Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1975 21 Skemmdirnar á þyrluþil- farinu bakborðsmegin eru miklar eins og mynd- in sýnir glögglega og þii- farið hefur allt gengið til. taugina falla og stefndi til hafs en við á eftir og komumst við fljótt upp að stjórnborðssíðunni, gáfum stöðvunarmerki enda á fullum rétti til þess samkvæmt alþjóða- lögum. Við hægðum á ferðinni en þá beygði Star Aquarius skyndi- lega fyrir okkur og sigldi utan í Þór, en aðeins smávægilega. Við beygðum undan en vissum þá ekki fyrr til en Lloydsman var komin upp að bakborðshlið okkar og skipti engum togum að hann sigldi á okkur. Ég lét nú taka ofan af fallbyssunni og lét skjóta púð- urskoti. Því svaraði I loydsman með því að sigla að okkur aftur á fullri ferð og var seinna höggið miklu meira en það fyrra. Varð óskaplegt að sjá þennan dreka koma að okkur á fullri ferð, en hann er 2000 tonn eða helmingi stærri en Þór og með kraftmikl- ar vélar. Ég lét nú kalla til þeirra á örbylgjustöð að ef þeir hættu þessu ekki léti ég kúlnahríð dynja beint á þeim. Þeir svöruðu engu og var þá hleypt af tveimur kúlu skotum. Fyrri kúluna létum við viljandi fara yfir dráttarbátinn en seinni kúlunni var miðað á strompinn. Ekki sáum við hvar hún lenti á skipinu en við heyrð- um greinilega að hún hitti Lloyds- man. Um þetta leyti vorum við komn- ir út fyrir 3ja mílna Iandhelgina en ásiglingar höfðu gerzt fyrir innan hana. Varð nú aðgerðum hætt samkvæmt fyrirmælum 'frá stjórnarstöð og héldum við inn til Loðmundarfjarðar þar sem skemmdir voru kannaðar og gert var við til bráðabirgða. Týr kom einnig inn til Loðmundarfjarðar okkur til aðstoðar, en dráttarbát- arnir héldu út til móts við brezka flotann." — Hverjar voru skemmdirnar? „1 stuttu máli má segja að dæld kom f ljósavélarrúm og kom leki að því. Dæld kom á aðalvélarúm á móts við portið. Bakborðsblásari í aðalvélasal er óvirkur enda í skor- steini bakborðsmegin en hann skemmdist við áreksturinn. Brot kom á strompinn þrjá metra yfir þyrluþilfari og dæld í hann og nær hún þrjátfu sentimetra inn í hann og kaplar fóru f sundur. Nftján metra kafli á aðalþilfari bakborðsmegin er allur brotinn og boginn og ná skemmdirnar mest 4V4 metra inn á pallinn. Þá hefur þyrlupallurinn allur gengið til á stjórnborða, 23—24 þver- bönd skemmdust. Bátskrani lask- aðist að ofan og undirstöður hans bognuðu. Verulegar skemmdir urðu á klefa þar sem kútar fyrir sjálfvirkt slökkviliðskerfi eru. Loftbitar þar eru bognir og er úthlið klefans rifin frá við loftið en kerfið er þó Iíklega virkt. Loks ber þess að geta að þrír diskar brotnuðu f eldhúsinu við gaura- ganginn." — Urðu einhver slys á mönn- um? „Þegar Star Aquarius snar- beygði og sigldi á okkur, gerðist það svo snöggt að við gátum ekki sett á stað aðvörunarkerfi fyrir áhöfnina eins og við gerum alltaf undir álíka kringumstæðum. Var hún því ekki viðbúin árekstrinum og við hann féll smyrjari f vél um koll, en hann meiddist sem betur fer aðeins smávægilega á hendi.“ — Telurðu, Helgi, að þessar að- gerðir dráttarbátanna hafi verið fyrirfram ákveðnar, og þeir hafi legið fyrir ykkur? „Eg held að það verði að telja alveg augljóst miðað við aðstæð- ur. Brezki togaraflotinn var á Digranesflaki og ef dráttarbát- arnir hefðu þurft að leita vars, sem virtist alveg ástæðulaust miðað við það veður sem var á miðunum, þá hefði verið miklu styttra fyrir þá að fara f var við Langanes. Nú þá voru þeir fyrir löngu búnir að tala um að eitthvað myndi gerast þennan sama dag f sambandi við NATO- fundinn og höfðu fullyrt að Þór myndi sigla á Lloydsman. Ég átti því alveg eins von á þessu, en að það myndi gerast innan íslenzkr- ar 3ja mílna landhelgi átti ég aldrei von á.“ — Beita Bretar öðrum bardaga- aðferðum nú en i siðasta þorska- strfði? „Mér finnst þeir vera miklu grófari núna en síðast og þeir eru alltaf að færa sig upp á skaftið. Það alvarlegasta til þessa er þessi árás dráttarbátanna á okkur svo og framkoma freigátunnar Fal- mouth á dögunum þegar hún sigldi margsinnis fyrir okkur til að reyna að láta okkur sigla á sig og einnig reyndi hún að slá skutn- um í Þór en á skutnum eru is- hnífar sem geta hæglega valdið miklu tjóni á varðskipunum. Og meðan við eigum í þessu er allt á Framhald á bls. 22 Hermann Sigurðsson, 2. stýrimaður við byssuna á Þðr. Það var hann sem skaut að Lloydsman. „Þeir eru alltaf að færa sig upp á skaftið” Ef þessu heldur áfram hlýtur það að enda með stórslysi „Eg miðaði á strompinn,, segir Hermann Sigurðsson skytta á Þór „ÞETTA er f fyrsta sinn, sem ég skýt skotum f viðureign, en reyndar hef ég skotið af byss- unum á æfingum,“ sagði Her- mann Sigurðsson, 2. stýri- maður á Þór, f samtali við blaðamann Mbl. á Seyðisfirði f gær, en það var Hermann sem hafði það hlutverk að skjóta á Lloydsman. Hann sagði, að þetta hefðu verið fyrstu skotin, sem hefði verið hleypt af f þessu þorska- strfði. Fyrst var hleypt af einu púðurskoti sfðan tveimur kúluskotum. Púðurskotinu var hfeypt af fremri byssu varðskipsins, sem hefur 57 millimetra hlaupvfdd, en kúluskotunum var hleypt af aftari byssunni, en hún er með 47 millimetra hlaupvfdd. „Fyrra kúluskotið var vilj- andi látið fara yfir dráttarbát- inn, en f sfðara skiptið var miðað á strompinn. „Ég er ekki viss um hvort ég hitti strompínn, en aliavega hitti ég dráttarbátinn,“ sagði Her- mann og bætti við, „það verður að játast að við erum ekki nógu hressir yfir þessum byssum. Þetta eru eldgömul apparöt og mjög brýnt er að fá nýjar og betri byssur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.