Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1975 31 Rannsóknastofnun landbúnaðarins: 13 samtengdar tilraunir á innlendri fóðurframleiðslu Mansöngur,,J ljóðabók eftir Hannes Þórðarson NÝKOMIÐ er út lítið ljóðakver, „Mansöngur", eftir Hannes Þórðarson, er var kennari við Austurbæjarskólann i Reykjavík í mörg ár. Ljóðin í bókinni eru ort með hefðbundnu formi, og eins og nafn hennar gefur til kynna, eru þau flest ort til kvenna. Bókin er gefin út á kostnað höf- undar. RANNSOKNASTOFNUN land- búnaðarins ætlar á næsta ári að lðta vinna að 13 samtengdum til- raunum, þar sem leitazt verður við að fvlgja eftir öllum þáttum innlendrar fóðurframleiðslu s.s. mismunandi ræktunaraðferðum, öflun fóðurs og mismunandi fóðr- un bæði sauðfjár og nautgripa. 1 samtali við Gunnar Olafsson, settan forstöðumann stofnunar- innar, kom fram, að ekki er á þessu stigi hægt að segja fyrir um umfang þessara tilrauna, því ekki Iiggur enn fyrir hversu mikið fjármagn stofnunin fær til ráð- stöfunar á næsta ári. Gert er ráð fyrir að á næsta ári verði á vegum stofnunarinnar lögð aukin áherzla á rannsóknir á nýtingu búfjáráburðar og gerðar verði víðtækar tilraunir með hann. Áformað er að halda áfram tilraunum með ræktun kartaflna og reyna að finna leiðir til að tryggja heilbrigðar og góðar matarkartöflur. Þá verður unnið að tilraunum með grænfóður, bæði er varðar ræktun þess og nýtingu. Hvað snertir rannsóknir í bú- fjárrækt og tækni verða tekin fyrir ýmis ný verkefni eins og t.d. rannsókn á vinnutækni við mjalt- ir, innréttingar í fjósum, tækni við heyfóðrun og tilraunir með loftræstingu peningshúsa. Þá verða auknar tilraunir í hey- verkun og gerður verður saman- burður á súgþurrkunarkerfum og blásurum og haldið verður áfram tilraunum með votheysverkun. En eins og áður sagði verður einnig unnið að 13 samstæðum tilraunum á fóðurframleiðslunni. Starfslið Rannsóknastofnunar- innar á Keldnaholti er um 40 manns en á sex tilraunastöðvum stofnunarinnar og hjá tæknideild- inni á Hvánneyri vinna um 40 manns. Yfir sumarmánuðina eru starfsmenn stofnunarinnar í allt um eitt hundrað. HOTEL LOFTLEIÐIR SPARIÐ BIOfflASAIUR Fjölbreyttar veitingar.Munið kalda borðið. Opiðfrá kl. 12—14.30 og 19—23.30. VÍAIAADSBAR ykkur sporin og byrjið á að kynna ykkur okkar glæsilega vöruval. Fyrir jólin bjóðum við t.d.: DOMUR — NYTT Kjólar ný sending. Flauels buxnadragtir með vesti. Mittispelsar. Kápur. Stórkostlegt úrval af kvenpeysum, alis konar gerðir af velour peysum.Bolir ótal gerðir.Terylenebuxur með háum streng. Gallabuxur m.a. Levi’s Inega, U.S.A. HERRAR Föt með vesti. Sléttflauelsjakkar. Terylenebuxur.ótrúlegt litaúrval. Alls konar kuldajakkar. Leðurjakkar stuttir og síðir. Glæsileg sending af allskonar herrapeysum. Ný sending af Men’s Club herraskyrtum. Drengjaskyrtur.frábært snið og fjölbreytt litaúrval. Munið hina nýju fataverzlun okkar að Hafnarstræti 17 RETTUR DAGSINS: I ^Hamborgaralæri m/rauðvínssosu, 1| i rauðkáli, grænmeti og frönskum kartöflum Verð kr. 740,- Fjölbreyttur matseðill ■ Glæsilegur brauðseöill Sendum heim. __ EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.