Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1975 3 Gunnar Ólafsson skipherra í brú Ægis við komuna f gær. Bretarnir sigla i í okkur,; þótt við eigum bóginn — segir Gunnar Ólafsson, skipherra á Ægi, í viðtali við Mbl. VARÐSKIPIÐ Ægir kom í gær til Revkjavíkur eftir 22ja daga gæzlustörf. Rétt áður en Ægir sigldi upp að Ingólfsgarði og lagðist utan á togarann Baldur, lét Oðinn úr höfn undir stjórn Höskuldar Skarphéðinssonar, sem tekið hefur við skipinu vegna veikinda Sigurðar Arna- sonar. Skipherra á Ægi er Gunnar Ólafsson og Morgun- blaðið hitti hann að máli f brú Ægis 1 gær, en eins og kunnugt er var Gunnar fvrsti skipherr- ann sem klippti á togvfra eftir að freigáturnar komu á miðin. Á meðan gengið var frá Ægi utan á Baldri. hinkruðum við og fvlgdumst með skipherr- anum sem gaf fvrirskipanir til manna sinna. Um leið og Gunn- ar leit út um gluggann vfir Baldur brosti hann og sagði að þegar Baldur kæmi f gagnið — mættu Bretarnir fara að vara sig, þvf að fvrst þeir viiltust á Ægi og togara, gætu þeir hæg- lega villzt á Baldri og einhverj- um Bretanum. Gunnar sagði að f þessari gæzluferð hefðu þeir á Ægi aldrei lent f verulegri ásigl- ingarhættu, en hann kvað hegð- an brezku freigátanna og drátt- arbátanna á miðunum vera mjög ruddalega, þeir virtu engar siglingareglur og treystu þvf greinilega f gegnum þykkt og þunnt, að varðskipin beygðu alltaf undan. „Þetta gera þeir, þótt við eigum bóginn,“ sagði Gunnar og bætti við að freigát- urnar lékju sérstaklega þennan leik og þá einkum til þess að varðskipin gætu ekki siglt á fullri ferð. Kæmu þá dráttar- bátarnir þeim að gagni, en þeir hafa alls ekkí þann hraða, sem varðskipin hafa. Þá spurði Morgunblaðið um atvikið, er Ægir klippti á tog- vfra togarans William Wilberforce hinn 25. nóvem- ber, rétt við nefið á freigátunni Leopard. Gunnar Ólafsson sagði: „Við vorum búnir að miða út herskipið og vissum f hvaða átt það stefndi. Við vor- um þarna f miðjum togarahóp og sigldum á Iftilli ferð. 1 hópn- um voru auk herskipsins, Star Aquarius, Llovdsman og Star Sirius, sem var næst togaranum og varði hann lengst. Star Aquarius sem augsvnilega hefur verið sendur á móti okkur til þess að kanna hverjir þar væru á ferð, þvf að hann kom á móti okkur. Þar með var það skip úr leik, þar sem það hafði ekki hraðann til þess að komast samtfmis okkur að togaranum. Llovdsman komst aldrei svo nálægt okkur f þessu tilviki að hann gæti ögrað okkur með ásiglingu og fram- hjá honum komust við. Star Sirius var sfðan þétt upp við togarann, við settum klipp- urnar út og vfrarnir fóru I sundur. Sirius gerði enga ásigl- ingartilraun, þótt honum hefði f raun verið það f lófa lagið að reyna hana. Hið eina, sem Sirius revndi var að komast á milli togarans og okkar.“ Alls klippti Ægir í þessari ferð á togvfra fjögurra togara, Ross Sirius, sem jafnframt var sfðasta klipping áður en frei- gáturnar komu á vettvang, William Wilberforce, sem áður er nefndur, Boston Comanche og Kingston Jacinth. Gunnar sagði að hann hefði aðeins náð öðrum togvfrnum hjá Ross Sirius og sagði hann það hafa verið fvrir það að klippurnar hafi verið orðnar lélegar og einn armur þeirra brotnað. Þegar klippt var á togvfra Kingston Jacinth sagðist Gunnar aðeins hafa náð f sund- ur forvfrnum og hefði hann svo gert tvær tilraunir til viðbótar til þess að ná hinum. t báðum tilraununum festist klippan f einhverju, sem hann taldi hafa verið troll skipsins. Fundu skipverjar á Ægi hvernig troll- ið rifnaði. „Eg hafði svo ekki brjóst i mér til þess að gera fjórðu tilraunina við aftur- vfrinn eftir að hafa rifið trollið svona,“ sagði Gunnar og hló við. Gunnar sagði að yfirleitt tækju togaraskipstjórarnir klippingunum með jafnaðar- geði, en oft stvkkju menn þó upp á nef sér og kvaðst hann ekki lá þeim það. Einn skip- stjóranna kallaði til Gunnars er hann hafði klippt á vfra hans: „Þú getur ekki logið til um hæfni brezkra sjómanna." Yfirlýsingar vegna fjárhags- mála Air Viking og greinar- gerðar Guðna VEGNA frétta af fjárhagsstöðu Air Viking og f tilefni af greinargerð Guðna Þórðarsonar hafa Morgunblaðinu borizt tvær fréttatilkynningar — frá Samvinnubankanum og Alafossi. Vegna fréttar í Þjóðviljanum og sfðar í Morgunblaðinu og Sjónvarpinu um stórkostlegar skuldir Air Viking við Samvinnubankann vill Sam- vinnubankinn taka eftirfarandi fram: Það er ekki rétt að Flugfélagið Air Viking skuldi bankanum tugi milljóna króna. Hvorki Guðni Þórðarson eða fyrirtæki hans hafa haft viðskiptareikninga f Samvinnubankanum. Hinsvegar er rétt, eins og upplýst var strax og blaðaskrif hófust um þessi mál, að Samvinnubankinn er f ábyrgðum fyrir erlendum lánum, sem tekin voru vegna kaupa á þotum Air Viking. Fyrir þessum ábyrgðum er fyrsti veðréttur f þotum félagsins auk annarra trygginga. Lán þessi voru til fimm ára og ábyrgð bankans hefur lækkað vegna afborgana sem þegar hafa farið fram af þessum lánum. Abyrgð þessi er þau einu viðskipti sem Samvinnubankinn hefur átt við Air Viking. Forstjóri Alafoss hefur beðið Morgunblaðið að koma eftirfar- andi á framfæri: I tilefni að greinargerð Guðna Þórðarsonar frá 9. þ.m., þar sem m.a. er vikið að þvf, að „Seðlabanki Islands hafi veitt Alafoss h/f fyrirgreiðslu, sem nemi ársumsetningu fyrirtækis- ins“ viljum vér taka fram eftirfar- andi til þess að forða því að al- menningur fái rangar hugmyndir um fyrirgreiðslu til Álafoss h/f: Álafoss h/f hefur aldrei fengið lán hjá Seðlabanka Islands. HP 1125 Bestu kaupin i milliverðflokki rafmagns- rakvéla. Hún er með rakhaus með 3 rakhnífum, sem tryggir frábæran og mjúkan rakstur Þessa vél er hægt að nota á ferðalögum um viða^.------- veröld, þar sem búry^@§ífe er með •nnbvggðumi(^^gjn^^^™í^'l\ straumbrevtí.____já\j<í™%||IWí^. HP 1124 G Þetta er vélin fyrir þá, sem kjósa ódýra en góða rafmagnsrakvél. Þessi vél er eins og allar aðrar gerðir af Philips rakvélum með 90 super rakhnifum. Nýtt og endurbætt lag orsakar að vélin fer betur i hendi en áður. Þessi 2 rakhnifa vél er tæknilega alveg eins og HP 1124. Eini munurinn er sá, að þessi vél er geymd I mjúkum gervileðurpoka en HP 1124 er i plastkassa. - Rakvél með hleðslutæki og rakhaus með 3 stillanlegum rakhnifum. Þetta er rakvélin fyrir þá. sem vilja aðeins það besta. Þessi rakvél sam- einar alla kosti s í einnr vél — 1 fullkomna ^™KWvtælln^G®a ft^xh önnnn, / I stillan - , /yjy/JJ lega ^S^ÍjöSOáfrakhnifa 11 f11'LLIhleðslu tæki. HP 1119 Þessi nýja 3 rakhnifa vél er með innbyggðum bart- skera, samskonar og er i Philips Exclusive. Og vitaskuld er hún líka með hinum nýju 90 super rakhnífum HEIMILISTÆKISF HAFNARSTRÆTI 3 s: 20455 SA.TÚNI 8 s: 15655 Rakvólin með stillanlegum rakhnifum og bartskera. Karlmenn hafa misjafna húð og skeggrót. Philips sendir þvi nú á markað- inn Philips Exclusive rakvélina, mað rak hnífum, sem hægt er að stilla eftir þörfum hvers og eins. FULLKOMIN VARAHLUTAÞJÓNUSTA SÆTÚNI 8 s: 13869 kann tökin á tækninni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.