Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 1968 „Þetta er fullgott í þig“ Þarf að stofna félag mjólkurneytenda eð a afnema mjólkur- sölulögin til þess að koma mjólkursölu málunum í höfuðstaðnum í viðunandi hort? VERZLUNARMÁTI sá, er .Mjólkursamsalan í Reykjavík rekur, mun vera með alger- um einsdæmum frá því sel- stöðukaupmennirnir dönsku verzluðu hér á einokunartím anum. Viðbrögð fólksins hafa og verið hin sömu og í þá daga, bænaskrár sendar og undirskriftum safnað, en af- staða ráðamanna hefir verið með sama hætti. Þar er talað fyrir daufum eyrum enn sem komið er. Nú er svo komið að ekki er sætt lengur. Hér verð ur að koma breyting á og því Eldavélar Bökunarofnar Vöflujárn BURG Grillofnar J. Þorláksson & Norðmann. DREMGJAJAKKAFOT Vesti og buxur (samstætt). Bindi, skyrtur, slaufur. verður ekki trúað fyrr en í fulla hnefana að við eigum ekki menn sem geta gripið í taumana og hrint af höfuð- borgarbúum og losað bændur við eitt harðsnúnasta einok- unarfyrirtæki, sem rekið er í höfuðborg vorri. í þessari grein mun ég ekki rekja forsögu Mjólkursamsölunn ar, sem ein út af fyrir sig er ljótur blettur á stjórnmálasögu síðari áratuga, þegar niður var drepin einhver virðingarmesta athafnasemi og fullkomnasta þjón usta, sem einhver ötulasti at- hafnamaður þjóðarinnar á þeim tíma hafði á komið. Enn í dag hefir selstöðusamsalan ekki get- að komið á jafn fullkominni þjónustu og þessi eini athafna- maður gat í té látið fyrir þrem- ur áratugum. Og nú er það síð- asta afreksverk þessara selstöðu samsölu að kaupa danskar doll- ur, og selja skyrið neytendum ofurlítið dýrara en áður. Sænskar hyrmur og dansk- ar dollur eru ær og kýr þessa fyrirtækis, sá bjargvættur sem á að verða ti'l að auka ánægju neytendanma og um leið gróða- vegur bændanna, sem sagt er að eigi og stjórni fyrirtækinu. Það er ömurleg harmsaga ís- lenzkum bændum að þeir skuli ekki bera gæfu til að fá þessu fyrirtæki eðlilega framkvæmda- stjórn hvað þá stjóm, sem gæti orðið sunnlenzkum bændum tiil hvað mestrar þurftar. Eða halda menn að það sé hagur bænda að hafa hvern einasta meytenda vöru þeirra, í höfuðborg lands- ins og nágrenni hennar, sáróá- nægðan með viðskipti við þá? Halda menn að það auki samúð- ina með bændum að þurfa að bölsóttast yfir vöru þeirra hvern einasta dag? Trúir því nokkur maður að íslenzkir bændur hafi ekki meira viðskiptavit en svo að þeir lifi enn eftir mottói sel- stöðukaupmannanna dönsku: „Þetta er fullgott í þig!“? Öll framkoma Mjó'lkursamsöl- unnar beinist að því að spilla hinu góða andrúmslofti, sem á að vera milli bænda og neyt- enda. Það er engu likara en þeir líti á það sem heilaga skyldu sina að ergja svo neytendur að þeir kaupi sem allra minnst af þeirri vöru, sem þeir hafa á boðstólum. Allt sölufyrirkomu- lag vöru þeirra og umbúðahætt ir eru með þeim eimdæmum, að hvaða smámjólkurbú úti á landi virðist geta skotið þeim ref fyrir rass. Nægir í því efni að nefna heimsendingu mjólkur, sem víða er við höfð og byggist á því að nú er hægt að setja mjólk- ina í 10 lítra neytendaumbúðir, og þarf því ekki að færa minni heimilum mjólk nema á nokk- urra daga fresti. Allur mjólkur- burður húsmæðra er því af þeim tekinn. Hér í Reykjavík þvælir Mjólk ursamsalan um það sýknt ogheil agt, að þeitta sé svo dýrar um- búðir, að ekki komi til greina að nota þaer. Það eru gefnar yfir- lýsingar á yfirlýsingar ofan. Hitt er þó staðreynd að það sama verð á umbúðum utan um mjdlk í 25 lítra kössum og í hyrnum og það verður lægra þegar plastpokarn ir innan í kassana verða fram- ileiddir hér á landi. 10 Htra um- búðirnar eru hins vegar 29 aur- um dýrari en hyrnurnar eins og er (verðið miðað við það sem var fyrir gengislækkun). Við þetta bætist svo að um- búðir þessar eru framleiddar hér á landi en ekki í Svíþjóð eins og hyrnumar. Það er engu lík- ara en Mjólkursamsalan þurfi að draga Iifsandann gegnum Te- tra-pak í Svíþjóð. Það er eins og ekkert annað fyrirtæki ver- aldarinnar geti fullnægt forráða mönnum hennar. Við höfum nú búið við hyrn- umar í 10 ár. Það hefir þrá- sinnis verið skorað á Mjólkur- samsöluna að breyta til og raun er hafa forráðamenn hennar marg lofað breytingu, síðast ferhyrn- unum, sem þóttu spor til bóta. En hverjar urðu efndirnar? Það hefir verið bent á fleiri gerðir umbúða og meðan innflutningur þeirra var frjáls gat Mjólkur- samsalan snúið sér hvert sem hún vildi og hefði þá þegar átt að velja amerískar umbúðir eða brezkar, því bæði þessi lönd og þó einkum Bandaríkin skara langt fram úr Norðurlöndum í frá- gangi mjólkur og mjólkurvara. Svo vesöl getur upplýsingaþjón usta samsölunnar varla verið að henni sé ekki kunnugt um þetta. Mjólkursamsalan hendir nú milljónum eða milljónatugum í að endurnýja og koma upp nýj- um útsölustöðum mjó'lkur, verzl unum sem standa tómar (af við- skiptavinum) mikinn hluta dags ins, vegna þess að mjólk er fyrst og fremst keypt í upphafi og við lok verzlunartímans. Það eru engin vandkvæði á því að selja mjólk í venjulegum matvöru- verzlunum og sá háttur er nú við hafður á þeim stöðum úti á Iiandi þar sem kassamjólkin er komin. Þar er hún einnig send heim með öðrum matvörum. Hér er kastað milljónum í óþarfa fjár festingu og hér eyðir Mjólkur- samsalan milljónum í óþarfa vinnulaunagreiðslur. Á sama tíma og ráðamenn þjóð arinnar hvetja til sparnaðar og viðha'lda getu almennings til mjólkurkaupa með niðurgreiðsl- um er selstöðusamsölunni leyft að ráðstafa með milljónatugi í alls óraunhæf viðskipti. Á sama tíma hugsar samsalan ekkert um það að veita betri þjónustu með því að fjölga mjólk urflokkum á markaðnum og rjómaflokkum, eins og gert hef- ir verið um áratugi hjá andleg- um forsvarsmönnum þeirra á Norðurlöndum. Það ráðslag, að flytja mjólk í stórum stíl í brús um norður úr landi á markað hér í Reykjavík, er einnig furðu legt. Það þarf að filytja brús- ana fram og aftur. Þeir taka sama rými hvort þeir eru fullir eða tómir. Væri ekki nær að flytja kassana suður og selja þá hér, því mjólk er pökkuð í kassa á öllum þeim stöðum þar sem samsalan kaupir mjólk fyr- ir norðan? Bæði rúmast kass- arnir betur í flutningabílum og svo þarf ekki að flytja þá norð- ur. Það sér hver heilvita maður hversu fáránleg ráðstöfun þetta er. En hvar eru þeir valdhafar, sem hér ættu að grípa í taum- ana? Og hver borgar svo brús- amn? Ætli það séu ekki bænd- urnir á íslandi. Það er ákveðið verð á mjólk og bændurnir fá ti'l skiptanna það sem verður hreinn ágóði af sölu vöru þeirra. Halda þeir í raun og veru að þetta ráðslag með fjármuni þeirra verði til þess að hækka mjólkur verðið til þeirra? Eða finnst mönnum það til fyr irmyndar að þríflytja sömu mjólk ina sama veginn eins og á sér stað upp í Borgarfirði? Þar er mjólkin fyrst flutt frá bænum niður í Borgarnes þaðan til Reykjavíkur, síðan upp í Borgar nes aftur í hymum og þá loks seld Borgnesingum. Verður þetta til að auka ágóða íslenzkra bænda af sölu þessarar aðalframleiðslu vöru þeirra? Eitt sérstæðasta dæmi er þó það að Mjó'lkursamsalan i Reykja vík setur mjólk á kassa. Þetta gerir hún fyrir her Atlantshafs- bandalagsins á Keflavíkurflug- velli, því ef svo væri ekki, þá myndu Bandaríkjamennirnir þar ekki kaupa af okkur mjólkur- dropa. Og einn aðili annar fær mjólk í kössum. Það er Elliheim ilið Grund. Það er vel að Mjólk ursamsalan skuli miskunna sig yfir gamalmenni. Eða getur það verið að einhver önnur ástæða liggi þarna til grundva'llar? Við verðum að vænta þess, að Mjólkursamsalan sjái að sér og sé fáanleg til að breyta við skiptaháttum sínum. Til þess að svo megi verða þarf að taka upp viðræður milli stjórnar hennar og fulltrúa neyténda. Eins og er virðast engin neytendasamtök, sem mark er takandi á, í landi þessu. Því verður vart séð að annað komi til greina en koma á stofn félagi mjólkurneytenda sem berjist fyrir réttlætiskröfum almennings í þessum efnum. Bæri þessi leið hins vegar engan árangur verður ekki ann að séð en að Alþingi verði að grípa í taumanna og afnema mjólkursö'lulögin og gefa sölu mjólkur frjálsa og veita mönnum þannig tækifæri til að nálgast hina beztu framleiðsluvöru bænda á viðunandi hátt. Að sinni skal þetta látið nægja um þetta mikilsverða mál. Til eru þó ýmsar frekari fróðlegar upplýsingar, sem kunna að sjá dagsins ljós síðar. Eg hef ofðið nokkuð harðorð- ur í garð Mjólkursamsölunnar og forustumanna hennar. En það er ekki að ástæðulausu. Ég hef raunar þagað allt of lengi um það sem mér hefir verið kunn- ugt í þessu efni og veldur því að ég hef í lengstu lög viljað vona að úr þessu rættist. Hér er barizt fyrir góðu málefni og ekki hvað sizt málefni bænd- anna í landinu, þótt einhverjir kunni að vera þeirra á meðal, sem ekki sjá í svipinn að þetta er fyrst og fremst þeirra hags- munamál, um leið og það er hagræðingarmál neytendanna. Vignir Guðmundsson. íslenzkir kjólor ó sýningu í Sögu Hvítur perlubróderaður silkikjóll með svörtu organdy-belti og stórri rós að framan. Báðir kjól arnir eru frá Kjólav. Elsu. Nýlega efndu Módelsamtökin til tízkusýningar í Hótel Sögu. Sýnd ir voru íslenzkir kjólar. Þar á meðal þessi svarti gljásilkikjóll (Það er mjög í tízku í Frakklandi um þessar mundir). Til skrauts er hvít pifa framan á ermum og hálsmáli. Humphrey St. Paul, Minnesota 15. des. (AP) HUBERT H. Huímphrey, vara- forseti Bandaríkj anna, hefur ákveðið að gerast prófessor við tvo háskóla í Minnesota þegar hann lætur af varaforsetaembætt inu í janúar. Verður hann skip- aður prófessor við Macalester há skóla í St. Paul og Minnesota- háskóla í Minneapolis, og mun sennilega kenna þar stjórnmála- vísindi. Var Humphrey prtófessor í stj órnmjálavísindum viÖ Mac- alester háskólann veturinn 1943 —44 áður en hann var kjörinn borgarstjóri í Minneapolis, en stundaði áður nám við Minne- sotaháskólann. Prófessorsiemibættinu fylgja 30 þúsund dollara laun (kr. 2.640. 000,—) og er ætlazt til að Hum- hrey stundi kenmslu í náu mán- uði ársins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.