Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1975 19 Yelena Sakharov: „Ræðan ekki gagn- rýni á Solzhenitsyn” Osló, 12. des. REUTER. YELENA Sakharov neitaði þvf f dag eiginmaður hennar hefði haft uppi gagnrýni á rithöfund- Reagan hef- ur forystu skv. Gallup New York 12. des. Reuter. RONALD Reagan, fyrrverandi rfkisstjóri f Kalifornfu, hefur náð forystu f skoðanakönnunum um forsetaframbjóðanda repú- blikana og hefur það ekki gerzt fyrr, þar sem Ford hefur fram að þessu haft meira fylgi. Gallup- \stofnunin birti niðurstöður könn- unar í New York Times f dag og sýnir þar að Ronald Reagan nýtur stuðnings 40% kjósenda repu- blikana, en Ford nýtur stuðnings 32% þeirra. 27% óháðra kjósenda kusu Reagan miðað við 25% sem Ford hlaut. inn Alexander Solzhenitsyn í Nóbelsræðu sinni, sem hún las upp við afhendinu verðlaunanna. I ræðunni vfsaði Sakharov á bug hugmyndum um afturhvarf til bændaþjóðfélags og kvaðst sann- færður um að allar tilraunir sem hnigju í þá átt að hefta vfsinda- lega og tæknilega framþróun og hvetja til einagrunarstefnu, þar sem allt væri byggt á hefðum úr fortíðinni, væru óraunhæfar með öllu. Alexander Solzhenitsyn sem fékk bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir fimm árum hefur hvatt til andlegrar endurvakningar Rússa og afturhvarfs til náttúrunnar. Yelena Sakharov sagði að ræðan væri ekki að neinu leyti gagnrýni á Solzhenitsyn. Nauðsynlegt væri að innan þjóðfélags rúmuðust menn með allar skoðanir á öllum málum. „Eins og eiginmaður minn sagði í ræðu sinni þurfum við umbætur, ekki byltingu, held- ur fjölhyggjusamfélag sem bygg- ist á umburðarlyndi," sagði frú Sakharov. Carl Gustaf Svfakonungur afhendir hér prófessor Ben Mottelson frá Kaupmannahöfn Nóbelsverðlaun í eðlisfræði en þeim deildi Mottelson með Aage Bohr prófessor einnig frá Kaupmannahöfn og James Rainwater frá Bandarfkjunum. Reagan er eini repúblikaninn sem opinberlega hefur lýst yfir að hann muni keppa við Gerald Ford um útnefningu flokks síns í kosn- ingunum á næsta ári. Skoðana- könnun þessi var gerð dagana 21.—24. nóvember, en þann 20. nóvember hafði Reagan skýrt frá Framhald á bls. 22 Hattersley í þinginu: Bretar vilja málamiðlun Bretiand: — en atburðurinn í fyrradag gerir þeim erfiðara fyrir Felld tillaga um dauðarefsingu London 12. des. Reuter. BREZKA þingið felldi í gær nýtt frumvarp um að dauðarefsing yrði innleidd á ný f Bretlandi. Frumvarpið var lagt fram í kjöl- far hinna miklu hryðjuverka sem framin hafa verið i Bretlandi upp á síðkastið og hafa fimmtíu manns látið Iffið í 150 sprengju- árásum og skotárásum. 361 þing- maður greiddi atkvæði gegn frumvarpinu en 232 voru því fylgjandi. Meiri hluti var því 129 atkvæði. Siðast þegar dauðarefsing var rædd í brezka þinginu fyrir ári, var tillaga um að hún tæki gildi á ný felld með 152 atkvæða meiri- hluta, eða 369 atkvæði gegn 217. London, 12. des. Einkaskeyti til Mbl. UMRÆÐUR urðu í brezka þing- inu f dag og fjölluðu um fiskveiði- deiluna og átökin innan fslenzku landhelginnar á fimmtudag. Hattersley ftrekaði samningsvilja Breta, en ýmsir þingmenn tóku til máls og hörmuðu atburðinn þótt ekki væri alltaf út frá sömu forsendum. Rov Hattersley aðstoðarutan- rfkisráðherra lét svo um mælt, að Bretar hefðu f huga að reyna málamiðlunarleiðina til að leysa deiluna. Hann Iét þó f Ijós efa- semdir um að slfk meðferð máls- ins mundi bera árangur, þar sem tslendingar væru „samkvæmt hefð“ andsnúnir málamiðlun og krefðust þess, að Bretar féllust á kröfur þeirra. Þorskastrfðið milli þessara aðildarþjóða Atlantshafsbanda- lagsins takmarkaðist f fyrstu við það, að fslenzk varðskip skáru á togvfra brezkra fiskiskipa innan 200 mflna fiskveiðimarkanna, sem Islendingar hafa eignað sér með einhliða yfirlýsingu. Upp úr sauð s.l. fimmtudag er varðskipið Þór skaut fyrir stefnið á brezka dráttarbátnum Star Aquarius þar sem það var í vari vegna óveðurs. — Þetta, sagði Hattersley f Neðri málstofunni, gerir Bretum mun erfiðara fyrir um að leysa málið með samningum, enda þótt Bretar séu „fullkomlega reiðu- búnir“ til að leysa málið með málamiðlun. Einn af leiðtogum thaldsmanna Reginald Maudling sagði að þrátt fvrir illt útlit væri hann viss um, að þingmenn stæðu að baki stjórninni. Hann spurði hvort rfkisstjórnin hefði reynt að fá einhvern málsmetandi aðila á al- þjóðavettvangi til að miðla mál- um. Hattersley sagði að viðbrögð Breta við kæru Islendinga til Sameinuðu þjóðanna væru hin örugga vissa um lagalegt rétt- mæti afstöðu sinnar og þeim bæri skvlda til að vernda sjómennina. James Johnson, þingmaður Verkamannaflokksins frá HuII og formaður sjávarútvegsmála- nefndar flokksins, sagði, að eng- inn, sem væri með fullu viti, vildi Atlantshafsbandalagið býður fækkun kjamorkuvopna srnna Brtissel, 12. desember — AP — Reuter. RÁÐHERRAFUNDI Atlantshafs- bandalagsins, sem staðið hefur f tvo daga, lauk f Brússel um há- degi f dag. I yfirlýsingu, sem gefin var út að loknum fundinum segir meðal annars að ráðherr- arnir hafi rætt deilu bandalags- þjóðanna innan Nato, Bretlands og tslands, um fiskveiðiréttindi, en ekki tekist að brjóta þá sjálf- heldu, sem deilan sé komin f. Mestur hluti yfirlýsingarinnar fjallar þó um gagnkvæma af- vopnun austurs og vesturs og slökun á spennu, enda var það aðalumræðuefni fundarins. Hefur Atlantshafsbandalagið tekið nýtt frumkvæði á þessum efnum með því að bjóðast til að flytja frá Evrópu 1.000 bandarísk kjarnorkuvopn gegn því að Sovét- ríkin dragi til baka heilan skrið- drekaher. Þetta var samþykt að tillögu Henry Kissingers, utanrfkisráð- herra Bandarfkjanna, f þeirri von að það gæti komið skriði á Vínar- viðræðurnar um fækkun í herjum austurs og vesturs. Felur boðið i sér að 1000 kjarnorkuvopn og 29.000 bandarískir hermenn verði fluttir frá Vestur-Þýzkalandi gegn því að Sovétmenn kalli heim 1.700 skriðdreka og 68.000 her- menn. Akvað ráðherrafundurinn að boð þetta skyldi lagt fyrir samn- inganefndir Sovétrfkjanna og bandamanna þeirra á þriðjudag, eða áður en viðræðunum verður hætt fyrir jólafrí. Ráðherrarnir lögðu þó á það áherslu í yfirlýsingu sinni að þetta boð gæfi ekki til kynna minnkandi samstöðu aðildarrfkja Nato. Segja þeir að markmið þeirra með afvopnunarviðræð- unum sé að ná jöfnuði á milli austurs og vesturs hvað snertir fjölda hermanna sem staðsettir eru sitthvorum megin við þá línu, sem skiptir Evrópu. Bandarikin eru með 7.800 kjarnorkuvopn í Evrópu, sem er tvöfalt meira en Sovétrfkin hafa. Sovétríkin hafa farið fram á að um þessi vopn sé fjallað f Vfnarviðræðunum. Aðaláhugamál vesturveldanna hefur verið að fækka f herjum Sovétríkjanna, sem eru margfalt fjölmennari, þannig að sami fjöldi hermanna verði hjá báðum hliðum og að ákveðinn verði há- marksfjöldi þeirra hermanna, sem Varsjárbandalagið og Nato hafa undir vopnum. Sovétríkin vilja hins vegar að hermönnum verði fækkað hlutfallslega þannig að þeirra herir verði áfram fjöl- mennari. Fylgi Atlantshafsbandalagsins við það sjónarmið að jafnt eigi að vera í báðum herjum er ftrekað f yfirlýsingunni að ósk utanríkis- ráðherra Vestur-Þýzkalands, en hann sagði á blaðamannafundi í gær að mismunandi stærð herj- anna væri megin ástæðan fyrir ótryggu ástandi í Evrópu. Þó að afvopnun hafi verið aðal- málið á dagskrá ráðherrafund- arins voru einnig nokkur önnur mál rædd. Auk þess að ræða fisk- veiðideiluna, vöruðu ráðherr- arnir óbeint við þátttöku á borg- arastrfði í Angóla. Þeir ruddu úr vegi hindrunum fyrir viðræðum á milli bandalagsþjóðanna Grikk- lands og Tyrklands um Kýpur og opnuðu möguleika á skjótu sam- komulagi á milli Tyrklands og Bandaríkjanna um að bandarfsk- ar herstöðvar í Tyrklandi verði opnaðar á ný. Eftir ráðherrafundinn sagði Kissinger að Bandarfkin mundu reyna að koma f veg fyrir tilraun- ir Sovétríkjanna að ná áhrifaað- stöðu í Angóla i gegnum vopna- flutninga þangað. Sagði hann að Bandaríkjastjórn væri fylgjandi því að strfðandi frelsishreyfingar Angóla fengju að útkljá málin sin á milli án erlendra afskipta. Hann kom sér hjá því að svara beint spurningum um hvort rétt væri frá greint í skrifum dagblaða um að Bandaríkin hefðu veitt 50 milljón dollara aðstoð til angólskra frelsishreyfinga, sem berjast gegn frelsishreyfingunni Mpla, sem Sovétríkin styðja. skotbardaga f sambandi við þetta mál. Leiðtogi Frjálslynda flokksins, Jeremy Thorpe, spurði hvort Bretar hefðu sett einhver skilvrði fyrir nýjum samningaviðræðum. Því svaraði Hattersley neitandi. John Prescott, þingmaður Verkamannaflokksins frá Hull, sagði: „Við hörmum allir þessa þróun mála, sem er hættuleg lffi og limum manna." Hann taldi þá ráðstöfun að setja skip I slfka aðstöðu Ifkjast „dauðadansi“. Þá sagði hann: „Við viðurkennum ekki að dauði eins manns sé jafn- virði þrjátfu þúsund tonna af fiski. Viljið þér kannast við að málstaður Islendinga sé rétt- mætur, þar sem við munum viðurkenna hann á hafréttarráð- stefnunni eftir hálft ár?“ Hattersley svaraði á þá leið, að Prescott væri að biðja rfkisstjórn- ina um að segja sjómönnum frá Hull og öðrum hafnarbæjum að frá lagalegu sjónarmiði gætu þeir veitt á fslandsmiðum, en þar sem fslenzka rfkisstjórnin væri mót- fallin þvf að þeir gerðu það, þá féllust Bretar á það sjónarmið „svo viljið þið (sjómenn) gjöra svo vel að fara heim f atvinnu- Ieysið“. „Þetta væri hvorki skvnsamlegt sé drengilegt," sagði Hattersley. Donald Stewart, þingmaður skozka þjóðernissinnaflokksins tók undir það, að allar horfur væru á þvf, að 200 mflna reglan vrði rfkjandi f þessum heims- hluta og þvf væri það „óumræði- lega ósanngjarnt og óviturlegt að bregðast hart við á þessu stigi málsins." Hattersley var þessu ekki sammála og sagði: „Ef hart hefur verið brugðizt við, þá hefur það ekki verið af hálfu brezku rfkisstjórnarinnar.** Engin aðstoð Þjóðveldisflokkurinn f Færevjun hefur gert svohljóðandi sam- þykkt: Þjóðveldisflokkurinn fordæmir innrás og yfirgang Breta i ís- lenzkri landhelgi og heitir á fær- eysk yfirvöld að sjá til þess, að brezk skip við tsland fái enga aðstoð í Færeyjum, nema um lif eða heilsu sé að tefla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.