Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1975 17 Fréttabréf úr Holtum Mvkjunesi 1. des. NU HAFA verið nokkur harðindi um sinn, með nokkr- um snjó og frosti, en þó ekki miklu. Fénaður er fyrir nokkru kominn á gjöf. Þrátt fyrir þennan harðindakafla er jörð svo til klakalaus ennþá, og ennþá er hægt að vinna að skurðgrefti og jarðvinnu. Klaka skel er á vegum, en færi að sjálfsögðu hið bezta. Heldur munu hey vera léleg og létt til fóðurs, enda við því að búast eftir tfðarfarið s.l. sumar. Má því búast við að gefa þurfi mik- ið af fóðurbæti ef hægt á að vera að fóðra sæmilega f vetur. En fóðurbætir er dýr, bæði inn- lendur og erlendur. Slátrun var með mesta móti í haust og hafa búin sumstaðar minnkað. Er það sjálfsagt vegna lélegra heyja og eins hins að sumstaðar er fullþröngt í högum að sumrinu. Heimtur eru misjafnar og vantar fé bæði af afréttum og úr heimahögum. Þegar farið var f þriðju leit á Landmanna- afrétt fundust kindur svo illa á sig komnar að lóga varð þeim á staðnum. Þetta var á svæði, sem ekki tilheyrir afréttinum og sjaldan er leitað, en það er svæðið suður af Krakatindi og fyrir austan Heklu. I góðu er þetta fær leið fyrir fé að fara og fer sjálfsagt eitthvað síðari hluta sumars, og lendir þá niður á Rangárvöllum. Svo þegar kemur fram á haustið, veður versna og snjóar, getur þessi leið lokazt skyndilega og eru þá örlög þess fjár ráðin, sem á þessum slóðum kann að vera. Fyrir skömmu var svo far- ið á vélsleðum eitthvað á þessar slóðir en sú för bar engan árangur, enda allt orðið einn Framhald á bls. 22 i KOSTABOÐ FRÁ FACO Samstæöan AU 505/JL-A1/EPI100 hljómar sem skyldi Góður hljómur er eigin auglýsing. Og hann er að finna íhljómtækja- samstæðunni frá Sansui, JVC og EPI. Fyrir þá sem ekki hafa litið inn í Faco, viljum við vekja athygli áþessari samstæðu. Tækin starfa saman að því að framleiða frábæran tón. Þessi samstæða sér sjálf um að sanna gæðin. Tölulega séð býr samstæðan yfir þessum eiginleikum... AU-505: 2x25 sínus Wött. Bjögun 0,5% Svið 20-60.0000 Hz + -s- 2 db EPI — 1 00; 50 sínus Wött. Svið 40 til 1 8.000. JL — A1, Reimdrifin, tveir hraðar 33 og 45. WOWW and Flutter: 0,06 s/n 62 dB. Maanetískur tónhaus. svið 1 0 til 25.000 Hz. Lítið inn í tíma, fyrir jólaösina. Samstæðan AU 505/JLA1/EPI 100 er ófeimin laugavegi 89 13008 SansxiL JVC EPICURE Orðsending til áhugamanna um Elliðaárnar Vegna ritunar bókar um Elliöaárnar, eru þeir, sem kunna að eiga í fórum sínum gamlar veiðiskýrslur, myndir eða annað, sem að gagni mætti koma við ritun bókarinnar, vinsamlegast beðnir að hafa skriflegt samband við Ásgeir Ingólfsson, Reynimel 84, Reykjavík Nytsamar jólagjafir Husqvarna © Vöfflujárn Brauðrist ^untiai Lf Suðurlandsbraut 16 — Laugavegi 33 Glerárgötu 20, Akureyri og víða í verzlunum. Straujárn Hlýog falleg bók.. Þor&ir Nrwinsrm [ Það ereitthvað sem enginn veit tjuhmmmhwir l Jnnýar Ji'Juinm/k'ittur frú l Mxatttýri ipsll&ý s 'kSf *. WB I I *s * ðC ■ - ; Það er eitthvað sem enginn veit eftir Þorgeir Þorgeirsson Bernskuminningar Líneyjar Jó- hannesdóttur frá Laxamýri eru fágætlega kvikar og lifandi myndir frá horfinni veröld. Hnit- miðaðar frásagnir og skörp at- hyglisgáfa bregða birtu yfir ó- venjulegt mannlíf á höfuðbólinu Laxamýri i Þingeyjarsýslu og ættmenn Jóhanns Sigurjónsson- ar skálds. Þetta er hlý og falleg bók sem ber vitni um næma skynjun og djúpar tilfinningar. Þorgeir Þorgeirsson hefur farið meistarahöndum um efnivið sinn. Hann hefur þjappað miklu efni saman í knappan og kjarn- yrtan texta. Honum hefur tekist að halda í frásögninni yfirbragði eðlilegs talmáls en gætt hana um leið þeim eigindum góðs rit- máls sem gera hana fnarkvissa og eftirminnilega. Þorgeir held- ur fullum trúnaði við málfar Lín- eyjar, sem er sérkennilegt og blæbrigðaríkt og nær oft skáld- legri upphafningu. Þetta er bók sem er allt í senn: þjóðlifslýsing, safn skemmtilegra frásagna, einstakar persónulýs- ingar og meitlað bókmenntaverk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.