði, og þegar svo kem ur í ljós að varningurinn, sem þetta fyrirtæki selur, er einvörð ungu „Klessulist", eins og Jónas heitinn frá Hriflu kallaði það, þá fer nú að vandast málið, og ég er hræddur um, að sumir spakir menn á íslandi mundu eiga erfitt með að botna í gangi hlutanna. Satt að segja gerir fólk sér úti á íslandi enga grein fyrir, hvert risafyrirtæki mynd- list er orðin nú á dögum, og hve margslungið fyrirbæri er þar um að ræða. Þó er þetta ekkert nýtt í veraldarsögunni. Forðum daga var stundum líflegt í list- verzlun Evrópu, en það er önn- ur saga, sem ekki á neitt erindi hér. Ekki veit ég hvort það er sið- ur hér, að margir leggi .saman og kaupi eitt og sama listaverkið í félagi, eins og tíðkaðist áður fyrr, t.d. á dögum Rembrandts í Amsterdammi. í erfðaskrá eða uppskrift á dánarbúi hans er getið um tvær eða þrjár myndir eftir erlenda málara, sem Rem- brandt á part í ásamt fleirum. ar nefna það. Mér þykir mjög trúlegt, að þessi siður sé hér við hafður í New York borg, sem einmitt á tímum Rembrandts hét Neuwe Amsterdam og var smá- þorp, sem enginn vissi þá, hve glæsilega framtíð átti fyrir sér. En síðan hefur mikið vatn runn ið til sjávar beggja vegna Man hattan-eyjar. Margt misjafnt er hér til sölu í listverzlununum. Vart mundi sumt af þessu ganga sem góð og gild vara á uppboðum hjá Sig- urði mínum Ben, en hér í New York er það ekki falt fyrir minna en tíu til tuttugu þús- und da'li, og stumdum rifizt um bitann. Þertta eru miklir pening- ar í augum Evrópumanns, hvað þá Reykvíkings. Það, sem bezt gengur hér á markaðnum, er þess eðlis að ég efast um, hvort mögulegt væri að selja slíkt sem listaverk á íslandi. En þeirri staðreynd verður ekki meitað, hvort manni likar betur eða verr að hér er samtíðarlist á ferð. Tjáning tuttugustu aldar. Þeirri flugu skaut upp í huga mér, þegar ég reit þessar linur að ef til vill væri fjöldi fólks á íslandi, sem áliti Impressionism- ann nútímalist og áliti sig hafa þekkingu á listum. En auðvitað væri þá sannleikurinn sá, að þeir hinir sömu væru ánetjaðir smekk nítjándu aldar og hefðu dagað uppi með sína fífilbrekku grónu grund. Ég tek eins og stendur enga ábyrgð á þessari hugdettu, en hún gæti vel verið sönn fyrir þvi. Og ef þetta er rétt, eru hinir sömu ekki meira né minna en öld á eftir samtíð sinni. Ekki meir um það, en þetta flaug fyrir i huga mér. Meðan ég fékk mér bita á kaffiteríutnni tók ég eftir nokkr- um köllum, sem sátu yfir kaffi- bolla við stórt borð út í horni. Þeir töluðu bæði hratt og hátt á einhverju torkennilegu máli, sem ég bar engin kennsl á, en af til- viljun tók ég eftir því að einn þeirra hafði dagblað í vasa sín- um og það var skrifað með grísku letri, að ég hélt. Þá þótt- ist ég vita að þetta mnudu vera Grikkir. Það var auðséð á öllu að þeir voru ekki að hittast þarna í fyrsta sinn. Þetta var auðsjáanlega samastaður þeirra til að leysa heimsmálin sín á milli. Það gekk mikið á hjá þeim um tíma, og raddir þeirra glumdu æstar og herskáar, svo að liggja virtist við handalög- máli. Ef þeir hefðu ekki verið svo umræðuglaðir hefði ég sjálf sagt ekki tekið eftir þessum hóp, en eitt var ég viss um, að eitt- hvað mikið stóð til. Hvað sem það svo var. Ég hafði gaman af þessum náungum. Þeir voru lit- rik manngerð, og ég var farinn að ímynda mér, að þarna væru ljóslifandi fyrir augum mér hetj- ur hins forna Grikklands. Þessi flæðandi mælska, þessi brenn- andi áhugi, sem geisílaði frá hverj um og einum. En um hvað var verið að tala? Þessi hópur stakk mikið í stúf við venjulega Am- eríkumenn. f sjálfu sér er það ekkert merkilegt í New York, því að New York er ekki Am- eríka í þeim rétta skilningi, held ur eitthvað alveg sér á parti. Um leið og maður kemur nokkra kílómetra út fyrir borgina, tek- ur Ameríká við. New York borg er og verður ekkert annað en New York borg. En áfram með frásögnina af Grikkjum. Bætist nú ekki einn herramaður í hóp- inn, og hann talar ekki grísku, heldur ekta New York mállýzku sem er þó nokkuð svipuð emsku. Hann gæti vel hafa verið leigu- bílstjóri, það var margt, sem benti til þess. Hann tekur strax þátt í samræðu dagsins og virð- ist skilja grísku, þótt hann tali hana ekki. Hinir halda áfram á sínu máli. „Látið þið ekki svona, strákar, þetta er allt í lagi, heim urinn ferst ekki, þótt Agnew verði varaforseti. Ég styð hik- laust Nixon, Agnew.“ Og nú hækkar tónninn í samræðunum. Það eru ekki allir á þessari skoð un. Grískan bókstaflega flæðir út um allt, og það er slegið kröft uglega í borðið, svo að kaffifant arnir skoppa og hristast og kaffi skvettist yfir borðplötuna. Það er líf í þessum köllum, engir tveir sammála, og umræðurnar verða það snarlifandi, að það er aglert aukaatriði, hvor maður ski'lur grísku eða ekki. Svo bæt- ir sá við, sem ég he>ld að sé leigubílstjóri: „Nixon verður á- reiðanlega skotinn, ef hann vinnur kosningamar, og þá verð ur Grikki forseti Bandaríkjanna. Ég held, að tími sé til kominn, að Grikkir láti til sín taka í heimsmálunum.“ Já, það var nú það, hugsaði ég, um leið og ég snaraðist framhjá þessum sjálf- kjörnu stjórnmálamönnum og yf irgaf staðinn. Þeir minrntu mig á einhverja þessir gentlemenn? Hverja minntu þeir mig á? Ekki hef ég hugmynd um, hve margar sýningar ég sá í dag. Þetta er i hverju húsi og á öll- um hæðum, allt upp á tuttugustu hæð. Hér er auðvelt að ruglast í ríminu, og það verður að fara varlega í, að skoða þessa mergð af mismunandi framleiðslu lista- manna um víða veröld. Það get- ur verið erfitt að finna suma þessa staði. Það mætti halda að áhugi listaverkasalanna sé sára- lítill á því að komast í samband við almenning, enda er það víst sannleikurinn í þessu máli. Á- stæðan: Þeir hafa sína viðskipta-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.