Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.12.1968, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 196fí 9 Séra Antony Byme frá reglu heilags anda á Irlandi stundar barn sem er aðfram komið af hnngri. þjóðir með mismumandi trúar- brögð. Þær þjóðir, sem tóku upp múhameðstrú vildu engin sam skipti hafa við k’úst.na trú- boða. En þjóðflo^íarnir 1 austri og suðri, einkum Ibo- arnir fögnuðu þeim og svör- uðu fljótt og fagnandi boð- um trumbanna um að koma til skólanáms, boðum, sem brátt hljómuðu i öllum skógum. Þegar menntun hafði bætzt við þolgæði og samheldi Ibo- anna leið ekki á löngu áður en þeir urðu ein af fram- sæknustu og duglegustu þjóð um í allri Afríku. Þeír, sem verið höfðu frumstæðir og fá tækir frumskógabúar, sköpuðu nú þjóðfélag að vestrænni fyr irmynd, þar sem menn notuðu sparifé sitt til þess að senda greindustu börnin til fram- haldsnáms í Bandarikjunum, Sovétríkjunum og Englandi og lögðu metnað sinn í að reisa góð íbúðarhús, sjúkra- hús, lækningamiðstöðvar, verk smiðjur og stofna samvinnu- fyrirtæki. Þegar Bretar veittu Nigeríu búum sjá'lfstæði, — þeir töldu þá 56 milljónír — höfu Iboar, er voru átta milljónir talsins, í sinum höndum 50% opin- berra embætta og 75% af öll- um yfirmannastöðum í hem- um, sem var raunar mjög lrt- ill. Nokkrum árum áður hafði fundizt olía í jörðu við Niger- fljót — mest fannst af ölíu á því landsvæði, sem Biarfabú ar geira tilkall til — og nú breyttist efnahagslíf Nigeríu í stað þess að byggja efna- hag Jandsins kókói og pálma- olíu varð það nú þrettándi slærsti olíuframleiðandi í heimi og ljóst orðið, að mik- illa verðmæta mátti vænta af óunnum auðlindum, svo sem tinnámum, kola, járn, zink, blý, gúl] og golumbite-námum en síðasttalda efnið er mjög eftinsótt í kjarnorkuiðnaði. Pramtíðin virtist þaning brosa við þessu landi, sem ekki var aðeins fjölmennasta Afríkuríkið heldur og land- fræðilega skynsamlegast mark að. En ekki leíð á löngu áður en sáðkorn eyðileggingarinn- air, efnahagsleg, stjórnmáila- leg og trúarieg, fóru að bera ávöxt, einkum í jarðvegi hinn ar gömlu samkeppni milli Hausa og IBOA. Hinir fyrr- nefndu litu á sig sem útvalda þjóð Allah, en hinir síðar- nefndu stærðu sig í sífellu af því við minni þjóðabrotin — og gera enn þrátt fyrir áföll- in, sem þeir hafa orðið fyr- ir undangengna mánuði — hve þeir hefðu verið fljótir að tileinka sér menningu og framfarir. Hið valta samstarf stærstu þjóðflokkanna fór út um þúf- ur blóðuga janúarnótt árið 1966, þegar fimm ungir Iboa- herforingjar hófu einkasrtyrj- öld gegn því, sem þeir sögðu spillingu í stjórn Sir Abubak ar Tafawa Balewa, hæfiieika- manns af þjóð Hausa, sem reynt hfði eftir megni að halda ríkinu sameinuðu. Iboa- herforingjámir beittu sinni alþekktu atorku við að myrða menn frá norðurhluta lands- ins. Þessi bylting naut vin- sælda um hríð, þar til orð bárust norður til Hausamanna um, að aðeins einn Iboi í stjórn landsins hefði verið tekinn af lífi, fyrir að neita að afhenta lyklana að vopna- búri landsins, og allt benti til þess, að styrjöld Iboanna hefði í æ meiri mæli beinzt gegn Norðanmönnum en því minna gegn spillingu í em- bættis- og stjórnarkerfinu. Það var grunnt á hatrið, sem nærzt hafði í áratuga bar áttu þjóðanna og sex mánuð- um síðar gerðu Norðanmenn gagnbyltingu þá, sem kom Gowon til valda. í kjölfarið fylgdi blóðbað, ægilegra eh sögur fara af jafnvel á myrk- ustu tímum hinnar myrku Afríku. Iboar, sem þá hófu að staðhæfa að fyrir Hausum vekti að útrýma Iboum, héldu því fram, að 30.000 Iboar hefðu verið drepnir í þessum ofsóknum. Brezka utanríkis- ráðuneytið — sem raunar er að verða æ viðkvæmara fyrir þessu máli, vegna hemaðar- aðstoðarinnar við Lagosstjóm in — telur, að tala hinna föllnu hafi verið nær tíu þús- undum. En hvor talan, sem er rétt, urðu afleiðingarnar þær, að Iboarair hurfu frá sældarlífi sínu í Lagos og flýðu til sinna fyrri heimkynna í austurhlut- anum. Eldri forustumenn Ib- oa töldu blóðbaðið binda enda á samvinnu þjóðanna fyrir fullt og allt og fóru að tala um aðskilniað, gegn ráðum Oj- ukwus, sem þá var ríkisstjóri Iboa í austurhlutanum. Þegar Iboar hófu að her- væðast reyndi Gowon að leys® málið með því að gefa em- bættismönnum af Iboaþjóð mánaðarfrest til þess að snúa aftur til starfa sinna í Lagos, ella skyldi látið til skarar skríða gegn þeim. Þeirri hót- un fylgdi hamn eftir með því að skipta landinu í 12 svæði, — Skipan, sem einangraði Ib oa og útilokaði þá frá aðgangi að sjó og olíulindunum dýr- mætu. Þegar Ojukwu var orðinn úrkula vonar um, að sættir tækjust við Gowon, lét hann undan öðrum forystumönnum Iboa og hinn 30. mai 1967. lýsti hann yfir sjálfstæði lýð- veldisins Biafra. Ríkið, sem dró nafn sitt af austasta hluta Guienuflóa, skyldi taka til alls landsvæðis austan Níger og sunnan Benúr, um 75.000 ferkílómetra svæðis, þar sem bjuggu um 14 milljónir manna tæpur helmingur þeirra Iboar frá austurhlutanum. En þar voru mestallar oiiulindir landsins og hafmarborgirnar Bonny, Calabar og Pcjrt Har- court. Viku síðar var styrjöldin hafin. Um allan heim hlýddu Ib- oar hinu foraa kalli bræðra- lags Iboa „Ibo Kwennú' og sneru heim til að berjast. Þeir komu úr prófessorastöðum í Bandaríkjunum og Kanada, úr lækningastofum og sjúkrahús um í London og New York, frá kennslustofum og rann- sóknarstofum í Cambridge, Moskvu og Annarbor. Fram til þess tíma, er Bret- ar hófu íhlutun í málinu og veittu Lagosstjórninni aðstoð, gekk styrjöldin Biaframönn- um í vil og var um tima svo að sjá, sem þeir mundu taka Lagos. En I lok september sl. var svo komið, að Biafra hafði aðeins ráð yfir tiunda hluta þess lands, sem upphaflega var krafizt. Borg eftir borg hafði fallið í hendur Benja- mins Adekunles, höfuðsmanní og herdeildar hans, einu virkilegu árásarherdeildar Lagoshersins. Land Biafrabúa tók nú aðeins yfir 5.200 fer- kílómetra, þar sem bjuggu um sex milljónir manna, þar af hehningur flóttafólk. Og á svæðinu var aðeins ein borg, Umuahia og einn flugvöllur, 2.400 metra þjóðvegur, sem gengið hefur undir nafninu „Annabella“. Skotfæri voru af svo skoraum skammti, að hver hermaður í fremstu víg- línu gat aðeins hlaðið byssu síma tiu sinnum á dag, og elds neyti svo takmarkað, að það tók oft þrjá daga að flytja særða hermenn um 32 km vegalengd í sjúkrahús. Taffi Willimans, ofursti frá Wales og Suður-Afríku, nú aðstoðaryfirforingi fjórðu herdeildar Biafra, málaliði að atvinnu, segir: „Við höfum enga von um sigur, þeir þrýsta á okkur frá öllum hlið um. En við verðum að berj- ast áfram, við megum ekki missa meira land. Flóttamanna vandamálið er þegar yfir- þyrmandi. Stjórnarhermennir nir eru fimm á móti hverjum tveimur okkar en ef við hefð um vopn gætum við bægt þeim burt“. Williams er eins og aðrir málaliðar í Biafra fullur aðdáunar á þeim hæfi- leikum Iboanna að mæta hörm ungunum með brosi á vör. Nú i nokk-a mánuði hefur styrjöldin fylgt ákveðnum dráttum. — Sambandsherinn hefur sótt fram með aðstóð stórskotaliðs og náð borg- um eins og Aba, Pont Har- court og Enugu. Brynvarð- ar bifreiðir þeirra, sem þeir hafa fengið frá Br.etum, hafa gert þeim fært að halda flestum helztu vígjum í sínum höndum. Margar borgir og þorp, sem þeir hafa tekið, hafa verið auð þegar að var komið. Oftast gera Nígeríu- menn árásir á daginn, tíðum fram undir nón. Biaframenn hinsvegar sem halda sig í skógunum hafa í æ ríkari mæli gripið til skærúheraað- ar í skjóli rökkurs, og gera sínar árásir annaðhvort nokkru fyrr dögun eða rétt eftir sólsetur. Þeir hafa getað gert gagnáhlaup og náð bæj- um, þorpum og flugvöllum, en sjaldan hafa þeir nægileg skot færi til að geta haldið þvi, sem þeir ná. Þrátt fyrir yfirburði bæði í mannafla og vopnum, hafa sum ar herdeildir Nígeríuhers ver ið lítt baráttufærar sem er ein ástæðan til þess hve styrjöld- in hefur dregizt á landinn. Sambandsherinn hefur til dæm is í tvo mánuði verið svo nærri Annabella-flugvelli að á hann hefði mátt ráðast með stórskotaliði, en þeir hafa ekki gert slíka árás. Annað herfylki Nígeríumanna, sem Biaframenn gera mjög gys að og kalla „skelfingaherfylkið“ hefur ekki farið nema um tíu kílómetra vegalengd sl. sex mánuði. Fyrsta herdeildin hef ur gert töluvert betur, kom- izt 65 km á heilu ári. Biaframenn sbaðhæfa, að Nigeríumenn beiti yfirburð- um sínum í lofti til þess að þurrlca út óbreytta borgara. Odjuku, höfuðsmaður, þeirra heldur því fram, að aðeins 19 Biafrahermenn hafi farizt í loftárásum Nígeríumanna en tugþúsundir óbreyttra borg- ara, þar á meðal mikið af bornum, sem hafi látið lífið í loftárásum á skotmörk, sem enga hrenaðarþýðingu höfðu. Nígeríumenn neita þessum staðhæfingum, hinir reiðustu, og benda á að þúsundir fboa hafi orðið eftir að baki víg- línunni og verði ekki fyrir misrétti né líkamsmeiðingum. Staðhæfingar Nígeríumianna hafa notið stuðnings allmargra eftirlitsmanna, sem Einingar- stofnun Afríkuríkjanma hefur sent til Nígeríu, til þess að kanma hvað hæft sé í ásök- unum um, að árásarherirnir hafi eytt heilu þorpin. En sannleikurinn er sá, að þess- ir eftirlitsmenn hafa einung- is athugað málið frá hlið Ní- geríumanna en ekki frá hlið Biaframanna og það hefur vakið tortryggni, ekki aðeins og margra evrópskra presta, lækna og hjálparmann, sem vita hvernig ástandið er Bi- aframegin víglínunnar. Á hinn bóginn hafa Níger- íumenn með nokkrum rétt get að svarað ásökunum um, að þeir svelti markvisst óbreytta borgara með því, að Ojukwu hafi notað sér eymd fólks síns, bæði til þess að vinna samúð heimsins og sem yfir- varp til þess að fá flutt inn vopn jafnframt matvælum. Fýrir um það bil mánuði Odumegwu Ojukwu, leiðtogi Biafra. virtist Biafra alveg að faili komið. Nú eru hinsvegar jafn vel læknar og prestar, sem vilja binda enda á styrjöld- ina og embættismenn, sem eru orðnir löngu þreyttir á henni, sannfærðir um, að Iboar muni snúa sér algerlega að skæru hennaði og berjast jafnvel eft ir að síðasta þorpið er fallið. Þá er ýmislegt, sem bendir til þess, að vopnabúnaður Biafra manna sé að batna. Talið er, að fyrir hver hundrð tonn f matvælum og lyfjum, sem komuzt til Annabelle frá Sao Tomo og Fernado Po, berist þangað um 40 lestir eða meira af vopnum og skotfærum frá Libreville í Gabon, Abidjan á FíLabeinströndinni og Lissa- bon í Portúgal, sem frá upp- hafi hefur verið miðstöð vopnia söfnunar fyrir Biafra. Þá er uppi orðrómur um, að Biafra- menn hafi sent hermenn úr fjórða herfylki sínu hundrað í senn, til þjálfunar í skæru- hernaði hjá frönskum fall- hlífahermönnum. Yfirmaður herdeildarinnar er Rolf Stein er, offursti, sem var áður lið- þjálfi í þýzka bernum og síð- ar í frönsku útlendingaher- sveitinni. Hann hefur starfað sem málaliði í Kongó og Al- sir og er dæmigerður fyrir þá málaliða, sem komið hafa Bi- afra til aðstoðar. Félagi hans Gunter Meisner, fyrrum þýzk ur hermaður og leikari — meðlimur í samtökum í Vest- ur-Berlín, er stuðla að fram- gangi lista og vísinda —kom nýlega frá Vestur-Þýzkalandi með 300 áttavita, 5000 rafhlöð ur og nokkur tonn af þykk- um koperleiðslum. Hann sagði þetta til þess ætlað að reisa rafstöð fyrir Biaframenn en þegar til kom, töldu þeir ábata vænna að búa til úr þessu dóti flugskeyti. Eitthvað virð- ist fjárhagur Biafrahers vera að batna. Að minnsta kosti er ekki vitað til þess, að hann hafi nokkru sinni vanrækt að greiða málaliðunum laun sín og þau eru yfirleitt ekki skor in við nögl. En hvaðan fá þeir pen- inga? Heimildir í Bretlandi láta að því liggja, að stóru olíufélögin styðji Biafra, enda þótt öll helztu olíusvæðin og olíuhreinsunarstöðvamar séu í höndum sambandshersins, að undanteknum olíulindunum, sem franska fyxrtækið Total ræður yfir, en þær eru á mörkum yfirráðasvæða herj- anna. Þá hefur heyrzt, að stór alþjóðlegur banki, sem aðal- stöðvar hafi í New York, hafi nýlega lánað Biafrastjórn hálfa fimmtu milljón sterlings punda gegn því, að bamn fái rétt til að nýta úraníum og columbite námur í Bitafra. Biaframenn eru hinsvegar allir á einu máli usm, að Banda ríkin hafi svo sannarlega ekki verið hlutlaus í þessari styrj- öld. Byggist andúðin gegn Bandaríikjamönnum meðal ann ars á því, að í Bandaríkjun- um, þar sem margir Iboar hafi stundað háskólanátn, hafi ekki einu sinni tekizt að afla mat- vælabirgða handa sveltandi /bömum. Ojukwu og aðrirleið togar Biafra segja, að þetta sé það verð, sem Bandaríkja- menn verði aS greiða Bretum fyrir stuðning þeirra í Viet- namstyröjldinni. En þrátt fyrir svart útlit er síður en svo, að Biafra- menn gerist svartsýnir. Þeir brosa í sifellu. Sá, sem kom- izt hefur í kynni við þá, sér og skilur, að Biafrabúar hafa smakkað á þjóðareiningu og sjálfstæði og þótt það hafi verið skammlíft, virðist það hafa bragðazt þeim vel. „Osundu Agwuike“ heitir máltæki meðal Biaframanna" segir faðir Doyeney, dapur í bragði. Það þýðir, „þegar mað ur hleypur til að bjarga lífi sínu verður hann aldrei þrejrttur". i I I j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.