Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1975 Afastrákur Eftir Ármann Kr. Einarsson 1. kafli. Kóngurinn og kisumar tvær.... Nonni! Nonni litli. Já, við skulum kalla söguhetjuna okkar Nonna, litla dökkhærða snáðann með blágráu augun. Kannski heitir hann ekki Jón, heldur allt öðru nafni. En það skipt- ir ekki máli. Nonni er fallegt gælunafn og það er aðalatriðið. Nonni litli býr hjá mömmu sinni, og hún býr aftur hjá mömmu sinni og pabba. Þá hljóta þau að vera amma og afi Nonna. Jæja, en það má ekki heldur gleyma henni kisu, sem býr líka í húsinu. Reynd- ar er kisa högni og heitir Máni. Hann er fallegur gulbröndóttur köttur með gul- yrjótt augu, sem eru á litinn eins og tunglið, sem stundum á kvöldin skoppar eins og stór gullbolti upp á himininn. Skottið á honum Mána er langt og stórt, sérstaklega þegar hann er í veiði- hug. Þá hreyfir hann það hægt og dálitið lymskulega. Húsið, sem hún kisa, Nonni litli og hitt fólkið býr í er líka langt og stórt, miklu, miklu lengra en skottið á henni kisu. Fullorðna fólkið kallar það raðhús. En það er ekki hægt að sveifla húsinu eins og skotti, og það hefur ekki heldur fætur eins og hann Máni og getur ekki labbað hvert sem það vill. Nonni litli og kisa leika sér oft saman. Stundum er Nonni dálítið harðhentur. Það kom jafnvel fyrir að hann greip í skottið á kisu og reyndi að draga hana aftur á bak. Mjá-á-mjá! Kisa rak upp skaðræðisvein og spyrnti klónum í gólfið. Það var nóg, Nonni varð smeykur og sleppti. Aldrei kom það samt fyrir, að kisa klóraði Nonna litla. Þó var hún í eðli sínu grimmur og duglegur veiðiköttur. Kisa át aðeins kjöt. Fiski snerti hún ekki við, jafnvel þótt hún væri svöng. Ef kisa heyrði Nonna litla gráta, var hún óðar komin til hans. Neri hún sér þá upp við hann og mjálmaði, eins og hún vildi segja: Hættu nú að gráta Nonni minn, við skulum heldur koma og leika okkur. Oft lét Nonni litli þá huggast, tók kisu í fangið og strauk henni blíðlega. En Nonni var fljótur að skipta skapi og hann átti það til að vera dálítill prakkari. Eitt sinn, er mamma ætlaði að fara að baða Nonna litla, þurfti hún snöggvast að bregða sér eitthvað frá. Nonni var hálfklæddur úr fötunum. Honum leiddist að bíða eftir mömmu sinni og tók hann þá að dunda sér við að láta lítinn leikfangabát sigla á vatninu i baðkerinu. Kisa var líka inni í baðherberginu. Nonni gaf henni ekki minnsta gaum, hann var með allan hugann við bátinn sinn. En kisa vildi ekki vera afskipt. KAFF/NO 11 Js Afsakið maður minn: Við erum að reyna að tala saman! X Kona, sem átti mjög háværan mann og tólf háværa syni, var spurð að hvernig hún færi að þvf að láta heyra til sfn á heimilinu. Hún svaraði: — Það er eng- inn vandi. Ég bara hvfsla. ! fjölskyldunni er hvfslið óvenjulegt að þegar það heyrist leggja allir við hlustir. X Hamingjan er eins og to»ss- inn, meðnn verða að eiga hann með öðrum. X Sannur vinur er sá , sem veit allt um okkur en geðjast samt vel að okkur. Farðu varlega fyrir alla muni. Hugsanlega er það innbrots- þjófur og við eigum ógreitt ið- gjaldið af Ifftryggingunni þinni. X Hann: — Það er meiri karlinn, þessi Ásgeir. Allt, sem hann snertir á, verður að gulli. Hún: — Þú ættir að biðja hann um að snerta á armband- inu sem þú gafst mér f jólagjöf. X — M þvkist verrl a með lista- verk og þekkir ekki einu sinni Michelangelo. — flvernig á ég að þekkja alla þá listmálara, sem hingað flækjast. X — Eigum við að dansa eða eigum við að sitja og tala sam- an? — Æ, ég er svo þreytt — við skulum heldur dansa. Morðíkirkjugarðinum Mariu Lang Jóhanna Kristjóns dóttir þýddi 56 og meðan við slógumst um tösk- una barst leikurinn úl á plank- ana. Við tókum ekki eftir þvf og þegar ég loksins náði góðu taki á veskinu velti ég henni um koll til að hún ga-ti ekki rifið hana af mér aftur, en ég hafði sannarlega ekki hugsað mér að ýta henni niður í gröfina ... Það bara gerð- ist án þess ég hefði hugmynd um ... það var a-gilegl að sjá hana a111 í einu hverfa og þegar hún gaf ekki frá sér hljóð varð ég alveg brjáluð af hra>ðslu. Ég tók almanakið upp úr vcskinu og kastaði svo veskinu niður I gröf- ina til hennar. Svo eyðilagði ég miðann en ég er með minnisbók- ina hér. Ilún stakk hendinni í vasann og lagði svo litlu rauðu hókina á borðið. Christer biaðaði f henni og sagði sfðan seinmæltur: — Sem dagbók verður hún að teljast I stuttorðasta lagi. Ég get ekki séð annað en nokkrar tölur hér og hvar. Þann 6. fehrúar: fimmtfu þúsund krónur, 20. marz: tuttugu og fimm þúsund krnnur, 17. aprfl fimmtfu þúsund krónur, 29. maf tuttugu og fimm þúsund krónur. 10. júli: hundrað þúsund krónur, 21. ágúst: fimm- tíu þúsund krónur. 25. seplcmb- er: fimmtfu þúsund krónur og sfðan tuttugu og fimm þúsund krónur 16. október og 2. nóvem- ber. Hjiirdís llolm hafði cndur- heiml sfna fyrri stillingu. Nú horfði hún na-slum þvf forvitnis- lega á Uhrisler Wijk. Það var eins og hún hefði hugsað sér að hera fram sömu spurningu og hann gerði: — Getið þið fengið botn í þetta? — Ekki ég, svaraði ég. — Ég get ekki hclur séð en þarna sé um peninga að ræða, sagði Kinar. — Annað hvort upp- hæðir sem Arne hefur tekið á móti eða hann grcitt sjálfur. Hjördís andvarpaði. Og augana- ráð hennar vék ekki frá andliti Christers. — Þér kúguðuð sem sagt út úr honum fé, sagði hann án merkj- anlcgrar undurnar. — Dálagleg uppha>ð á cinu ári. Þetta skýrir hvers vegna hann setti ekki pen- inga f hanka eins og undanfarin ár, en varð þvert á móli að taka út. Það skýrir einnig hvers vegna Karböru fannst hann utan við sig og áhyggjufullur og hvers vegna hún fékk ekki nýja hílinn sem hann hafði lofað henni. Og fjár- kúgun yðar leiddi til . . . Hjördfs hristi höfuð hægt. — Mér Ifkar ekki að nota orðið fjárkúgun, sagði hún með ein- hvers konar döprum virðuleika. — Og ég hélt ekki að máður not- aði þessi orð, þegar maður er að- eins að endurkrcfja fólk um pen- inga sem maður hefur lánað því. Við gátum ekki leynt undrun okkar. — Þér a*tlið þó ekki að halda fram að það hafi verið ÞÉR sem lánuðuð Arne þá peninga sem hann þurfti á að halda til að kaupa húðina á síni.m tfnia. — Jú, svaraði Hjördfs. — Það var ég. Það vottaði fyrir hreykni í þcss- um fáu orðum, þegar hún raælti þau. — En það er alveg ómögulegt! Ég hafði sjaldan heyrt Christer svona ofsafenginn í röddinni. — Það veit heilög hamingjan að þessi hugsun hefur hvarflað að mér sfðustu viku. Þegar þér fóruð af fúsum vilja til Fuek og sögðuð henni þessa yndislegu og sak- lausu sögu um ástarævintýri ykk- ar Arne varð ég tortrvgginn. Það var eitthvað óeðlílegt við þessa skyndilegu hreinskilni. En þér reiknuðuð það klókindalega út að það væri bezt að við fengjum YÐAR útgáfu af sögunni áður en við fréttum nokkuð eftir öðrum leiðum. Það var Ifka dálftið smell- ið að koma ekki beint til mín, heldur reyna söguna á Puck fyrst og vita hvernig hún brygðist við. Og þér sögðuð mér nákvæmlega eins lítið og þér komust upp með en dugði þó þegar við fórum að rannsaka málið f Östersund og þér vissuð það. Auðvitað fannst mér þetta dálftið sjúklegt og fáránlegt og eigin lýsingar yðar einum of yfirgengilegar — hann þessi stórkostlegi hjartaknúsari og svo þér þrúguð af einmana- kennd og minnimáttarkend og allt það. Mér fannst þetta lykta af hjónahandssvindli. En ég hef þó sérstaklega velt þeirri staðreynd fyrir mér að Arne Sandell sem var eignalaus maður þangað til hann kvnníst vður og þá allt f einu getur hann snarað út stórum fjárhæðum á einhvern dular- fullan hátt. En þetta leiddi mig ekki á neinar brautir. Fasteigna- salinn, nýi jarðeigandinn og allir staðfestu það sem þér höfðuð haldið fram að þér hefðuð ekki fengið nema nokkra tugi þúsunda eftir föður vðar, eftir að skuldir höfðu verið greiddar. HVERNIG ! ÖSKÖPUNUM GÁTUÐ ÞÉR ÞA LANAÐ Arne Sandell alla þessa peninga? Allir nágrannar vðar hafa að vfsu lýst þvf yfir að faðir yðar hafi verið óþolandi nfzkur og samansaumaður en samt sem áður býst ég ekki við... Hjördfs hrukkaði ennið og sagði hljómlausri röddu: — Sögðu þeir ekki Ifka að hann hefði verið dálftið skrftinn? Hann leyfði aldrei að ég fengi ný föt og allt grotnaði niður á bænum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.