Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1975 23 Nýtt fót- boltaspil NVLEGA kom á markaðinn nýtt fótboltaspil, sem teiknað er af Ragnari Lár og að öllu levti unnið af fslenzkum aðilum. Það er Ragnar sem á hugmvndina að þessari skemmtilegu dægradvöl og er spilið unnið í Kassagerðinni og hjá Setberg. Þvkir spil þetta einfalt og skemmtilegt og hafa erlendir aðilar þegar sýnt áhuga á að selja það á aiþjóðlegum markaði. Á meðfvlgjandi mvnd er Ragnar Lár með fótboltaspilið fvrir framan sig. Jólablað Æskunnar HIÐ árlega jólablað barna- og unglingablaðsins Æskunnar er komið út, stórt og vandað að venju, 116 síðna blað með yfir 200 myndum. Upplag er 18 þúsund eintök. Æskan mun nú vera stærsta barna- og unglingablað á öllum Norðurlöndum ef miðað er við íbúafjölda landanna. Væri of langt að telja upp allar þær skemmtilegu sögur, frásagnir og þætti sem blaðið prýða. Af efni má til dæmis nefna: Heims um ból, Gluggagægir fer á kreik, jóla- saga sem Ármann Kr. Einarsson skrifaði fyrir blaðið, Draumur Dísu litlu, eftir Margréti Jóns- dóttur, skáldkonu, en hún var rit- stjóri Æskunnar í mörg ár, Jólin í Svarfaðardal, frásaga eftir séra Friðrik Friðriksson, Jólaævintýri, eftir Jóhönnu Brynjólfsdóttur, Lappi, rissmynd eftir Guðm. K. Eiríksson, Þumalísa, eftir Hans Chr. Andersen, Jól hjá búalfum, dönsk jólasaga, Sjöstjörnurnar, ævintýri eftir Leo Tolstoj, Kristín og Óskar í Luxemborg, ferðalag verðlaunahafa Æskunnar og Flugleiða til Luxemborgar á síð- asta sumri. Meðal annars er þar sagt frá heimsókn í klaustrið i Clervaux, en klaustur þetta hefur lengi verið þekkt hér á landi, því að þar dvaldist Nóbelsskáldið Halldór Laxness í æsku. Ferða- sagan er skráð af Sveini Sæmundssyni, blaðafulltrúa, Heilræðin og jólakakan, gömul Framhald á bls. 26 SEX-DAGUR! Enn er tlmi til stórvirkja i heimilinu og hji okkur f æst allt sem til þarf. Vegg og gólfdúkur Veggfóður Vegg og gólffllsar Viðarþiljur Allt I baSherbergiS, og til hagræðis fyrir ySur eru allar deildir okkar opnar til kl. 6 I dag. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F Skúlogötu 30 — Bankastræti 11 — Sími 11280 KOSMOS tilrauna-og vísindaleikföng Tllvalln jólagjöf fyrir börn jafnt og fullorðna RAFEINDAMAÐURINN fyrir börn frá 8 til 15 ára aldur. Fleiri en 130 tilraunir úr rafmagnsfræði, t.d. umferðarljós, hljóðauki, talsími, morstæki, raf- magnsbjalla og ýmiskonar hreyflar. Kr. 5.772.— LJÓSTÆKNIRINN fyrir alla frá 1 0 ára aldri. Yfir 1 00 tilraunir úr Ijósa, lita og linsufræði, t.d. sjónauka með 1 5 sinnum stækkun, vasasmásjá og 35mm reflexmyndavél með normal og aðdráttarlinsu. Kr. 9.087 — LOGIKUS fyrir alla frá 1 2 ára aldri. Yfir 60 tengingar úr digital tölvutækninni, meðal annars tæki fyrir veðurspá, getraunir, fótboltaleik lækningaspá o.fl. Kr. 12.340.— RAFEINDAMAÐURINN XG fyrir alla frá 1 4 ára aldri. Yfir 80 tengingar og tæki úr rafeindafræði, meðal annars magnara, viðtæki, viðvörunar- tæki, innanhúsasími, mælitæki o.fl. Kr. 14.477,— RAFEINDAMAÐURINN XS Yfir 50 viðbótartengingar og tæki úr magnara, viðtækja og rafeindastýritækni o.fl. Kr. 9.110.— íslenskur leiðarvisir fæst með öllum tilrauna- kössum. Lærið sjálf - á skemmtilegan hátt - munið Kosmos tilraunakassana Sendum í póstkröfu um land allt. Hellflverzlun Austuröæiar, Borgartúni 29, (sami inngangur og PERSIA) simi 22 600. Jólatrésseríur með amerískum NOMA-perum (Bubble lights) HEKLAhf Laugavegi 170—172 — Sfmi 21240 Mútíma Reykjavíkurlíf Eftirþankar Jóhönnu eftir Véstein Lúðviksson I þessari sögu kemur vissulega fyrir ýmislegt, sem gott bætti að nota [ skemmtisögum, en menn muna ,,ekki ávallt eftir því að meistarar raunsæisskáldsögunn- ar hafa um langan aldur notað slíkt óspart til sinna þarfa“, eins og ritdómari eins dagblaðanna kemst að orði. Og sá er munur- inn að ( þessari bók er hvergi slakað á ítrustu bókmenntaleg- um kröfum, enda er hún rituð af einum snjallasta skáldsagnahöf- undi okkar í dag. Og eitt er víst: það leiðist engum lestur þessar- ar bókar, enda má með fulllum rétti spyrja: Hafa skáldsagna- höfundar nokkurn rétt á því að vera leiðinlegir? Þessarar bókar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Sómakona við Asparfell fékk ekki orða bundist eftir að hafa hlýtt á upplestur úr bókinni og skrifaði einu dagblaðanna les- endabréf, þar sem hún komst m.a. svo að orði: .. dætur min- ar tvær... hlustuðu líka og hlust- uðu vel. Og þegar þær voru orðnar agndofa ... var ég orðin of sein. Þær kveiktu bara á sínu eigin útvarpstæki, þegar ég ætl- aði að slökkva . .. það sem eftir var kvöldsins töluðu (þær) svo ekki um annað. Ogmérkæmiþað ekkert á óvart, þó að þær kæmu með þessa bók hetm úr bóka- bilnum um leið og hún er komin út.“ IÐUNN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.