Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 40
Drekkið 11 DAGAR TIL JÓLA LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1975 Forsætisráð- herra endur- skoðar svarbréf til Wilsons Eins og sagt hefur verið frí f fréttum fór brezki ráðherrann Hattersley með munnleg skilaboð frá Geir Hallgrfmssyni, forsætis- ráðherra til Wilsons forsætisráð- herra Bretlands þegar brezki ráð- herrann hélt héðan af landi brott 17. nóv. s.l. eftir að viðræður um fiskveiðar Breta f fslenzkri land- helgi höfðu farið út um þúfur. Geir Hallgrfmssyni forsætisráð- herra, hefur borizt svar f bréfi frá Wilson dagsettu 29. nóv. Sagði Geir f samtali við Morgunblaðið f gær að ekkert nýtt hefði komið fram f bréfinu og ekkert minnst á viðræður eða slfkt, en Geir kvaðst hafa verið með tilbúið bréf með athugasemdum til Wilsons er at- burðirnir áttu sér stað fyrir aust- an land á fimmtudag, en með tilliti til þeirra myndi hann nú endurskoða bréf sitt. Skriður á viðræður ASÍog Ví TORFl Hjartarson sáttasemjari tjáði Morgunblaðinu f gærkvöldi að í dag, laugardag, yrði fundur með samninganefndum ASl og Vinnuveitenda, en f hvorri nefnd kvað hann vera um 20—30 menn. Þá kvað Torfi lækna koma til fundar í dag kl. 2, en þeir höfðu verið á fundi með sáttasemjara, borg og ríki, frá kl. 4 á föstudag og til kl. 4 aðfaranótt laugardags. Sjálfvirk sím- stöð í Varmahlíð Mælifelli — 11. desember. UNDANFARNA daga hafa allir bæir í Seyluhreppi, Stokkhólmi í Akrahreppi en sá bær er vestan vatna, Staðarhreppsbæir á Lang- holti og í Sæmundarhlíð verið tengdir sjálfvirkri símstöð í Varmahlíð. Stöðin er gerð fyrir 90 númer og eru þau öll uppgengin nú þegar, samkvæmt upplýsing- um Halldórs Björnssonar stöðvar- stjóra. Fyrirsjáanlegt er því, að mjög bráðlega verður að stækka stöð- ina enda fjölgar fólki í Varmahlíð og eru þar nokkur íbúðarhús i smíðum og verkstæðisbygging. Liðug 30 ár eru frá því sfmstöð kom í Varmahh'ð og lögðust þá niður stöðvarnar á Víðimýri, Völl- Framhald á bls. 22 SKEMMDIRNAR A ÞÓR — Varðskipið Þór kom inn til Seyðisf jarðar um hádegisbil f gær. Hér er skipið komið upp að bryggju og menn eru að virða fyrir sér skemmdir þær sem urðu af völdum brezku dráttarbátanna. Fleiri myndir eru f miðopnu og þar eru einnig viðtöl við Helga Hallvarðsson skipherra á Þór og Hermann Sigurðsson 2. stýrimann, sem skaut fyrstu skotunum fþessu þorskastrfði við Breta. Freigátumar sigla með fallbyssumar mannaðar BREZKU freigáturnar á miðunum hafa nú tekið upp þann hátt á miðunum fyrir austan að sigla stanzlaust um miðin með mannaðar fallbyssur. Samkvæmt upplýs- ingum Landhelgisgæzlunnar sendi Guðmundur Kjærne- sted, skipherra á Tý, skeyti um fimm-leytið í gær, þar sem hann tilkynnti þessa hegðan freigátanna. 1 skeytinu sagðist Guðmundur aldrei á sfnum skipstjórnarferli í þorskastrfðum hafa orðið slfks hátternis var. Týr var eina varðskipið á miðunum fyrir austan í gær, en varðskipið Þór var þá inni á Seyðisfirði, en hélt út í gærkveldi eftir ásiglingarnar f fyrradag. Þá kom Ægir til Reykjavfkur eftir 22ja daga gæzluferð, en Óðinn Iét úr höfn f sína fyrstu eiginlegu gæzluferð eftir endurbyggingu skipsins. Skipstjóri á Óðni er Höskuldur Skarphéðinsson, þar sem Sigurður Árnason gat ekki farið með skipið sckum veikinda. Upphaflega hafði verið ákveðið að Höskuldur færi með Baldur en eins og kunnugt er af fréttum hafa komið upp bilanir bæði á skiptiskrúfu skipsins, svo á spili. 1 gær horfði þó betur um þessar bilanir, þar sem einhver hluti þeirra reyndist vera stillingar- atriði. Þá mun Árvakur brátt láta úr höfn undir stjórn Pálma Hlöð- verssonar. A miðunum í gær voru tvær freigátur, Brighton og Galatea og höfðu þær mannaðar byssur og létu f ljós þann ásetning sinn, að ef fslenzkt varðskip notaði sfnar byssur, myndu freigáturnar Hlaut 214 árs fangelsi fyrir að ræna konur KVEÐINN var upp f sakadómi sl. fimmtudag dómur f máli er höfð- Lesbók Morgunblaðs- ins kemur ekki út um þessa helgi vegna anna í prentsmiðju. að var á hendur Sævari Arnfjörð Hreiðarssyni fyrir rán. Hann hafði f aprfl sl. brotizt að degi til inn f hús eitt f miðbænum og hitti þar fyrir roskna konu sem var ein heima I húsinu. Réðst Sævar á hana og heimtaði af henni pen- inga. Misþyrmdi hann konunni og vann spjöll á húsmunum, en hvarf sfðan á brott og hafði með sér veski með nokkrum þúsund- um króna. 1 júlí var Sævar síðan að nóttu til á ferli í miðbænum og fór þá í þjófnaðarskyni inn um opinn glugga. Þar var einnig ein kona fyrir og réðst Sævar á hana, tók hana hálstaki og sló hana í andlit- ið um leið og hann heimtaði af henni peninga. Konan leitaði að peningum en fann þá ekki og réðst þá Sævar að henni aftur, misþyrmdi henni en hvarf síðan á braut. Sævar var dæmdur í 2ja ára og 6 mánaða fangelsi og einnig til greiðslu bóta og málskostnaðar. Hann er 21 árs að aldri en hefur áður verið dæmdur fyrir auðg- unarbrot og fleira. einnig gera það. Þá voru á miðun- um dráttarbátarnir. Veður var sæmilegt á miðunum f gær.Togaraflotinn var nær allur á svipuðum eða sömu slóðum og hann var í fyrradag þ.e. um 40 mílur f norðaustur frá Glettinga- nesi. Landhelgisgæzlan taldi 35 togara að veiðum. Freigátunum er nú að berast liðsauki frá Bretlandseyjum, þar sem freigátan Leander fór frá Clyde í fyrrakvöld áleiðis til Is- lands. Segir jafnframt í frétta- skeytum frá Bretlandi að Le- ander muni leysa Galateu af hólmi, en hún hcfur þó verið mun skemur á miðunum en Brighton. Þá mun verndarskipið Star Sirius að öllum lfkindum hafa komið á Islandsmið í dag frá Lerwick á Hjaltlandseyjum, en þangað fór skipið til þess að taka eldsneyti og nýja áhöfn. Uppboðsmálið í Hafnarfirði: LÍKUR AÐ EIGANDIHALDI HÚSINU ÁN UPPB0ÐS SAMKVÆMT upplýsing- um bæjarritarans í Hafnar- firðV Guðbjörns Ólafsson- ar, eru allar líkur á að ekki verði af nýju auglýstu upp- boði á húseigninni Hraun- brún 18 í Hafnarfirði, sem getið hefur verið um í fréttum og þáverandi lög- fræðingur Hafnarfjarðar- kaupstaðar bauð í á sínum tíma. Bæjarsjóður Hafnar- fjarðar hefur fallið frá kröfu sinni um uppboð þar sem búið er að semja við eiganda Hraunbrúnar 18 um skuldina, m.a. vegna verksamnings sem bærinn hefur gert við hann. Þá mun búið að ganga frá skuldum við fógeta og Landsbankann og ef allir aðilar falla frá kröfu um uppboð fellur það sjálf- krafa niður og eigandinn, Bergur Jörgensen held- ur sínu húsi án þess að þurfa að bjóða í það. Keppni Friðriks log Guðmundar frestað „ 1 dag stóð til að þeir stór- meistararnir Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson tefldu nokkrar skákir á hið fræga ein- vígsskákborð úr heimsmeistara- keppninni en það er einn af vinn- ingum f happdrætti Skáksam- bands Islands. Af óviðráðanleg- um orsökum verður að fresta þessari keppni til næsta laugar- dags. Keppnin mun fara fram f salarkynnum Samvinnubankans og verða höfð uppi sýningartöfl til að auðvelda áheryendum að fylgjast með skákunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.