Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 Systraminning: Þorvaldína Magnusdótfir Ingibjörg Magnúsdótfir Pálmar Finnsson Þorvaldína Magnúsdóttir. t. 3.10. 1909. d. 28.10 1968, Hinn 28. október andaðist á Landspítalanum Þorvaldína Magnúsdóttir húsfreyja á Hraða Stöðum í Mosfellssveit eftir erf- iða sjúkdómslegu. Hún var fædd á Hofi í Dýrafirði 3.10. 1909. For eldrar hennar voru hjónin Þur- íður Benónýsdóttir og Magnús Helgason bóndi þar. Voru þau hjón af kjarnmiklum vestfirsk- um æ-ttum. Þuríður missti mann sinn frá 10 börnum því yngsta á fyrsta ári. Á þeim tíma var erfitt að standa einn uppi með stóran barnahóp og varð Þur- íður að koma sumum börnunum í fóstur. Þorvaldína var hjá móð ur sinni fram á fermingaraldur. Þá fór húin að vinna fyrir sér. 1939 giftist hún Bjarna Magn- ússyni bónda á Hraðastöðum hin um mætasta manni. Þau eignuð- ust 4 börn tvo syni og tvær dætur sem öll eru gift og farin að heiman. hið mesta myndar- tó'lk. Og nú voru barnabörnin orðin 11 sem eiga á bak að sjá sinni góðu og ástríku ömmu sem vakti yfir velferð heimilisins með an kraftar entust .Snemma á æv inni varð hún fyrir því að veikj ast af berklum og þurfti að dvelja á Vífilsstaðahæli um tíma börnin voru þá öll ung. Hún minntist oft á það við mig hvað fólkið í dalnum hefði reynst sér vel, tekið 2 börnin í fóstur og hlynnt að heimilinu á ýms- an hátt. Fyrir um það bil 20 árum síð- an bar fundum okkar Þorvald- ínu saman og myndaðist með okk ur sú vinátta sem uppfrá því bar aldrei skugga á. Og nú að leiðarkomum streyma minningarn ar fram frá ótal ánægjulegum samverustundum á heimi'lum okkar og víðar. Oft var glatt á hjalla er setið var með nái og þráð og laðaðar fram litríkar rósir eða saumaðar fallegar flík ur. Ekki var að spyrja að hand bragðinu. Það var fyrsta flokks því Þorvaldína var framúrskar- andi velvirk við hvað sem hún tók sér fyrir hendur. Eigi er mér síður Ijúft að minnast vináttu hennar og hjálpar í veikinda og raunastundum mínum, f ann ég þá bezt hvað vináttan er mikils virði já ómissandi. Þó eigi væri hátt til lofts né vítt til veggja í húsi hennar var þar ávallt ánægjulegt að koma, gestrisnin hlýjan og glaðværðin yljaði manni um hjartarætur og öllum leið vel í návist heimilisfólks- ins. Þorvaldína var fríð og föngu leg kona svo af bar, og mér fannst ævinlega einhver höfð- ingsbragur í feisi hennar. Ognú er hún horfin, það er hin kalda staðreynd, sætið er autt. Lífið er dýrt dauðinm þess borgun. Marg- ir eru syrgjendur ungir og aldn ir. Móðirin hin aldraða hetja sem séð hefur á eftir fjórum börnum sínum í gröfina. Nú síð- ast dætrunum tveimur með að- eins tólf daga millibili Það þarf mikið þrek til að standa slíka raun, en guð styður styrkir og huggar enginn stendur einn sem honum treystir. Jólin^ nálgast jólalöngun blíð. Ég bið þess að þrátt fyrir sorg og söknuð megi hin helga hátíð færa birtu og gleði inn í huga ástvinanna allra sem eiga um svo sárt að binda. Þar sem tvö Ijós hafa verið slökkt á skammri stúnd. Guð gefi ykk- ur öllum gleðileg jól. I. S. Ingibjörg Magnúsdóttir Mimning f. 7.6.1914 d. 9.11.1968. Hinn 9. nóvember andaðist að heimili sínu Ingibj örg Magnús- dóttir húsfreyja á Þingeyri. Hún var fædd á Hofi í Dýrafirði 7.6 1914. Foreldrar hennar Þuríður Benónýsdóttir og Magnús Helga- son. Mjög ung misst hún föður sinn var hún þá tekin í fóstur af hjónunum Estífu Björnsdóttur og Guðmundi Sigurðssyni vélsmið á Þingeyri. Reyndust þau henni sem beztu foreldrar og fékk hún þar hið bezta uppeldi og dvaldi hjá þeim þar til hún giftist eft- irlifandi manni sínum Baldri Sig urjónssyni trésmið á Þingeyri Eignuðust þau tvo syni. Hin síð- ari ár var hún mjög heilsulaus og varð af þeim sökum að dvelja á sjúkrahúsum fjarri heimilinu lengri og skemmri tkna. Ég kynmt ist Ingibjörgu er hún dvaldi sér til hressingar á Reykjalundi, og fannst mér hún mjög hugþekk kona. Og þó samveran væri stutt fannst mér ég þekkjahana og þykja brátt vænt um hana fyrst hún var systir Þorvaldínu, svona getur maður verið stund- um bamalegur. Ég vissi að hug- ur hennar var heima, heima hjá manni og sonum sem hún unni og svo voru komin sonarbörn sem hún kallaði sólargeislana sína. Hún annaðist heimili si'tt með prýði þó oft væri það erfitt sökum heilsuleysis. Húln gekk í þúsmæðraskólann á fsafirði, og um tíma anmaðist hún kennslu í handavinnu við barnaskólann á Þingeyri. Einnig starfaði hún í kvenfélagi staðarins og þótti þar góður starfskraftur enda al in upp við félagsanda. Þar sem fósturmóðir hennar var ein fremsta kona kvenfélagsstarfs- semi Vestfjarða. Ég var svo lán- söm að kynnast frú Estífu á sambandsfundum og gisti ég þá á hennar myndarlega heimili og dáðist ég að dugnaði hennar og skörungsskap. Ingibjörg hlýtur að hafa mótast mikið af því ágæta fólki sem hún var alin upp hjá. Barni er það mikið lán að komast í góðra manna hend- ur, þrátt fyrir fjarlægð og að- skilnað slitnuðu ekki böndin við móður og systkini. Nú hefur maðurinn með ljáinn höggvið atórt skarð í hópinn þar sem hann tekur tvær systranna með sér á augnabliksstund. En hve- nær sem kallið kemur kaupir sig enginn frí. Og nú hafa þær systurnar leiðst yfir landamærin til ljóssins landa lausar við sjúk dóma og kröm þessa jarðlífs. Þeirra er sárt saknað af öllum sem þekktu þær en harmur er mestur í hjörtum eiginmanna barna, móður, systkina, fóstur- föður og barnabamanna ungu sem spyrja hvar er hún amma þau skilja ekki svairið en sætta sig við að hún er hjá guði. Fátækleg orð mín fá litlu áork- að en ég bið guð að styrkja ykkur öll í sorginni og þeim þakka ég allt og vona að jóla- stjarnan lýsi þeim leiðina heim. í guðsfriði. I. S. Fræðsluíundii um dúk- lugningur DAGANA 11.—15. nóv. sl. voru staddir hér á landi söliustjóri og dúlblagningameiistari fná fyrir- tækinu SOMMER S. A. í París. Erindi þeirra var að kynna framleiðsiu fyrirtækisins og var í húsakynnum Byggingaþjómiuistu A.Í. efnt til kennslu- oig fræðslu- kvölds fyrir dúklagninga- og veggfóðranmeistara. Voru þar sýndar nýjungair við lagningu 'gólf- og veggdúlka og m.a. var sýnd meðferð á nýjum veggdúk, Somvyl, fró fyrirtækinu. Dúk þennan má tsefja á grófa og gróf- húðaða vegigi í stað fínhúðunar og míálningar. í samráði við Trésmiðafélag Akureyrar var einnig efnt til samskomar fræðsluifundiaír. Hér á landi eru þökktir TAPI- SOM teppadúkur oig TAPIFLEX vinylgólfdúkur frá SOMMER S.A. Umboðsmenn SOMMÐR S.A. er hér á landi, Páll Jóh. Þorleifls- son, umboðs- og heiidverzlun, og var þessi kynningarstarfsemi að þeirra tilhlutan. Byggingaþjónuöta A.í. hefur gert það að föstum þætti í starf- semi sinni, að aðstoða sýnendur við fræðsdu- og kynninigarstarf- semi, þar sem kynntir eru eigin- leilkar byggingarefna og kennd m'eðferð þeirra og sýndar nýjung ar í byggingaæaðferðum. Má í því sambamdi minna á sýningar Runtalofna, DLW-gólfef naverk- smiðj anna og eldvarnakynning- ar, sem fór fram sl. vor. Aðsófcn að 'sýningarsail Bygig- ingaþjónustu A.í. faefur farið vaxandi að undanförnu og hefur kynninigarstarfsamim oig sérsýn- imgarnar dregið sérstaklega að. (Fréttatilkynning frá stjórn Byggingaþjónustu A.Í.). Veljum islenzkt tll jólagjafa HINN 7. desemlber var jarð- settur frá Stokkseyrarkirkju Pálmar Finnsson frá Stardal, en hann lézt á sjúkrahúsinu á Sel- fossi 30. nóvember s.l. eftir all- langa vanheilsu. Pálmar fæddist í Kumbara- vogi á Stokkseyri 20. sept. 1891. Foru foreldrar hans Finnur Svein björnsson, Snorrasonar frá Leið ólfsstöðum, f. 9. marz 1858, d. 5. nóv. 1933, og kona hans Þór- unn Pálsdóttir frá Kumbaravogi Halldórssonar. Börn þeirra voru Pálmar og Guðfinna, kona Guðna Halldórssonar í Stardal. Bjuggu þau Finnur og Þórunn fyrst í Kumbaravogi, en fluttust að Grjótlæk árið 1900 og bjuggu þar í ellefu ár. Bæði voru býli þessi hjáleigur, og mun bústofn hafa verið lítill, enda lífsbjörg in að mestu leyti sótt í sjóinn, sem oft var gjöfull, en gat líka brugðizt og krafðist oft dýrra fórna. Árið 1911 'fluttist fjölskyldan að Stardal á Stokkseyri. Þar átti Pálmar heima ætíð síðan og var jafnan í daglegu tali kenndur við þann stað. Var hann ein- hleypur alla ævi, en stóð fyrir búi með foreldrum sínum, meðan þeir lifðu, og síðan með Guð- finnu systur sinni, en hún missti mann sinn úr spönsku veik- inni 1918, frá fjórum ungum börnum. Eftir lát hennar var Pálmar áfram til heimilis í Star- dal hjá systursyni sínum. Sigur- finni Guðnasyni og konu hans, Solveigu Sigurðardóttur. Hjá þeim naut hann umhyggju og að hlynningar síðustu æviárin, eft- ir að skuggar ævikvöldsins tóku að lengjast og elli og sjúkleiki sóttu að. Á þeim árum, þegar Pálmar Finnsson var að alast upp á Stokkseyri, var smám saman að rofa til í þjóðfélagsmálum ís- lendinga. Nýir og bjartari tímar fóru í hönd um land allt, þótt hægt þokaðist í fyrstu. Örust var breytingin við sjávarsíðuna. Um 1890 stóð atvinnulíf á Stokkseyri með talsverðum blóma Sjávarútvegur á opnum skipum náði þá hámarki, verzlun og verzlunarfélög risu upp, og at- vinna skapaðist við ýmsar fram- kvæmdir, fólk streymdi til þorps ins úr nærsveitunum, og byggð óx skjótt, svo að um aldamótin var þar risið allfjölmennt kaup- tún með nærri þúsund íbúa. Stóð svo með litlum breytingum fram um 1920, en þá tók verzlun og atvinnulíf að dragast saman og fólki fækkaði nokkuð. Á þessum uppgangsárum byggð ust margar þurrabúðir í þorp- inu, en svo nefndust þeir ból- Staðir, sem enginn málnytupen- ingur fylgdi. Stardalur var ein þeirra, byggður 1888. Þangað fluttist fjölskylda Pálmars, eins og áður segir, árið 1911. Helg- aði Pálmar þaðan í frá Stokks- eyri alla starfskrafta sína. Stund aði hann alla algenga vinnu, er til féll, enda hinn bezti verk- maður, hagur á tré og járn og snyrtimenni hið mesta. Var ávallt notalegt að koma að Stardal. Þar var hver hlutur á sínum stað, og bar allur bæjarbragur fjölskyldunni fagurt vitni. Hlý- legt viðmót og greiðasemi voru ríkir þættir í skaphöfn húsráð- enda, ekki sízt Þórunnar hús- freyju. Þyrftum við nágrannar- nir að fá gert við einhvern hlut, sem oft bar við, brást aldrei, að slíkri málaleitan var vel tekið og hluturinn kominn í samt lag aftur að skömmum tíma liðnum. Fjölskylduna í Stardal var vissu lega gott að eiga að nágrönnum og vinum. Á áratugnum 1930—1940 varð verulegur samdráttur í atvinnu- lífinu á Stokkseyri eins og víð- ast hvar annarrs staðar á landi hér, vegna kreppuástands þess, er þá ríkti hvarvetna. Kom þetta sérstaklega hart niður á þeim, sem ekkert jarðnæði höfðu, en stunduðu aðallega daglauna- vinnu. Var þá hafizt handa um úrbætur, og fengu þurrabúðar- menn á Stokkseyri aðgang að ræktunarlandi. Komu margiir þeirra sér upp túnum og nokkrum bússtofni til að drýgja tekjur sínar. Fjölskyldan í Stardal var meðal þeirra, er það gerðu. Ræktuðu þeir Pálmar og Sigurfinnur fal- leg tún í heiðinni þar í grennd, byggðu gripahús og höfðu nokkrar kýr og kindur. Einnig endurbyggðu þeir og stækkuðu íbúðarhúsið í Stardal, svo að það varð hið vistlegasta. Mun hlutur Pálmars í þessum fram- kvæmdum hafa verið drjúgur, •enda unni hann þessum stað 'og vildi fegra hann og bæta sem 'hann gat. Mun handaverka hans þar og lengi gæta. Ekki mun Pálmar hafa notið annarrar skólamenntunar en nokkurra ára barnafræðslu, að þeirrar tíðar hætti. Var hann þó vel að sér í ýmsum efnum, las ávallt talsvert og átti nokkurt safn góðra bóka. Munu þjóð- sögur og ýmiss konar sagnaþætt ir, svo og íslendingasögurnar hafa verið það lestrarefni, sem honum var hvað mest að skapi. Er mér í minni, er við bræður- nir komum að Stardal forðum daga, hve hýru auga við litum bókaskáp Pálmars. Og marga bókina fengum við að láni hjá honum. Er ég honum þakklátur fyrir að hafa þann veg opnað mér ungum dyr þeirra undra- heima, sem íslenzkar þjóðsögur og ævintýri hafa að geyma. Pálmar Finnsson var meðalmað ur á hæð, fremur grannvaxinn, nokkuð stórskorinn í andliti, svipurinn glaðvær og góðmann- legur. Um varir hans lék oft eilítið gletstið og gamansamt bros, röddin var fremur lág og íhug- ul. Hann var jafnlyndur og sást ekki skipta skapi. Aldrei heyrð ist hann mæla styggðaryrði né hallmæla nokkrum manni, enda mun öllum, sem þekktu hann, hafa verið hlýtt til hans. Hann var hlédrægur og hógvær, lifði kyrrlátu lífi í sátt við allt og alla, góður maður og grandvar, sem í engu mátti vamm sitt vita. Ætíð var hann reiðubúinn að rétta hjálparhönd, ef hann mátti og til hans var leitað. Um greiðslu fyrir minni háttar við- vik í þágu nágrannanna var ékki að tala. í hans augum virt- ist vel unnið verk fela í sér beztu launin. Slíkum manni sem Pálmari Finnssyni er gott að hafa kynnzt á lífsleiðinni. Þessi fáu minningarorð eru kveðja mín til gamals og góðs ná granna, sem nú hefur hlotið hinztu hvíld í faðmi strandar- innar, sem lífsstarf hans allt var við bundið og honum mun ávallt hafa verið kær. Eftir langa veg- ferð er gott að sofa svefninum langa við sævarniðinn, — þar sem lognsærinn ljómar og brim aldan rís. Þorvaldur Sæmundsson. AUGLVSIDGAR SÍMI Sg»4»SD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.