Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1975 29 IFANNAKLOM Aðventukvöld í Hafnar- fjarðarkirkju SUNNUDAGINN 14. desember kl. 20.30 verður aðventukvöld í Hafnarfjarðarkirkju. Efnisskráin verður fjölbreytt. Kristinn Halls- son óperusöngvari syngur hátiða- söngva, Páll Kr. Pálsson orgel- leikari leikur kirkjutónverk, Helgi Jónasson fræðslustjóri flytur erindi, kór Öldutúnsskóla syngur undir stjórn Egils Frið- leifssonar söngstjóra, safnaðar- söngur og fl. eftir Desmond Bagley Ný skáldsaga frá liendi þessa geysivin- sæla höfundar. Margir telja að hér sé á ferðinni skemnitilegasta og besta bók Desinond Baíj:leys til þessa. SUÐRI Menningarsjóður: Ritgerðasafn Gríms Thomsens í útgáfu Andrésar Björnssonar Palmroth leðurstígvé IHi kvenna Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur sent frá sér bókina „ts- lenzkar bókmenntir og heims- skoðun" ritgerðasafn eftir Grím Thomsen. Andrés Björnsson hef- ur þýtt greinarnar og annazt út- gáfu bókarinnar. t tilkynningu Jólafundur Framtíðarinnar STUKAN Framtíðin heldur síð- asta fund sinn á þessu ári, jóla- fund, í Templarahöllinni mánu- daginn 15. des. kl. 8.30. Arni Óla mun á fundinum skýra hvern þátt Góðtemplarareglan á í bættu mannlífi, en um það munu guðfræðistúdentar síðan hefja umræður. Þeir eru gestir fund- arins, sem er opinn og allir vel- komnir. Kynningarfundur AA í Keflavík AA-FÉLAGAR í Keflavík hafa orðið sammála um að halda opinn kynningarfund að Vík í Keflavik sunnudaginn 14. desember kl. 17. Á þessum fundi verður leitazt við að gefa sem sannasta mynd af starfsemi AA-samtakanna. Gestur fundarins verður séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Andrés Björnsson Kveikt á jólatrénu á Austurvelli á sunnudag KVEIKT verður á jólatrénu á Austurvelli klukkan 16 á sunnudag. Tré þetta er gjöf Óslóborgarbúa til Reykvíkinga og er þetta i 24. sinn, sém Óslóborg sýnir borgarbúum vinarhug með þessum hætti. Athöfnin á Austur- velli hefst um kl. 15.30 með leik Lúðrasveitar Reykjavikur undir stjórn Björns R. Einarssonar. Brynjulf Bull, forseti borgar- stjónar Óslóar afhendir tréð en hann kemur hingað sérstaklega frá Ósló til að færa Reykvíkingum þessa gjöf. Forseti borgarstjórnar Óslóar hefur Brynjulf Bull verið um langt árabil en hann lætur af embætti nú um áramótin, þar sem hann náði ekki kjöri við borgar- stjórnarkosningarnar, sem fram fóru í haust. Kona hans, Ruth Bull, tendrar ljósin á trénu. Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarsjtóri veitir trénu viðtöku fyrir hönd borgarbúa. Athöfninni lýkur með því að Dómkórinn syngur jólasálma undir stjórn Ragnars Björnssonar, dómorganista. Eftir að kveikt hefur verið á jólatrénu verður sérstök barnaskemmtun i horninu við Landssímahúsið og koma þar fram Askasleikir og félagar hans. frá Menningarsjóði segir m.a. um bókina: „Þetta er safn ritgerða, sem dr. Grímur Thomsen skáld ritaði á dönsku og birti i dönskum blöðum og tímaritum 1846—1857, viðar, einkum fornan skáldskap, en nú fyrst gefst löndum Gríms kostur þeirra á íslenzku. Andrés Björnsson útvarpsstjóri þýddi rit- gerðirnar og gaf út, en hann hef- ur lagt manna mesta stund á skáldskap og ævisögu Grims Thomsens. Ritar hann Itarlegan formála að bókinni, þar sem saga hennar er rakin. Fremst í bókinni er hin snjalla teikning Sigurðar Guðmundssonar málara af Grimi frá þeim tíma, er hann dvaldist í Kaupmannahöfn." Grfmur Thomsen en þær mega teljast brautryðj- andastarf á sviði íslenzkrar bók- menntafræði. Jafnframt varpa ritgerðirnar Ijósi á lífsviðhorf Grims sjálfs og skýra ýmislegt í skáldskap þessa merkilega og sér- stæða höfundar. Urðu þær mjög til þess að kynna islenzkar bók- menntir á Norðurlöndum og Kveikt á jólatré í Hafnarfirði SUNNUDAGINN, 14. des. kl. 16:00 verður kveikt á jólatré því, sem Fredriksberg í Dan- mörku hefir gefið Hafnar- fjarðarbæ. Jólatréð mun standa á Thorsplani við Strandgötu. At- höfnin hefst með leik Lúðra- sveitar Hafnarfjarðar. Sendi- herra Danmerkur, herra Svend Aage Nilsen, afhendir tréð, og Aase Nilsen, sendi- herrafrú, tendrar ljósin. Bæjarstjóri, Kristinn Ó. Guð- mundsson, veitir trénu við- töku. Að lokum syngur Karla- kórinn Þrestir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.