Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1975 25 HVAÐ ER BETRA I SKAM HALENDIÐ HEILLAR SAGAN AF Dúdúdú Loftur Guémundsson hefur skróó œvintýralegar frósagnir 11 þekktra Islendinga. Þeir voru brautryójendur sem örœfabílstjórar og opnuöu, öórum fremur, fyrir almenningi hina stórkostlegu hólendisparodís. Fjöldi mynda prýóa bókina. Hin gamansama bók eftir Örn Snorrason heitir Saganaf Dúdúdú. Bókina myndskreytir Halldór Pétursson. BOKAUTGAFA ÞÓRHALLS BJARNARSONAR (Euphoriba pulcherrima) LESENDUR blómaþóttanna sem Garðyrkjufélag fslands hefur séð um í Morgunblaðinu þetta ðriS undir nafninu „Blóm vikunnar" hafa vafa- laust veitt þvl eftirtekt hversu liflltið það „blóm" hefur verið slðustu vikurnar og margur jafnvel talið það hafa dáið drottni sinum I vetrarbyrj- un. En það er öðru nær. við Garðyrkjufélagsfólk höfum gilda istæðu til þess að ætla að „blómið" hressist og verði hið brattasta nu um vetrarsólhvörfin þvi að til þáttagerð- anna hefur okkur borist ágætur liðs- afli frá Garðyrkjuskóla rlkisins I Hveragerði og hér birtist fyrsti póst- urinn frá þvl heimshorni og flytur orð I tima talað: Eflaust er jólastjarnan ein þeirra pottaplantna sem flestir þekkja. Óhætt er að fullyrða að hún hafi áunnið sér hefðbundinn sess sem jólaplanta eða öllu heldur sem nokkurskonar „jólaskraut". Jóla- stjaman hefur náð miklum vinsæld- um á Vesturlöndum slðastliðinn ára- tug vegna útlits slns og endingar og gengur oft undir nafninu poinsettia I erlendum málum. Ættkvlslin Euphorbia tilheyrir mjólkurjurtaætt- inni og telur um 900 tegundir sem finnast vlða um heim. Öllum tegundunum er það sameiginlegt að þær hafa mjólkurlitan safa sem kem- ur fram við minnsta sár á yfirhúð plantnanna. Mjólkursafi þessi er I flestum tegundunum eitraður og getur valdið bólgu og sviða I húðinni, einkanlega komist hann I sár. Plöntum þessarar ættkvlslar má reyndar skipta I tvo hópa. Annars vegar blaðplöntur sem mynda stór skærlit háblöð (bractea) og hins vegar eins konar þykkblöðunga sem jafnvel geta llkst kaktusum. Jóla- stjaman tilheyrir hinum fyrrnefndu og myndar hún krans stórra háblaða sem oftast eru rauð, en til eru af- brigði sem hafa bleik eða hvit háblöð. Blómin (cyatie) eru hins vegar óásjáleg og falla af fljótlega eftir frjóvgun, en háblöðin geta enst mánuðum saman. Jólastjarnan er skammdegisplanta þ.e. hún myndar ekki blóm nema daglengdin sé 12 klst. eða minna og á blómmyndunar koma engin háblöð. Við eðlilega dag- lengd blómstrar jólastjarnan ekki fyrr en um eða eftir jól og þvi verður garðyrkjumaðurinn að grlpa til myrkvunar til þess að hafa sölu- hæfar plöntur frá miðjum nóvember Jólastjömu er fjölgað með græðling- um og má dýfa þeim I volgt vatn til þess að minnka „blæðinguna". Góð rótarmyndun fær.t aðeins við hátt raka- og hitastig og er þvi mjög erfitt I heimahúsum. Plantan er mjög viðkvæm fyrir öllum sveiflum I um- hverfi sinu og hana má undir engum kringumstæðum skorta vatn. Best er að vökva oft og þá minna I einu. Þar eð vöxtur er nær enginn yfir hávetur- inn þarf ekki að gefa jólastjörnunni áburð nema svo sem einu sinni I mánuði og þá einungis mjög veika áburðarupplausn. Vilji fólk rækta jólastjörnuna áfram eftir að hún missir háblöðin, er ráðlegt að setja hana á svalan stað (15—17°C) seinni part vetrar og varast ofþorn- un. Að vori skal flytja plöntuna I bjartan glugga og gefa áburð. Varast skal þó að gefa of sterkt áburðarvatn vegna sviðnunarhættu. f mal er hægt að toppstýfa plöntuna og fá þannig fleiri greinar eða nota nýju sprotana sem græðlinga seinna. Þó skal á það bent að með þessari aðferð fæst ekki sá þétti vöxtur sem venjuleg jólastjama hefur vegna þess að garðyrkjumaðurinn meðhöndlar plönturnar með sér- stöku vaxtartregðuefni til þess að fyrirbyggja of mikinn lengdarvöxt. H.M.—ÁB. Veljið jólatréö Lágt hitastig ígýningarsal tryggir jptrrheldni trjánna p'rjánum er pakkaö rí nælonnet Við mælum með NATIONAL Hl-Top rafhlöðunum ýoshihn RADI@HETTE EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI 10A Simi 1-69-95 Reykjavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.