Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1975 18 Forsætisráðherra á Alþingi: Bretum hefur ekkert nýtt samningstilboð verið gert Fyrra tilboð fallið úr gildi með synjun breta og herskipaíhlutun Geir GilsGuð- Hallgrfmsson mundsson. Gils Guðmundsson (K) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár i neðri deild í gær, vegna frétta, m.a. í ríkisútvarpinu, af ummælum utanríkisráðherra, Einars Agústs- sonar, i Brússel, sem hann sagði mega skilja sem samningstilboð til Breta um 65.000 tonna veiði- heimildir á Islandsmiðum. Þing- maðurinn spurði, hvort rikis- stjórnin hefði ákveðið að endur- nýja fyrra samningstilboð sitt til Breta. Ef svo væri ekki, hvort utanrikisráðherra hefði heimild til að bjóða eða gefa i skyn það, sem í orðum hans hefði falizt? Atburðirnir I gær eru enn í fersku minni (þ.e. fyrradag), sagði þingmaðurinn. Ætla mætti að önnur viðbrögð hefðu betur Enn til Z boðið Gylfi Þ. Gislason (A), Sverrir Hermannsson (S), Þórarinn Þórarinsson (F), Jónas Arna- son (k), Gunnlaugur Finnsson (F) og EHert B. Schram (S) endurflytja frumvarp til laga um íslenzka stafsetningu, sem m.a. er ætlað að rétta hlut Z- unnar í Islenzku ritmáli. Frum- varpið er svohljóðandi: 1. gr. Ein skal vera stafsetning ís- lenzkrar nútímatungu: 1. sem kennd er í öilum skólum rikisins og þeim, er styrks njóta af almannafé, 2. sem höfð er á öllum textum, sem ríkið eða ríkisstofnanir gefa út, svo sem lögum, dómum, skýrsl- um, auglýsingum, tilkynningum og öðru áþekku, 3. sem höfð er á öllum kennslu- bókum, sem notaðar eru í skólum ríkisins, svo og þeim sem styrks njóta af almannafé. 2. gr. Um stafsetningu skulu gilda eftirfarandi meginreglur: I. Rita skal með stórum upphafs- staf sérnöfn, þjóða- og þjóðflokka- heiti og nöfn á íbúum landa, lands- hluta, héraða, borga og bæja, t.d Revkjavík, Íslendingar, German- ar. Norðmaður, Sunnlendingur, Þingeyingur, Seyðfirðingur, Borgnesingur. II. Rita skal y, ý, ey í samræmi við uppruna (hljóðvarp) og forn- an framburð, t.d. synda (sund), lýsa (ljós), hreysti (hraustur). III. Rita skal z fyrir upprunalegt ds, ðs, ts, bæði í stofni og ending- um, þar sem tannstafurinn (d, ð eða t) er fallinn burt í skýrum framburði, t.d. hanzki (handski), Ienzka (lendska), gæzka (gæðska); — þið (þér) kallizt (kallið-st), berjizt (berjið-st), setjizt (setjið-st); — hefur (hafði) kallazt (kallað-st), barizt (barið-st), snúizt (snúið-st); hitzt (hitt-st), rætzt (rætt-st, sbr. hins vegar ræst af sagnorðinu ræsa), þeytzt (þeytt-st, sbr. hins vegar þeyst af sagnorðinu þeysa), stytzt- ur (stytt-stur); — hann sezt (set- st), brýzt (brýt-st), fiyzt (flyt-st). Rita skal lýsingarhátt þátíðar sagnorðs í miðmynd með mið- myndarendingunni st, þótt lýs- ingarháttur þátíðar I germynd endi á st eða sst, t.d lýstst (lýsast), Hresstst (hressast). IV. Rita skal tvöfaldan sam- hljóða á undan samhljóða, þar sem stofn vísar til, t.d. byggð (byggja, styggð (stygg-ur), felldi (fella), kenndi (kenna), grynnka (grunn- ur), bögglar (böggull), kryppling- ur (kryppa), allra, alls, allt (all- ur), manns, menntir (mann). nokkrir (nokk-ur), rökkri (rökk- ur). Aftur á móti skal rita einfaldan samhljóða, þar sem uppruni sýnir, t.d. sagði (segja, sagaj, dugði (duga), opna (opinn), eins (ein- ir), hans (stofn: han, sbr. honum hana), hins (hin-ir), als (alur), heilt (heil-ir), seint (sein-ir). V. I nafnorðum með viðskeytt- um greini skulu vera jafnmörg n og í lausum greini, t.d. maðurinn, konan, börnin. Karlkynsnafnorð mynduð með viðskeytunum -an, -in, -un skal rita með nn í nf. et., en n í öðrum föllum, t.d. aftann, aftan, himinn, himin, morgunn, morgun. Kvenkynsnafnorð mynduð af sagnorðum með viðskeyinu -un eða -an skal rita með n, t.d. skemmtun, skipan. Lýsingarorð og lýsingarhætti þá- tíðar, sem mynduð eru með við- skeytinu -in, skal rita með nn í nf. og þf. et. kk., þgf. og ef. et. kvk. ef ft. í öllum kynjum, í öðrum föllum skal ritað n, t.d. hygginn (nf. og þf. et. kk.), hyggin (nf.et. kvk. og nf. ft. hk.). VI. Á undan ng og nk skal rita a í stað á í framburði, e í stað ei, i i stað f, u í stað ú, y í stað ý, ö í stað au, t.d. langur, banki, lengi, fingur, þungur yngri, föng. í samsettum eða afleiddum orðum, þar sem n og g eða n og k Ienda saman og fyrri hluti endar á n, ræður uppruni fyrri hlutans aftur á móti rithætti, t.d. tún- garður, einkum. VII. Á eftir y, æ, ey, skal rita j, ef a eða u fer næst á eftir, t.d. nýja, nýjum, bæja, bæjum, hevja, heyjum. Ef um samsett orð er að ræða og sfðari liðurinn hefst á a eðau, skal þó ekki rita j, t.d. heyannir, Sæ- unn. VIII. Rita skal yfirleitt é þar sem svo er fram borið (þó aldrei á eftir g og k, hvort sem þar er um að ræða fornt é eða fornt e, sem lengzt hefur), t.d. léð, vér, vél, tél, fé, hérað, hélt, féll. Þó skal rita je í fleirtölu af lýs- ingarhætti nútíðar með nafnorðs- beygingu, þar sem nafnháttur endar á ja, enda skiptast atkvæði á milli j og e. t.d. kveðjendur, selj- endur, þiggjendur, sækjendur. I upphafi nafna af erlendum uppruna skal og rita je, t.d. Jens, Jerúsalem, Jesús. IX. í öðrum atriðum en talin eru að framan skal einnig miða staf- setningu orða að jafnaði við upp- runa þeirra og skyldleika við önnur orð, þótt í bága fari við almennan eða svæðisbundinn framburð. t.d. bagi (baga), vegir (vegur), seigir . (seigur), lögin (lög), bægsli (bógur), loks (lok), akstur (aka), dýpt (djúp), skipti (skipa), sleppti (sleppa), hvar, hvftur, nefnd (nefna), sigldi (sigla), harðna (harður), stærstur (stór), margt (margur). 3. gr. Að öðru leyti skal um stafsetn- ingu fylgt þeim meginreglum, sem farið var eftir á tímabilinu 1929—1973. 4. gr. Heimilt skal menntamálaráð- herra að kveða svo á, að þess skuli ekki krafizt í 1.—6. bekk grunn- skóla, að kennt sé að nota z, heldur megi í þess stað nota s i bekkjum þessum, og f stað tzt megi nota st. t.d. rita styst, stystur, flust, breyst o. s.frv. 5. gr. Ur gildi skal falla auglýsing menntamálaráðuneytisins nr. 132 frá 3. maí 1974. 6. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. hentað slfkum atburðum en þau, sem lesa hefði mátt úr orðum utanríkisráðherra okkar, sem töluð hefðu verið i eyru alþjóða- fjölmiðla. Geir Hallgrfmsson forsætisráð- herra sagði m.a.: Ég skildi um- mæli utanríkisráðherra á annan veg en háttvirtur fyrirspyrjandi. I fyrri ræðu sinni, sem flutt var áður en utanríkisráðherra fékk skýrslu um atburði þá, sem hér voru á dagskrá i gær, rakti hann gang samningsviðræðna við Breta, áður en upp úr slitnaði og áður en til herskipaíhlutunar kom, og gat þá sáttahugmyndar, sem sett var fram, en féll síðan niður við synjun Breta. Bæði ég og háttvirtur utanrikisráðherra lýstum því yfir i umræðu hér á. Alþingi, er herskipaíhlutun hófst, að tilboðið væri niður fallið. Ef til nýrra samningsviðræðna kæmi, sem ekki gæti orðið nema við gjörbreyttar aðstæður og heim- köllun herskipa Breta, þyrfti að byrja að nýju frá grunni. I síðari ræðu utanríkisráðherra, eftir að skýrsla um atburðina fyrir Austurlandi barst honum i hendur, kom þetta og skýrt fram, að tilboðið væri niður fallið. Ilann sagði og, að hann væri ekki til Brússel kominn til-að semja um eitt eða neitt og viðræður við Breta gætu engar orðið meðan herskip þeirra væru innan is- lenzkrar fiskveiðilögsögu. Gils Guðmundsson (K) þakkaði forsætisráðherra skýr og glögg svör og fagnaði þeirri eindrægni, sem í þeim fælist. Hann sagðist geyma sér að ræða frekar um orð utanríkisráðherra, unz hann væri heim kominn og gerði frekari grein fyrir þeim. Þau hefðu að sínu mati verið á þann veg, því miður, að skilja hefði mátt, að hann gæfi Bretum undir fótinn með fyrra samningstilboð. Lúðvlk Jósepsson (K) sagði erfitt að skilja orð utanríkisráð- herra á annan veg en þann, að gælt væri enn við gamia 65.000 tonna tilboðið. Hins vegar trúi ég því trauðla að rétt sé eftir haft í fréttamiðlum. Ég þakka skýr svör forsætisráðherra og legg áherzlu á, að þeim verði komið á framfæri við fjölmiðla, bæði heima og er- lendis. Hins vegar mælist égtil að forsætisráðherra ítreki, að slíkt boð verði ekki endurtekið undir neinum kringumstæðum. Geir Hallgrfmsson (S) sagði orð sín hafa verið skýr og skiljan- leg. Hann sæi ekki ástæðu til að bæta þar einu eða neinu við. Þetta mál yrði að ræða frá grunni að nýju, ef aðstæður breyttust svo mjög, að viðræður við Breta ættu að verða réttlætanlegar. Fórsætisráðherra lagði áherzlu á, að sú samstaða allra flokka um mótaðgerðir við ofbeldi Breta, sem fram hefði komið í utanríkis- málanefnd og landhelgisnefnd, styrkti mjög stöðu okkar út á við. Við skyldum því forðast allt það, sem yki á sundurlyndi eða fram- kallaði veikleikamerki í afstöðu okkar út á við f máli þessu, sem hefði svo mikla þýðingu fyrir þjóðarheildina. Stefán Jónsson (K) mun hafa komið fram með hliðstæða fyrir- spurn i efri deild og Gils Guð- mundsson f neðri deild sem þing- fréttamaður Mbl. hlýddi ekki á. Hún mun þó hafa verið með öðrum hætti og orðalagi en hjá Gils. Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra svaraði Stefáni. Hann sagði að deilda mætti um, hver væru eðlilegfyrstu viðbrögð ríkis- stjórnar við orðnum atburðum í þorskastríðinu. Utanríkisnefnd hafði þó verið á einu máli um þær aðgerðir, sem ríkisstjórnin hefði orðið sammála um að grípa til, að kæra fyrir öryggisráði og atlants- hafsráði. Fleiri ábendingar hefðu að vísu komið fram í nefndinni. Þær yrðu skoðaðar betur, eftir að utanríkisráðherra kæmi heim. Að sínu mati hefði ekki verið rétt að taka formlega afstöðu til beinna stjórnmálaslita við Breta, fyrr en utanríkisráðherra væri til staðar, enda væri dvöl hans ytra skamm- vinn. Síðan vék Ölafur að orðum ut- anríkisráðherra í Brússel. Hann sagði það alrangt hjá Stefáni Jónssyni að utanríkisráðherra hefði flutt sína ræðu þar eftir að forsætisráðherra hefði skýrt hon- um frá atburðum út af Austfjörð- um. Hins vegar hefði náðst f utan- ríkisráðherra áður en hann flutti sfðari ræðu sína, þar sem hann hefði hart brugðist við, svo sem fréttir greindu. Utanrikisráð- herra hefði ekki endurnýjað nein tilboð við Breta, hvað sem frétta- túlkun vissra aðila liði. Minnti hann á fornt spakmæli: „Seint er um langan veg að spyrja sönn tfðindi." Ölafur Jóhannesson. Jón Arm. Héðinsson. AIMAGI Jón Armann Héðinsson (A) og Stefán Jónsson (K) tóku til máls á eftir dómsmálaráðherra. Hélt Stefán fast við skilning sinn á ummælum utanríkisráðherra, taldi kærur fyrir öryggisráði og atlantshafsráði „hreint og klárt blaður" og fór hörðum orðum um alla afstöðu ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Jón Ármann taldi hæpið að taka sér f munn fyrra tilboð til Breta, eftir það sem nú hefði gerzt, og raunar einnig áður, ef tillit væri tekið til ástands þorskstofnsins, sem væri okkur þýðingarmest fisktegunda. Geir Hallgrfmsson forsætis- ráðherra sagði það þingvenju, og reyndar lágmarksháttvísi, sem ætíð hefði verið í heiðri höfð á Alþingi, að gjöra ráð- herrum fyrirfram viðvart, ef sérstökum fyrirspurnum væri til þeirra beint. Þetta hefði Gils Guðmundsson gert, sem hans hafi verið von og vísa, í neðri deild. Stefán Jónsson hefði hins vegar ekki hirt um slfka þingvenju eða lágmarksháttvísi. Það kæmi raunar engum á óvart, sem hlýtt hefði á mál hans nú — eða fyrr — á Alþingi. Fyrirspurn Gils hefði farið að þingvenju og verið málefnalega fylgt eftir, en það væri meira en hægt væri að segja um þennan háttvirta þingmann. Óviðeigandi væri að gera háttvirtum utanríkisráðherra upp skoðanir eða fyrirætlanir að honum fjarstöddum. Hann ftrekaði fyrri yfirlýsingar sínar og utanrfkisráðherra á Alþingi, eftir herskipaíhlutun Breta, þess efnis, að fyrra samningstilboð væri niður fallið. Hann vitnaði til blaðamannafundar utan- ríkisráðherra í Brússel, þar sem þetta hefði itrekað komið fram. Samheldni um mótaðgerðir hefði verið eindregin f utanrfkismálanefnd og rangt væri og skaðlegt að ala á tortryggni og úlfúð hér heima, þegar við þyrftum fyrst og fremst á heiðarlegri samstöðu og styrkum samtakamætti að halda. Stefán Jónsson (K) tók enn til máls og fullyrti, að islenska ríkisstjórnin hefði staðið í samningamakki við Breta dag hvern undanfarið. Fjáröflun til vegagerðar: Þungaskattur eða km- gjald af dieselbifreiðum FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Matthías A. Mathiesen, mælti f gær fyrir stjórnarfrumvarpi um fjáröflun til vegagerðar. I máli ráðherra kom fram, að bifreiðaeigendur greiddu, I verði hvers bensfnlftra, kr. 34.00 til ríkisins (kr. 6,91 af dieselolfu) þar af kr. 16.00 til vegasjóðs. Erfitt væri að koma sams konar sköttun við um dieselolfu, þar eð hún væri til nýtt til margs fleira en bifreiðaaksturs. Af þeim sökum væri horfið að sérstöku þungagjaldi á dieselbifreiðar eða skattheimtu miðað við hvern ekinn km, enda hefðu slfkar bifreiðar sérstakan akstursmæli. Ráðherrann sagði það eðlilegt, að þeir sem nýttu vegina, greiddu með einum eða öðrum hætti hluta vegakostnaðar. Hér væri því um skattlagningu að ræða til samræmis við hluta hins opinbera f bensínverði, sem sótt væri til eigenda slíkra bifreiða. Samkvæmt hinu nýja frumvarpi er hinn árlegi þungaskattur bifreiða undir 3.700 kg að heildarþyngd kr. 126.000. Bifreiðaeigendum, sem greiða eiga slfkt gjald, er þó heimilt, ef þeir óska eftir, að greiða heldur ákveðið gjald fyrir hvern ekinn km í stað hins fasta árgjalds, á sama hátt og gildir um dieselbifreiðar yfir 3.700 kg þyngd, enda verði þá settur tilskilinn mælir í slfkar bifreiðar. Gjalddögum þungaskatts, sem til þessa hefur verið einn, 1. janúar, fjölgar nú í tvo: 1. janúar og 1. aprfl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.