Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 Fjórmagnsþörf fyrirtækja Erindi dr. Jóhannesar Nordals á fundi Vinnuveitendasambands Islands Föstudaginn 12. des. hélt stjórn Vinmuveitendaisamibands ísland fund þar sem sérataklega var tekin til umræðu fjármagns- þörf fyrirtækja m.a. með hlið- 'sjón af síðustu efna'hagsráðstöf- unum ríkisstjórnarinnar. Á fund inn voru boðnir fulltrúar frá ' Félagi íslenzkra iðnrekenda og Landssambandi íslenzkra útvegs manna. Formaður Vinnuveitendasam- bandsins, Benedikt Gröndal setti fundinn með stuttri ræðu þar sem hann gerði grein fyrir fund árefninu. Gaf hann því næst dr. Johannesi Nordal orðið og flutti hann erindi það, er hér fer á eftir í heild. Að loknu erindinu voru frjáls ar umræður og tóku þessir menn til máls og báru fram fyrirspurn ir: Margeir Jónsson, Finnbogi Guðmundsson, Sveinn Benedikts son, Eyjólfur ísfeld, Karvel Ög mundsson, Sverrir Júlíusson, Ó1 afur Johnsen, Bjarni Bjömsson og Önundur Ásgeirsson. Svaraði dr. Jóhannes fyrir- spurnunum eftir því sem tími vannst til, en þær umræður er ekki möguleiki á að rekja frek- ar hér. Erindi dr. Jóhannesar Nordals Rekstrarfjárvandamál virðast vera orðin býsna rótgróið ein- kenni íslenzkra efnahagsmála. JÞeir erfiðleikar, sem við er að etja í þessum málum nú, eru vissulega sérstaklega miklir og eiga sér að nokkru leyti óvenju legar orsákir. Hins vegar held ég að það sé nauðsynlegt að menn skoði ekki þessa örðugleika sem einangrað fyrirbrigði, heldur reyni að átta sig á eðli þeirra í ljósi þróunarinnar, eins og hún hefur verið yfir lengri tíma litið. f öllum umræðunum um rekstr arfjárvandamál, bæði fyrr og nú ber mjög á þeirri afstöðu, að hér sé um að ræða sérstæða tegund fjárþarfar, sem óhjákvæmilegt sé að mæta með útlánaaukningu úr bankakerfinu, ef ekki með öðru móti. Menn segja sem svo, að aukning rekstrarfjár sé for- senda framleiðsluaukninga1' og útlánaaukning, sem eigi sér stað í þessum tilgangi, hljóti því að skila sér aftur í aukinni þjóð arframleiðslu og geti því ekki verið orsök verðbólgumyndunar eða greiðsluhalla við útlönd. Ég skal segja það strax, að að mínum dómi er þessi skoðun röng, a.m.k. ef hún er sett fram sem alménn regla, enda þótt j henni felist hálfsannleikur. I>að sem er rangt og beinlínis vara- samt í henni, er sú hugsun, að aukning rekstrarfjár þurfi í rauninni ekki að kosta nokkurn mann neitt, þar sem það hafi í för með sér framleiðsluaukn- ingu og þar með skili fjármagn- ið sér strax aftur. f samræmi við þetta ætti að vera eðlismunur á fé sem varið er til rekstrar, og hinu, sem fer til fjárfestingar. Þetta er að mínum dómi rangt. Bæði rekstrarfjármagn og fasta- fjármagn eru nauðsynlegar for- sendur í öllum atvinnurekstri og hvort tveggja þarf til þess, að framleiðsluaukning geti átt sér stað. Munurinn er aðeins fólginn í því, að Áekstrarfjár- magnið er að eðli sínu bundið til skemmri tíma eða veltur ör- ar í rekstri fyrirtækisins. Hins vegar gilda sömu lögmál um öfl un rekstrarfjármagns og fasta- fjármagns, hvort tveggja þarf að verða til af raunverulegum sparnaði innan þjóðarbúsins. Möguleikarnir til þess að auka rekstrarfé fyrirtækja eru því háðir sömu takmörkunum og öll önnur fjáröflun. Eigi rekstrar- fé að aukast þarf því að eiga sér stað raunverulegur sparnað ur eða takmörkun fjárútláta til fjárfestingar eða annarra þarfa. Ef menn gera sér ekki grein fyrir þessari meginstaðreynd, hljóta allar umræður um rekstr- arfjárvandamálin að enda í botn lausum kröfum um óraunhæfa peningaþenslu. En eins og ég sagði áðan felst líka í kröfunum um aukið rekstr- arfé hálfur sannleikur, en hann er fólginn í því, að aukning rekstrarfjár að því marki, sem nauðsynlegt er til þess að halda eðlilegum atvinnurekstri gang- andi, hlýtur að hafa forgang fram yfir aðrar fjármagnsþarf- ir. Með öðrum orðum, rekstrar- fjárvandamálin verður að leysa, en það verður að gerast annað hvort með þeim hætti, að sparn- aður og fjármagnsmyndun séu aukin, eða með því, að fjármagn- ið, sem nú fer til fjárfestingar og annarra þarfa, verði í stað þess notað til aukningar á rekstr arfé fyrirtækja. Ég hef lagt áherzlu á að skýra þessi atriði vegna þess, að ég tel þau mikilvæga for- sendu þess, að hægt sé að tala af nokkurri skynsemi um rekstr arfjárvandamál fyrirtækja og lausn þeirra. Um nauðsyn þess, að fyrirtæki ráði yfir nægi legu rekstrarfé er óþarfi að fjölyrða. Hitt er hins vegar hættulegur misskilningur, ef menn halda, að úr rekstrarfjár- skorti verði endalaust bætt með bankalánum, án þess að nokkur þurfi að finna fyrir þvi. Og því er ég að hrekja þessa skoðun hér, að hún hefur átt meginþátt í þvi, að menn hafa reynt á und anförnum árum að leysa rekstr- arfjárvandamálin hér á landi með röngum aðferðum. Því mið- ur mundi það taka mig allt of langan tíma að reyna að gera hér viðhlítandi grein fyrir því, sem ég tel rétt í þessu máli, og verð ég því að láta mér nægja að drepa stuttlega á örfá atr- iði, sem verða mættu þessu efni til skýringar. Fyrst langar mig ti'l að stað- hæfa, að vandamálin í fjárhags- legri uppbyggingu íslenzkra fyr irtækja yfirleitt liggja engan vegiinn í of litlu lánsfé. Sízt af öllu eru stutt lán þeirra til rekstrar minni en eðlilegt væri. Þetta býst ég við, að margir ykkar, sem hér eru, hafi fengið ástæðu til að sannreyna, ef þið hafið borið saman efnahags- reikninga íslenzkra fyrirtækja og sambærilegra fyrirtækja í ná grannalöndunum. Meginvandamál in 'liggja allt annars s'taðar, og þó einkum í tvennu. í fyrsta lagi er eigið fé íslenzkra fyrir- tækja yfirleitt allsemdis ónóg. Hins vegar er lausafjárstaða flestra íslenzkra fyrirtækja langt fyrir neðan það, sem æski- legt væri. Með lausafjárstöðu er þá átt við hlutfallið á milli veltufjármuna annars vegar og stuttra skulda hins vegar. Nú er það öllum ljóst, sem þekkja til rekstrar tyrritækja, að stutt rekstrarlán bæta hvorki eiginfjárhlutfall né lausafjár- stöðu. Eiginfjárhlutfall verður eingöngu bætt með nýju hlutafé og öðru framlagi eigenda eða með ágóða, sem verður af rekstri þess. Auðveldasta leiðin til þess að bæta lausafjárstöðu er hins vegar öflun nýs eiginfjár og breyting stuttra skulda í löng lán, þar sem það getur átt við, en þar kemur vissulega margt annað til greina. En hverjar eru þá orsakirnar fyrir því, að svo er komið í fjárhagsuppbyggingu íslenzkra fyrirlækja sem nú hefur verið lýst? Þær eru margar. Hiin fyrsta og e.t.v. alvarlegasta er sú, að hér á landi ríkir algerlega ó- fullnægjandi skilningur á því, að ágóði fyrirtækja sé nauðsynleg- ur til þess, að þau geti starfað og vaxið á heilbrigðan hátt. Má segja, að skilningsleysið varð- andi nauðsyn eðlilegrar fjár- magnsmyndunar í fyrirtækjum hafi einkennt efnahagsmála- stefnu íslendinga um áratugi. Einna berlegast kemur þetta fram í þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið í verðlagsmálum allt frá því fyrir síðustu heims- styrjöld. Þegar ófullnægjandi fjármagnsmyndun hefur verið samfara þrálátri verðhækkun og þar af leiðandi þörf fyrir síauk- ið rekstrarfé, hefur afleiðingin orðið sú í mörgum fyrirtækjum, að eigið rekstrarfé hefur farið síminnkandi, en skuldir við bankana komið í staðinn. Það er undarlegt, að margir þeirra manna, sem háværastar kröfur gera um aukningu rekstr arlána til fyrirtækja þykir jafn sjálfsagt, að álagningu og ágóða sé ha’ldið svo niðri, að eig- ið rekstrarfé fyrirtækjanna fari síminnkandi. Afleiðingarnar af þessari mótsagnakenndu stefnu eru hins vegar mjög alvarlegar, bæði fyrir fyrirtækin sjálf og hagkerfið í heild. Með sívax- andi skuldabagga við bankakerf ið verður fjárhagsleg uppbygg- ing fyrirtækja óheilbrigðari, en jafnframt festist óeðlilega mikið af því heildarfjármagni, sem bankakerfið hefur yfir að ráða, í beinum rekstrarlánum, svo að allt of lítið verður afgangs til uppbyggingar og nýframkvæmd ar. Augljóst er, að sérstaklega mikil vandamál skapast í þessu efni, þegar miklar verðhækkanir eiga sér stað, er krefjast sam- svarandi aukningar á rekstrar- fé fyrirtækja. Sú verðlagsstefna, sem hér hefur ríkt við slíkar aðstæður, þ.e.a.s. að gamlar birgð ir ættu að seljast á gömlu verði, hefur haft í för með sér alvar- lega rýrnun raunverulegs rekstr arfjár í hvert skipti, sem mikl- ar verðbreytingar hafa orðið. Þegar fyrirtækin fá heldur ekki í kjölfar slíkra breytinga að halda eftir nægilegum ágóða til þess að byggja rekstrarfé sitt upp að nýju, hljóta afleiðingarn ar að verða síversnandi fjár- hagsstaða ásamt aukinni þörf fyrir lánsfé. Ég vi'l ekki skiljast svo við þennan þátt þessa máls, að ég bendi ekki einnig á það, hvern þátt ógætileg fjármálastjórn fjölda íslenzkra fyrirtækja hef- ur átt í þeim rekstrarfjárörðug- leikum, sem þau hafa átt við að búa. íslenzkum atvinnurekend- um hefur verið um of hætt við því að leggja í miklu meiri fram kvæmdir en eigið fjármagn þeirra hefur raunverulega leyft. Þetta hefur svo orðið til þess, að dreg ið hefur verið fé úr rekstri og það bundið í fjárfestingu til langs tíma. Afleiðingin hefur orðið óheilbrigð lausafjárstaða og söfnun stuttra skuilda, bæði í bönkum og utan þeirra, sem íþyngt hefur rekstri fyrirtækj- anna og valdið þeim alvariegum áföllum, strax og á móti hefur blásið. Sú skoðum virðist því miður allt of algeng í stjóm at- vinnufyrirtækja hér á landi, að 'hægt 'sé að ráðast í stórfram- kvæmdir og fjárfestingu með litlu eða engu eigin fé. Á sama hátt hafa margir gert þau mis- tök að festa rekstrarfé sitt í framkvæmdum án þess að hafa nokkra tryggingu fyrir því, að fé væri fyrir hendi till þess að tryggja rekstur næsta dags. Þau íslenzku fyrirtæki, sem bezt hafa varazt þessi mistök, hafa e.t.v. ekki ætíð vaxið örast, en vöxt- ur þeirra og þróun hefur verið traustari og öruggari en annarra og þau hafa staðizt áföll, sem öðrum hafa Qrðið að falli. Nú þykir mér ekki ótrúlegt, að ýmsum ykkar finmist ég vera komim nokkuð langt frá þeim brennandi vandamálum, sem fyr irtæki ykkar og annarra standa frammi fyrir í dag. Þið munuð segja sem svo, að ti'lgangslaust sé að tala um uppbyggingu rekstrarfjár af ágóða, þegar stöðvun rekstrarins er á næsta leiti. Um verðlagsmál eruð þið væntanlega sammála mér, ef þið fengjuð við þau ráðið. Sjónar- mið sem þessi eru vissulega skilj anleg og réttlætanleg við núver amdi aðstæður. Mér er það fylli- lega Ijóst, að rekstrarfjárvanda mál íslenzkra fyrirtækja á næst- unni verða ekki leyst, nema með verulegri útlánaaukningu. Á hitt hef ég vi'ljað leggja áherzlu, og það er að mínum dómi aðalatrið- ið, að lausn rekstrarfjárvanda- málanna með auknum bankalán um er ekki í sjálfu sér æskileg, jafnvel þótt hún sé orðin óum- flýjamleg, eins og málum er kom- ið. Sá kostur að auka nú enn hlutfall lánsfjár í rekstrarfé fyr- irtækja og að binda enn meira af heildarfjármagni bankakerf- isins í rekstrarlánum, er að mín, um dómi óheilbrigt bæði fyrir fyrirtækim og þjóðfélagið, eins og ég hef þegar fært rök að. Það verður því að skoða að- gerð af þessu tagi sem neyðar- ráðstöfun gerða í því skyni að tryggja áframhaldandi fram- leiðslu, en ekki sem neins kon- ar framtíðarlauisn á fjárhags- vandamálum íslenzkra fyrir- tækja. Sú lausn fæst ekki, nema stjórnmálaflokkar, verkalýðsfé- lög, verðlagsyfirvöld og aðrir, sem hér ráða úrslitum, viður- kenni í verki nauðsyn heil- brigðrar fjármagnsmyndunar fyrirtækja, jafnframt því sem fyrirtækin læri sjálf að fara af meiri forsjálni með fjármuni sína. Skal ég ekki f jölyrða meira um þessi efni, en snúa mér í stað þess að því, sem ykkur kann að virðast nærtækara, en það er þró unin í lánamálum að undan- förnu og horfurnar framundan. Ástandið í peningamá'lum hef- ur farið ört versnandi á þessu ári, sérstaklega síðustu mánuði, en ég er ekki viss um, að menn hafi gert sér rétta grein fyrir orsökum og eðli þessarar þróun ar. Sú skoðun virðist t.d. algeng, að útlánaaukning hafi verið mjög lítil á árinu, og hafi því lánsfjárhöft átt meginþátt í rekstrarfjárerfiðleikumum. Þetta er fjarri öllu lagi, eins og tölur um útlán bankakerfisins sýna. Enn eru ekki tilbúnar endan- legar tölur um út- og innlán bankanna í nóvember, svo að ég verð að styðjast við bráðabirgða tölur en þær breytast varla mjög mikið. Samkvæmt þeim nemur út lánaaukning banka og spari- sjóða að frádregnum eriendum endiurlánum um 1250 millj. kr. frá áramótum til loka nóvem- ber. Meginástæðan fyrir því, að þessi útlánaaukning hefur ekki bætt betur úr rekstrarfjárþörf atvinnuveganna en raun ber vitni, felst fyrst og fremst £ hin- um gífurlega hallarekstri sjáv- arútvegsins, sem bæði hefur valdið mikilli beinni skuldasöfin un. við bankana, jafnframt því sem skuldir hafa einnig safnazt hjá fyrirtækjum, sem sjávarút- vegurinn skiptir við og rekstr- arfé þeirra eyðzit með þeim hætti. Mikill hluti rekstrarfjáraukining arinnar hefur einnig farið til fyrirtækja, sem vegna verðlags- ákvæða og 'lélegrar afkomu, hafa ekki getað byggt upp rekstrar- fé sitt á eðlilegan hátt en um það atriði hef ég þegar rætt. Sé hins vegar litið á hina hlið málsins, þ.e.a.s. möguleika banka kerfisins til þess að mæta rekstr- arfjárþörfinni, er myndin enn ó- glæsilegri. Versnandi efnahagsá- sitand og samdráttur í tekjum hefur komið fram í mjög óhag- stæðri þróun innlána, bæði spari innlána og veltiinnlána. Þannig mun aukning innlána í banka- kerfinu alls hafa orðið innan við 260 millj. kr. frá áramótum til loka nóvember. Bankakerfið hefur m.ö.o. lánað út um þús- und milljónum króna meira en nemur raunverulegri fjármagns mynduin hjá því. Þessi gífurlegi mismunur hefur að nokkru ver- ið jafnaður með skuldaaukningu bankakerfisins erlendis og aukn ingu eiginfjár bankanna, en meg inhlutinn eða 753 millj. kr. hafa komið úr Seðlabankanum í formi aukinna útlána Seðlabankans til annarra banka og rýrnandi lausafjárstöðu annarra banka gagnvart honum. Þetta þýðir m. ö.o., að 60% af því fjármagni sem staðið hefur undir aukningu rekstrarlána á árinu hefur komið úr Seðlabankanum, en hann hef ur hins vegar fengið það með því, að gjaldeyrisstaða hans hef ur rýrnað að sama skapi. Hér er eitt dæmið um það, sem ég sagði áðan, að rekstarfé geti ekki fremur en annað fjármagn ■ fengizt að kostnaðarlausu. Sá hluti rekstrarfjáraukningarinn- ar sem ekki hefur fengizt með heil'brigðri innlánsaukningu í bönkunum, hlaut að koma fram með þeim hætti, að notaðar væru upp erlendar eignir þjóðarinnar. Augljóst er, að þannig verður ekki til lengdar leyst úr þessu vandamáli. Það sem í þeirri þróun, sem ég hefi nú lýst, felst, er aðeins staðfesting á því, að hiin miklu efnahagslegu áföll sem þjóðarbú ið hefur orðið fyrir undanfarin tvö ár, hafa ekki síður komið fram í fjármagnsmyndun í banka kerfinu heldur en í tekjuþróun og afkomu fyrirtækja. Banka- kerfið hefur hinsvegar getað haldið uppi útlánaaukningu og þar með innlendri eftirspurn að Framhald á bls. 18 Dr. Jóhannes Nordal flytur erindi sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.