Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESBMBER 1968 - GUNNAR DAL Framliald af bls. 5. son, og nú eiga þeir aðeins einn, Húnvetninginn Gunnar Dal (hann tók þetta fram, af því að hann var Þingeyingur). Því má skjóta hér inn í, að á sínum tíma sagði Jónas þetta: „Það má margt segja um Hún- vetninga, en aldrei hef ég hitt heimskan Húnvetning“. „Ep jarðvegur fyrir heimspek- inga á íslandi?“ „Margir fslendingar fælast heimspeki e.t.v. vegna þess alvizkuhljóms, sem felst í orð- inu“. „En þykjast ekki sumir heim- spekingar öðlast alvizkuna eftir AU6LYSINGAR SÍMI 22*4*80 allt þeirra ancílega erfiði?“ „Heimspeki er ekki svar, held- ur spurning. Hún er ekki lok- aður heimur, heldur opinn heim- ur, sem er enn í sköpun. Hún er ekki þekking, heldur leit að þekkingu". „Hvað verður um al’la þá ís- lendinga, sem nema heimspeki?" ,,Ég hef orðið fyrir vissum von brigðum í sambandi við heim- speki. Þegar ég hóf heimspeki- nám 1950, voru nokkrir ungir íslendingar, sem einnig byrjuðu heimspekinám um svipað leyti. Ég hafði vonazt til þess, að þess- ir ungu menn mundu leggja hönd á plóginn, skrifa heim- spekirit og vinna þessa óplægðu jörð, sem ísland er, hvað heim- speki snertir. Þessir menn stund uðu sitt nám, tóku próf með láði, en hafa mér vitanlega ekki skrif að neitt á íslenzku um heim- spekilegt efni nema nokkrar skammargreinar um Gunnar Dal“. „Kenndi heimspekilegs þanka- gangs í þeim skrifum?" „Ekki í þeirri góðu gömlu merkingu, að heimspeki hefði fyrst og fremst þau áhrif, að hún göfgaði, sem er hinn yfir- lýsti rétti tilgangur hennar." „Fræddu mig á einu — getur verið, að trú án heimspekilegr- ar undirstöðu sé kannski versti dragbítur í íslenzku hugarfari?“ („Ég spyT þig að þessu vegna þess að hér á íslandi er meiri viðleitni til einhvers konar trú- arlífs en víða annairs staðar í heiminum, en svo sorglega kjána legar leiðir að markinu.") „Það álít ég ekki. Trúin er djúpstæður leyndardómur. Hún er þýðingarmesta afl lífsins, vegna þess að hún er kjarni alls vaxtar. Trúin er til í hverri einustu 'lífveru. Hún er í innsta eðli framtíðin í nútíðinni, fræ- korn þess, sem á eftir að vaxa og síðan birtast fullskapað. Hið óbirta, sem á eftir að vaxa og þróast, má kalla trú, hvort sem er í manni, dýri eða jurt“. „Ertu kannski guðspekingur eftir allt saman?“ „Það hef ég aldrei verið í þeirri merkingu, sem almennt er llögð í það orð. Af skipulögð- um trúarbrögðum tel ég kristin- dóm beztan“. „Ertu mótmælandi ... ég spyr?“ „Ég er ekki í neinum söfnuði, vil ekki vera það.“ „Trúirðu því að skipulögð trú arbrögð séu hið eina, sem getur agað sálarlíf mannskepnunnar?“ „Ég held að mannkynið eigi enga leiðarstjörnu betri en kenm ingu Krists". „En nú veit ég með sanni, Gunnar, að þú hefur um skeið hneigzt ti'l og hallast að austur- lenzkum trúarbrögðum?" „Ég hef skrifað sex bækur um indversk trúarbrögð og heim- speki, — það eru göfug fræði — en eftir því sem ég hef kynnzt betur austurlenzkum trúarbrögð um, verða mér betur Ijósir yfir- burðir fjallræðunnar.“ „Þú trúir semsagt á auðmýkt gagnvart guði?“ „Fullkomlega“. „Þegar þú varst í Calcutta og í Himal'aya, hafðirðu samneyti við jógana — lærðirðu af þeim kúnstir?" „Ég kynntist nokkrum þeirra, sem iðkuðu jóga. Annars held ég að enginn, sem veit fullkomlega hvað jóga er, stundi jóga. Sjálf- ur Patanjali, sem er höfundur jógakerfisins, bannar það, sem Vesturlandabúar kalla að iðka jóga.“ „Hvers vegna?" „Vegna þess að hin 8 stig þró- unarinnar í jógafræðum má að- eins taka í réttri röð. Fyrsta stigið er fu'llkomið siðferði. Ann að stigið er fullkominn hrein- leiki. Aðeins sá einn, sem hefur fullkominn hreinleik og göfgi, má hefja 3ja stigið, sem er í sam bandi við öndunaræfingar og lík amsstjórn, hin hærri stigin mið- ast við árþúsundaþróun en ekki mannsævi. Dulhyggjumenn telja öllum hættulegt að vekja öfl sem menn hafa hvorki hreinleik né göfgi til að beita réttilega." Heimspeki og jógafræðum sleppti og talið hné að Spáni og Grund á Arnarstapa, þar sem Gunnar hugsar og skrifar. Hann hefur undanfarin fjögur ár verið á síðarnefnda staðnum og svo á Mallorca og Tenerifi á Canari- eyjunum og A'licante á Suður- Spáni. „Hvað hefurðu sótt til Spán- ar?“ „Sól“. „Og eitthvað meira.“ „Ekkert meira.“ „En á Nesið?“ „Nesið er sjálfur vaxtarbrodd ur mannkynsins eins og sjá má á Kristnihaldi undir Jökli“. „Ertu snortinn af bókinni?" „Mér finnst hún meistara- verk.“ „Er hún trúræn?" „Hún er viturleg bók.“ „Er andrúmsloft nessins í bók imni?“ „Það er andrúmsloft „mjólkur hringanna" í þeirri bók, sem er sama og andrúmsloft „jökuls- ins“. „Hvað er mjólkurhringarnir?“ „Það er spurning, sem aðeins þeir, sem lengra eru komnir, geta svarað." „Hvers vegna ertu allt í einu farinn að skrifa skáldsögu?" „Þegar ég var ungur ákvað ég að skipta rithöfundarferli mín um í þrennt, ljóð, skáldsögur og heimspeki. Heimspekiskrifin hafa verið tímafrek. Ég hef nýlokið kritískri ana'lýsu á heimspeki frá upphafi til okkar dags, ný- lokið að skrifa þetta verk. Margt af þessu verki er óprentað. Fyw ; en þessu verki var lokið, taldi ég mig ekki geta skrifað skáld- sögu, sem ég hef lengi haft hug á. í raun og veru hef ég sama til- gang með skáldsögu og heim- spekiskrifum." „Hver er sá tilgangur?" „Þekkingarleit“, segir hann, „kjarni allrar þekkingar er sjálfsþekking og skilja og skýra manneðli er höfuðtilgangur skáldsögunnar“. Fróðleiksfúsir velja „Bættir eru bændahættir" SÖGU LANDS OG ÞJÓÐAR HÖFUNDAR: Dr. Kristjón Eldjórn, f.v. þjóðminjav. Ingólfur Jónsson, ráðherra Steindór Steindórtöon, skólam* Sveinn Tryggvason, frkvsti. Framl.r. Dr. Sigurður Þórarinsson, Jarðfr. Ingvi Þorsteinsöon, magister Páll Bergþórsson, veðurfr. Hákon Bjarnason, skógræktarstj. Dr. Sturla Friðriksson, erfðafr. Þór Guðjónsson, veiðimálastj. Páll Agnar Pálsson, yfirdýral. Dr. Bjami Helgason, jarðvegsfr. Þórir Baldvinsson, arkitekt Pálml Einarsson, landnámsstjórl Guðmundur Jónsson, skólastjórl Þorsteinn Sigurðsson, form. B. L Gunnar Guðbjartsson, form. Stéttarsamb. bænda Agnar Guðnason, ráðunautur Gunnar Bjarnason, ráðunautur Amór Sigúrjónsson, rithöfundur Sveinn Einarsson, veiðistjórl Ami G. Pétursson, sauðfjárr. Jónas Jónsson, jarðræktarr. Ólafur E. Stefánsson, nautgripar. Óli Valur Hansson, garðræktarr. Ólafur Guðmundsson, tilraunastj. Amþór Einarsson, kjötiðnaðarm* Pétur Sigurðsson, mjólkurfr. SKÓSALAN LAUGAVEGI 1 DRENGJASKÓR NÝKOMNIR STÆRÐIR 28-38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.