Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1975 Tveir ungir piltar hlutu fangelsisdóm fyrir árásir NVLEGA var kveðinn upp dómur f máli tveggja ungra pilta sem sakaðir voru um rán. Höfðu þeir kvcld eitt f maf hitt mann er þeir þekktu ekki fyrir utan skemmti- stað og orðið honum samferða frá staðnum. Leið þeirra lá framhjá húsasundi og réðst þá annar pilturinn á manninn, hrakti hann inn í húsasundið þar sem hann sló manninn niður og tók veski af honum. Hinn pilturinn átti óverulegan þátt í þessari aðför að öðru leyti en því, að eftir á fór hann í vasa mannsins meðan á henni stóð og tók þar sígarettupakka. Eftir að árásinni var lokið fóru þeir félagar báðir af staðnum og eyddu sameiginlega peningum þeim sem i veskinu höfðu verið. Drengurinn sem ránið framdi var dæmdur í 8 mánaða fangelsi en hann er 17 ára gamall. Hinn drengurinn, sem er árinu eldri, hlaut 4ra mánaða fangelsi. Einnig voru ákærðir dæmdir til að greiða skaðabætur og málskostnað. Varðskipið Ægir kom til Reykjavíkur í dag eftir gott úthald og á bryggjunni var fjöldi vina og vanda- manna að taka á móti skipverjum. Ægir heldur aftur á miðin til gæzlustarfa eftir nokkra daga. Ljósmynd Mbl. Sv. Þorm. Samvinna um stjórn- málalegar aðgerðir eða hefðbundin barátta Kostir ASÍ í samningaviðræðunum í GÆRMORGUN var haldinn f Ráðherrabústaðnum fundur full- skipaðrar viðræðunefndar Al- þýðusambands Islands og rfkis- stjórnarinnar og hins vegar við- ræðunefndar Vinnuveitendasam- bandsins og rfkisstjórnarinnar. Af hálfu rfkisstjórnarinnar mættu til fundarins Geir Hall- grfmsson forsætisráðherra og ráð- herrarnir Ólafur Jóhannesson, Gunnar Thoroddsen og Halldór E. Sigurðsson. Voru þar rædd við- horfin f samninga- og efnahags- málum. 1 fréttatilkynningu frá ASÍ seg- ir eftirfarandi um fundinn: Nefnd ASÍ lagði fram ályktun nýafstaðinnar kjararáðstefnu ASl, sem grundvöll viðræðna af sinni hálfu, og gerði forseti sam- bandsins, Björn Jónsson, ítarlega grein fyrir stefnu ASÍ og hverj- um lið ályktunarinnar. Tveir kost- ir væru fyrir hendi: Annars veg- ar, að samvinna tækist um stjórn- 99 Farið verði eftir tillög- um Fiskveiðilaganefndar — segir Kristján Ragnarsson formaður L.Í.U. KRISTJÁN Ragnarsson var endurkjörin formaður Landssambands fslenzkra útvegsmanna á aðalfundi sam- bandsins, sem lauk f Reykjavfk í fyrradag. Að þessu sinni settu tvö mál einkum svip sinn á fundinn, sjóða- kerfið og landhelgismálið. Á aðalfundinum var m.a. mótmælt harðlega framkomu Breta hér við land og starfsmönnum Landhelgisgæzlunnar sendar kveðjur. Þá skoraði fundurinn á rfkisstjórnina að taka nú þegar upp viðræður og samráð við L.I.Ú. og Hafrannsóknastofnun- ina um úrræði til verndar fiskstofnunum umhverfis landið, einkanlega þorsk- og ýsustofnunum. Þá var gerð viðamikil ályktun um sjóðakerfi sjávarútvegsins. Að afloknum fundinum náði og spurði hann hvað hefðu verið Morgunblaðið tali af Kristjáni mikilvægustu málefni þessa aðal- Ragnarssyni, formanni Lands- fundar. Kristján Ragnarsson sambands íslenzkra útvegsmanna, sagði i upphafi, að mikið hefði ---------------------------- verið rætt um landhelgismálið í tvennum skilningi, að því er varð- aði samninga við útlendinga og viðbrögð okkar við skýrslu Haf- rannsóknastofnunarinnar og til- lögur Fiskveiðilaganefndar um hagnýtingu Iandhelginnar, en sú tillögugerð er enn í vinnslu. Tveir fyrirlesarar, þeir Sigfús Sehopka fiskifræðingur og Jón Sigurðsson, forstöðumaður þjóðhagsstofnun- Kristján Ragnarsson f ræðustól á aðalfundi L.l.U. arinnar, fluttu glögg og greinargóð erindi um þessi mál. „Að því er nýtingu landhelginn- ar varðar leggur fundurinn áherzlu á, að hraðað verði að setja reglur um tillögur fiskveiðilaga- nefndar og fara beri eftir þeim reglum í sem mestum mæli. Síðan þingmönnum var bætt i fiskveiði- laganefndina, hefur málið ekki fengið eðlilegan framgang, þar sem þeir hafa ekki gefið sér tíma til að sinna þessu nóg. Einnig kom fram að vonast er til að alþingi hrófli sem minnst við tillögum Fiskveiðilaganefndar er þær verða lagðar fram,“ sagði Kristj- án. Hann sagði, að samþykkt hefði verið tillaga um, að sjávarútvegs- ráðuneytið stofnaði til samstarfs með Landssambandi íslenzkra út- vegsmanna og Hafrannsókna- stofnuninni til þess að kanna með hvaða hætti unnt væri að finna úrræði til að minnka sóknina f fiskstofnana, einkanlega þorsk og ýsu. Sjóðakerfi sjávarútvegsins var mikið rætt á aðalfundinum og svohljóðandi ályktun gerð: „Aðalfundur L.Í.U. 1975 lýsir stuðningi sínum við þá ítarlegu endurskoðun á sjóðakerfi sjávar- útvegsins, sem nú stendur yfir. Fundurinn telur að halda beri við greiðslu hins almenna útflutn- ingsgjalds, skv. lögum nr. 19/1973, með þeirri breytingu þó að framvegis verði greiðslur til Framhald á bls. 22 Gjaldeyrisstaðan mínus 3428 millj. kr. í lok október GJALDEYRISSTAÐA bankanna í októberlok s.l. Dýraríki Gröndals: Filmurnar innsiglaðar MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfaranda athugasemd frá Bókaútgáfunni Erni og örlygi h/f: „1 fréttblaðsinsígærumDýra- riki Islands eftir Benedikt Grön- dal mætti ætla að fyrirhuguð væri meira en ein útgáfa af bókinni, en svo er þó alls ekki. Það er ákvörð- un útgefendanna að innsigla film- urnar strax og ljóst er að prentun og bókband hefur heppnast á Framhald á bls. 22 var mínus 3428 millj. kr. nettó á þágildandi gengi samkvæmt upplýsingum Ólafs Tómassonar hjá Hag- deild Seðlabankans. Stöðu- breytingin í október- mánuði einum sér nam 341 millj. kr. niður á við en í októbermánuði s.l. ár nám hún 186 millj. kr. upp á við. Stöðurýrnunin í heild á tímabilinu janúar- októberlok 1975 er 5950 millj. kr., en á sama tíma- bili 1974 var rýrnunin 9681 millj. kr. Gjaldeyrisforðinn í októberlok nam 6842 milljónum króna. málalegar aðgerðir eftir þeim lið- um, sem ASl hefur bent á, er miðuðu að því að draga úr verð- bólguvexti niður í 10—15% á árs- grundvelli, sem fyrsta skref. Yrði þá tekið mið af þeim ráðstöfunum við endanlega mótun kröfugerðar á hendur atvinnuvegunum. Næð- ist hins vegar ekkert samkomulag um þær ráðstafanir, sem til þess þyrfti, og hvernig að þeim yrði staðið, ætti verkalýðshreyfingin ekki annars úrkostar en að beita hefðbundnum aðferðum til að bæta meðlimum sínum þá kjara- Framhald á bls. 22 Keflavíkurflugvöllur: Eltingar- leikur í hjólastól ÞAÐ bar til fyrir skömmu ðrla dags ð Keflavlkurflugvelli þegar búiS var að kalla út lokaútkall ð flugi Loftleiða til Luxemburgai eftir klukkustundar viðdvöl ð leiðinni frð New York, að starfs- fólk ! flughöfn heyrði örvænt- ingarfull hróp I manni um það bil sem verið var að loka flugvélinni. Maðurinn Ið ð gólfi flughafnar- innar og hrópaði að hann gæti ekki staðið ð fætur, væri mðtt- laus I fótunum og ætti að fa'ra með flugvélinni sem væri að leggja af stað til Luxemborgar. Snarrððir starfsmenn þutu eftir hjólastól og hinn enskumælandi maður var drifinn I stólinn og ekið á fullri ferð út gangana. Linnti hlaupunum við útidyr á flugstöðvarbyggingunni, þvl ekki var hægt að hlaupa með hjóla- stólinn þar I gegn. Þð gerði sð fótavana sér lltið fyrir, steig ð fætur og hljóp út að fiugvélinni ð fullri ferð, en starfsfólkið, sem brð I brún við þessa nýju stöðu, undur og stórmerki, hljóp ð eftir manninum einnig ð fullri ferð með hjólastólinn og reyndi að nð manninum I stólinn. Varð þarna mikill eltingarleikur I morgunsárið, en þeim enskumæl- andi tókst að komast um borð I flugvélina áður en nððist að skella honum aftur I hjólastólinn. Það kom siðar á daginn að maðurinn var hinn hressasti til fótanna að öllu jöfnu, en svo hafði viljað til að ð meðan við- dvölin stóð yfir hafði hann sofnað I stól I flughöfninni með fæturna þannig bögglaða undir sér að hann gat ekki staðið upp vegna doða er hann vaknaði frð krlunni og hné I gólfið. Þar með hófst hjólastólsreisan. Sólveig við eitt verka sinna. Verk Sólveigar í Illums bolighus SÖLVEIGU Eggerz Pétursdóttur listmálara hefur verið boðið að hafa verk sín til sýnis og <jsölu í hinni kunnu og sérstæðu verzlun Illums bolighus við Amagertorg í Kaupmannahöfn, en þar er aðeins kunnum og viðurkenndum lista- rnönnum boðið að sýna verk sín. Verk Sólveigar verða framvegis seld á þessum eina stað í Kaup- mannahöfn. Fyrir skömmu voru fyrstu 20 verkin, málaðar reka- viðarspýtur, hengd upp á jarðhæð í Illums þar sem þau munu hafa ákveðinn stað en beðið hefur verið um meira af listaverkum fyrir jólin. Listsköpun Sólveigar á reka- viðarspýtum er hennar eigin stlll og á þann hátt sem hún vinnur er hún frumkvöðull. Nokkuð hefur borið á því að gerðar væru stæl- ingar af stil hennar bæði hér heima og erlendis á síðustu árum, en um 1960 þegar hún hóf þessa útfærslu í myndlist var ekki vitað um neina aðra sem byggðu verk sín á þessum stíl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.