Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÚR 13. DESEMBER 1975 Sunna flýgur með farþega 1 dag SAMGÖNGURAÐUNEYTIÐ hef- ur gefið Ferðaskrifstofunni Sunnu grænt ljðs á ferð með fs- lenzka ferðamenn tii Kanarfeyja f dag. Tók ráðuneytið þessa ákvörðun þegar fyrir lágu upplvs- ingar. að Guðni, væri búinn að ieysa út og borga eldsneyti sitt f þessa ferð og væri búinn að yfir- færa hluta af hðtelunum. Brynj- ðlfur Ingðlfsson ráðuneytisstjðri f samgönguráðuneytinu sagði, að af þessum sökum myndi ráðu- neytið ekki leggja neinn stein f götu Sunnu til þessarar ferðar en hins vegar væri ekki þar með sagt að ráðuneytið tæki neina ábyrgð á ferðinni. Guðni Þórðarson, forstjóri Sunnu, tjáði Morgunblaðinu að troðfullt væri í ferð Sunnu í dag VAXANDI harka f fiskveiðideil- unni milli tveggja NATO-þjðða er alvarlegt mál innan bandalagsins, sérstaklega þar sem V-Þjððverjar hafa náð samningum við fslend- inga. Deilan mun ekki sfður hafa skaðlegar afleiðingar f för með sér fyrir fiskiðnað beggja land- anna. lslendingar Ifta svo á, að efnahagsleg afkoma þeirra bygg- ist nær einvörðungu á fiskveiðum við strendur landsins og vilja tak- marka þorskveiðarnar mjög veru- lega með einhliða útfærslu efna- SOVÉZKI Ifffræðingurinn og mannréttindafrömuðurinn Ser- gei Kovaljov var í dag dæmd- ur f sjö ára þrælkunarvinnu og þriggja ára útlegð og kvað hæsti- réttur Litháens upp dðminn f dag. TASS-fréttastofan skýrði frá dðmnum í dag. Kovaljov var náinn vinur og samstarfs- maður Nðbelsverðlaunahafans Andrei Sakharovs, en Sakharov fðr til Litháen vegna réttarhald- anna og hefur staðið úti fyrir dðmshúsinu meðan fjallað hefur verið um málið. Hann hefur gert margar tilraunir til að komast inn f réttarsalinn en án árangurs. Kovaljov var að sjálfsögðu gefið að sök að hafa haft í frammi andsovézkan áróður og undir- róðursstarfsemi. Segir f NTB- frétt að sú refsing sem hann fékk sé sú harðasta sem lög leyfa er slík brota heyra undir. í Tass- fréttinni sagði að mikil fagnaðar- læti hefðu brotizt út meðal við- staddra þegar dómurinn var Ies- inn upp. Kovaljov hefur verið einn þeirra sem hefur staðið á bak við leyniblaðið „Króníkan", en i því hafa meðal annars birzt mjög harðar fullyrðingar um ofsóknir af hálfu sovézkra stjórnvalda gegn litháensku kirkjunni. Hann — Samtal við Helga Framhald af bls. 21 fullu hjá okkur bæði í brú og f vélarrúmi og ekkert má út af bregða svo að ekki verði stórslys. Þegar svona stendur á veltur allt á þvf að hafa góða og samhenta áhöfn, ég þarf síður en svo að kvarta í þeim efnum.“ — Og hvað tekur nú við? „Við höldum strax í dag til gæzlustarfa, það þýðir ekkert að láta deigan sfga.“ auk þess sem hann yrði að senda 15 manns í áætlunarflugi — „með Flugleiðum að sjálfsögðu“, eins og Guðni sagði sjálfur. Kvað Guðni allt umtalið hér hafa orðið til þess að Ferðaskrifstofan Sunna ætti nú meiri vinsældum að fagna hérlendis meðal almenn- ings en nokkru sinni áður og sagði Guðni að honum bærust hvatningarskeyti frá fólki sem hann þekkti engin deili á um allt land. Engu að síður væri þetta ekkert gamanmál og því væri síð- ur en svo að leyna að ferðaskrif- stofan hefði skaðazt verulega er- lendis, þar eð erlendir viðskipta- aðilar kynnu ekki leikreglur ís- lenzka kerfisins. Morgunblaðið fékk þær upplýs- ingar hjá Þórði Björnssyni, yfir- hagslögsögu sinnar f 200 mflur, bæði með hagsmuni fiskiðnaðar- ins f huga og verndun fiskstofn- anna. Þar sem 200 mílna mörkin eiga sér enga stoð i alþjóðalögum, eiga brezkir sjómenn ótvíræða kröfu á flotavernd á hefðbundnum fiski- miðum sfnum. A sama tíma er fiskveiðilögsaga þó orðin vafamál, þar sem flestir búast við því að fundur hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í New York á næsta ári samþykki 200 mflna lög- er einnig sakaður um að hafa haft í fórum sfnum og dreift eintökum af bókum Alexanders Solzhen- itsyns, meðal annars „Gulag eyja- klasanum." Sakharov og nokkrir aðrir vinir Kovaljovs sendu vestrænum fréttamönnum mótmæli við dómnum í dag og lýstu réttar- höldunum sem afskræmingu af réttlæti sem beindist gegn ærleg- um og hugrökkum manni sem hefði fórnað sér til að verja mann- réttindi í Sovétríkjunum. — Fréttabréf Framhald af bls. 17. jökull. Það virðist augljóst að þetta land þurfi að leita um leið og önnur leit er gerð á Land- manna- og Rangárvallaafrétti. Nokkur fbúðarhús eru í smfð- um hér í sveit og f nágranna- sveitum. Þá er verið að byggja kennslubústað við skólann að Laugalandi, er það byggt úr einingum og var sótt til Siglu- fjarðar. Heilsufar hefur verið mjög gott hér í haust og það sem af er vetri þrátt fyrir hið sólarlausa sumar. Viðast hvar er nú mjög fátt fólk á bæjum, því skólarnir geyma nú börnin og nokkuð af unglingunum. Aðrir eru f vinnu bæði við Sigöldu og víðar. Það má til tíðinda telja að ábúendaskipti hafa orðið á einni jörð hér f sveit þessa dagana. Ung hjón úr Reykjavík keyptu jörð og hófu búskap nú um mánaðamótin. Nú er framundan dimmasti tfmi ársins. Ekki er þó ýkja langt þar til birtir á ný í ríki náttúrunnar. Vonandi birtir þá jafnframt f efnahagsmálum þjóðarinnar. M.G. saksóknara, að honum hefði enn ekki borizt erindi Guðna Þórðar- sonar með beiðni um opinbera rannsókn á bankaviðskiptum sín- um og meintum ofsóknum Seðla- bankans á hendur sér. Morgun- blaðið spurði þá Guðna hverju þessi bið sætti en hann kvað málið í höndum lögfræðinga sinna og þarfnaðist það vafalftið einhvers undirbúnings af þeirra hálfu. Þá spurði Morgunblaðið hvað liði máli Guðna gegn samgöngu- ráðuneytinu vegna sviptingu flug- rekstrarleyfis árið 1970 en málið átti að taka fyrir hjá borgardómi sl. fimmtudag. Kvað Guðni mál- inu hafa verið frestað enn einu sinni eða til 19. janúar næstkom- andi. sögu. Þegar tekið er tillit til þessa, ætti ekki að vera erfitt að ná samningum. James Callaghan hefur gefið í skyn að Bretar væru fúsir til að slá af kröfum sínum um 100 þúsund tonna afla og koma þannig til móts við íslend- inga, sem vilja ekki semja um meira en 65 þúsund. En meðan þjóðirnar eiga f harðvítugri deilu með þátttöku flota, mun slíkt verða erfiðleikum bundið. Það er bagalegt, að utanríkisráðherra Is- lands skuli sl. fimmtudag hafa vísað nýju tilboði Callaghans um samningaviðræður á bug, eftir síðustu atburði. Svo er að sjá, sem málamiðlunartiiboð þriðja NATO- ríkisins sé nú eina lausnin. — Kæra Breta Framhald af bls. 1 prentun var fundi ekki lokið í allsherjarþinginu; en enginn hafði enn beðið um orðið til and- svara við ræðu ísl. fulltrúans eftir dagskrá. 1 ræðu sinni á undán ræðu Ingva lýsti Amerasinghe, forseti Hafréttarráðstefnunnar, skilningi sínum á sérstöðu þjóða sem byggja alla afkomu sína á hafinu og þakkaði Hans G. Andersen honum sérstaklega fyrir stuðning við málstað íslands eftir ræðuna. Taldi hann þessi ummæli hafa sér- stakt gildi nú eftir átökin sem orðið hafa við íslandsstrend- ur. Amerasinghe var að ræða um hafréttarráðstefnuna almennt og þó engin lönd væru nefnd sýndist augljóst að hann átti við Island og gerði greinarmun á þeim og þjóðum sem ekki byggja afkomu sína á hafinu og sækjast eftir auð- lindum á hafsbotni með borunum og slíku. Þá sagði Amerasinghe enn- fremur á öðrum stað í ræðu sinni: I lok hafréttarráðstefnunnar í Genf beindi ég tilmælum til allra rikja að þau héldu sig frá einhliða aðgerðum af þvf tagi, sem gæti skaðað eða sett í hættu markmið okkar, sem er að ná almennt viðurkenndum samningum um hafréttarlög. Ég setti þessi til- mæli fram vegna þess að margir höfðu látið í ljós áhyggjur vegna þess að sum rfki voru að hugleiða slfkar einhliða aðgerðir. Ég finn mig knúinn til að endurtaka þessi tilmæli við þetta tækifæri. Það er sannfæring mín að einhliða að- gerðir af hálfu fárra ríkja til að færa út lögsögu þjóðar sinnar, hversu þó knýjandi sem slíkar aðgerðir eru heima fyrir, þá hljóta þær að skapa öðrum af- sakanir, fyrirslátt eða jafnvel ögrun um að gera slíkt hið sama. — Filmurnar Framhald af bls. 2 þeim 1500 eintökum sem um verð- ur að ræða. Það er ekki fyrr en árið 2025, á 200 ára áfmæli Grön- dals, sem nota má filmurnar, og þá þvf aðeins að þess sé sérstak- lega getið að um aðra útgáfu væri að ræða.“ — Reagan Framhald af bls. 19 því að hann myndi leita eftir út- nefningu. I hliðstæðri könnun sem fram- kvæmd var f október naut Ford stuðnings 48% kjósenda repú- blikana, eh Reagan hafði þá 25%. I niðurstöðum könnunarinnar sem var birt í dag fengu eftir- taldir þingmenn atkvæði: Barry Goldwater, þingmaður 10%. Nelson Rockefeller, varaforseti 6%, Charles Percy þingmaður 2%. — Sjálfvirk Framhald af bls. 40 um í Vallhólmi og Stóru-Seylu. Varmahlíð var opin 10 tíma á dag en búast má við að afgreiðslu- tíminn styttist nú auk þess sem skiptiborð fyrir sjálfvirkan búnað er ekki til i landinu og fer því afgreiðslan fram í gegnum stöðina á Sauðárkróki. 1 fyrrasumar var simstöðin á Reynistað lögð niður og fékk hluti notenda sjálfvirkan síma við Sauðárkrók, hinir nú við Varmahlið við þessa breytingu og gætir óánægju meðal þeirra vegna þess hversu miklu munur á símgjöldum. Aðrar símafréttir úr Skagafirði eru helztar, þær að símstöðin á Molastöðum í Fljótum verður lögð niður innan skamms, og notendur tengdir Haganesi. Loforð æðstu stjórnenda síma- mála um sólarhringsvakt á Sauð- árkróki hefur ekki enn verið upp- fyllt en á þvi er hin mesta nauð- syn. — Samvinna Framhald af bls. 2 skerðingu sem þeir hafa orðið fyrir sl. tvö ár. Ráðherranefndin tók jákvætt í þáð að kanna möguleika á sam- starfi á þessum grundvelli. Tími vannst hins vegar ekki til að ræða nánar einstaka Iiði ályktunar ASl, nema að mjög litlu leyti. Þá var ákveðið að halda þessum viðræðum áfram, en fundur ekki tímasettur nánar, né ákveðið um nánari tilhögun viðræðna. Fund- urinn stóð í l'A tíma. Sáttasemjari ríkisins hefur kvatt nefndir verkalýðs og vinnu- veitenda til fundar í Tollstöðinni kl. 10.00 á morgun, laugardag. -----------♦ ♦ ♦---- — Gíslunum sleppt Framhald af bls. 1 hressasti. Hjónin drukku te saman á sjúkrahúsinu og fögnuðu lausninni. Lögreglan króaði IRA-mennina af eftir æðislegan eltingarleik um götur miðborgar London, en þeir ruddust þá inn f ibúð Matthews- hjónanna og tóku þau sem gísla og hótuðu að drepa þau ef lögregl- an léti þá ekkí fara ferða sinna. Lögreglan sló samstundis hring um íbúðina og þverneitaði að standa í nokkrum samningum við mennina. Þeir bjuggu síðan um sig f íbúðinni, hentu sfmanum út um glugga og neituðu að taka á móti matföngum sem þeim voru boðin. — Hef á til- finningunni Framhald af bls. 1 nokkru sinni sjá sér fært að bjóða." Einar Ágústsson staðfesti NTB- frétt um að Knut Frydenlund, utanríkisráðherra Norcgs, hefði minnst á fiskveiðideiluna i máli sfnu á fundinum f morgun. Sagði Frydenlund að það væri sér ánægjuefni að samband hefði náðst á milli deiluaðila og skýrði frá þvf að það væri skoðun norsku stjórnarinnar að það væri mikil- vægt til þess að lausn næðist á deilunni að Bretar kölluðu her- skip sín frá hinum umdeildu mið- um. Sagði Einar að Frydenlund hefði verið mjög vinsamlegur Is- lendingum í ræðu sinni, eins og hann hefði reyndar verið út allan fundinn. Annars benti Einar á það að hann hefði ekki heimild til að segja frá því sem aðrir ráðherrar sögðu á fundinum en sagðist hafa það á tilfinningunni að Bretar væru mjög einangraðir i þessu máli á þeim vettvangi. Einar kvaðst ánægður með árangurinn af fundinum í Brússel. „Ég hef fengið tækifæri til þess að skýra okkar afstöðu. Ég hef hitt nokkra blaðamenn og þeir virðast vera mjög skilningsríkir á okkar málstað og það tel ég að sé góðs viti. Þá fengum við fiskveiði- deiluna inn í fundargerð ráð- herrafundarins. Við höfum fengið gott tækifæri til þess að kynna málstað okkar hér í Brússel og ég held að það hafi tekist vel,“ sagði Einar Ágústsson að lokum. — Farið verði Framhald af bls. 2 Tryggingasjóðs fiskiskipa lækk- aðar um helming frá því sem nú er. Ennfremur telur fundurinn, að halda beri áfram greiðslu út- flutningsgjalds til hinnar al- mennu deildar og áhafnadeildar Aflatryggingasjóðs, svo og greiðslu útflutningsgjalds til síld- arleitarskips. Fundurinn álftur, að starfsemi Stofnfjársjóðs fiskiskipa og Verð- jöfnunarsjóðs skuli vera óbreytt frá því sem verið hefur. Aðal- fundurinn ályktar að leggja skuli niður greiðslu útflutningsgjalds til olíusjóðs, sérstakt útflutnings- gjald til Fiskveiðasjóðs og einnig sérstakt útflutningsgjald, sem rennur til Framleiðslueftirlits sjávarafurða. Með framangreindum breyting- um munu útflutningsgjöld lækka úr 16 hundraðshlutum í um 5—6 hundraðshluta. Skilyrði þess, að framan- greyndar breytingar verði fram- kvæmdar er, að fullt tillit verði tekið til þeirra í breyttum kjara- samningum við sjómenn. Takist ekki í einum áfanga breytingin á sjóðakerfinu, þá samþykkir fundurinn, að stjórn samtakanna taki afstöðu til þess hve langt er hægt að ná í yfir- standandi kjarasamningum. Ef sjóðakerfinu verður breytt f samræmi við það sem að ofan getur samþykkir aðalfundurinn, að samtökin geri félagsmönnum sfnum glögga grein fyrir þeim mikilvægu breytingum á rekstrar- grundvelli og áhættu, sem þessar breytingar hafa í för með sér. Samkvæmt upplýsingum, sem fram hafa komið á fundinum er endurskoðun sjóðakerfisins enn ekki lokið, og ekki hægt að búast við endanlegum niðurstöðum fyrr en 1. febrúar." Um þetta sagði Kristján Rangarsson, að samþykkt hefði verið að halda sérstakan auka- fund fyrir 1. febrúar n.k. En á þeim tíma væri talið að tími gæf- ist til að ljúka endurskoðun sjóða- kerfisins. Nefndin, sem um málið fjallaði, lyki að vísu störfum á næstu dögum, en umtalsverðan tíma tæki að útfæra tillögur hennar. Eins og fyrr segir var Kristján Ragnarsson endurkjörinn for- maður L.I.Ú., en aðrir í stjórn voru kosnir Hallgrímur Jónasson, Reyðarfirði, Guðmundur Guð- mundsson, Isafirði, Vfglundur Jónsson, Ólafsvík, Agúst Flygen- ring, Hafnarfirði, Andrés Finn- bogason, Reykjavfk, Stefán Pét- ursson, Húsavík, Þorsteinn Jó- hannesson, Garði, Björn Guð- mundsson, Vestmannaeyjum, Tómas Þorvaldsson, Grindavík, Vilhjálmur Ingvarsson, Reykja- vík, Valdimar Indriðason, Akra- nesi, Marteinn Jónasson, Reykja- vfk, Einar Sveinsson, Hafnarfirði og Vilhelm Þorsteinsson, Akur- eyri. Daily Telegraph í leiðara: Vaxandi harka tveggja NATO-þjóða alvarlegt innan bandalagsins Kovaljov dæmdur í sjö ára þrælkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.