Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1975 37 VELA/AKAiMOi Velvakandi svarar I sima 10-100 kl. 14—15, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Póstþjónustan Kristinn Sigurðsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég er einn þeirra, sem nota póstinn mjög mikið, ef svo má að orði komast, og hef ávallt notið mjög góðrar fyrirgreiðslu. Nú í jólamánuðinum er umferð gífurleg i bænum, og eru allflestir í alls konar útréttingum fram til kl. 18 og 19. Nýlega tók póstmeistari þá ákvörðun að loka pósthúsinu ki. 17. Sú ákvörðun á að sjálfsögðu fullan rétt á sér yfir sumar- tímann, en að bjóða fólki upp á slíkt í desembermánuði er vægast sagt furðulegt. Milli 17 og 18 eða 18.30 er miðbærinn fullur af fólki. Þá ætti pósthúsið að vera öllum opið, a.m.k. til kl. 19 dag hvern. Þetta hljóta yfirmenn póststofunnar að sjá og skora ég á þá ágætu herra hafa opið til kl. 19 dag hvern fram að jólum. Osvífni er að bjóða fólki upp á afgreiðslu i gegnum lúgu, þar sem allt starfsfólkið er að starfi til kl. 19 eða 20. Að lokum þakka ég góða þjónustu við mig og mina, og vona að áframhald verði á þvf þó svo að ég sé að nöldra í þetta skipti. Kær kveðja, Kristinn Sigurðsson." 0 1. desember. Þorkell Hjaltason skrifar: „1. desember s.l. gafst þjóðinni kostur á að hlýða á hinn andlega nektarboðskap, er vinstri stúdentar flytja þjóðinni jafnan á þessum merkisdegi hennar. Það er sannast að segja afar merkilegt hvað útvarpsráð sýnir þessum miður þjóðholla lýð mikið lang- lundargeð með þvi að reisa engar skorður við áróðursjarmi þeirra og illkvittni um menn og málefni. Krafa almennings hlýtur að verða sú, að svona óþverra sé ekki sýknt og heilagt heltt yfir þjóðina á þessum mefkisdegi sjálfstæðis- baráttu okkar lslendinga.“ Siðan lýsir Þorkell ánægju sinni með grein Björns Stefáns- sonar loftskeytamanns, þar-sem Björn lýsir vanþóknun sinni á því að milljörðum sé varið til mennta- mála til slíkrar uppskeru. Þá segir Þorkell: „Ég hygg að undir þessa snjöllu og sönnu lýsingu Björns á þjóð- félagsástandinu, eins og það nú birtist geti allir þeir tekið er urðu heyrnarvottar að útvarpi stúdenta 1. des. s.l.“ Margir hafa látið í ljós andúð sína á málflutningi stúdentanna, sem saman komu í Háskólabíói þennan dag. M.a. sagði Kefivikingur einn, G.O., sem hringdi nýlega að sér hefði þótt vaðallinn svo yfirgengi- legur að hann væri engan veginn til flutnings i útvarpi, hvaðan sem hann kæmi. 0 Það borgar sig að skrifa vel Ágúst skrifar: „I Morgunblaðinu var fyrir nokkrum dögum grein um skrift. Mig langar til að segja þér frá smá dæmi um hvað það getur verið gott að skrifa vel. Fyrir um það bil 30 árum var hjá mér ungur piltur, sem var tengdur konu minni. Hann var í verzlunarskóla um þetta leyti. Rithönd hans var svo ljót, að ég var ávallt að reyna að fá hann til að gera betur. Um það leyti hélt frú Guðrún Geirsdóttir skriftarnámskeið hér í Reykjavík og fékk ég kauða til að láta innrita sig á eitt námskeið en þau urðu tvö. Fyrir um það bil 12 árum var auglýst staða hjá stórfyrirtæki í Reykjavík. Hann kom þá til min (umræddur piltur) og spurði mig, hvort hann mætti benda á mig ef hann þyrfti á meðmælum að halda. Ég sagði það sjálfsagt, en hann yrði að skrifa umsókn sína með eigin hendi, sem hann og gerði. Forstjóri þessarar stofnunar hringdi til mín og bað mig að tala við sig. Hann sagðist hafa fengið yfir 70 umsóknir, og þegar farið var að skoða þær, var strax tekið frá ákveðið umslag, vegna þess hve áferðarfallegt það var og vel skrifað á það. Sagan er ekki lengri. Þessi ungi maður er nú í mjög góðri stöðu hjá þessu stóra fyrirtæki, og á það fyrst og fremst sinni fögru rit- hönd að þakka. Virðingarfyllst, Agúst.“ Með bréfinu hefur Agúst látið fylgja umslag með rithönd þessa vinar síns, og það má með sanni segja að hún er falleg og læsileg. Sagan sem bréfritari rekur, sýnis kannski að öllum er vorkunnarlaust að læra að skrifa vel. Góð rithönd er ekki meðfædd eins og sumir virðast halda, heldur kemur hún með réttri kennslu, vandvirkni og þjálfun. I dag gerumst viö þjóölegir og bjóöum: Saltfisk og skötu á íslenzkan máta eins og hjá mömmu og ömmu með velling og súru slátri. Verð kr. 480. - SEGULLAMPARNIR KOMNIR 6 LITIR VERÐ KR 2.750 SENDUM í PÓSTKRÖFU LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suóurlandsbraut 1Z sími 84488 vegna þess hann vildi ekki eyða peningum i viðhald og breyt- ingar. Hann faldi peningaseðla undir dýnunni sinni og f gömlum skáp, en hann gat ekki hugsað sér að láta þá frá sér og sló þvf æ hærri og meiri lán og hélt áfram að veðsetja jörðina og auk þess lánaði hann peninga með okur- vöxtum. Og þetta vissi ég auðvitað en ég hafði ekki minnsta hugboð um að það væri svona mikið sem hann hefði skrapað saman á þennan hátt, næstum þvf tvær milljónir. Ég fann seðlabúntin, þegar ég var að taka til eftir að hann var dáin og ef ég á að vera hreinskilín þá varð ég alveg miður mfn til að byrja með... Þetta voru allt peningar sem hann hafði aldrei greitt af skatt og ég held satt að segja hann hafi byrjað á þessu makki til að losna við að greiða skatta. Og nú þorði ég ekki að segja yfirvöldunum frá fundi mfnum og ég þorði ekki heldur að leggja peningana inn f banka, ég óttaðist að þá kæmist upp um allt þetta leiðinda- hneykslismál. Þess vegna faldi ég peningana... ég hugsaði með mér að þegar nokkur tfmi væri liðinn gæti ég ef til vill notað þá til að kaupa mér litla hannyrðabúð eins og mig hafði alltaf dreymt um. HÖGNI HREKKVÍSI 1975 McNaught Synd., Inr. ■<&r- VÁLIÐ er VANLJALAUST GRILLOFNAH BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.