Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1975 Þögnin ístrengjunum Guðmundur Böðvarsson: LJÓÐASAFN II Safnrit V. Hörpuútgáfan 1975. I öðru bindi Ljóðasafns Guðmundar Böðvarssonar eru þessar bækur: Alfar kvöldsins, Undir óttunnar himni, Kristallinn í hylnum og Minn guð og þinn. Hér er eins og áður ort um land og náttúru, einkum heima- haga; þrá eftir fjarlægum löndum og síðast en ekki síst gerast þau yrkisefni nú áleitin, sem heimta að skaldið taki af- stöðu til málefna líðandi stundar. Guðmundur Böðvars- son fer ekki leynt með sósíalíska lífsskoðun sína (Kveðja til hlutlauss vinar, Ut- lent skáld, Stalingrad), en hann er ekki jafn ákafur í boðun sinni og til dæmis Jóhannes úr Kötlum. Hann veit: Undir óttunnar himni eftir töp vor og flótta stöndum vér ennþá sem áður, milli myrkurs og sólar, milli vonar og ótta. Fallvaltleiki lífsins verður skáldinu umhugsunarefni. I Tjaldljóði, lokaljóðinu í Minn guð og þinn, lýsir það því yfir að það muni bráðum draga tjaldhæla sfna úr jörðu. Þögnin læðist í strengina. í einu af helstu ljóðunum í sömu bók, Við vatnið nefnist það, ákallar skáldið skugga sína og biður þá að vera hjá sér þegar það fari. „Vinning þinn léstu liggja / eins og þig óraði fyrir / gleymsku eilífðanna / hringrás aldanna". I öllum ljóðabókum Guðmundar Böðvarssonar eru ljóð, sem eru í eðli sfnu upp- Guðmundur Böðvarsson gjör, kveðja, þar sem skáldið metur líf sitt og list. Mikilvægur þáttur í skáld- skap Guðmundar Böðvarssonar eru ljóð hans um starf bóndans. Hann var skáld starfsins. Það er ávallt maður hinna „frið- sömu staðbundnu" starfa, sem talar f ljóðum Guðmundar Böðvarssonar. Þessi maður stendur báðum fótum á jörðinni: Þú vonaðir þegar að voryrkjur hæfust á ný, að vaknaði aftur hinn gamli fögnuður þinn við ástriki vorsins og andvarans léttu ský og önn hins jarðelska manns við verkahring sinn. Og víst mundi hlæjandi heilsa þér gróðursins nál og heimta þitt þrek, sér til Iiðs, á sinn mjúkláta hátt, og þá mundi gleymast þeir gjörningar þinni sál er gjörðu þér vökur um skammdegið rökkurgrátt. (1943) Guðmundur Böðvarsson var enginn formbyltingarmaður. Þó er hann ekki ósnortinn af ljóðlist nýs tfma. Um það vitna fjóð eins og Tengsl, Kvæðið um brúna, Sfðasta haustljóð Ulfs í Völuskógum, Kemur kvöld og Við vatnið. öll eru þessi ljóð mjög athyglisverð. Guðmundur Böðvarsson var sjálfum sér samkvæmur í skáldskap sínum. Frá fyrstu ljóðum hans til hinna síðustu ríkir einlægur hljóðlátur tónn, sem vekur trúnað lesandans. Ekkert bendir til þess að þau muni fyrnast á næstunni. Þeir, sem unna góðum skáldskap, munu halda áfram að leita til þeirra. Guðmundur Böðvarsson stendur í skáldskap sinum á öruggum stað, ekki langt frá þeim Stephani G. Stephanssyni og Jóhannesi úr Kötlum. Svo djöfull ein Vésteinn Lúðvíkssoti: EFTIRÞANKAR JÓHÖNNU. Iðunn 1975. Það er óvenjulegt að lesa skáldsögu eftir íslenskan skáld- sagnahöfund, sem með jafn markvissum hætti ástundar listræn vinnubrögð og Vésteinn Lúðvfksson gerir f Eftirþönk- um Jóhönnu. Sagan er öll sögð af Jóhönnu, fertugri konu, tvf- skilinni og fimm barna móður. Frásagnarhætti hennar er hald- ið frá upphafi til enda og er það út af fyrir sig verðugt rann- sóknarefni að huga að sam- kvæmni hans. Mér virðist höf- undinum hafa tekist furðuvel að láta Jóhönnu túlka hug sinn í bókinni. Hún er manneskja af holdi og blóði, talar ekki eins og gyðja, heldur ósköp líkt og við eigum að venjast. Saga Jóhönnu er trúanleg. Hana er að finna meðal okkar. Fáum dytti f hug að líta á hana sem persónu f skáldsögu. Mörg- um þykir hún sjálfsagt of ómerkileg til að gera um hana bók. Hún er ekki f stíl við róm- antískar kvenlýsingar. Til þess eru veikleikar hennar of hvers- dagsiegir. Hún er ein, „svo djöf- ull ein“, eins og hún segir þeg- ar hún fer að rifja upp sögu sína. Hún veit að „öll sagan er miklu meira en það litla sem gerðist. Og öll sagan er flókin. Minnstakosti langt frá þvi að vera eins einföld og sumir halda." Það, sem höfundurinn leitast við f Eftirþönkum Jóhönnu, er meðal annars að lýsa nákvæm- lega hugarástandi Jóhönnu og umhverfi hennar. Hann forðast að fara fljótt yfir sögu og gera söguna með þvf spennandi. Smáatvik líðandi stundar, heimili, vinnustaður, allt það fólk, sem Jóhanna umgengst birtist í skýru ljósi. Jafnframt er horfið til bernskuminninga Jóhönnu til að uppruni hennar verði ljós. Sagan er í senn sál- fræðileg og raunsæileg könnun á Jóhönnu. Vésteinn Lúðvfks- son er kunnur fyrir að skrifa ljósan og einfaldan stíl (saman- ber Gunnar og Kjartan) og vfk- ur ekki frá þeirri reglu í Eftir- þönkum Jóhönnu. Aftur á móti stefnir hann nú að meiri hnit- Vésteinn Lúðvfksson miðun en áður. 1 Eftirþönkum Jóhönnu er greinileg þróun Vé- steins sem skáldsagnahöfundar þótt erfitt sé að spá um hvers konar tækni verður ofan á í Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON sagnagerð hans. Ur því verður framtíðin að skera. Ljóst er að hann verður ekki sakaður um einhæfni eins og sumir skáld- sagnahöfundar, sem hafa kjörið sér líkan vettvang og hann. Af- hjúpandi skáldsögu mætti nefna þá viðleitni, sem áber- andi er í íslenskri nútímaskáld- sagnagerð. Hörður nefnist sá karlmaður sögunnar, sem hugur Jóhönnu snýst um. Það er hann, sem vekur kveneðli hennar og fær hana til að gerast viljalaust verkfæri. Hörður er flókinn persónuleiki, maður uppgjafar og lffsflótta (firringin enn). I fyrstu er hann dálítið óljós, svífur í lausu lofti, en eftir því sem líður á söguna verður hann greinilegri. Hann er ekki líkleg- ur til að vekja samúð lesand- ans, en menn af hans tagi eru þrátt fyrir allt margir. Þeir eru jafn raunverulegir og Jóhanna sjálf. Það reynir nokkuð á þol- inmæði lesandans í frásögninni af Herði og kynnum þeirra Jó- hönnu. Viðskilnaðurinn við hann er aftur á móti eðlilegur. Höfundinum tekst að dýpka myndina af honum. Um leið veit lesandinn allt um Jóhönnu, sem máli skiptir. Saga hennar er sögð. Aukapersónur bókarinnar eru margar. Eftirminnilegur er Finnur, hinn skilningsríki bjargvættur Jóhönnu, sömu- leiðis Hrafnhildur, keppinaut- ur hennar um ást Harðar. Sum- ar persónur eru aftur á móti Ifkt og skuggamyndir þótt höf- undurinn ætli þeim öllum hlut- verk. Það segir sig sjálft að sú aðferð, sem höfundurinn velur sér, kallar fjölda fólks fram á sviðið, misjafnlega veigamikið. Þótt Eftirþankar Jóhönnu sé ekki löng skáldsaga er víða komið við f uppgjöri Jóhönnu. Lesandinn fær tækifæri að velta mörgu fyrir sér: atburð- um, fólki. Sumum mun eflaust þykja Eftirþankar Jóhönnu miskunn- arlaus saga, ófegruð lýsing á heimi ungrar konu. Ein- hverjir munu eflaust telja hana neikvæða. Það skipt- ir ekki máli. Sagan er að vísu hryssingsleg, dapurleg mynd tilgangslauss veruleika. Mest er um vert að Vésteini Lúðvfkssyni hefur með Eftir- þönkum Jóhönnu tekist að segja sögu, sem lýtur eigin lög- málum og er þess vegna heppn- að skáldverk. Um leið sýnir hann okkur án allra undan- bragða lff venjulegs fólks. Ef við göngum út frá því að siðferðilegt mat sé ekki einhlítt þegar dæma skal skáldskap stendur okkur til boða að skáld- skapur miðli okkur gagnlegum siðferðilegum boðskap. Stórhuga þýðandi SÝNISHORN AF (JR- VALSLJÓÐUM 48 NORÐURLANDAHÖF- UNDA. Tilraun til þýðingar gerð af Þðrarni frá Steintúni. (Jtgefandi: Höfundur 1975. Þórarinn frá Steintúni ætlar sér ekki lítinn hlut. 1 bókinni Sýnishorn af úrvalsljóðum 48 norðurlandahöfunda þýðir hann m.a. ljóð eftir Gustaf Fröding, Karin Boye, Elmer Diktonius, Nils Ferlin, Verner von Heidenstam.August Strind- berg, Inger Hagerup, Knut Hamsun, Edith Södergran, Tove Ditlevsen og Gunnar Eke- löf. Þórarinn frá Steintúni er ekki lengur ungur að árum. Hann hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur: Utfall (1964), Lit- ir í laufi (1966) og Undir fel- hellum (1970). Þessar bækur hafa ekki vakið mikla athygli en góðviljaðir menn hafa þó fundið í þeim kvæði og kvæði sem þeim hafa líkað. Hvað sem um skáldskap Þórarins frá Steintúni verður sagt er hann þó til marks um hinn ódrepandi vilja margra þeirra, sem meta orðsins list, að verða hlutgengir á skáldaþingi. Þáttur þessa vilja er eflaust lestur Þórarins frá Steintúni á verkum frægra skandinavískra skálda. 1 hrifningu sinni finnur hann hjá sér löngun til að miðla löndum sfnum af þessari reynslu sinni. Úr verður fjöl- breytt bók og síður en svo neitt smákver þegar á magnið er lit- ið. Það er einkennileg tiihneiging margra ljóða- þýðanda að vilja mæla sig við Magnús Ásgeirsson. Þörarinn þýðir til dæmis tvö kvæði eftir Karin Boye, sem til eru í ágæt- um þýðingum Magnúsar. Samanburður á þýðingum Þórarins og Magnúsar verður ekki hagstæður fyrir hinn fyrr- nefnda. Ég vel sem dæmi Já, víst er sárt. Hjá Þórarni hefst ljóðið þannig: Víst er sárt þá blaðaknappar bresta. Hví skyldi vorið hika — leita lags? Hví skyldi vor ljúfa heita löngun þá kvíða fyrir komu næsta dags? 1 vetrarhíði blaðknappurinn beið. Hvað er það, sem innra tærir, sprengir? Vfst er sárt þá blaðhlífarnar bresta, sárt pví er vex og því, sem lokar, þrengir. Magnús þýðir: Já, víst er sárt, er bruma- hnappar bresta. Biði vorið svona að öðrum kosti? Væri annars öll vor heita löngun oprin þessu langa, bleika frosti? Heilan vetur hulin brumin lágu. Hvað er þetta nýja og sára, er sprengir? Já vfs er kvöl, er brumahnappar bresta, bresta, bæði nýju, er vex, og gömlu, er þrengir. Þórarinn þýðir mörg ljóð eftir norsku skáldkonuna Inger Hagerup. Þessar þýðingar gætu vel orðið til þess að hvetja lesendur til að kynna sér frum- kvæðin. Sama er að segja um fleiri þýðingar Þórarins. Til- raun hans er þá ekki til einskis. Ég er ekki að mæla með þvf að Þórarinn frá Steintúni leggi fyrir sig Ijóðaþýðingar. En ein- staka sinnum tekst honum sæmilega. Vonandi hafa þessar þýðingar haft gildi fyrir hann sjálfan og þá er ekki ólíklegt að þess sjái merki f ljóðagerð hans. Meö flotakveðju Ludovic Kennedy: BISMARCK SKAL SÖKKT. Hersteinn Pálsson þýddi. Isafoldarprentsmiðja 1975. HÖFUNDUR þessarar bókar, Ludovic Kennedy, tók sjálfur þátt í leitinni að Bismarck. Hann var þá foringi á tundur- spillinum Tartar. Bókin nýtur sérþekkingar höfundarins auk þess, sem hún er samin af mikl- um heiðarleik. Báðir aðilar njóta sannmælis, hetjurnar er ekki aðeins að finna um borð í skipum hans hátignar, heldur einnig meðal þeirra, sém oftast er lýst sem þrjótum í stríðssög- um, fulltrúum þriðja ríkisins. Jafnvel Adolf Hitler verður mannlegur í þessari bók. Og við fáum að vita að Ltitjens flota- foringi heilsaði alltaf með flota- en ekki flokkskveðju, sama þótt sjálfur foringinn ætti f hlut. Margir þekkja sögu Bismarcks. Þessu öflugasta her- skipti heims var sökkt vorið 1941 eftir að það hafði grandað stolti breska flotans, Hood. Þetta er saga um mikil átök og örlög fjölda manna. Þótt frásögnin sé spennandi er hér fyrst og fremst að ræða um nákvæma könnun, ítarlega skýrslu. Einkunnarorð bókar- innar eru sótt til Wilfreds Owen: „Viðfangsefni mitt er styrjöld og miskunnarleysi styrjalda." Ludovic Kennedy virðist barnslega heillaður af öllu saman. Hann lýkur bók sinni með þessum tregafullu orðum: „1 dag eru orustuskip og orustubeitiskip að kalla úrelt; aðeins eitt eða tvö eru enn að grotna f höfnum sem minjagripir frá liðnum tíma. Þeir okkar, sem lifðu með og á þessum einkennilegu, glæsi- legu, risavöxnu, dulúðgu sköpunarverkum manna, minnast þeirra með stærlæti; og við erum lfka stoltir af að hafa verið á sjó f félagsskap þeirra vikuna forðum, þegar Hood og Bismarck sigldu á vit frægðar og forlaga.“ Það er ekki fjarri þvf að yenjulegum Iesanda, sem ekki er haldinn stríðsrómantfk, klígi við þessum lýsingarorðum. Það, sem gott er um sögu Ludovics Kennedy fyrir utan fræðilega þekkingu hans og heimilda- söfnun, er einmitt hve hönum tekst vel að lýsa okkur inn í hugskot manna, þar sem kvíði og ótti réðu ríkjum. I slíkum lýsingum rís bók hans hæst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.