Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1975 JÚPITER — CARMINA BURANA Hiskólabló 11. des. 1975 Flytjendur: Sinfónluhljómsveit fs- lands. Söngsveitin Fflharmónla og Hiskóla- kórinn Stjórnandi: Karsten Andersen Einsöngvarar: Ólöf K. Har8ardóttir, Garðar Cortes. Þorsteinn Hannes- son. Kórstjóri: Jón Ásgeirsson. Verkefni: W.A. Mozart: Sinfónla nr. 41 I C-dúr „Júpiter" Carl Orff: Carmina Burana. Það er Mozart-unnendum sifellt undrunarefni hve létt hann átti með að yrkja, hve mörg járn hann lék sér að að hafa I eldinum I einu. ólik að blæ og innihaldi Þetta á ekki hvað sist við um síðustu sinfóniur hans, þá i g-moll nr 40 og C-dúr ..Júpiter" nr. 41, er hér var flutt af Sinfónluhljómsveitinni und- ir stjórn Karstens Andersens. Þessi verk eru sem dagur og nótt, g-moll með angurværð sina og viðkvæmni, en „Júpiter" flytur okkur glæsileik og bjartsýni. Jafn ólik og þessi meistara- verk eru. þar sem Mozart ris hæst I sinfónfskum skáldskap sinum, jafn ólikur er skilningur manna og túlkun á þeim Karsten Andersen er sjálfsagt vel að sér hvað viðkemur hljóm- sveitarstjórn, En Mozart er e.t.v. ekki hans sterkasta hlið. Meðferð hans á „Júpiter" hreif mig engan veginn. Ég saknaði áðurnefndra einkenna, glæsi- leikans og bjartsýninnar, Flutningur var þvert á móti fremur þynglsalegur og allt að þvl þreytulegur I heild sinni Það var helst i öðrum þætti „Andante cantabile" sem brá fyrir fallega mót- uðum hendingum og „óþvingaðri " dynamik. Carl Orff varð áttræður á þessu ári. Fyrir tónlistarkennara er nafn hans fyrst og fremst tengt tónlistaruppeldi og ýmsum nýjungum i kennslufræði á sviði tónlistar, og þar liggur raunar stærsti hluti ævistarfs hans Aðferðir hans hafa vlða haft mikil og afgerandi áhrif m.a. hérlendis En Carl Orff er einnig ágætt tónskáld. Carmina Burana var frumflutt árið 1937 og þótti nýstárlegt mjög á sinum tíma. Ekki voru allir á eitt sittir um ágæti verksins, en vinsældir þess i dag tala sinu máli Verkið er einfalt og aðgengi- legt að allri gerð og bráðskemmtilegt bæði fyrir hlustendur og flytjendur. en gerir þó óvægnar kröfur um nákvæmni. Tónllst eftir EGIL FRIÐLEIFSSON Tegundir jóiatrjáa: '. ' DANSKT RAUÐGRENI ÞÝZkT BLÁGRENI DAIÍSKUR ÞINUR Jólatrjánum er öllum pakkað í þartil gerð nælo/me /MMcfaáQi'g.^-v/Kóþavogslæky BÝLINU, Efreiðholti t, Það er fótur fyrir því, að fallegustu jólatrén séu i ALASKA JÓLATRÉN eru KOMIN! Carmina Burana var raunar fyrsta viðfangsefni Fllharmóniukórsins, er hann var stofnaður á sinum tima, og er mér enn I fersku minni. Sá háttur hefur verið hafður á nú og einnig i fyrra að ráða sérstakan kórstjóra til að æfa kórinn og koma saman röddum, en siðan hefur aðalstjórnandi sin- fóniunnar tekið við á siðustu æfingum með hljómsveitinni og stjórnaði flutn- ingí á tónleikum Þessi tilhögun virðist ekki gefast sérlega vel og frammistaða kórsins nú varla eins góð og oft áður Það hlýtur lika að vera vænlegra til árangurs og farsælla fyrir kórinn að einn og sami stjórnandinn fylgi kórn- um frá fyrstu æfingu til siðasta konserts Hljómur kórsins var fremur mattur og barst ekki alltaf nógu vel fram i salinn Á stöku stað yfirgnæfði hljómsveitin kórinn, eins og t.d. i kaflanum „In taberna quando sumus". Slikt verður að skrifast á reikning stjórnandans, sem á að gæta hinna réttu hlutfalla. Háskólabió er ekki gott sönghús.Þeim mun meiri ástæða er fyrir stjórnandann að taka tillit til kórs- ins i þessu efni Annars er samvinna kórs og hljómsveitar furðu góð, þegar haft er i huga, að verkið úir og grúir af synkópum, taktskiptum og öðrum rytmiskum hættusvæðum, og 1. sópran á sérstakt hrós skilið fyrir „háa- háið" i „Floret silva nobilis". Vissulega átti kórinn sina góðu spretti Þannig voru upphafs- og raunar einnig loka- þættinum gerð hin ágætustu skil. Ólöf K. Harðardóttir fór með sópranhlut- verkið Hún er ung að árum og þetta er hennar fyrsta stóra tækifæri. Rödd hennar er enn ekki fullmótuð, en frammistaða hennar lofar góðu. Hún söng músikalskt. fraseraöi fallega og hafði góðan framburð. Verður forvitnilegt að fylgjast með þessari efnilegu söngkonu í fram- tíðinni. Enginn tenór er öfundsverður af að syngja hlutverk svansins i þessu verki, sem Garðar Cortes gerði hér Rödd hans er ekki mikil, en hann beitir henni laglega. Hins vegar er þetta hlutverk þannig að það er eiginlega „ekkert að marka" sönginn, þvl lang- tlmum saman verður hann að syngja i falshettu langt fyrir ofan sitt eðlilega raddsvið. Ánægjulegt var að sjá Þor- stein Hannesson á sviðmu eftir langa þögn Með timanum hefur rödd hans dökknað, dýpkað og dofnað nokkuð, en hann skilaði hlutverki sinu þokka- lega, ekki sist i „Tempus est iocundum" sem raunar er einn allra skemmtilegasti kafli verksins. I heild var þetta skemmtileg uppfærsla, þó ýmislegt mætti að henni finna, en sönggleði kórsins, sem er e.t.v. hans sterkasta hlið, bætti um betur og gerði kvöldið hið ánægju- legasta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.