Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DBSBMBER 1968 19 Jakob Þorláksson skipstjóri Bolungarvík: Þrotlaus sókn á þverrandi fiskimið Á ráðstefnu, sem haldin var á ísafírði dagana 16. og 17. nóv- ember s.l. á vegum Fjórðungs- sambands Fiskideildanna á Vest fjörðum, voru mættir 10 þekktir tækni og vísindamenn til að ræða um ýmis viðhorf í fiskvinnslu, fiskveiðum, skipabyggingum og í ýmsum nýjungum í þessum greinum. Margt kom fram, sem fróðlegt var að heyra. Einn þessara tí- menninga var hinn þekkti fiski- fræðingur Jón Jónsson. Ég Mýddi á ræðu hans eins og hinna, en heyrði mér til mik- illar undrunar, að hún var eitt- hvað keimlík þeim öðrum ræð- um og skrifum, sem ég hef heyrt og lesið áður frá þessum manni. !Það kom sem sagit í ljós, að skoð anir þessa fróða manns 3amrím- ast ekki viðhorfum þeirra manna, sem stundað hafa fiskveiðar und anfarin 20—30 ár, og er ég einn þeirra á meðal. Þetta er í sjálfu sér ekkert skrítið, vegna þess að viðhorf J.J. til fiskveiða og fisk gangna á miðunum hafa ekkert breytzt á þessum árum, og má það undur kalllast. Það sjá þó allir þeir, sem bolfiskveiðar hafa stundað, að hér hefur orðið gjör breyting til hins verra og stór svæði, sem áður voru morandi af góðfiski, eru nú sem eyðimörk. Á ég þar við grunnmiðin hér umhverfis Vestfirði, og margir úr öðrum landshlutum hafa sömu sögu að segja. Ég vil nú leyfa mér að gera nokkrar athugasemdir við ræðu J.J. á þessum haustdagafundi. Hann lét skilja það á sér snemma í sinni ræðu, að bót hefði orðið að útfærslu fiskveiði lögsögunnar. Hann kom einnig að því, að ofveiði lýsti sér í minnkandi afla, enda þótt auk- inn væri veiðiflotinn. Og það er einmitt það, sem hefur gerzt hér hjá okkur. Þorsk- og ýsuafl- inn hefur stórmin-nkað á undan- förnum árum, þrátt fyrir stærri flota og meiri veiðitækni. En þrátt fyrir þessi ummæli, telur J.J. ekki um ofveiði hjá okkur að ræða, og engin ástæða til að friða nein svæði. Þetta sýnist mér æði mótsagnakennt. J.J. drap á það, að ekki væri hægt að hjálpa náttúrunni að gera slíkt. Væri sama og að kasta peningum í sjóinn. Þetta vakti undrun mína. Við vitum það öll að það er hægt að hlúa að öllu lífi bæði í sjó og vötnum og á landi, og það er hægt að tefja fyrir öillum þroska á hinum sömu stöðum. Getur það hugsazt, að J.J. sé hlynntur því? T.J. tal- aði um botnvörpuna og taldi hana ekki skaðlegt veiðarfæri. f hana kæmi ekki nema stór fisk- ur, möskvinn væri orðinn svo stór. En hvernig stendur á því, fyrst állt er nú svona gott við þetta veiðarfæri, að togarar og togbátar tala um það sín á milli, að þeir hafi fengið svo og svo mikið magn í vörpuna, en fisk- urinn sé svo smár, að ekki sé hægt að hirða nema lítinn hluta aflans og verða því að færa sig é aðrar slóðir. Þessar staðreynd ir og margar aðrar, sem éghirði ekki um að tína til, sýna, að það er ekki allt rétt, sem J..J held ur fram um þetta veiðarfæri. Möskvinn á botnvörpunni þarf enn að stækka, ef það er þá nokkur lausn. Það er álit margra, sem þess- ar veiðar stunda, að möskvinn lokist, þegar tognar á trollið, og lokast þá allt inni, sem fyrir því verður. — J.J. taldi sig vita um dánartölu fiska hér við’land. Það er úr lausu lofti gripið, því að hann veitt ekkert um allar þær tugmillljónir seiða og smá- fiska, sem aldrei koma í land og er drepið í ýmsar botsköfur. Sem dæmi get ég nefnt, að á einum rækjubát hér við ísafjarð ardjúp voru talin þau seiði, sem komu í nótina í nokkra daga, og reyndust þau vera 1500—2000 á dag á þessum eina bát. Þessir rækjubátar eru 25 talsins, og sjá þá allir, hvílíkt geysimagn er drepið með allskohar móti. Eitt er það, sem þessi fróði maður heldur fram, að þorsk- urinn hrygni svo til eingöngu á Selvogsbanka. Þetta er ekki rétt. Mikið magn af þorski hef- ur gengið inn á Breiðafjörð til hrygningar. Það get ég sagt með fullri vissu, þar sem ég hef ver- ið með að stunda veiðar með net á þeim tíma, þegar þorskurinn er að hrygna. Leynir það sér ekki, þar sem hann fæst í þús- unda tali, kominn að hrygningu, og er að hrygna, þegar hann er veiddur. Sömuleiðis hrygndi fiskur hér grunnt undir Grænuhlíð og út af Barða, á meðan nokkurt magn komst á þessar slóðir. Og get ég bætt því við, til skýringar, að á Breiðafiði hafa veiðzt þús- undir tonna af hrygningarfiski á þessum árum og sjálfsagt ver- ið mest frá 1960—1966. Bn hitt er svo annað mál, að það er búið að eyðileggja öll þessi mið, sem ég nefndi, með of mikilli neta- veiði, og þessar staðhæfingar J.J. koma okkur sjómönnum kyn lega fyrir sjónir. í lok þessa umrædda fundar voru umræður gefnar frjálsar, og kom þar fram glöggur og reyndur skipstjórnarmaður, sem las upp fróðlega og sanna skýrslu um ýsuaflann, sem sýndi fram á, hve hann hefur farið ört minnk- andi á nokkrum árum í ver- stöðvum hér vestanlands, enda má heita, að ýsa sé horfin hér af okkar miðum, sé hliðsjón höfð af því, sem áður var. Þetta eru áhrifin af því, þegar smá- ýsan hefur verið drepin í svo hundruðum tonna skipti í síldar nætur fyrir sumnan land, oft svo smá, að það hefur orðið að kasta henni eða þá að landa henni í beinamjöilsframleiðslu. Þessar töt ur um ýsuaflann taldi J.J. lítils virði. Hér væri bara um sveifl- ur að ræða í aflanum, en þessar skýringar notar J.J. oft. En nú er ég og aðrir þeir menn, sem byggja á sinni reynslu, farnir að efast um þessar röksemdir hans. Væri nú fróðlegt að fara að fá skýringu á því, hvað þessi „mínus“-sveifla hjá J.J. geti staðið lengi. Finnst mér, að hann ætti nú að hafa það fyrir næsta áfanga í rannsóknum sínum að komast að niðurstöðu í því efni. Ekki er þó örgrannt um, að J.J. eigi sér einhverja fylgis- menn í sjómannastétt, því að á þessari ráðstefnu kom ein gust- mikil rödd, svífandi eins og stormsveipur ofan úr vestfirzk- um dölum. í gegnum stormgný- inn mátti heyra að kallað var á aðstoð, já aðsitoð til að opna fiskveiðilögsöguna tit að „nýta fiskimiðin“. Fiskifræðingurinn hresstist við þetta og var sam- mála þessum hvassyrta manni. En það er furðulegt að heyra stíkar raddir aðeins 10 árum, eft ir að fiskveiðilögsagan var færð út í 12 sjómílur og allir lands- menn voru sammála um. Þá var talað um að titeinka sér 'land- grunnið allt og að það væri okk ar lokatakmark. Nú virðast þær raddir hljóðnaðar, og er nú tal- að um að „nýta fiskveiðilögsög- una.“ Jón ræddi á þessari ráðstefnu um hafraninsótonir og rannsóknar skip. Nefndi hann í því sam- bandi ranmsóknarskipið Bjarna Sæmundsson, sem mitolar vonir væru tengdar við, þegar það væri komið til starfa. Einnig nefndi hann Ánna Friðrikssow, sem er nú við síldarleit og síld- arrannsóknir. Þar er ég á sama máli. Það er okkur mikil nauð- syn að eiga góð skip til haf- rannsókna, ef á þau veljast glögig ir, samvizkusamir og dugandi menn, svo sem á Árna Friðriks- syni. Á ég þar við Jakob Jak- obsson, sem hefur rutt sér braut sem einn okkar færustu fiski- fræðinga og nýtur nú virðingar allra sjómannastéttarinnar ís- 'lenzku að verðleikum. Vil ég þakka honum fyrir hans störf og einnig Jóni Einarssyni, skip- stjóra á Árna Friðrikssyni, sem eimnig hefur lagt mikið á sig við þessi störf. Mér er ekki grunlaust um það, ef þeir menn, sem rannsaka bol- fiskstofnin*, temdu sér líkar starfsaðferðir og Jakob Jakobs- son, að þá væru þeir nú nær sannleikanum um þessi mál. Stundum leitar það á hugann, hvort ekki sé nema eimn fiski- fræðingur, sem eitthvað hefur að segja um þessar þorsk- og ýsu- rannsóknir. Mér vitanlega heyr- ist lítið um þau mál frá öðrum en Jóni Jónssyni. Á þessum mildu haustdögum, þegar þetta er ritað, er ástandið svo slæmt hjá línubátum hér við ísafjarðardjúp og í fjörðum vest ur, að 200 smál. skip með línu sem nær yfir 10 sjómílna vega- lengd og telur 17000—18000 króka, fá oft og 'tíðum ekki nema 2—3 tonn í róðri, enda þótt sótt sé yzt á landgrunnsbrún aust- ur að Húnaflóa og vestur að Breiðafirði. Þá er það okkar reynsla, áður en þetta eymdar- ástand skapaðist, að fiskigengd var hvað mest á djúpmiðum í endaðan nóvember og allan des- ember. Heyrzt hefur um góða afla- hrotu hjá togurum djúpt úti fyr- ir, austan Djúpál, en engu hafa þeir sleppt hér upp á okkar mið, og sýnir þetta betur en nokk uð annað, hve mikill þungi hvil- ir á okkar miðum frá þeim mikla fjölda erlendra skipa, er stunda veiðar hér úti af Vestfjörðum og víðar við landið. Fer þeim sí- fellt fjölgandi og stækkandi að sama skapi. Ég lýk nú athugasemdum við ræðu J.J., en tel að hann þurfi að endurskoða afstöðu sína til þessara mála, því að ástandið er ekki eins gott og hann telur vera. Nú kynni einhver, sem les þessa grein, að halda, að ég vildi nú banna allar veiðar. Því fer fjarri. Ég vil aðeins vekja at- hygli á því, að við megum ekki hugsa aðeins um líðandi stund. Við megum ekki veiða svo mik- ið, að stofninn bíði slíkan hnekk, að hann nái sér aldrei aftur. Við erum ekki síðasta kyn slóðin, sem byggir þetta land. Við verðum að skipuleggja okk- ar veiðar þannig, að stofninn sé nógu sterkur á hverjum tíma til að mæta því, sem eytt er. Og að lokum vil ég segja þetta góðir landar: Tökum höndum sam an og vinnum einhuga að því að fá umráðarétt yfir öllu land- grunninu og fáum ti'l liðs við okkur vinveittar þjóðir. Vinnum markvisst að því hér heima fyrir að friða einhvern hluta hrygn- ingarsvæðanna fyrir þorskanet- um og öllum botnsköfum og einn ig að því að friða ungfisksvæðin fyrir norðan og norðaustan fs- land fyrir öllum veiðum. Stíg- um sjálfir fyrsta skrefið og frið um þessi svæði innan 12 sjó- mílna markanna, og þá verður aðstaða sterkari til friðunar ut »r. Bolungarvík, 8. desember 1968 Jakob Þorláksson. Cunnar Sigurðsson, Seljafungu: Heyr á endemi! E. B. Malmquist er maður nefndur. Hann ber starfsheitið: Yfirmatsmaður. Það gefur til kynna, að honum hafi verið fal- ið yfirstjórn einhvers mats eða dóms. Svo mun og líka vera. Hann mun vera yfirmaður nokk- urra annarra vitringa við gæða- mat og flokkun kartaflna, sem framleiddar eru í landinu. Hann er í þjónustu ríkisins. En hverra hag hefir hann í huga við starf sitt veit Guð einn. Við bændur vitum, að það er ekki okkar hag ur, og heyrzt hefir mér á stund- um, að neytendur teldu ekki hugs að um sinn hag við gæðamat á þeim kartöflum, er einkasala rík isins selur þeim. En Malmquist þessi er þó ekki svo upptekinn við sitt kartöflu- mat að hann ekki geti gefið sér tíma til þess að sinna „yfirmati" á öðrum sviðum. f Morgunblaðinu hinn 4. des. sl. birtist grein eftir yfirmats- manninn, sem ber fyrirsögnina: „Uppskera garðávaxta og mark- aðsdreifing. Þar dregur Malmqu- ist hvergi af hæfni sinni um „yf- irmat“. Og nú er það ekki kart- öfluframleiðsla íslenzkra bænda, sem hann er að meta og setja í annan flokk. Nei, nú er vitið að menntunin látin gilda til þess að meta löghlýðni og félagslegan þroska bændastéttarinnar, en þó einkum og sér í lagi, löghlýðni og þroska íbúa Gaulverjabæjar- hrepps. Hver láir mér þó að mig reki í rogastanz við lestur á því- líkum dómi. Ég sem í barnslegri einfeldni minni hélt að mannin- um væri vegna fyrra samneytis við íbúa Gaulverjabæjarhrepps heldur hlýtt til sveitarinnar. En það er öðru nær. Aldrei hefir nokkur starfsmaður í þágu rík- isins ráðizt með þvílíkum aðdrótt- unum að íbúum eins sveitarfé- lags á íslandi. Það þori ég að fullyrða, og er vizka þeirra margra þó ekki lítil. Er og ekki minnsti vafi á því, að þvílíkir sleggjudómar og greinarhöfund- ur hefur í frammi um íbúa Gaul- verjabæjarhrepps varðandi sölu á landbúnaðarafurðum þeirra, jaðra við atvinnuróg, sem hann getur vel orðið síðar meir að súpa réttmætt seyði af. Eftir að hafa sakfellt bænda- stéttina upp til hópa fyrir mis- yndi gagnvart lögum um sölu og dreifingu garðávaxta og annarra landbúnaðarafurða, gefur grein- arhöfundur okkur íbúum Gaul- verjabæjarhrepps þetta vottorð: „Svo rammt hefir kveðið að þessari „framhjásölu“ t.d. frá hreppsbúum Gaulverjabæja- hrepps í Árness., að bændur eða fólk þeirra hefir gengið á milli húsa í Reykjavík, bjóðandi garð ávexti og egg langt undir þvi verði, sem hin svokallaða 6- manna nefnd ætlast til að neyt- endur greiði fyrir greindar land búnaðarvörur. Þá stendur ekki á sumum kaupmönnum, smásölu- verzlunum, að taka á móti þess- um laumusendlum sveitanna. Sjá þeir séu þar leik á borði að ræna söluskattinum, auk þess sem velta verzlunarinnar verður því minni.“ Ja, mikið er að heyra. Ekki er von til þess að kartöfl- ur þær, er við framleiðum og lenda undir mati þessa manns, nái fyrsta flokki, þegar mat hans á eigendum þeirra er ekki burð- ugra en þetta. Hitt er, að löngum hefir það þótt lítilmannlegt að fella dóma yfir mönnum eða málefnum án þess að færa orðum sínum stað. Þetta hlutskipti velur E. B. Malm quist sér nú samt og veit nú sem fyrr enginn mannleg vera hvað honum gengur til. Ef hann hefir sannanir fyrir því, að við íbúar Gaulverjahæjarhrepps högum okkur svo, sem hann lýsir, því í ósköpunum mannar þessi rétt- lætispostuli sig ekki upp til þess að sækja okkur til saka fyrir dómstólum þjóðarinnar. Segir hann ekki einmitt í grein sinni, að það varði sefctum að bregða út af lagaboði um sölu og dreif- ingu landbúnaðarvara? Nei, hann kýs heldur að fella sjálfur rang- an dóm um íbúa Gaulverjabæj- arhrepps. Það var aldrei ætlun mín að gegnumlýsa grein yfirmatsmanns ins að nokkru ráði. Til þess er höfundur hennar ekki verður. Hinu læt ég ekki ómótmælt, þeg ar sveitungar mínir eru bornir þvílíkum svívirðingum sem Malm quist gerir í grein sinni, og ég hefi þegar rifjað upp. Ekki þarf ég á að halda upplýsingum frá E. B. Malmquist yfirmatsmanni um kosti eða lesti íbúa Gaulverja bæjarhrepps. Trauðla þekkir hann fólkið, sem byggt hefir, og byggir mína ágætu sveit betur en ég, eftir meir en 40 ára sam- búð og samvinnu. Mér þykir því vænt um að fá tækifæri til þess að segja, að óvíða er um jafn félagslynt, hjálplegt, duglegt og sanngjarnt fólk sem hér í sveit. Er þar enginn undanskil- inn. Og mikið mætti Malmquist þessi vera hreykinn, ef hann hefði þó ekki væri nema ein- hvert örlítið brot af þeirri rétt- lætistilfinningu, sem fólkið hér er auðugt af. En svo er ekki, því miður. Það er stundum talað um of mikla yfirbyggingu á því húsi, sem við köllum íslenzkt þjóð- félag. Sízt er að mínum dómi of mikið úr því gert. Ekki er ein- asta að í þeirri yfirgerð séu þarf legar sperrur og langbönd. Það eru líka svo ótal margir raftar, sem að vísu allir eru látnir hafa einhvern tilgang, en hafa það í raun og veru ekki. Allra sízt, ef þeir eru fúnir eða feisknir. Þá skila þeir ekki sínu hlutverki. Eða er það virkilega hlutverk Malmquist sem starfsmann rík- isins, að haga svo starfi sínu með rakalausum áburði á íbúa heils sveitarfélags um vítaverð brot á landsins lögum. Eða sýnir það hæfni í starfi, að vita ekki ann- að eins og það, að engin einka- sala er til á eggjum, sem fram- leidd eru í landinu? Það er og allavega ný ráðstöfun, ef sala á gulrófum og gulrótum er óleyfi- legt nema til Grænmetisverzlun ar ríkisins. Ef þetta er rangt hjá mér, þá væru starfsmenn ríkisins ekki of góðir til þess að birta í tíma þær reglur, er hér um gilda. Um skaifct svik væri Malmquist sem og mörgum öðrum sæmst að tala sem allra minnst. Fáir vita, hver er sekastur í þeim málum, og sízt af öllu að hægt sé að koma skatt svika stimpli á eitt sveitarfélag í landinu framar öðru. Þeir, sem treysta sér til þess, eiga sannarlega ekki lítið undir sér. Uarttííarhurtir INIMI tJ TI BÍLSKLRS SVAL4 HMR Jfhhi- Lr Vtikuriir h O. VILHJALMSSON RANARGQTU 12. SÍMI 19669

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.